Templar - 10.09.1912, Blaðsíða 1

Templar - 10.09.1912, Blaðsíða 1
l-/l\l\0 XXV. Reyjavík, 10. sept. 1912. 13. blað. Stefnuskrá Good-Templara. I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. 111. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli úfbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manna til að framfylgja lögunum. "VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- íeika, þar til vér höfum borið sigur úr být- um um allan heim. I.O.G.T. Umdœmisstúkan nr: 1 heldur jund i G.-T.-húsinu i Rvík, laugar- daginn 21. sept. kl. 9 siðd. Til umrœðu verða þau málefni, er lágu fyrir síðast auglýstúm fundi og fleiri mikilsvarðandi mál. Templarar eru alvarlega ámintir um að mœta á fundinum. Ottó N. Þorláksson, U. Æ. T. Kveinstaf i r. Eins og getið var í síðasta tbl. »Tpl.«, sendi einn hinna svo nefndu »klúbba« hér í bænum bréf til Alþingis og alþingis- inanna út af viðaukalógunum við áfeng- issölulógiu frá 1899. Góður yinur »Tpl.« gaf honum bréfið og þökkum honum hugulsemina. Honum er gert alt of hátt undir höfði, þessum snepli, að koma honum á al- mannafæri; en af því að ýmislegt er í honum, sem lesendur »Tp].« mundu hafa gaman af og eigi síður gagn, þá er bréíið hirt hér orðrétt. Og ekki spillir það til, uð mörgum er það vilanlegt, að sumir dugnaðarmenn andbanninga eiga einmitt heima í þessum »klúbbum« og því gæti verið ástæða til siðar að hafa eitt eða lleiii gullkorn úr bréfinu í sambandi við nauðsynlegar athuganir á framkomu mót- stöðumannanna. Bréfið hljóðar svo. Háttvirti herra alþingismaður! Háttvirt neðri deild aíþingis 1912 hefir sam- þykt frumvarp til laga um viðauka við lög nr. 20, 11. nóv. 1899 um verzlun og veitingar áfengra drykkja á lslandi. í frv. pessu, 1. gr. segir, að ekkert félag manna megi hafa um hönd áfengisveitingar eða á- fengisdrykkju innan félags, nema leyfl lögreglustjóra komi til. f 2. gr. frv. segir, að áfengisnautn megi ekki eiga sér stað i veitingahúsum, sem ekki hafa áfengisveitingaleyfi, né heldur i veitingatjöldum eða á öðrum slikum stöðum, en að lögreglustjóri megi jiú leyfa áfengisnautn í samsætum einstakra manna. Með lögum pessum er mjög takmarkað þegnfrelsi manna frá því sem nú er. Engin lög hafa lýst pann tilgang ólöglegan, að stofna skemtifélag, þólt áfengisnautn vrcri par um hönd höfð, svo framarlega sem engúm væri selt nema félögum einum. Mörg félög hér í bænum hafa því haft um hönd áfengi i íé- lagsskap sinum, t. d. Stúdentafélagið, Skauta- félagið, Nordisk Klub Skandia o.fl. Frv. bann- ar mönnum fyrst og fremst að stofna lélags- skap með pví 'aukatakmai'kt* að neyta áfeng- is. Frv. bannar enn fremur alla áfengis- nauln í opinberum veitingastöðum, ncma þeim, er leyfi hafa samkv. 1. 11. nóv. 1899. Og ekki nóg með pað, i einkasamsætum mega menn ekki neyta áfengis nema með lcyfi lög- reglustjóra. Eftir frv. má t. d. gestur, sem býr á Hótel ísland eða Skjaldbreið ekki nej'ta eða veita kunningja sínum áfengi, er hann kynni að hafa sjálfur meðferðis [Pelta er víst sagt af einskærri velvild til hlutaðeigendn, en ekki klúbbnum til hagsmuna. Ritstj.]. Maður, sem heldur brúökaup sitt i opinberu veitinga- húsi, t. d. Iðnaðarmannahúsinu, má ekki gleðja gesti sina á áfengi, sem hann hefir keypt fyrir sjálfs sins fc, nema bann fái fyrst til pess leyíi lögreglustjóra [Pað er leiðinlegt að löggjöf og lögreglusljórn skuli vera að hlutast til um framferði manna yíir höíuð. Pví mega menn ekki óáreittir mj'rða náunga sirin? Ritst.], Félag má ekki, pótt pað haldi fund á heimili eins félagans, hafa um hönd áfengisdrj'kkju o. s. frv. [Dæmalaus vandræði. Ritstj.l Meðan áfengi flyzt á aimað borð íil landsins* og meðan vcitt er leyfi til að selja það og veita hverjum sem haía vill, virðist petta frv. í meira lagi ósamræmt öðrum á- kvæðum löggjaíarinnar [Pví var ekki bent á þessi önnur ákvæði? Ritslj.|. Ef áfengis- nautn á að telja ólöglega i félagsskap ein- stakra manna í félagshýsi peirra [T. d. hjá Strand og Nielsen í Klúbbhúsinu. Ritstj.], hvers vegna ætti hún ekki að vera pað lika á opinberum áfengisveitingastað. Ef t. d. 4—5 menn koma saman i herbergi í Iðnó og hafa keypt sér nokkrar fiöskur af góðu víni til að neyta par, pá er pað refsivert samkvæmt frv. nema lögreglustjóri haíi allranáðarsaml. lej'it pað. En eí hinir sömu menn fara saman niður í kjallarann i Hótel Reykjavík og drekka sig undir borðið í brennivíni, pá er pað lög- legt o. s. frv. Ef tilgangur lrv. á að vera sá, að vernda atvinnu vínveitingamanna, pá liggur í pví, að löggjafarvaldið telji pá atvinnu nytsamlega, landi og þjóð til gagns. En eí svo er, hvers vegna er þá yfir höíuð verið að takmarka áfengissöluheimildina? Frv. þelta mun stilað gegn »klúbbum« nokkrum hér i bænum. »Klúbbar« þessir mundu alstaðar annars staðar en á íslandi taldir saklausir og hættulausir |Bréfritarinn hefir líklega svikist um að bæta vottorðum l'rá Noregi t. d. aitan við bréfið. Ritstj.]. Sá »klúbbur«, sem vér undirritaðir stj'Tum, hefir í hvívetna verið löglega stofnaður, haldið lög sín að öllu, svo að lögreglan hefir halt ekk- ert út ai' pví að kæra. »Klúbbur« vor bygg- ist á írjálsum félagsskap, sem hingað til hefir verið löglegur, og takmark hans er annað en áfengisnautn, (sjá 2. gr. laga vorra). Við slikum félagsskap virðist oss löggjafarvaldið ætti ekki að hreyfa. Pað liggur nokkuð fjarri pví, að setja fyrirmæli um pað, hvað menn megi ela og drekka. Pví fráleitara er pað, ef löggjafarvaldið segir, að ólögleg sé neyzla einnar vöru á einum veitingastað í landinu, * Auðkcut af mér. Ritstj. en lögleg á öðrum. Pví sé hún skaðleg á einum opinberum veitingastað, hvers vegna ælti hún pá ekki að vera pað á öllum? Eftir frv. er ekkert að athuga við pað, pó menn drekki sig frá ráði og rænu inn í kjallaran- um á Hótel Reykjavík [Pað ber óneitanlega minna á pvi ef menn gera pað hjá Slrand eða i Klúbbhúsinu. Ritstj.], en í einkafélags- skap mega menn ekki neyta átengis á opin- berum stað eða jafnvel í prívathúsum, nema með lcyfi lögreglustjóra. Loks er pað einsætt, að petta frv. mundi verða næsta liðlitið pappírsgagn, pótt paö yrði að lögum. Brotum verður ekki hægra að koma upp, pótt hinu nýja ákvæði sé bætt við á pappirinn. Frv. getur meinað mönn- um frjálsan og opinberan félagsskap, en lej'ni- sala áí'engis verður jafn friðhelg eftirleiðis eins og hún hefir verið i rej'ndinni hingað til. Vér leyfum oss hér með að skora á háttv. Mþingi aö fella margnefnt frumvarp, með því að paö 1. BrjHur tilfinnanlega í bág við þegnfrelsi manna, 2. Er ósamrymanlegt við önnur gildandi lagaákvæði eða anda peirra, 3. Mundi alls ckki ná peim væntanlega aö- altilgangi sínum að minka álengisnautu og hefta lej'nisölu áfengis. Rej'kjavík 8. ágúst 1912. Virðingarlylst. Sljórnendnr »Klúbbsins af 4. september 1911«. Þeir segja, að áfcngisnautn sé auka- takmark »klúbbsins« og vitna síðar í bréfmu í 2. gr. í lögum sinum. Það er öllum vitanlegt, að »klúbbar« þessir eru stofnaðir í þeim tilgangi einum að veita og selja áfengi og bregða yfir sig blæju félags- og heimilisréttarins, en í fram- kvæmdinni er þaðsvívirðileg misbrúkun á þeim rétti. Hvað sem hver segir, þá hafa engir rélt til að selja og veita á- fengi nema þeir einir, er leyfi hafa sam- kvæmt lögunum nr. 26 frá 1899. Þessi nýju lög geta því ekki verið brot á rétli sem ekki var til. Þeir segja: »Meðan áfengi ílyst til landsins«. Bréfritararnir vita vel, að að- flutningsbann á áfengi er gengið í gildi, og þess vegna styðja þeir kröfuna um tilverurétt sinn á þvi, sem með lögum er af numið. Hins vegar gefa þeir í skyn, að þeim sé kunnugt um lagabrot og væri því ekki úr vegi fyrir lögregl- una að heimsækja þessa pilta og krefja þá upplýsinga. Frá því farið var að fást við áfengis- löggjöf hér á landi hefir hún gengið í þá átt að takmarka verzlun og veitingu og þess vegna er alt, sem í bréfi þessu er sagt um frjálsa og ófrjálsa nautn tóm endileysa og þelta styrkist einmitt við þá skoðun, að söluna á innan skams að banna með öllu, sbr. bannlögin. Niðurlag bréfsins ættu allir að lesa með athygli; það sýnir bezt hugsunar- hátt þeirra manna, sem nota þessar fé- lagsnefnur til þess að leiða menn út á

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.