Templar - 20.08.1912, Blaðsíða 2

Templar - 20.08.1912, Blaðsíða 2
46 TEMPLAR. „Templar“ kcmur út k hverjum 20 daga fresti, miuit 18 blðð. Yerð árgangsins 2 kr., er borgist 1, júlí. Útiölumenn f4 26*/• í sölulaun. Ititstjórn, afgreiðslu og innheimtu annast Joti Árnaaon, Box A 21, Beykjavik. Afgr. & Smiðjustig 6, U. 7—8 siðd. á hinn rétta hátt, til þess að forða þjóð inni frá smán og fyrirlitningu. Áhrif áfengisbannsins í Bandaríkjunum. Það hefir eigi örsjaldan klingt hjá and- banningunum þetta, að bannlög komi hvergi að gagni og færa sem dæmi þessu til stuðn- ings, að eins mikið sé drukkið í þeim hlut- um Bandaríkjanna sem bannlög eru í gildi eins og þar sem brennivínsverzlunin er al- veg frjáls. Til þess að sýna mönnum hvernig á- fengisnautnin sé í Bandaríkjunum og hver sé afstaða bannlaganna gagnvart henni, teljum\,vér rétt að gefa eftirfarandi upp- lýsingar. Til tryggingar því, að þessar upplýsing- ar séu réttar, má geta þess, að þær eru teknar úr árbók Bruggarafélagsins í Banda- ríkjunum, og þeirn œttu andbanningar að trúa, J>ví það er enyin „Templaraofstœlci". Tölurnar hér á eftir tákna gallon (1 gall. = 3,785 lítrar) og er ta.lið á mann og alJ- ar tegundir áfengisdrykkja, brennivín, vín og öl samanlagt. Bannríkin eru níu. Mest drukkið í Maine 5,45; þá er Tennesee með 3,62, Georgia 1,55, Norður Dakota 1,85, Oklahoma, Ala- bama, Mississippi 0,09 og Kansas 0,00, eða til jafnaðar 1,35 gallons á mann. Héraðasamþyktaríkin eru 15. Idaho með 13,73, Louisiana 10,14, Iowa 6,73; lægst er Suður Carolina 0,06; til jafnaðar 4,37 gallons á mann. Yínsöluríkin eru 27 og hæst er Wiscon- sin með 64,51, en lægst er Oregon með 10,77; flest eru þessi ríki með frá 20—30 gallons á mann eða til jafnaðar 25,23 gall. Þessar tölur gefa tilefni til frekari at- hugana, segir „Keformatorn“. Eins og skýrslan ber með sér, eru Maine og Tennesee hæst meðal bannríkjanna, en orsökin er sú, að í þessum tveim ríkjum eru ríkisstjórarnir vinir og tryggir áhang- endur bruggaranna og geta menn því at- hugunar- og eftirlitslaust af þeirra hálfu rekið ólöglega áfengisverzlun. í Kansas segja þeir, bruggararnir, að engin áfengis- nautn eigi sér stað og er það þá fullkom- iu viðurkenning þess, að þar sem bann- hlynt stjórn situr að völdum, eins og nú á sér stað þar, þá sé bannið í fullri fram- kvæmd, þrátt fyrir þann galla, sem á því er, að innflutningur er ekki bannaður. Á mebal héraðasamþyktaríkjanna verður manni sérstaklega litið á Idaho og Luisiana, þar sem nautnin virðist að vera mest, já, svo mikil, að hún er meiri en í sumum áfengisríkjunum. Idaho er eina ríkið meðal norðvesturríkjanna, sem hefir héraðasam- þyktir, en þær hafa gilt að eins í tvö ár. Samt sem áður búa 2/s íbúanna í „þurrum" héruðum, en í bæjunum er drykkjuskapur — eins og vant er — Ivoðalega mikill. ! Hvað Luisiana viðvíkur, þá má geta þess, að stórbærinn New Orleans leggur mesta skerfinn í áfengiseyðsluna. Af áfengisríkj- unum er Wisconsin með 64,51 gallons í skammarkróknum; þá eru: New York með 45,31, New Jersey með 45,87, Illinois með 39,13 og Missouri með 36,92 gall. á mann. Wisconsin hefir áreiðanlega 750 héruð knæpulaus, en hin almenna skoðun manna er andstæð banni og ríkið er hið 4ða í röðinni með tilliti til ölgerðar og 5ta í röðinni hvað tölu knæpa áhrærir (1 á hverja 183 íbúa 1910). Það er eðlilegt, að ríkin New York, New Jersey og Illinois með miljónabæjum sín- um séu ofarlega á nautnarskránni og sama á sér stað í Missouri með höfuð- staðinn St. Louis og knæpubæinn Kansas. Venjulega er það svo, að stórbæirnir styðja aðallega að hinni miklu áfengisnautn, sem á sér stað á þeim ríkjum, sem hafa mörg „þurkuð" héruð, t. d. Ohio með Cinncin- nati og Cleveland, Pennsylvania með Phila- delphiu og Pittsburg, Maryland með Balti- more o. s. frv. Það er samt sem áður gleðilegt, að geta staðhæft með skýrslum sjálfra áfengismann- anna, að þar sern bindiudishugsjónin er orðin svo almenn, að þjóðarviljinn hefir náð yfirtökum, þar verður áfengisnautn- in mjög lítil eða engin, þrátt fyrir alla örðugleikana, og hafa þvi sannað, að „bann- ið bannar“. í „Reformatorn" 20. júní þ. á. er skýrsla um áfengisframleiðslu og riautn í Banda- ríkjunum árin 1907—1911 og sýnir hún, að vín og öl hefir staðið í stað, en eymd- ir drykkir aukist ofurlítið. Nú væri fróðlegt að vita í hverju ríkj- anna nautnin hafi aukist. Er það í bann- ríkjunum eða knæpuríkjunum? Eins og áður er getið, eru bannríkin 9 (1910) og við þau mætti bæta þeim þrern- ur ríkjum, sem að mestu leyti eru „þurk- uð“ með héraðasamþyktum: New Hamp- shire, Yermont og Suður Dakota. í þess- um 12 rikjum féll tilbúningur eymdra drykkja úr 738,522 gall. árið 1909 í 632- 005 gall. 1910 og öl úr 753,104 tunnurn 1909 í 681,403 tunnur 1910. En á sama tíma jókst tilbúningurinn í knæpurikjunum, eins og Pennsylvaniu, New York, Kaliforníu, Illinois, Kentucky o. s. frv. í mjög miklum mæli. Þannig jókst tilbúningur eimdra drykkja 1909 —10 í ríkinu New York einu út af fyrir sig um 2,100,791 gailon og öl um 523,311 tunnur. í Pennsylvaníu nam aukningin 1,528,147 gall. eimdra drykkja og 613,879 tunnum öls. Það væri nú líklegt, að hin mikla fram- leiðslu-aukning í knæpuríkjunum ætti rót sína í auknum innflutningi í bannríkin. En þvi mótmælir nefnd sú, er haíði milli- ríkjaverzlunina til athugunar, og segir hún í skýrslu sinni frá 23. júní 1911 að inn- flutningur allskonar áfengisdrykkja írá knæpuríkjunum til bannrikjanna hafi num- ið að eins 1,28 gall. á mann, en þá sé nautn- in i knæpuríkjunum 26,62 gall. á mann. Halldór Hermannsson,bókavörður ílthaca, helt því fram eitt sinn í „Lögréttu“, að í Bandaríkjunum væri meira drukkið síðan bannið komst á og færði það sem ástæðu gegn bannstefnunni yfirleitt. Þá var ekki unt að svara því atriði í grein hans eins vel og þörf var á. Á þessum skýrslum sést, að aukning áfengisnautnar þar i landi er ekki banninu að kenna, miklu fremur hið gagnstæða og styðst það við skýrsluna frá bannandstæðingunum, sjálfum bruggur- unum. Það virðist því ofureðlilegt, að svona sé ástandið með tilliti til drykkjuskapar í Bandaríkjunum og áhrif bannlaganna í því efni og þá skilur maður vel að bruggar- arnir og þeirra áhangendur rói öllum ár- um að því, að eyðileggja bannlögin þar sem þau eru komin á. Þessi reynsla Ameríkumanna er íslend- ingurn hvöt til þess að vernda bannlögin og koma þeim í fulla framkvæmd. Ný stúka. Laugardaginn 10. ágúst s.l. stofnaði br. Sigurður Eiríksson, regluboði, stúku að Syðribrú í Grímsnesi með 16 stofnendum. Hún hlaut nafnið Bl’ó og er nr. 168. Þessir voru kosnir og skipaðir í embætti fyrir yfirstandandi ársfjórðung: Æ T. Halldór SigurðssoD, Syðribrú. V.T. Guðríður Þórarinsdóttir, Syðribrú. R. Guðmundur Ólafsson, Ásgarði. P.R. Þórður Ólafsson, Ásgarði. G. Eiríkur Sigurðsson, Syðribrú. Kap. Steinunn Þorsteinsdóttir, Efribrú. Dr. Sigríður Stefánsdóttir, Efribrú. V. Agústa Þórðardóttir, Syðribrú. U.V. Hannes Guðmundsson, Syðribrú. A.R, Tómas Guðmundsson, Efribrú. A.Dr. Guðrún Gisladóttir, Ásgarði. E.Æ.T. Guðmundur Guðmundsson, Efribrú. G.U.T. Sigurður Halldórsson, Syðribrú. Sem umboðsmanni S.T. var mælt með br. Þórði Ólafssyni, bónda, í Ásgaiði. Stúkan heldur fundi sína að Syðribrú. Þess skal enn fremur getið, að stúkan samþykti í einu hljóði að d a n s sé bann- aður á skemtisamkomum stúkunnar. Umboðsmanni og þremur öðrum félög- um veitt umdæmisstúkustig. Stúka þessi er skipuð góðum og áhuga- sömum félögum, sem óhætt má treysta að haldi merki voru hátt og hafi mikil og góð áhrif á sveitarfélagið, sem þeir eru í. „Tpl.“ óskar stúkunni og félögum hennar allra heilla. Frá stúkunum. Skemtiferð fóru barnastúkurnar „Æskan“ og „Díana“ út í Yiðoy sunnud. 11. þ. m. Tóku um 100 manns þátt í förinni. Var farið á mótorbát og stórum flutningabát og Jagt af stað kl. I0V2 árd. Veður var hlýtt og gott. Allir litlu farþegarnir, sem flestir voru frá 8—15 ára og höfðu sjaldan áður á sjó komið, höfðu mikið gaman af að sjá það sem fyrir augun bar á landi meðan farið var inn höfnina og sundið: Safnahúsið, verksmiðjurnar, Rauðará, Kirkju- sand, Laugarness-spítala og Klepp. — Þeg- ar stigið var á land á austurenda Viðeyjar, var ekki látið bíða að halda vestur veginn, sem liggur heim að húsinu, hinu forna og

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.