Templar - 10.10.1912, Blaðsíða 2

Templar - 10.10.1912, Blaðsíða 2
58 TEMPLAR. „Templar“ kemur út & hverjum 20 daga fresti, miust 18 blöð. Yerð irgangain8 2 kr., er borgist 1, júlí. Útiölumenn fi 26•/• í sölulaun. Bitstjórn, afgreiðslu og innheimtu annast Jotl Arnason, Box A 21, Reykjavík. Afgr. á Smiðjustíg 6, kl. 7—8 síðd. Brostnir hlekkir. Str. Katrin Kristin Dalhoff, símastúlka, varð bráðkvödd á símastöðinni hér mánu- daginn 30. f. m. um kl. 6 síðd. Hún var einn af elztu félögum stúk. „Bifröst" nr. 43 og starfaði þar mikið um eitt skeið og sýndi mikinn og lofsverðan áhuga. Var hún vel látin af öllum er kyntust henni. Hún var á bezta aldri, um þrítugt. Sárt er hennar saknað af foreldrum, systkynum og vinum. Jarðarförin fer fram frá heimili hinnar látnu, Smiðjustíg 5, föstudaginn 11. þ. m. Frá útlöndum. Framkvæmdarnefnd Alþjóða-Hástúkunnar hélt fúnd í Björgvin frá 12.—16. ágústs.l., eins og áður heflr verið getið í „Tpl.“ Ýms mikils varðandi mál voru á dag- skrá, svo sem: Skýrslurnar sýndu, að. 1. febr. þ.á. voru í Reglunni 417,512 fullorðnir félagar og 250,389 unglingar, samtals 667,894. Nýjar stórstúJcur. Ný stórstúka stofnuð í Alberta, Canada. Stofnskrár veittar stór- stúkum (er tala Norðurlandamálin) i Penn- sylvaníu og Delaware og brátt verður stór- stúka stofnuð í Frakklandi. Útbreiðsluskýrslurnar yfir meginland Norðurálfunnar, England og nýlendur þess sýndu að Reglan hefir útbreiðst mjög í ýmsum löndum. Ákveðið að senda öllum stúkum samskotabeiðni til útbreiðslunnar. Taiað um að gefa út „International Good- Templar" á þýzku, en því frestað til frek- ari athugana. Stjórnarskrárbreytingatillög- ur br. Vockroth’s og Stórstúku Skotlands voru teknar til athugunar og á að senda þær stórstúkunum til umsagnar. Nefndin leggur til að stórstúkunum sé gefið vald til þess að semja stjórnarskrár undir- og umdæmisstúkna, er svo séu staðfestar af íramkv.nefnd Hástúkunnar. Næsta hástúkuþing verður haldið í Kristj- aníu í síðustu viku júlímánaðar 1914. Siðbækur. Reglan hefir nú hina almennu siðbók, stytta siðbók fyrir Austurlandaþjóðir, samsetta siðbók með köflum, sem má velja um (á frönsku) og siðfræðis-siðbók og geta stúkur notað hvora þeirra eftir vild. Sameining Reglunnar og I.O.G.T. neutral var til umiæðu og var því vísað til sér- stakrar nefndar. Atþjóðlegt lijálparmál. Tiilaga um að Reglan samþykki eitthvert hinna alþjóðlegu hjálparmála, en henni var frestað til næsta fundar. Nœsti framkv.nefndarfundur verður í Sviss eða Austurríki í annari viku júní- mánaðar 1913. Ýms fleiri mál voru á dagskrá og báru þessir fundir vott um hve stórfeld, alþjóð- leg stofnun Good-Templara-Reglan er. Bannbaráttan i Noregi. Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að jafnaðarmenn í Noregi hafi sett algert áfengisbann á stefnuskrá sína, og að vinstri menn hafi í aðalatriðunum einnig viðurkent kosninga- stefnuskrá bindindismanna. Hægrimenn og frjáislyndir vinstrimenn hafa verið mótstöðumenn bannsins. Þegar bindindismenn sögðu ákveðið við kosning- arnar 1909 að útrýming áfengisnautnar- innar væri takmarkið, þá svöruðu báðir hægri flokkarnir með þeirri skýringu á stefnuskrá sinni, að áfengisbann skuli ekki verða í lög leitt. Nú fyrir næstu kosningar hafa bæði hægri og frjálslyndir vinstri strykað þessa grein út úr stefnuskránni. En með því er félagið „For frihed og kultur mod forbud og tvang“ ellidautt. Taft Bandarikjaforseti og bindindismálið. Taft forseti hefir sýnt fylgi sitt við bind- indismálið með því að láta iesa upp eftir- farandi í 30,000 sunnudagaskólum: „Kæru ungu vinir mínir! Áfengisnautn- in er aðal-orsök allrar þeirrar eymdar, nið- uriægingar og glæpa, sem nú ei í heimin- um, og sá sem er alger bindindismaður, getur því komið i veg fyrir hættulegar freist- ingar. Sérhver yðar verður að ákveða það hvaða veg hann velur. En sá sem hefir svo mikla stjórn á sjálfum sér, að hann getur fyrirlitið hinar hættulegu áfengis- freistingar, velur bezta og tryggasta vegínn". Alþjóða-bannlaga-félagið heidur 3. þing sitt í Milano 22. til 28. sept. 1913. Þingið verður haldið í sambandi við 14. alþjóða- þingið gegn áfengissýkinni og hefir áður verið skýrt frá því í „Tpl.“ Fréttir. Útbreiðslufund héldu Templarar á ísa- firði 12. sept. þ. á. Aðalræðumaður var á fundinum br. Þórður Ólafsson, prestur að Söndum í Dýrafirði. (Þjóðv.). Skýrslu um bændaskólann á Hólum hefir skóiastjórinn, Sigurður Sigurðsson, gefið út og er hún smekkleg að ytra frágangi, Ber hún með sér að skólanum er mæta vel stjórnað og sambandið milli kennara og nemenda er innilegt og eru það skilyrði fyrir því að skóli komi að tilætluðum not- um. Öflugt bindindisfélag er starfandi við skólann og er það í „Bindindissameiningu Norðurlands". Auk skólastjóra eru kenn- arar br. Jósef J. Björnsson, alþm. á Yatns- leysu og br. Sigurður Sigurðsson á Hólum. Skýrslan nær yflr tímabilið 1910—1912. Á þeim tíma hafa 58 nemendur sótt skól- ann. Kaproeren (Kappræðarinn) heitir bók, sem nýlega er komin út á forlag „Danmarks Afholds-Bibiiothek“s. Höfundur hennar er br. G. Asmussen, F.S.T. í stórstúku Þýzka- lands II, verkfræðing í Hamborg. Þýðand- inn er br. Ivar Th. Aarseth, Alþj. V. T., prestur í Sandnesi í Noregi. Br. Asmussen er orðinn kunnur fyrir skáldsögur sínar. Hann lýsir með áhrifa- miklum myndum vaidi því, sem áfengið- hefir yfir mönnum og þjóðháttum. í þess- ari bók lýsir hann hvernig ungur maður kemst á glötunarbarminn, hvernig hann bjargast aftur fyrir áhrif bindindis og hvernig hans endalok verða fyrir áhrif hugsunar- lausra, vondra og léttúðugra manna. Fram- setningin er Ijós og fögur og þá er það skiijanlegt hve mikla útbreiðslu bækur hans hafa fengið í Þýzkaiandi. Bókin kostar kr. 1,75. Um áfengi til almennrar nautnar. Lauslega þýtt úr: ))Arnold Miiller: Stmdhedslœre«, af St. Bj. (Framh.). Og fylgist maður lengra með í afdrifum. áfengisins eftir að það er komið í fruml- urnar í likamanum, sér maður, að þa& hverfur aftur smátt og smátt. Ástæðan til þess er áður nefnd (áður í bókinni). Það verður fyrir áhrifum súrefnisins, sam- einast því smátt og smátt, og brennur loks aiveg upp. Frumluslímið er þá aftur orð- ið hreint og eðlilegt, þær hafa náð aftur réttu starfsþoli sínu. Um heilann er aftur á móti vert að- minnast þess, að þar stendur svo lengi á þessu, að hafi maðurinn neytt svo mikils áfengis, sem finnst í 3—4 „bjórum“, má enn finna greinileg áhrif þess eftir 24 tíma. Og neyti maðurinn nú aftur jafu-mikils skamts af áfengi og geri það svo áfram daglega — en svo er einmitt um mjög marga hina svo kölluðu „hófsmenn" — þá hefir hann trygt sig um það, að heilafruml- ur hans, miðstöð og arin alls sálarlifs hans, vinni sí og æ óeðlilega. En þýðing áfengisins fyrir frumlurnar og starf þeirra er ekki öll sú, að það um hríð, nokkra tíma eða jafnvel eitt dægur eða sólarhring, dragi úr eða lami alveg starf- semi þeirra, en brenni síðan upp til agna.. Áfengið sjálft hverfur reyndar í hvert ein- stakt skifti í burtu, — nema því að eins- að maðurinn endurnýi eitrunina í tæka tíð, — en það skilur eftir skaðleg áhrif, er það hefir haft á lífsstarfsemi frumluslíms- ins, og þau hverfa ekki, þótt þau séu raun- ar, í fyrstu mjög lítil. Þetta er varanleg skemd í frumluvefunum, örlítil í hvert ein- stakt skifti, svo lítil að hennar verður ekki vart eftir fyrstu skiftin, þótt vel og ná- kvæmlega sé leitað. En hún eflist æ því meir, sem eitrunin er oftar endurtekin. Og einmitt í þessu er hættan fólgin við hina vanaföstu, daglegu nautn áfengis, þótt i. „hófi" sé. Ár frá ári er þannig lagður hver smá- „mínus‘‘-inn við annan dag eftir dag, og þá er í slíkum kringumstæðum að eins um óvissa timalengd að ræða, hve fljótt eða seint að frumlulífið í einhverju líffær- inu, sem hefir minna mótstöðuafl en hin, hefir iiðið svo mikið, að veruleg veikindi koma fram í því. Á þennan hátt myndast hin „króniska"1 áfengissýki, og kenna hin almennu lækna- vísindi oss, að einmitt þetta sé þungamiðj- 1 Orðið „króniskur“ nota ég liér alstaðar af þvf að ég veit ekkert það orð íslenzkt, sem gríp- ur yfir hugtakíð sem það táknar; þá veiki, er kemur smátt og smátt án þess sérstaklega verði vart við hana,verður mjög vond og langvarandi og læknast bæði seint og oft illa. Ptjð.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.