Templar - 30.10.1912, Blaðsíða 2

Templar - 30.10.1912, Blaðsíða 2
(52 TEMPLAR. „Templar4* kemur út & h-rsrjum 39 dag» fresti, miust 18 blðð. Yerð argangsins 3 kr., er borgist 1, júll. Útiölumenn fi 36*/• í •ölulaun. Ritgtjórn, afgreiðslu og innheimtu annavt Jotl Árnason, Box A 31, Reykjavik. Afgr. & Smiðjustig 6, kL T—8 líðd. 41% stúlkna og 87% piltar átt meiri eða minni þátt í að reykja. Eftir vindlinga- framtali þeirra sjáifra um vikuna eða mán- uðion telst svo til, að 17% þessara um- ræddu barna reyki að meðaltali um árið fast að 500 vindlinga hvert, minst 300, mest 800. Annars má geta þess að frem- ur mun vantalið en oftalið, og ðllu tóbaki slept, nema vindlingum. Áætluð yflrlitstafla yfir vindlingareyk- ingar barna um árið 1911 í 3 efstu bekkj- um skólans gætu þá lit.ið þannig út. > Tala barna: Tala vindlinga á barn: o. C 03 U1 co Ul CD g!» •s P -i vr c I co "S. et- Bi V? C B et- P^ m" 9 1 1 3 3 10 1 1 43 43 11 1 1 3 3 12 7 3 10 232 35 267 13 17 3 16 2766 50 2816 14 11 8 19 1926 392 2318 Alls: 33 15 48 4970 480 5450 Eftirtektarvert var það, að öll börnin, sem mest höfðu reykt, að tveimur undan- teknum, voru laklega að sér i skólanum, eða tæplega í meðallagi, og flestum ábóta- vant í siðferði. Er þetta nú tilviljun, — eða hvað? Nei, það er vissulega engin tilviljun. Jafnvel þó ekkert barnanna kunni að vera beinlínis spilt af 3jálfu tóbakseitrinu, og næmið og minnið sé enn þá lítt skert eða óskert, þá er nú hugur þeirra þegar far- inn að hneigjast til gjálífis og hluttöku í solli og óvönduðum félagsskap. Framfara- þrá, heilbrigð metnaðargirni, sómatilfinn- ing, og vilji til andlegra starfa, eru þegar að láta undan siga fyrir slæpingjahættin- um og dáðleysinu — kæruleysinu, sem lætur sér öldungis á sama standa á hverju markinu ríðui. Kitlandi nautnará- nægjan, sem reykingar veita, er nú í þann veginn að verða eftirsóknarveiðari fyrir börn þessi en sú ánægja, sem sprettur af iðni og starfsemi. Það ætti ekki að þurfa að vera efamál, að hver fullorðinn maður fyndi til ábyrgð- ar gagnvart börnunum, þegar hann fer að leggja niður fyrir sér öll vandræðin, sem af barnareykingum geta leitt. En það er þó svo að sjá sem þeir, er mest hafa selt börnunum, hafi ekki haft ijósa hugmynd um þá ábyrgð; annars hefðu þeir hugsað sig um tvisvar, áður en þeir unnu það fyrir aurana að leggja voðann í óvita hend- ur. Eins má það heita frámunalegt hugs- j unarleysi, svo ég segi það ekki af lakari rótum runnið, að yefci smábörnum vindl- inga til að reykja — kenna þeim að reykja. En allskonar fólk læðist þó innan um í þeim hóp; aldraðir menn og ný- fermdii unglingar, vinnufólk og verzlunar- menn, bændur og — giftar konur! Að láta slíkt ranglæti sem það, er gefendur og seljendur vindlinga fremja svo að segja j daglega á smábörnum, óátalið, gengur glæpi næst. Og sá væri þarfur maður sem fyndi eitthvert nýtilegt bjargráð áður en vér missum talsverðan hluta unglinga vorra út í svallið og óregluna — og kæru- leysið um sinn eigin sóma. Vér getum ekki farið að eins og sumar þjóðir, að svifta börn námsstyrk eða verð- launum, ef þau verða uppvís að reyking- ingum, því um þá hluti er varla að tala hér. Vér getum ekki heldur sektað selj- endur vindlinga né varpað þeim í fangelsi, þó þeir séu svo samvizkulausir að níðast á smábörnum, því oss vantar lög til þess. Og að bíða eftir þeim getur orðið helzt til langt; en þau þurfa þó að líkindum að koma sem fyrst. En til reynslu getum vér farið aðra leið, þó það sé engan veg- inn víst, að sú leið sé örugg. Fyrstu sporin inn á þessa leið eru þegar stigin hér i „Eyjum“. Fyrsta sporið steig skól- inn með rannsókn sinni á vindlingareyk- ingum barna. Annað sporið var stigið með því, að ég gerði þetta mál að um- talsefni á fjölmennri samkomu, og má segja það öllum viðstöddum til hróss, að þeim fanst málefnið tímabært og erindið ekki óþarft. Þriðja sporið var þrautasporið, og það hafa Good-Templarar stigið. Það var í því fólgið, að fá alla, sem verzlunum stýra hér, til þess, að skrifa undir þá skuldbindingu að selja ekki tóbak upp frá þessu börnum innan 14 ára, og hefi ég sannar sögur af því, að það hafi allir fús- lega gert — nema einn. Hann skarst úr leik, að minsta kosti nú í byrjun. Eg verð að skrifa það í tekjudálkinn hjá öllum hinum, að þeir tóku í málið eins og heiðarlegum mönnum sæmdi, eins og það ber líka vott um skilning þeirra á málinu, undir eins og þeir fóru á annað borð að brjóta það til mergjar. En nú er það tvisýnt, að árangurinn verði eins góður eins og mátt hefði ætla, ef enginn hefði skorist úr leik. Undir því er líka komið, að fullorðið fólk láti sig ekki henda það hugsunarleysis-glapræði að gefa börnum vindlinga hér eftir, og því verður maður að treysta að óreyndu. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir mönnum, að í hverjum vindlingi er eitur, og ef til vill margar eiturtegundir. Með hverjum vindlingi, sem vér fáum barninu í hendur til að reykja, hvort sem vér seljum hann eða gefum, gerum vér tilraun til að spilla heilsu þess, kippa úr andlegum þroska þess og sljóvga siðgæðisvitund þess. Hver vindlingur, sem vér gefum því, getur greitt óvinum lífsins veginn — ef til vill hinni hræðilegu berklaveiki. Hver vindl- ingur gerir barnið æ hneigðara til tóbaks- nautnar, svo það eyðir hverjum eyri, sem það eignast, og venst á að láta sér ekki neitt við hendur loða; og loksins horfir það ekki, ef til vill, í óknyttaleiðina, til þess að geta svalað ástriðu tinni. Hver vindlingur er lagður til höfuðs göfugustu tilfinningunum í sál barnsins — tilfinning- unum fyrir eigin sæmd. Yfir öllu þessu verðum vér kennarar að vaka, og fá aðra til að vaka með oss. (Skólablaðið 6. tbl. 1912). Frá útlöndum. Maine. Þar fóru fram þingkosningar 9_ f. m. 67,905 greiddu atkvæði með hér- aðasamþyktum, en 70,880 voru á móti; þeir vildu hafa ríkisbannið óhaggað. Sér- veldismenn hafa gert alt sem þeim var unt til þess að fá bannið afnumið úr stjórn- arskránni, en þeim hefir ekki hepnast það.. Nú eru í efri málstofunni 22 samveldis- menn (Republicanar) og 9 sérveldismenn, (Demokratar); í fulltrúadeildinni (neðri mál- etofunni) eru 78 samveldis- og 73 sérveld- ismenn.— Ríkisstjóri var kosinn William- T. Haines með um 4000 atkv. meiri hluta. Hann er samveldissinni og ákveðinn bind- indis- og bannmaður. Stefnuskrá flokks- ins, það atriði hennar sem víkur að bann- málinu, er svo hljóðandi: „Meiri hluti þjóðarinnar hefir lýst sig^ mótfallinn þvi að bannákvæðinu verði kipt burt úr stjórnarskránni. Við beygjum okk- ur fyrir dómi þjóðarinnar og erum ákevðn- ir mótstöðumenn hverrar tilraunar, sem gerð verður til að vekja upp þetta mál i hvaða mynd sem er. Við krefjumst þessr að lögunum sé stranglega og samvizku- samlega framfylgt. Vér stjórnum með lög- unum og lögunum skal haldið í heiðri". John A. Nicholls, prófessor í Boston,. segir meðal annars um úrslit kosningannar „Þetta er mikill sigur fyrir bindindis- málið. Nú hefir Maine aftur náð til fulln- ustu hinni fornu afstöðu sinni. Bannlögin eru nú trygð og nú eigum við að sjá um að þeim verði framfylgt". Undir gömlu stjórninni studdu embættis- mennirnir áfengissalana og lögbrjótana, en þjóðinni datt ekki í hug að fella lögin þess- vegna, heldur gerði hún það sem rétt var hún útvegaði sér embættismenn, sem eru boðnir og búnir til þess að framkvæma- vilja hennar í þessu efni. Stórstúka Frakklands var stofnuð í Parí* sunnudaginn 27. þ. m. af br. Alþj. Æ. T_ Edv. Wavrinsky. Þar verða einnig við- staddir br. F.A.Æ.T. Joseph Malins og A.- R. Tom Honeyman. Stofnun stórstúku þessarar er fylgt með miklum áhuga um allan heim og álita menn það forboða nýs tímabils í framsókn málefnis vors í öllum- löndum. Frástofnuninni verðurskýrt nánara í næsta blaði. Stórstúkan og stúk. „Verð- andi“ sendu nýju stórstúkunni heillaóskiiv Danska bindindisfélagið (Afholdssamfun- det) hefir sent „Tpl.“ 19. ársskýrslu sína 1911—12. Félagið er í 174 deildum með- 10139 félögum. Til útbreiðslu hafði félag- ið varib 15798 kr. Umdæmin höfðu varið 2351 kr. til útbreiðslunnar í héruðununu Ársþing sitt hélt félagið i Slagelse 14.-15. júlí. í stjórn voru kosnir: Jens Pedersen, Bje- verskov, formaður, Anders J. Rasmussenr Bogense, skrifari, N. C. Nielsen, Slsgelse, gjaldkeri, A. Birke, Haslev, N. J. Christian- sen, Rönnede, P. Gylding Sabroe, Frede- rikshavn og P. M. Paulsen, Köbenhavn. Næsta þing verður i Skive 1913. Margt verður að biða næsta blaðs vegna þrengsla, svo sem að geta um bækur, er blaðinu hafa borist.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.