Templar - 10.09.1912, Blaðsíða 4

Templar - 10.09.1912, Blaðsíða 4
52 TEMPLAR. Eg kannaðist frá námsárunum við öll nöfnin á turnunum og höllunum, sem ekillinn romsaði upp úr sér og benti á með keyrinu, og þó fanst mér þetta svo nýstárlegt, undarlegt og óvana- legt — eins og maður, sem verður ástfanginn af konu við að lesa bréfin frá henni, eða við að sjá góða mynd af henni, og stendur henni svo síðar augliti til auglitis og heyrir hana tala. Þegar vagninn staðnæmdist fyrir framan gistihús eitt, fremur fátæklegt, var ég svo full- ur gleði og forvitni, að ég gaf mér ekki tfma til að skoða herbergið, sem ég átti að búa í. Ég afhenti þjóninum dót mitt og hljóp undir eins af stað, til þess að skoða mig um á For- um og til þess að leggja undir mig staðinn, sem ég hafði hertekið. Svo ráfaði ég upp að Kapitolium og þaðan attur eftir bognu götunni og virti fyrir mér súlnarústirnar, keisarahallirnar og Koloseum með þeirri gleði, sem ég að eins einu sinni áður hafði notið er ég var lítill drengur. Jóla- kvöld eitt hafði ég litið í gegn um skráargat- ið inn í stofuna, þar sem jólatréð var alskreytt, en það var stranglega bannað. Þarna stóð tréð altilbúið og þangað voru komnar allar jólagjafirnar mínar. Ég ætlaði að leynast á burt og hjartað í mér sló ótt og títt, þvf ég var hræddur um að ég mundi verða af gjöf- unum vegna brots þess, er ég hafði framið; en er ég fékk þær þrátt fyrir það, virtust mér þær miklu fallegri en ég hafði hugsað mér og þegar ég gat tekið á þeim og handleikið þær, þá hrópaði ég hátt f barnslegri gleði. Ég hrópaði nú víst ekki hátt, er ég f fyrsta sinni leit inni í Koloseum, sem líkist tröll- aukinni og hrikalegri kúskel, sem í þá daga virtist miklu hátíðlegri álitum, heldur en eftir að fornleifafræðingarnir, sem ekki báru snefil af virðingu fyrir leyndardómum fegurðarinnar, rifu upp grunninn og komu undirbyggingunni í dagsbirtuna. Ég mun hafa setið alt að klukku- stund við fótinn á krossmarkinu, og tilfinn- ingum þeim og hugsjónadraumum, sem ég þá hefi svifið í, verður ekki með orðum lýst. Að lokum fann ég, að ég mundi hungraður hverfa frá þessari hátíð. Ég hafði einkis neytt að undanteknum mjög lítilfjörlegum morgun- verði; kúskurinn okkar hafði ekki langa við- dvöl og huggaði hann okkur með því, að við fengjum rómverskan miðdegisverð, sem aldrei kom. Það var farið að skyggja og mér leist bezt að halda heim á leið, og hressa mig á einhverju matsöluhúsi á leiðinni. En er ég fór fyrir götuenda, sem lá út að Forum, á bak við Friðarmusterið, sá ég miða lfmdan á hús- dyr og var það auglýsing um leigu á herbergi með húsgögnum. Það var á þriðju hæð. Því hærra þvf betra. Hvílík útsjón var ekki það- an yfir hinar furðulegu og stórfeldu rústir. Eg fór inn og skoðaði herbergið og var þar alt fram yfir allar vonir. Það var lágt og lftið, útbúið á rómverska vísu og einungis með því allra-nauðsynlegasta, því engin strámotta var þar við dyrnar. En þegar maður leit út um gluggann; hvílfk útsjón. Hér þurfti enga um- hugsun; hamingjan var áreiðanlega með mér; hún hafði bent mér þarna á ágætan og ódýr- an dvalarstað, því leigan var ekki eins há og í Pompej. Leigjandinn var góðleg, þrekvaxin kona, líklega ljósrnóðir, og krafðist hún engr- ar frekari tryggingar en þeirrar, að ég greiddi leigu fyrir hálfa viku fyrir fram. Ég fyrirvarð mig, er ég fór í vasa minn og fann ekki annað en einn paolo.1 Ea er hún varð þess vfsari, hve illa ég var staddur, gekk hún frá kröfunni; en mér var það áhugamál að sleppa ekki herberginu og þvingaði ég hana til að taka við vasaúri mínu sem tryggingu og 1 Garnall silfurpeningur og gilti 38 —40 a. Pýð. sagði henni, að ég mundi þá um kvöldið senda þangað ferðakistu mína og koma svo sjálfur á eftir, því ég ásetti mér, er ég vaknaði næsta morgun, að ég skyldi hafa allar keisarahallirnar fyrir fótum mér, og svo hljóp ég niður alla þrjá stigana með þeim hreyfingum er gáfu til kynna, að frú Rubiconi væri fögur stúlka, sem j hefði gefið mér já-yrði. Það sem nú var mest um vert, var að kom- ast í bankann, sem ég átti hjá afganginn af j ferðapeningum mínum. Ég mundi götunafnið: J Villa della Vita, númer . . . og vissi einnig, ! að það var gata, sem lá út frá Corso. En ! það var erfitt að lesa götunöfnin, þvf skugg- j sýnt var orðið. Unglegur maður, athugaverð- j ur ásýndum, en kurteis og lipur í framgöngu, i kom til mín og spurði að hverju ég væri að leita. Eg hélt að þetta væri ástafarsmangari. Þeir létu mig alveg í friði í Napólf. Ég vísaði honum frá mér í styttingi. Er ég í vandræð- um mínum var við næsta götuhorn, kom hann aftur og endurtók spurningu sína á mjög kurteis- an hátt og sagði ég honum að lokum hvert ferðinni væri heitið. Hann gekk á undan mér og eftir svo sem hundrað skref vorum við komnir á Villa della Vita; hann tók ofan og stansaði fyrir utan húsið, sem ég átti erindið í. Ég gat ekki látið hann fara frá mér án þess að greiða honum fyrir fyrirhöfnina, og þótt einn paolo væri mikil og höfðingleg borgun fyrir jafn-lítil- fjörlegt verk, varð ég þó að taka tillit til þess, að ég var nýbúinn að hertaka Rómahorg! Svo hneigði ég mig um leið og hann frá sér num- inn jós yfir mig runu af þakklætisorðum, og að því búnu fór ég inn í bankann. Ég komst ínn rétt áður en lokað var og fékk þá litlu upphæð, sem mér bar, og hana átti ég að láta mér duga þangað til ég kæmi heim aftur; en ég þurfti litlu að kosta til og hafði vit á því að sníða mér stakk eftir vexti. Á- nægður lét ég bankaseðlana f vasabók mfna og stakk henni í brjóstvasann á ferðahempu minni, kvaddi og fór. Þegar ég var kominn skamt frá bankanum, brá mér heldur en ekki í brún, er ég rakst aftur á leiðsögumanninn. Ég hélt, að hann hefði í þakkar skyni beðið eftir mér, en ákvað að losna við hann undir eins, því mér geðjaðist ekki að hans lævísu ogundirgefnu framkomu. Þess vegna sagði ég, er hann færði sig nær, að ég þyrfti ekki hans Ieiðsagnar við og gæti vel komist einn heim; hann sneri sér eins og mjúkur köttur og hvarf fyrir götuhornið. Nú varð ég að reyna að komast inn í eitt- hvert matsöluhús, þvf eftir siðvenju þeirra tíma gat ég ekki búist við að fá neitt að borða á veitingahúsinu, þar sem ég hafði skilið eftir dót mitt. Ég fór niður Corso og skygndist til beggja hliða, en sá að eins einn eða tvo veit- ingastaði með Ijós í gluggum ; en er ég leit inn um rúðurnar, virtist mér þeir of fínir fyrir menn af mínu tægi. Mig fór nú hálfvegis að yðra þess að ég vísaði leiðsögumanninum frá mér. Veðrið var yndislegt og blái næturhim- ininn yfir broddsúlunni á Piazza del Popolo1 dróg mig ofurlftinn spöl út fyrir borgarhliðið. Loksins fann ég það, sem ég leitaði að: á þess- um veitingastað, sem við nú erum, fékk ég fremur góða máltíð og ágætt vín af dálítið annari tegund, en þennan grunsama dropa, sem núna er í glösunum okkar. (Framh.). 1 Almennings-torgið. 1‘ýð. Kanpendnr tilkynni bústaðaskifti. liaupið, lesið og- útbrciðið T e m p 1 a r. Taf Iþraut. Nr. 32. Eftir F. M. Hvitt byrjar og mátar í 3. leik. Ráðniug' á taflþraut nr. 31 í 10. bl. þ. á. Hvítt. Svart. 1. Hrókur dl—d2 1. Riddari bl-j-d2 2. Riddari e4—c5 2. Riddari færður 3. Riddari c5—b3-j-raát. Hvitt. Svart 1. (Hrókur dl—d2) 1. Riddari bl—a3X 2. Kongur e2—b3 2. Eftir vild. 3. Hrókur d2+a2 eða dlþmát. Hvítt: Svart: 1. Hrókur dl—d2 1. Riddari bl—c3 2. Kongur e2+c3 2. Kongur al—bl 3. Hrókur d2—dlf mát o. s. frv. Rétta ráðningu hefir sent Jóll fíaldinnsson, prentari. Iteilnaivift-iix- Stór-Ritara yfir tekjur Stórstúkusjóðs frá 1. maí til 31. júlí 1912. 1. Skattar greiddir, tekjul. 1. a. . . kr. 385,90 2. Skaltar eldri ársfj., tekjul. 1. a. — 48,00 3. Seldar bækur og eyðubl., tl.2.a. — 10,75 Kr. 444,65 Afhent S.-G., sbr. kvittun kr. 444,65. Skrifstofu Stór-Ritara, 14. ágúst 1912. Jón Arnason. R.eil«iing;uv Stór-Ritara yfir lekjur Útbreiðslusjóðs frá 1. maí lil 31. júlí 1912. 1. Frá Landssjóði, tekjul. 1..... kr. 1000,00 2. — einstökum Templurum 11.4 — 2381,00 3. Aukaskattur, tekjul. 5........ — 4,50 Kr. 3385,56 Afhent S.-G., sbr. kvittun kr. 3385,56. Skrifstofu Stór-Ritara, 14. ágúst 1912. Jón Arnason. Kvittun. Þessar stúkur hafa greitt’skatt 1. maí 1912: 1, 2, 3, 4, 6, 9, 11, 14, 23, 24, 33, 36, 43, 59,67, 69, 71 (aukask. 4,50), 78, 88, 99, 102, 104, 106, 107, 114, 117, 121, 128, 132, 133, 136. 137, 151, 152, 159, 165, 166. Þessar stúkur liafa greitl skalt 1. febr. 1912: 6, 71, 88, 107 (og vangoldin upphæð kr. 3,25 frá~l7nóv. 1911), 114, 121, 128 (og vangoldið kr. 0,25 frá 1. nóv. 1911) og 133. Fyrir þessum greiðslum kviltast hér með. Skrifstofu Stór-Ritara, 14. ágúst 1912. Jón Arnason. Winnipeg, Canada. Allar upplýsingar viðvíkjaxidi stúkuni gefur bi'. A. G. Gilmour, Dist. Sec., P. 0. Box 908, Winnipeg. Stjórnarskríi og aukalagafrumvarp fyrir nndlrstúkur eru nú nýprentuð með öllum nýjuslu breyt- ingum og viðaukum. Fást hjá Stór-llitnra og kosta 20 nura. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Jón Arnason, prentari. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.