Templar - 10.10.1912, Blaðsíða 4

Templar - 10.10.1912, Blaðsíða 4
60 T E M P L A R. innar, sem mér fanst stara á mig og veita mér viðnám og minna mig á augun hennar, ó- kunnugu konunnar, sem miskunnarverkið gerði á mér. Mér sýndist munnurinn mjög líkur, einkum þegar fagra konan þrýsti saman vör- unum og setti á sig ógnunarsvip. En höfuðið á mér var enn þá of máttfarið, til þess að ég gæti athugað þetta nokkru nánar. En ein hugsun vaknaði i huga mér: gat það átt sér stað, að andstyggilega, gamla kerling- in, sem þjónaði mér í fjarveru frúarinnar, væri móðir þessarar undraverðu konu? — Hún kom einmitt inn í sömu svipan til þess að endur- nýja ísbaksturinn. Nú gat ég fyrst skoðað andlit hennar, því hún var nógu nálægt mér, og varð þá þess vísari, að hún bar einnig menjar þess, að hún væri af rómverskum ætt- um. Mér leist andlit hennar svo voðalega fordæðulegt, skorpið og hrjóstrugt, að ég lok- aði brátt augunum og lét hinar hörðu dökk- leitu hendur fást við mig án þess að láta nokkurn þakklætisvott 1 ljósi við hana. Hún gaf mér kjötseyði að drekka og ekki mælti hún orð af vörum, en svipur hennar var svo vonskufullur, að mér virtist að hún hefði miklu fremur viljað gefa mér inn eitur. Ég sofnaði aftur vært og rólega og um kveld- ið kom litli læknirinn og athugaði sárið. Þessi fátalaði, alvörugefni maður, með gegn- umnístandi augun og kaldranalegu drættina um munninn, vakti hjá mér tiltrú, og gátu ítalskir læknar í þá daga ekki stært sig af því. Hann var ótrúlega fljótur og viss í öllum handtökum sínum og þrátt fyrir kuldalegu framkomuna meðhöndlaði hann mig jafn- nærgætnislega og amma barnabarn sitt. »Ágætt!« tautaði hann fyrir munni sér. »Ég vona, að þér berið sigurinn úr býtum. Þangað til í gær var ég hræddur um að lungun hefðu skaddast. Nei! Hlýðni — næði — engar geðs- hræringar — enga vitleysu — og að liðnum þrem vikum — « »Þrjár vikur!« — Eg horfði á fögru vöku- konuna mína, sem aftur var komin í rauðu skykkjuna og hafði snúið hárið í stóran hnút og stóð nú við hlið læknisins jafn-róleg og meygerfisúla. »Það varir að eilífu! Ef mér er ómögulegt að dvelja á gistihúsi, þá flytjið mig að minsta kosti á spítala. Hvernig á ég enn þá í þrjár vikur að vera hér þessari göfugu konu til ó- þæginda». Litli maðurinn glotti framan í fögru kon- una, ypti öxlum og sagði: »Þér verðið að vera þar sem þér eruð kominn. Á spítalan- um munduð þér alveg eyðileggjast; ég veit hvernig þeir mundu fara með yður þar. Hvað frúnni viðvíkur, þá veit hún bezt sjálf hvað hún gerir. Hún bjargaði yður af götunni og hún mun ekki gera sér þá hjartasorg, að fleygja yður þangað aftur. Sussu-sussu! Gætið yðar! Góða nótt. Hann keyrði hattinn á höfuðið, fleygði yfir- höfninni á herðar sér og lagðisthún í hinar ein- kennilegu rómversku fellingar, svo helmingur andlitsins var hulinn, og hljóp út. »Rekið á brottalt þetta hugsanarugl yðar«, sagði hún með sínum djúpa og mjúka mál- róm, er líktist knéfiðluhljóm. (Hún þéraði mig í fyrsta sinni, alveg eins og Jæknirinn hafði gert). »María mey hefir lagt yður fyrir framan dyrnar hjá mér; ég væri gersamlega sneydd allri guðhræðslu og virðingu fyrir guðs vilja, ef ég léti yður fara frá mér áður en þér yrðuð fullkomlega heill heilsu. Gætið nú að; í fyrri nótt lá ég þarna, sem þér eruð nú og gat ekki sofið; ég heyrði ganghljóðið í öllum klukkum og hjartaslög mín, alveg eins og órói væri innan 1 brjósti mínu. Ég veit ekki hvað það var, sem að mér gekk, en hatur til lífs- ins tendraðist á augnabliki í huga mínum; mér leiddist og ég hugsaði: ef ég á að lifa svona í mörg ár og verða gráhærð og ellihrum, þá vil ég heldur fara í klaustur, þar sem leið- indin eru þó alt af góðra gjalda verð. Og þegar ég fann að þetta ætlaði að þrengja meir og meir að hjarta mínu og varð þess vör að sunnanvindurinn blés úti, þá fleygði ég rúm- ábreiðunni til hliðar, hljóp fram úr rúminu, og ætlaði að opna gluggann, til þess að láta næturloftið streyma inn. Þá barst neyðaróp að eyrum mér, stunur og óþægilegur skarkali. Ég opnaði gluggann og teygði mig út um hann eins langt og mér var unt, en sá að eins að eitt- hvert dökt flikki lá á tröppunum fyrir framan húsdyrnar og ekkert svar kom þótt ég hróp- aði tvisvar eða þrisvar og spyrði hver lægi þarna. Þá fór þessi hugsun í gegnum mig eins og elding: Þú átt ef til vill að sýna ein- hverjum hjálp og þess vegna hefir þú ekki mátt sofa. Ég hljóp inn í herbergið þar sem móðir mín svaf og lét hana fara niður með mér; við vöktum Girolamo skraddara, sem einnig var dyravörður hússins, og þegar við opnuðum dyrnar, þá duttuð þér inn í fordyr- ið, þvf þér höfðuð lagst upp við hurðina. — En, María, guðs móðir! hvað við urðum hrædd, þegar við sáum yður liggja þarna 1 blóðpoll- inum. Við sáum undir eins að þér voruð út- lendingur, en fundum hvorki á yður nafnspjald né vegabréf, sem gæti sagt okkur hvar þér ættuð heima, svo þér yrðuð íiuttur þangað. Girolamo stakk upp á því, að láta flytja yður til San Giovanni-spítalans. Það var ekki tekið til greina og — ég veit ekki hverju það sætti — ég vorkendi yður alveg eins og þér hefðuð verið bróðir minn eða gamall kunningi. Nei, Girolamo! Til San Giovanni, þar sem Don Giuseppe dó af hræðslu við spítalavistina fyrir hér um bil viku síðan? Þá vil ég heldur láta hann liggja hér í blóði sinu og skipaði hon- um að flytja yður hingað upp til mín. — En lögreglan ? sagði hann. Og þegar menn sjá blóðblettina í fyrramálið og spyrja, hvað Eng- lendingurinn komi okkur við, af því við höf- um falið hann hér í húsinu. Getur hann ekki, ef til vill, verið einhver bófi, sem þeir hafa haft rétt til að ráðast á og gefið honum far- arleyfi?—Á meðan hafði ég lyft höfði yðar frá gólfinu. Sjáið, sagði ég, hvort hann sé nokkur misindismaður — andlit yðar var jafn- sakleysislegt og á barni við móðurbrjóst. — Skammist þér yðar, Girolamo, og gerið það, sem ég segi. Ef eitthvað verður um það tal- að, þá stefnið þeim illmálgu til mín og lög- reglan — hana hræðist ég ekki. (Framh.). Jón Árnason útvegar stúkum og unglst. ein- kenni og einkennabönd. Borgun fylgi pöntun. u,anislri^^“:íkA ai- Jezta tæki|xrísgjö|in er Minningarrit Templara. Fæst lijá Jóni Arnasyni, Stór-Rilara. Smiðjustíg 5. Templarar og aðrir bannmenn, eru beðnir hér með, að gefnu tilefni, að gefa mér undirrituðum upplýsingar um öll þau útlend skip hér við iand, sem gera sig sek í brotum á áfengislöggjófinni og bann- lögunum og tilkynna mér það. Því fylgi skýrsla um nöfn skipanna, númer þeirra og hvar þau eigi heima svo og nafn skip- stjóra og útgerðarmanns; í hverju brotið sé innifalið, hve háar sektir hafi verið úr- skurðaðar eða önnur hegning. Ef grunur eða sterkar líkur leika á um brot, þá væri gott að fá skýrslu um það. Þessar skýrsl- ur þurfa sérstaklega að vera um norsk, dönsk, þýzk og ensk skip. Good-Templarar utanlands hafa farið þess á leit að þessum skýrslum yrði safnað hér til þess að hægt sé að birta heima í hlut- aðeigandi löndum nöfn lögbrjótanna. Reykjavík, 30. sept. 1912. Jón Árnason, ritstj. „Temjilai's11. T af Iþraut. Nr. 33. Eftir F. M-n. Hvítt byrjar og mátar í 3. leik. Ráðning á taflþraut nr. 32 í 13. bl. þ. á. Hvítt. Svart. 1. Riddari el—c2 1. Biskup a4>^c2 2. Kongur f7—c7 2. Riddari g7Xfó 3. Hrókur flXföýmát. Hvítt. Svart 1. (Riddari el—c2) 1. Biskup a4—e8f 2. Kongur f7—e7 2. Eftir vild. 3. Hvítt mátar annaðlivort með ridd., dr. eða lir. Hvítt: Svart: 1. Riddari el—c2 1. Biskup a4—c6 2. Drotn. c7—e7 2. Riddari g7—e8 3. Riddari c2—b4f mát. Aðra ráðningu hefir sent Jón Magiuísson, cand. phil. og kemur hún í næsta blaði. ICarnablaðid »ÆSHAI« vill komast inn á öll barnalieimili á íslamli. Pantið linna í afgreiðslunni Laugavcg (53. Verð árg. 1 kr. 20 aur. Winnipeg, Canada. Allar upplýsingar viðvíkjandi stúkum gefur br. A. G. Gilmour, Dist. Sec„ P. 0. Box 908, Winnipeg. Kniipcniliir tilkynni bústaðaskifti. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: •Tón Arnason, prentari. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.