Templar - 30.09.1912, Blaðsíða 4

Templar - 30.09.1912, Blaðsíða 4
56 T E M P L A R. ■ 1000 krónur fáið þjer, ef úrið er ekki stimplað að aftanverðu 0,800, sem er sá stimpill sem er á öllum egta silfurúrum. 21 krónu ágóði! Verð : 36 krónur, selst nú: 15 krónur. Til pess að fá meðmæli frá ýmsum viðskifta- vinum alstaðar á íslandi, til pess að brúka í okkar stóru aðalverðskrá fyrir árin 1913 og 1914, seljum við 600 stk. egta silfur karlmanns- og kvenmanns-úr 21 krónu ódýrara en pau i raun og veru eru verð. Úrin eru, svo sem hver og einn getur skilið, af allra finustu tegund, með pvi allra besta og fínasta 10 steina cylinderverki sem fyrir finst. Úrin eru úr egta silfri, með mjög sterkri umgjörð með gyltum köntum, af- trekt af okkar allra bestu úrsmiðum. Skrifleg 6 ára ábyrgð meðfylgir. Verðið á karlmanns-^og kvenmanns-úrunum er 36 krónur, en hvert einstakt úr selst fyrir 15 krónur gegn því, að þjer sendið okaur meðmæli með úrinu undir eins og þjer hafið reynt að pjer í alla staði eruð vel ánægðir með pað. Meðmælin viljum við brúka í aðalverðskrá okkar fyrir árin 1913 og 1914, og við vonum að allir, sem kaupa úr hjá okkur, sendi okkur pau meðmæli, sem peim virðast úrin verðskulda. Vjer viljum auðvitað af fremsta megni senda svo góð úr sem vjer mögulega getum, pareð pað er af afarmikilli pýðingu fyrir okkur, að fá svo mörg og góð meðmæli sem mögulegt er. F*etta tilboð okkar tekur öllu öðru fram, og allir, sem parfnast ágætt egta silfur karlmanns eða kven- manns-úr, ættu undir eins að skrifa okkur, pareð þessi 600 úr með pessu lága verði undir eins eru uppseld. Verðið er aðeins 15 krónur -|- 40 aurar i burðar- gjald. Kaupið pjer tvö úr, fáið pjer pau send burðargjaldsfritt. Ef pjer kaupið tvö eða fleiri úr, fáið pjer vandaða gulldouble karlmanns- eða kvenmanns-úrfesti með í kaupbæti. Vjer veitum fyrir fram borgun ekki móttöku, en sendum alt gegn eftirkröfu. Ef úrið er ekki i alla staði eftir óskum, fáið pjer annað í skiftum. Ef pjer pess vegna viljið vera vissir um að fá eitt af okkar 36 krónu medalíu úrum af fínustu tegund, pá skulið pjer tafarlaust, ef pjer viljið yðar eiginn hag, skrifa okkur og senda greinilega utanáskrift. Utanáskrift til okkar er: Ulir-, Cylile- og: Gtuirtvaremag-asin, Eroendahl Söndergade 51. — Aarhus. — Danmark. — Telegr.-Adr.: Kroendahl. ■ I ég varð oían á. En það stoðaði ekki neitt. I sama vetfangi fékk ég voðalegt högg á vinstri öxlina og handleggurinn varð máttlaus. Ég varð að sleppa fantinum, sem skreið undir eins undan mér, hló áfergislega og hvarf fyrir næsta götuhorn. Nú fyrst tók ég eftir því, að ég var hættu- lega staddur. Ég gat varla hreyft mig, en reyndi þó að leita að stafnum mínum, sem lá rétt hjá mér á götunni. Þegar ég snart öxl- ina, varð ég þess vísari, að þar var eitthvað hart fyrir og væta og hiti færðist í gegnum skyrtuna og utanyfirfötin. Ég gat ekki dregið hnlfinn út úr sárinu; ég var að tapa meðvit- undinni. Ég dróst áfram um hundrað skref, alveg eins og í draumi, og kallaði við og við á hjálp. Og fyrir framan hús nokkurt, sem var við götuhorn, tapaði ég alveg meðvifundinni og hneig 1 ómegin. Fyrirgefið mér, að ég geri yður leiðan á öllum þessum smáatriðum í algengri ránssögu. En þegar ég fer að rifja þetta alt saman upp fyrir mér, þá verður það mér jafn-ljóst og það hefði skeð 1 gær. Ég held að ég finni aftur viðbjóðslegu ostru- og vín-stækjuna út úr pilt- inum — nefið á manni hefir, eins og viður- kent er, mjög gott minni — og nú vaknar aft- ur hjá mér sama geðshræringin, sambland af reiði, hræðslu og viðbjóð, sem gagntók mig meðan á þessum bardaga stóð. Ég finn það svo greinilega enn þá, hve þægilegt það var að tapa meðvitundinni. En þó hafði ég að eins eina sklra hugsun, sem þá olli mér harms, að allar rannsóknirnar í Pompej mundu aldrei koma fyrir manna sjónir. Hvað um mig varð svo, hefi ég seinna feng- ið að vita. Ég vaknaði aftur, en að eins eitt augnablik, þegar hnffurinn var dreginn úr öxl- inni á mér. Ég sá nokkur óþekt andlit í kring um mig og heyrði dauft hvískur, sem líktist fjarlægu brimhljóði, og svo varð aftur þögul nótt 1 kring um mig. Þegar ég hafði eitt sinn safnað þrótt f vær- um blundi, vaknaði ég snemma morguns f mjög góðu skapi. Rekkjan, sem ég lá í, var mjög breið; himin var yfir henni og tjöldin dregin til hliðar. Ég var svo máttfarinn, að ég fann varla til verkjar í öxlinni. Ég fann einnig að eitthvað þungt lá á fótum mér; en undir eins gat ég ekki gert mér grein fyrir, hvað það væri. Þegar augu mín fóru að sjá skfrara og dálítið tók að rofa til í hugsun minni, sá ég, mér til mikillar undrunar, að fögur kona sat í hægindastól við íúmið, eða réttara sagt, hún hafði lagst þvers fyrir fóta- gafli rúmsins og lá höfuð hennar á fótum mér. Hún bærði ekki á sér; hún hafði lokað aug- unum. Ég gat skoðað hana f ró og næði og þó ég væri svona báglega á mig kominn, hafði ég næga dómgreind til þess að dást að fegurð hennar og — ég fann, að hjarta mitt sló harðara. Andlitsfallið var há-rómverskt; nefið var beint og bugðulaust, al-grískt að lögun. Ennið gat ég ekki séð, því svarta hárið hafði losnað og huldi það; en ég sá fögru, breiðu kinnina og samanþjöppuðu varirnar báru ljósrauðan lit, og um þær lék blítt bros, svo hvítar, fagur- lega myndaðar tennur komu í Ijós; í brosinu lýsti sér glettnislegur yndisþokki. Ekki má ég gleyma eyranu; það var fíngert, en þó þrek- legt og nærri því vaxgult að lit, þar sem sást á það á milli hárlokkanna. Hún var í granat- rauðri skikkju og um hana var brugðið gull- ofnu bandi, sem hún bar í beltis stað. Hún var ekki ýkja há, en mjög fagurlega vaxin, eins og mér virtist hún við ljósið frá litla lampanum, sem stóð á stólnum við höfðalag mitt. Hraustlega brjóstið hreyfðist hægt um leið og hún dró andann í svefninum og um leið þöndust nasaholurnar ofurlítið. Það hlaut að vera komið nálægt dagmálum; í gegn um hálf huldu gluggana kom ofurlítil og dauf dagsbirta, en hvergi heyrðist hreyfing eða háv- aði, hvorki í húsinu né úti á götunni. Það hafði liðið nokkuð þangað til að ég hafði gengið úr skugga um að mig var ekki að dreymá. En ég varð að gæta þess að hreyfa mig ekki, til þess að vekja ekki konuna, sem ég aldrei ætlaði að þreytast á að skoða. Þá heyrðist skær klukknahljómur frá kirkju þar í nándinni og í sama bili opnaði fagra konan augu sín og sá, að ég horfði framan í hana. Hún lyfti sér hægt af rekkjunni. Ég reyndi að finna eitthvert orð, sem ég gæti notað sem ávarp til þessa undursamlega fyrirbrigðis, en veittist það erfitt, því hugsangáfan var enn þá svo lömuð. En hún var staðin upp löngu áður en ég hafði fundið nokkurt orð, lagði fingur á munn sér og sýndi á sér alvöru- og skipunar-svip; hún gekk að litlu borði og á því sá ég stóra skál, alls konar glös og dúka. Hún dýfði umbúðavöndli niður í skálina og að vörmu spori var hún komin til mín og endurnýjaði klakabaksturinn. Mig langaði mjög að taka hönd hennar og þrýsta henni að vör- um mínum. En við hreyfinguna fékk ég svo sáran sviða, að höfuð mitt féll máttlaust aftur niður á koddann og ég gat ekkert sagt nema: Ég þakka! — og aftur tapaði ég meðvitundinni. Að eins einu sinni rankaði ég við mér þann daginn; það var þegar skift var um bindi á sárinu. Lágur maður með snoðklipt, grátt hár, stóreygður og svarteygður, laut yfir mér og at- hugaði mig, en fagra konan stóð hjá honum og hélt lampanum eftir fyrirsögn hans og gat ég þá í annað sinn athugað hið dýrðlega and- lit hennar. Gömul kona var við borðið hinu megin og skar hún lín og vöndlaefni. Allir þögðu og þegar ég opnaði varirnar til þess að koma með einhverja spurningu til hins miskunnsama Samverja, heyrði ég að eins á- kveðið: Þey! þey! af vörum litla mannsins. Umbúðirnar gerðu mig aftur magnlausan, svo ég lokaði augunum af frjálsum vilja, þótt fagra andlitið væri þarna yfir mér í allri sinni dýrð. Ég fann, að mér var gefið eitthvert styrkjandi lyf og aftur vaknaði hjá mér lífs- löngun og von, en nóttina áður dreymdi mig ekki um annað en að ég væri á leiðinni í annað líf og með væri himneskur verndareng- ill, sem ætti að frelsa mig frá öllum jarðnesk- um hörmungum. Ég svaf í einum dúr alla næstu nótt. Þegar skarkalinn úti á götunni vakti mig morguninn eftir, var gamla konan 1 herberginu hjá mér. Mér virtist hún andstyggileg ásýndum, en af hverju vissi ég ekki. Ég hafði ekki verið lengi vakandi áður en dyrnar að næsta her- bergi voru opnaðar og yndislega fagurt barn læddist inn til mln. (Framh.). Winnipeg, Canada. Allar upplýBingar viðvíkjandi stúkuni gefur br. A. G. Gilmour, Dist. Sec., P. 0. Box 908, Winnipeg. Kaupenditr tilkynni bústaðaskifti. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: mJón Arnason, prentari. Prentsriiiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.