Templar - 10.09.1912, Blaðsíða 3

Templar - 10.09.1912, Blaðsíða 3
T E M P L A R. 51 stæði, ef svo mætti ab orði komast. Þar býr minnisgáfan, atlmgunar-, umhugsun- ar- og dóms-gáfan, og svo frv. Sé nú starfsemi þessara heilahluta lömuð, hlýtur af því að leiða meiri eða minni veiklun á því svæði í sálariífi einstaldingsins, sem mikilsverðast er. Við slíku má maður bú- ast sem vissri afleiðingu af „lwfleqriu á- fengisnautn. Hver og einn þekkir það, hvei nig sá maður, sem er lítið oitt „hýr“, kemur öðrum fyrir sjónir. Hann talar ör- ar og léttilegar en ella og orðin, sem hann venjuiega hefir átt dálítið erfltt með að finna, streyma nú af vörum hans fyrir- hafnarlaust. Hugsjónirnar reka hver aðra, og svo er að sjá, sem honurn veitist ekk- ert erfltt. Honum virðist öil tilveran bjart- ari og léttbærari en ella. I fljótu bragði virðist þetta alls ekki bera vott um veikl- að sálariif, heldur þvert á móti i öllum atriðum vera gróði, sem gerir honurn hvert iíðandi augnablik dýrmætara og léttara. Og þó kemur þetta alt af þvi, að háleit- asta og göfugasta sálarstarfsemi hans er biluð, og þar með andlegt sjálfseftirlit hans og dómgreind. Það, að honum er léttara um mál, kemur ekki af því, að hann hafi alt í einu hlotið mælskugáfu, sem hann átti ekki áður, heldur af því, að hann get- ur ekki lengur haft eftirlit með því, hvernig hann notar orðin. Setningarnar koma fram hjá honum eins og verkast vill, réttar eða rangar, og orðin streyma af vörum hans, án þess hann taki nokkurt smásálarlegt tillit þess, hvert þau i raun og veru fela í sér hugtak það, sem þau áttu að lýsa, eða gera það ekki. Og hugsjónaauðurinn og hugmyndaflugið verður líka undra mikið. Ein hugmyndin er varla orðin til, þegar önnur er komin og yfirskyggir hana. En það er svo langt i fiá að þetta tákni það, að maðurinn sé orðinn hugvitssamari eða afkastameiri and- lega, heldur en hann var áður, heldur kem- ur þetta að eins af því, að möguleikar hans til þess að virða og athuga það, hve not- hæfar þessar hugmyndir hans eru, eru nú orðnir minni en áður. Alt mögulegt, sem í heilanum finst, hálfgrundaðar hugsanir, eða varla það, alt því líkt fær nú að koma í dagsljósið og út á meðal manna á með- an sjáifseftirlitið blundar. í venjulegum kringumstæðum hefði slíkt fengið að hýrast í heimkynni sínu í heil- anum. Það hefði verið yfirlitið og reynt nákvæmlega, verið borið saman við og lag- að og matið eftir reynslu og at.hugunum, sem maðurinn heflr msð þreytu og erflði aflað sér, og kostað heflr hann lengri tíma vinnu. En nú, þegar sálareftirlit hans er stungið svefnþorni, brýzt öll þessi bug- mynda- og hugsjónaflæka fram, svo hálf- skapað og ófullkomið eins og það liggur fyrir. — Og svo vita allir hvernig það er „daginn eftiru, þegar skapið er lægt og örvunin horfin, það er, þegar heilinn er kominn nokkurn veginn í samt lag aftur og andlega eftirlitið vaknað. Þá koma að- finningarnar og umhugsunin til sögunnar; þá kemur það i ljós, að þegar maðurinn, sem daginn áður var svo ákafur, mælskur og hugsjónaríkur, fer að geta hugleitt og athugað, þá er það harla lítið af því, sem hann getur staðið við. Menn hljóta nú að sjá hvernig á þenna hátt má samrýma daglegar athuganir leik- manna, sem sýna, að áfengið hafi andlega örfandi verkanir, og það, sem vísindamenn- Næsla blað 30. september. irnir segja, að það sé lamandi eitur, sem sJjófgi sálargáfurnar. En það verður að játa, að með því, sem hér heflr verið sagt, hefir að eins verið gefin skýring, sem sýnir, að vísindin geta haft á réttu að standa; en það er auðvit- að ekki nóg. Það verður einnig að sanna það, að þannig sé það og í raun og veru, að áfeng- ið hafi ætíð lamandi áhrif á sálargáfurnar, og að örfun sú, sem menn svo oft tala um, sé ekkert annað en tál. Eins og eðlilegt er, hafa hka læknavís- indin spreytt sig mjög mikið við að leysa i þessa gátu, og nú má með fullum sanni segja, að hún só leyst út í yztu æsar. Og sórhver rannsókn, sem gerð hefir verið um áhrif áfengisins á starfsemi heilans, hefir undantekningarlaust sýnt, að áfengið heflr veikjandi áhrif á hana. Til þess nú að skýra það fyrir mönnum hvernig slíkar rannsóknir eru gerðar, þarf maður að eins að þekkja eitt dæmi; hin eru í öllum aðalatriðum eins. T. d. má taka tilraun þá sem nú skal greina. Sá, sem tilraunin var gerð á, sem var sjálfur læknir og vanur að neyta áfengis daglega i hófl, var látinn vinna sama and- lega verk hálfan hlukkutíma á hverjum degi, t.. d. að leggja saman tölur. Tölurn- ar sem valdar voru, voru lágar, og var um að gera að fá sem mest lagt saman á þessum hálfa klukkutíma. Fyrstu 6 dag- ana fékk hann ekkert áfengi og sást þá, að vegna æfingarinnar, sem hann fékk í þessu verki, gat hann stöðugt lagt meira og meira saman á þessum tíma. Sjöunda daginn var honum svo gefinn áfengisskamt- ur, sem var á stærð við áfengi það, sem er í 1—2 hálfflöskum af dönskum bjór; og þennan skamt. fékk hann svo á hverj- um degi í 12 daga. Og nú kom það í ijós, að þrátt fyrir þessa daglegu æfingu, sem hann fékk, fór honum alls ekkert frarn með að leggja saman, heldur tók honum eftir tvo daga að fara smátt og smátt aft- ur. Nítjánda tilraunadaginn fékk hann aft- ur ekkert áfengi, og þá 6 daga, sem hann nú ekkert áfengi fékk, fór honum á sama hátt fram með að ieggja saman, eins og í byrjun tilraunarinnar. Loks var liún end- uð með því, að gefa honum áfengi í 2 daga, og hafði það þegar þau áhrif að hann gat minna af hendi leyst. Þessi tilraun sýndi þá það, að alla dag- ana, sem hann ekki fékk áfengi og heilinn þar af leiðandi var laus við nokkur slík áhrif, vann hann ákveðna, andlega vinnu hvern daginn öðrum betur, vegna æfingar- innar, er hann hlaut í henni. En aft.ur á móti þá daga, er heilinn var undir áhrif- um áfengis, sem þó var hóflega neytt, þá leiddi af því, að hann afkastaði minna af þessari andlegu vinnu, þrátt fyrir stöðuga æfingu. En enn þá eitt má iæra af þessari til- raun. 1 hvert skifti þessa 26 daga, sem tilraunin stóð yfir, er maðurinn, sem til- raunin var gerð á — og sem ekkert fékk að vita um árangurinn fyr en alt var bú- ið — var spurður um hvernig honum fynd- ist sjálfum, að þetta gengi hjá honum, þá svaraði hann ætíð alla þá daga, sem hann var undir áhrifum áfengisins, að hann væri mjög vel fyrirkallaður og fyndi að hann leysti verk sitt vel af hendi; en dag- ana, sem hann ekki fékk áfengi, fanst hon- um hann ekki gera það svo vel sem skyldi. (Framh.). Rómverska konan. Saga eftir Paul Heyse. Rauðhæringurinn kom með vfn handa okk- ur. Hann var ömurlegur og lét lítið yfir sér. Við klingduni glösunum, en þó svo hægt að það varla heyrðist. »Skál æsku okkar«, sagði vinur minn. »End- urminningin um hana blundar að vísu, en ef við klingjum fyrir henni, þá stendur hún okk- ur lifandi fyrir hugskotssjónum. Fyrirgefið mér ef yður þykir framkoma mín undarleg. Slíkur endurminningadagur — og einmitt á gamla staðnum — og eitt sllkt kvöld var það sem þetta. Heyrið þér hve undarlega þær hljóma, barnaraddirnar þarna hinu megin? Þó eru þær hvorki þýðar né yndislegar, en samt er það trú manna, að æskan sé yndælasta skeið hinna dauðlegu vesalinga, og oft eru lævi blondnar sælustu endurminningar löngu liðinna ára.« »Vínið er dálítið súrt«, hélt hann áfram. »Það kemur mér aftur til sjálfs mín. Hélduð þér ekki að ég væri hálf-geggjaður, er þér sáuð mig á Corso. Ég varð að taka á öllu, sem ég átti til, til þess að halda tilfinningun- um í skefjum og dylja titringinn, sem braust um í öllum líkama mínum. Þessi veiklun stafar frá löngu liðnum árum. Það sem kom fyrir mig í þann tfð, hefir raskað einhverju í þeim trausta grundvelli, sem ég annars er bygður á. Ef eitthvað snertir nú instu tilfinn- ingar mínar, þá skelfur öll byggingin. Ég veit ekki hvort nokkur mundi hafa hrist það jafn fljótt af sér. Ef til vill hefi ég tekið mér þetta of nærri, því þá var ég ekki búinn að ná nema hálfri heilsu. Og þar að auki — það var ekki þessi venjulega perniciosa,1 sem er svo hættuleg fyrir okkur Norðurlandabúana, sem hér erum. Veðuráttufarið hefir engin á- hrif á mig. Ég hafði dvalið þrjá vetrarmán- uði í Pompej og bjó í slæmu herbergi og fékk ilt og lítið fæði og varð að vinna baki brotnu. Síðustu haustvikurnar, áður en ég færi í róm- verska skólann, ætlaði ég að dvelja í Napólf og við sævarströndina. En mér var ómögu- legt að skilja við hinn horfna bæ. Þér vitið, að ég hafði í þann tfð heimskulegt dálæti á öllum fornaldarleifum. Ég hafði þá alls konar umbrot í höfðinu, sem ég með ástsemd gat dvalið við í þessum draugalegu bæjarrústum; ég gerði mælingar, teiknaði og reiknaði frá því snemma á morgnana og þangað til hinn síðasti sólargeisli hvarf á bak við Vesúvíus — og þannig lifði ég í hugsunarleysi allan vetur- inn og f algerðum algleymingi. Og í slíku móki mundi ég hafa verið þar alt sumarið. Rómaborg leiddi mig ekki í freistni; mér fanst hún of ung; en buddan mfn gerði mig hygginn og aðgætinn. Ég gat að eins greitt ekilnum flutningseyririnn, sem ók mér til Róm. Á leiðinni var ég í mjög sundurleitum félagsskap; þar var sungið og leik- ið og féllu tónarnir þá oft ekki sem bezt; en ég gaf því lítinn gaum, sem gerðist á bak við mig, því ég sat á forsætinu við hliðina á ek- ilnum. Sársaukinn út af viðskilnaðinum við dánarbæinn hvarf brátt við að sjá hið undur- fagra land, sem við í fulla þrjá daga ókum í gegn um. Loksins — það var ógleymanlegur dagur — ókum við inn f Rómaborg gegnum Porta San Giovanni.3 Ég þarf ekki að skýra yður frá því, kæri vinur, hvernig mér var innan brjósts er ég heyrði dyninn undan hestahófunum þeg- ar þeir brokkuðu eftir steinlögðum strætunum. 1 Köldusótt; pernicioso þýðir hættulegur, skað- vænn, banvænn. 2 Hlið heilags Jóhannesar. Pí/d.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.