Templar - 30.10.1912, Blaðsíða 1

Templar - 30.10.1912, Blaðsíða 1
TEMPLAR. XXV. Reyjavík, 30. okt. 1912 16. blaö. Stefnuskrá Good-Templara, I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. 311. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að írelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér höfum borið sigur úr být- um um allan heim. Barnareykingar. Eftir Slein kennara Sigurðsson í Vestmannaeyjum. Tóbaksreykingar barna hafa allvíða verið gerðar að umtalsefni, bæði fyr og síðar, bótt lítið hafi veiið rætt eða ritað um þær hér á landi. Til allrar hamingju mun á- stæðan vera sú, að tóbaksnautn íslenzkra barna hefir til þessa verið fremur lítil, að minsta kosti ekki almenn. I öðrum lönd- um, t. d. Norðurlöndum, Englandi, Ameríku og viðar, hefir petta mál komist alla leið inn á þing viðkomandi ríkja, og má af bví marka, hve mikið hefir þótt á bjáta, úr því að landstjórnir og löggjafar fóru að láta málið til sín taka. Það ætti að vera óþarfi að eyða mörg- um orðum að því, að lýsa áhrifum tó- baksins á mannlegan líkama, því svo mik- ið vita þó flestir nú orðið, að þau eru ill og skaðvænleg. Fulltíða menn og hraustir hafa oft og tíðum fengið að kenna á því; svo það ætti að vera nokkurn veginn ber- sýnilegt, að háskinn hlýtur að vera enn þá geigvænlegri, þegar um börn er að tefla. Allur viðnámsþróttur þeirra er enn þá minni. Eins og menn vita, er meira og minna af tóbakseitri, sem nefnist niko- tin, í öllu tóbaki, alt að 10°/o, og er svo megnt, að öifair dropar af þvi geta orðið manni að bana. Venjulega er tóbakseitrið í sambandi við önnur efni, svo sem si- trónur og eplasýiur. En meðan á tilbún- ingi tóbaksins stendur, hleypur í þaðgeið, og myndast við hana animoniak; það gengur aftur í samband við þau efni, seni bundu nikotinið; við það losnar nikotinið og getur botist með tóbaksreyknum, sum- part út í loftið og sumpart ofan i lungu og mnga reykjendanna, meðan tóbakið brennur. Því meiri sem geiðin hefir vei- ið, því rikara er tóbakið af ammoniaki, og þvi fijnlsara er nikotinið og tóbakið sterk- ara. Þegar t. d. vindlingur er reyktur, SÝgst reykurinn í gegnum har.n; skilst þá nokkub af eitrinu fra og verður eftir í þeim enda vindlingsins, sem haldið er í munninum. Þar af leiðir, að hann verður því sterkari og skaðlegri sem meira er reykt afhonum. Þegar börn eiga í hlut, þykir þeim smt í brotið að kasta vindl- ingnum hálfbrunnum, og nýta hann venju- lega út sem bezt; fyrir þá sök soga þau ofari í sig miklu meira af eitrinu en þyrfti að vera. Við þetta bætist, að vindlingar eru sjálfsagt alloft fullir af ýmsum öðrum eiturtegundum, ýmist látið í þá sérstak- lega, eða tóbakið blandað blöðum ýmsra eiturjurta og svefnjurta, og pappírinn utan um það gegnvættur í ópíum. Þetta eru ekki ágiskanir; það hefir sannast við rann- sóknir. Eins og aðrar eiturtegundir, getur niko- tinið valdið eitrunum, bráðum eða lang- vinnum. Þegar um reykingar barna er að tefla, geta bráðar eitranir tæplega komið til greina, en þar er það hin langvinna eitrun, sem vinnur veik sitt í kyrþey. Hún orsakast af því, að með hverjum vindlingi, sem barnið reykir, tekur það inn nokkurn skamt af nikotini, og þó að nokkuð af honum hverfi aftur burt úr líkamanum um leið og venjuleg efnaskifti hans fara fram, þá verður jafnan eitthvað eftir, ef oft er reykt. Þannig safnast fyrir smátt og smátt meira og meira þangað til svo getur farið, að einkenni eitrunarinnar gjósi upp alt í einu; skjálfti, svimi, tauga- verkur, hjartsláttur, meltingaróregla og lystarleysi, og stundum veiklun skilvita, einkum sjónar og heyrnar. (Dr. Flöy- struy). Ofnautn tóbaks getur haft mjög margt ílt í för með sér, svefnleysi, drunga og skerpuleysi, minnisbilun og sljóJeik til andlegra starfa. Vel gerðir unglingar, sem hafa lagst í vindlareykingar, hafa jafnvel oiðið að láta af námi; svo hafa gáfurnar sljófgast. Og það er ekki fátítt að þeir hafa leiðst út á diykkjuskaparbrautina á eftir, og þaðan út á ýmsa aðra háskalega glapstigu. Það er því langt frá því, að heilsa barnanna ein og líkamleg framför sé i veði, ef þau fara að temja sór reyk- ingar, heldur einnig andlegur og siðferðis- iegur þioski þeirra. Það er pvi engin furða, að löggjafarvald þeirra landa, sem hafa stunið undir slíku höli sem barnareykingar eru, hefir ekki séð sér annað fært en skerast í leikinn, til þess, ef auðið væri, að girða fyrir hættuna i tíma. í ýmsum af Bandarikjunum er það fyriiboðið með lögum að selja eða gefa tóbak börnum og unglingum, og ligg- ur við há sekt eða fangelsi, ef út af er brugðið. í Noregi eru lög til þess að gera héiaðssamþyktir um bann gegn því að selja böinum tóbak. I Sviþjóð missa börn, sem verða uppvis að þvi að reykja, iétt til skólaölmusu og veiðlauna af fé skól- anna, og geta íarið á mis við fleiri styrk- veitingar af góðgerðastofnunum þjóðfélags- ins. Svona mætti halda áfram að telja. Hér á landi eru engar skorður reistar gegn því að selja smábörnum tóbak. Menn hafa sjálfsagt ekki fundið þörf á því enn sem komið er. En til þess gæti þó kom- ið á endanum, og er ef til vill þegar rek- ið að því. Það er sem sé allmjög farið að bóla á því, líklega meira en margur hyggur, að börn vor reyki, eru sumstaðar sem óðast að leggja út á þá ógæfubraut. Og tóbakið, sem þau reykja, er oftast versta úrhrakið sem til er, vindlingar. Ég tel víst að það sé hvorki að vilja foreldra né kennara, en get hins vegar ekki ímyndað mér annað en að það sé á vitund eigi allfárra. Hér er því alvarlegt verkefni fyr- ir höndum fyrir kennarana, og raunar hvern hugsandi mann, sem ekki getur horft á það með köldu blóði, að unga kyn- slóðin veikist, úrættist og siðspilhst. Mér er vitanlega ekki vel kunnugt um það, hve mikið kveður að vindlingareyk- ingum barna víðsvegar á landinu, en heft ástæðu til að halda að nokkur brögð séu að þeim, einkum í kaupstöðum og fjöl- bygðari kauptúnum. Meðan málið er ó- rannsakað að öllu leyti, er ekki gott að segja með vissu, hvernig ástandið er; en það er tilætlun þessara lína að vekjamenn til umhugsunar um það, og fá menn til að gera tilraunir í þá átt að komast að réttri niðurstöðu. Hér í „Eyjum" er ástandið því miður ekki sem glæsilegast. Ég var oft búinn að verða þess var, ab sum skólabörnin voru farin að leggjast í reykingar. En hve viðtækur þessi ósiður væri orðinn, var mér okunnugt um; því börn reyna að dyljast svo lengi sem þau geta. Mig lang- aði til að fá eitthvað staðbetra á að byggja en lauslegar ágiskanir, og ásetti mér að grafast fyrir það með lempni, hvort um nokkurn verulegan voða væri að tefla. Með aðstoð kennaranna við skólann rann- sakaði ég 3 efstu bekki skólans 12. febrú- ar siðast liðinn, og kom þá í ljós, sem fæsta mun hafa grunað, að 64% af börn- um þessum höfðu gert sig sek í því að reykja — reykja þenna tóbaksóþverra, sem fæst í vindlingum. í lægri bekkjunum tveimur fundust síðar 9 börn á aldrinum 9, 10 og 11 ára, sem voiu þegar byijuð að reykja. Ætti að telja þá bekkina með, yrði því sem næst helmingur allia barn- anna, yngri og eldri, sekur í þessum ó- fagnaði. Eins og gefur að skilja höfðu börnin reykt mjög mismikið að vöxtunum, meira piltar en stúlkur, meira eldii böin en yngri. Sé miðað við efstu bekkina 3, sem nokkurnveginn áreiðanleg rannsókn eftir atvikum fór fram í, hafa sem næst

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.