Templar - 10.10.1912, Blaðsíða 1
TEMPLAR.
XXV.
Reyjavík, 10. okt. 1912
15. blað.
Stefnuskrá Good-Templara.
I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar.
II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á
stendur, til að selja áfengisvökva tildrykkjar.
• II, Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi
og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð
samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í
réttu lagaformi, að' viðlögðum þeim refsing-
um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar.
IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli
þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á
alla þá vegu, sem mentun og mannást eru
kunnir.
V. Kosinng góðra og'ráðvandra manna til að
framfylgja lögunum.
VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga
og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun,
þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug-
leika, þar til vér höfum borið sigur úr být-
um um allan heim.
Einasta ráðið.
Þeir hafa reynt nokkrar leiðirnar, and-
banningarnir, síðan þeir hófu baráttu
sína gegn bannlögunum, en skrykkjótt
hefir þeim gengið að feta þær, sem von
er til.
Þeir notuðu fyrst það vopnið, sem
næst lá tilfinninga- og nautnarlífi þeirra;
það var persónufrelsið.
Lengi var það látið klingja og mikið
kapp hafa þeir lagt á að telja mönnum
trú um að bannlögin sé einu lögin er
ráðist á persónufrelsið. En allir skyn-
bærir menn sáu að það var bábyljan
einber; þeir sáu að öll löggjöf er brot
á frelsi einstaklingsins og þess vegna
fékk þetta óp þeirra svo litla áheyrn
hjá mönnum. Menn vildu ekki láta af
hendi lif og heilsu fyrir frelsið til að
drekka. Menn sáu, að það var rangt
hugsað og þess vegna hefir þeim unnist
svo litið á í þessu efni, andbanningun-
um.
Nú er svo komið, að engum dettur í
hug að halda þessari staðhæfingu fram
í alvöru.
Þetta vopn ei því orðið bitlaust í
höndum þeirra.
Fjárhagsvoðinn, sem landssjóður var
'kominn í, var eitt atriðið. Þótt undar-
legt mætti virðast, þá gleyptu margir
þessa ilugu. En menn sáu við nánari
athugun, að þetta var rangt, því aðflutn-
ingsbannið hefir ekki og er ekki enn þá
farið að hafa áhrif á búskap landssjóðs-
ins. Þessi staðhæfingin er því orðin
harla liðlétt vopn í höndum þeirra.
Það er þýðingarlaust að tala um það.
Þá er áfengistollnrinn. Jú, það kemur
skarð í landssjóðinn og það var líka ó-
spart notað og sagt, að landið færi á
höfuðið og alt væri ómögulegt án vín-
fangatollsins.
Nú hefir þingið samþykt lög, sem ætla
iandssjóði meiri tekjur en það sem á-
fengistollinum nemur. Með því verður
Myndasafn „Templars".
Br. Hjörleifur heit. Hákonarson á Eyrarbakk'a varð fyrst stofnandi
bindindisfélags þar, er hét »Bræðrafélagið« 4. okt. 1885. í þessu
i'élagi vann hann með drengskap og dáð og var um lengri tíma
formaður pess. Félagið starfaði í 10 ár og varð það að sam-
komulagi að pað sameinaðist st. »Eyrarrósin« nr. 7 24. nóv. 1895
og gerði stúkan hann að heiðursfélaga. Hann tók umd.stúkustig
undir eins og hann f'ékk rétt til pess. Hann gegndi ýmsum störf'-
um i stúkunni með mestu reglu og samvizkusemi og siðustu ár
æfl sinnar var hann Umboðsm. Stór-Templars. Hann var fæddur
6. okt. 1862 og andaðist að heimili sínu, Litfu-Háeyri, 14. febr. 1910.
Um hann er sagt í bréfi frá kunnugum: »Bindindismálið var í
sannleika hans hjartans mál til hinstu stundar og margt þarft
orðið talaði hann pví til stuðnings í hinni löngu banalegu sinni
við pá, sem pá heimsóttu hann. Pað má með sanni segja, að bindindismálið misti par
ötulan og góðan starfsmann og er sárt fyrir okkur hér á Eyrarbakka að missa slíkan fé-
laga sem hann var, pvi bindindismálið á hér ætíð töluverðum mótbyr að mæta. Hann var
góðum gáfum gæddur og áreiðanlegur í öllu«. Blessuð sé minning hans.
Hjörlelfur Hákonnrson.
skarðið fylt og þá er sú ástæðan úr sög-
unni. Menn eru líka hættir að minnast
á hana, nema þeir allra æstustu, eins
og G. E. í »Ingólfi« 17. sept. þ. á. Og
færir hann þar ekkert annað fram en
rangfærslur eftir peningamálanefndar-
meirihlutanum, sem svo rækilega var
hrakið í 11. tbl. »Tpl.« þ. á.
Nú er það vopnið lika orðið máttlaust
í höndum þeirra.
Er þá ekkert eftir, sem þeir hafa á
takteinum þegar þessi atriðin, sem nú
voru nefnd, eru ekki lengur nothæf?
Jú. Ein leið er eftir.
Að brjóta bannlögin.
Enginn eíi er á því, að þessi leið verð-
ur farin af þeim herrum, enda hefir einn
merkur maður í þeirra hóp sagt það í
margra manna viðurvist, að hann álíti
það heilaga skyldu hvers manns að brjóta
lögin. Sá, sem þetta sagði, er mikils
metinn lögfræðingur og á að hafa næga
þekkingu á því hvað það er að bera
virðingu fyrir rétti þjóðarinnar til að
setja sér lög. Það virðist fremur óvið-
eigandi, að slíkur maður skuli láta sér
þvílíkt til hugar koma, hvað þá heldur
að láta sér það um munn fara í margra
manna áheyrn. En það er sönnun þess
að þeir hafa hug á að fara þessa leið,
hvað sem það kostar.
Öllum er kunnugt um það, að í and-
banningafiokknum eru mestmegnis em-
bættismenn, stúdentar og kaupmenn,
sem hafa meiri eða minni hag af áfeng-
isverzluninni.
Sem betur fer, eru þó ekki allir þess-
ara stétta menn í flokknum; frá þvíeru
góðar og heiðarlegar undantekningar.
Þetta eru þá mennirnir, sem vilja'
reyna að eyðileggja bannlögin á þann
hátt að brjóta þau. Virðingarverð stefna
eða hitt þó heldur. Það hefir þótt hart.i
hafi eitthvert smámennið látið það á séri
skilja, að þessi flokkur manna væri átu-;
mein í þjóðlifi voru. En gæti maður
betur að, er þetta og því lík dæmi sönn-
un þess, að þeir menn hafa mikið til
síns máls, er halda þessari skoðun fram.
Einhver Argos skrifar í »Ingólf« 24.
f. m. um klúbbalögin (sumir segja að
Magnús dýralæknir sé þessi Argos), og
talar þar rriáli klúbbanna sem bezt hann
má. Sýnir sú grein berlega, að and-
banningar eru hvata- og stuðningsmenn
klúbbanna, sem »Tpl.« hefir svo oft bent
á, en þeir alt af þrætt fyrir. En grein
þessi sýnir einnig það, að þeir vilja halda
þessum spillingarbælum við líði, til þess
að eiga hægara með að koma fram á-
formi sínu, því, sem áður var nefnt, að
brjóta bannlögin. Það er því skiljan-
legt, að það sé hin mesta nauðsyn fyrir
þá að hafa þessar stofnanir alveg óá-
reittar af hendi löggjafarvaldsins.
Einhverjir hafa og haft það á orði, að
það ættu að safnast saman svo sem tvö
hundruð manna að minsta kosti til þess
að brjóta lögin, í þeirri von að engu
logregluvaldi verði beitt á þeim. Ekki
er nú ofstækið smávægilegt hjá þeim,
er þeir láta slíkar hugsanir frá sér fara.
Höfðingjarnir eru óvanir því hér á
voru landi að lúta í lægra haldið fyrir
almenningi, en hafa nú samt orðið að
gera það í þessu máli og það sárnar
þeim, og þess vegna vilja þeir að grípa
til þessa eina úrræðis, sem völ er á:
að brjóta lögin í eins stórum mæli og
þeim er unt.
Pað er einasta ráðið.
]?eir Templarar,
sem flytja búferlum til Ameríku, ættu að
leita hjá mér upplýsinga um þá umboðs-
menn, sem, Reglan hefir þar til að leibbeina
innflytjandi Templurum og skal ég gefa
þeim þær, hvort sem þeir óska munnlega
eða skriflega.
Skrifstota Stór-Ritara, 30. sept. 1912.
Jón Árnason.