Templar - 30.09.1912, Blaðsíða 1
TEMPLAR.
XXV.
Reyjavík, 30. sept. 1912
14. blað.
Stefnuskrá Good-Templara.
I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar.
II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á
stendur, til að selja áfengisvökva tildrykkjar.
ill. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi
og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð
samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í
réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing-
um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar.
IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli
þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á
alla þá vegu, sem mentun og mannást eru
kunnir.
V. Kosinng góðra og ráðvandra manna til að
framfylgja lögunum.
VI. Staðfastar tilraunir til að írelsa einstaklinga
og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun,
þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug-
leika, þar til vér höfum borið sigur úr být-
um um allan heim.
Yetrarstörfin.
Þegar liausta tekur og félagar stúkn-
anna eru komnir heim frá sumarönnun-
um, fer að færast líf í fundina og fé-
lagsstórfin fara að gagntaka hugi manna.
Þá verður mörgum fyrst á að renna
liuganum yíir hvað helzt skuli gera.
Menn sjá, að enn þá er drykkjuskap-
ur nægur í landi og er þar afleiðandi
fjöldi manna, sem eyða fé' sínu og heilsu
og hirða ekki um heimilisskyldurnar
¦og ungir menn ana í stórhópum út í
foræðið fyrir fortölur ills félagskapar og
eggjanir andbanninga.
Enginn Templar getur látið slíkt með
öllu afskiftalaust.
Félagarnir verða því að reyna að hafa
áhrif á þessa menn og fá þá til að víkja
inn á aðrar brautir. Bezt er að stúk-
urnar tilnefni þá meðal félaga sinna,
sem færir eru til þess eða líklegir kunn-
ingsskapar vegna eða annara ástæðna,
til að hafa áhrif á þessa menn. Á þenn-
an hátt skapar stúkan sér samhygð
þeirra, sem annars mundu standa alveg
óvilhallir gagnvart henni eða jafnvel
andstæðir.
Vér verðum að hafa stöðug áhrif á
mannfélagið og til þess verður stúkan
að gera ýmsar ráðstafanir. Hún þarf
að halda útbreiðslufundi eða opna fundi
að minsta kosti tvisvar þrisvar á vetri
og bjóða þangað þeim, sem hún álítur
að eitthvert gagn hefðu af því. Fundi
þessa þarf að undirbúa vel og rækilega.
Á þessum fundum þarf, auk hinna al-
varlegu mála, að hafa nokkuð til skemt-
unar, svo sem söng, hljóðfæraslátt, upp-
lestra á bundnu og óbundnu máli o. fl.
Þá þarf að hafa eina ræðu um á-
hrif áfengis á líkama mannsins. Til
leiðbeiningar má benda á bókina »TJm
áfengisnautn« eftir br. Guðmund Björns-
son, »Um áfengi«, ágrip af doktórs-rit-
gerð br. Matti Helenius's í Helsingfors,
sem Sáluhjálparherinn gaf út 1908 og
Myndasafn „Templars'".
Br. sira Friðrik Friðriksson, forstöðum. K.F.U.M. á íslandi, var
stotnandi þess félags hér og unnið með þvi ómetanlegt gagn
þjóðfélagi voru og kirkju. Hann hefir verið meðlimur Regl-
unnar siðan 7. sept. 1897; og verið lengst aí i st. »Verðandi«
nr. 9 og hefir tekið umd.stúku- og stórssúkustig. Hann var
Gæzlum. Ung-Templara eitt kjörbil og hefir oft stutt unglinga-
stúkur hér við ýms tækifæri, pví barnavinur er hann mikill.
Mikinn áhuga hefir hann á bindindi og hefir sérstaklega unn-
ið að pví meðal sjómanna; gaf eitt sinn út ftugrit í því skyni
og hlaut verðlaun fyrir; hefir pað verið gefið út á erlendum
tungum og í Danmörku var pað prentað í 100,000 eintökum.
Hann hefir tvisvar haldið ræður við stórstúkupingssetningu:
í Reykjavíkurdómkirkju 1903 og í Vestdalseyrarkirkju 1911.
Hann hefir mikið unnið að bindindi í sambandi við K.F.U.M. og stofnað par bindindisfélag.
Áhugi hans er mikill og bera ræður hans beztan vottinn um pað.— Hann er góðviljaður
og hjálpfús og ma ekkert aumt sjá. — Hann er lærdómsmaður mikill og er líklega lærðast-
ur allra íslendinga, sem nú eru uppi, á latneska tungu. Hann er skáld gott og eru erfiljóð
bans víða kunn; pess utan hefir hann gert margt bæði í bundnu og óbundnu máli. Br. síra
Friðrik er hinn nýtasti maður og allir, sem kynnast honum, virða hann og elska, sem læri-
föður og fyrirrennara i öllu góðu Og göfugu. Hann er fæddur 25. maí 1868.
Sira Fr. Friðriksson.
»Um áfengi til almennrar nautnar« sem
nú er að koma út í »Templar«. Þeir,
sem eitthvað hefðu kynt sér vísindahlið
áfengisbölsins, ættu að halda ræðu um
einhver atriði í þessari grein, til þess
að fræða menn um þessa hlið áfengis-
málsins. Þetta er alveg nauðsynlegt,
því án áfengisfrœðslunnar er bannið ekki
trygt og áfengisfrœðslan kemur ekki að
haldi meðan áfengið er á boðsiólnm. Par
sem þvi verður við komið, ætti einnig
að skýra áfengismálið frá hagfræðilegu
og þjóðfræðilegu sjónarmiði. Menn segja
að ekkert útbreiðslustarf þurfi lengur,
en meðan þetta er ógert, er alveg óhætt
að þegja um það. Að útbreiða þekking-
una á áfenginu er nægilegt starf fyrir
Regluna hér — ásamt verndun bannlag-
anna — í nokkra mannsaldra.
í vor var bent á ýms atriði í »Tpl.«
viðvíkjandi framtíðarstörfum Reglunnai
og gætu stúkur tekið ýmislegt af því til
athugunar og yfirvegunar í vetur, enda
er ekki ólíklegt að eitthvað af því komi
fram í ákveðnu formi á næsta stórstúku-
þingi og verði þar ef til vill ráðið til
lykta og síðan komið í framkvæmd.
Það þarf að hafa sívakandi auga með
framkvæmd bannlaganna, þótt erfltt sé
það enn þá, þangað til lögin eru komin
í fult gildi. Stúkurnar ættu að útvega
sér menn, annaðhvort innan eða utan
sinna vebanda, sem væru svo settir, að
þeir gætu int þetla verk af hendi. Auð-
vitað verður því að vera svo hagað, að
það kosti sem minsta fyrirhöfn.
Að öðru leytj vísast til umburðarbiéfs,
sem sent hefir verið öllum stúkum, um
frekari leiðbeiningar í þessu efni og er
þess óskað, að þær taki það til athug-
unar og færi sér það í nyt.
Andstæðingar vorir beita áhrifum sín-
um af fremsta megni og þess vegna verða
allir að vinna með dugnaði á móti þeim,
svo þeir fái engu um þokað.
Bannflokkurinn
í Bandaríkjunum heldur þing og
mælir með forsetaefnum og semur
kosningastei'nuskvá.
Chafln og Watkins.
10. júlí s.l. og næstu daga-hélt Bann-
flokkurinn hið stóra þing sitt í Atlantic
City í New Jersey og mættu þar þúsund
fulltrúar frá hinum ýmsu ríkjum.
Aðalverkefni þingsins var að semja
kosningastefnuskrá sína og mæla með
forsetaefuum fyrir næstu forsetakosn-
ingar.
Kosningastefnuskráin
er í aðalatriðunum svo hljóðandi:
1. Bann gegn sölu og tilbúningi á-
fengra drykkja.
2. Kosningarrétt til handa konum
með sömu kjórum og karlmönnum.
3. Sams konar hjónabands- og hjóna-
skilnaðarlög fyrir öll ríkin; útrýming
fleirkvænis og hvítu »þrælaverzlunar-
innar«.
4. Akveðin verndun vinnunnar án
þess að ráðast á rétt auðmagnsins(?).
5. Alþjóða-ágreiningsmálum sé ráðið
til fykta með gerðardómi.
6. Bann gegn því að börn séu látin
vinna í námum, á verksmiðjum og
vinnustofum.
7. Einföld kosning sambandsþings-
manna.
8. Forsetinn sé kosinn til 6 ára, en
ekki endurkosinn.
9. Endurbætur á bankafyrirkomu-
laginu.
10. Frumkvæði (borgaranna í löggjöf)
viðurkent og atkvæðagreiðsla.