Templar - 10.11.1912, Blaðsíða 4

Templar - 10.11.1912, Blaðsíða 4
68 TEMPLAR. mlnum, sem enn þá var ekki alveg laus við hitasóttina. Ég flýtti mér aftur til svefnher- bergis míns og rétti úr mér á legubekknum og féll í draumadvala. Skömmu síðar kom vökukonan mln inn og eitt augnatillit frá henni, eitt hljóð af vörum hennar, var nægilegt til þess að reka allar ó- þægilegar hugsanir á flótta. Það var ekki einungis hin undraverða fegurð hennar, sem þér hefðuð ef til vill haldið, heldur miklu fremur hin töfrandi, nærri því barnalega, hisp- urslausa framkoma hennar, góðvild og vináttu- þel, sem ekki kom fram að eins gagnvart mér, aumingja útlendingnum. Allan daginn var verið að hamast í dyrahamrinum, og ég heyrði hvellar betlararaddir, sem hætta að hræra menn til meðaumkunar þegar fram í sækir, meira að segja þá allra-meirlyndustu. Kerlingin reyndi þar að auki, eins oft og unt var, að reka þessa ásóknu plágu burt með nuddi og skömmum. En dóttir hennar mátti ekki heyra það, því annars mundi hún gefa tvöfalda upp- hæð. En á götu lét hún betlarana aldrei stöðva för sína ; það sá ég úr glugganum, og þótti mér mjög vænt um það. Hvað var það, sem mér ekki gat geðjast að í fari hennar? —jafnvel hinar augljósu, veiku 'nliðar hennar og gallar. Eitt gat ég þó ekki fallist á; hve ákaft hún skammaði barnið stundum fyrir einhverja Ktilfjörlega yfirsjón og barði það jafnvel — og á augabragði kysti hún það og kjassaðiog lét að öllum keipum þess. Svo gat hún legið á hnjánum við hlið þess á steingólfinu tfmunum saman, oftast fyrir framan eldstóna í hliðarherberginu, sem var útbúið eins og brúðuhús, og hún gat fundið upp á ýmsu þvt allra-skringilegasta, svo barn- ið ætlaði aldrei að hætta hlátrinum og gleði- látum sinum. En í einu vetfangi stóð hún á fætur; andlit hennar varð svo alvarlegt ásýnd- um, alveg eins og hún byggi yfir einhverju stórkostlegu ráðabruggi; hún gekk fram og aftur 1 herberginu með krosslagða handleggi og stansaði að lokum fyrir framan spegilinn, til þess að skoða nýtt hárskraut eða skykkju, og skifti sér ekkert af þvf þó ég stæði á þrep- skildinum og einblíndi á hana. Ég fékk vitneskju um það, að hún var ger- samlega sneydd öllu því, sem við köllum mentun. Hún hafði hvorki þekkingu né al- mennan skilning. Það mátti þó segja, að hún kynni nokkurn veginn að lesa og skrifa, en iðkaði það aldrei nokkurn tfma. Bækur voru þar engar að sjá; ritáhöld úr mjólkursteini og gulli með gullpenna láu á litlu veggborði, en aldrei hafði verið látið blek í þau. Og þó hún fengist aldrei við handavinnu, og léti gömlu konuna annast allar viðgerðir á klæðum þeirra, bar þó aldrei á því að hún fyndi til leiðinda. Óánægjukastið, sem hún kvaðst hafa fengið nóttina góðu, án nokkurar sérstakrar or- sakar, sem hún kallaði noia' átti vfst fremur heima f hjarta hennar en höfði. Eftir að ég þurfti minni umönnunar við, virtist dagurinn líða á hinn áður nefnda, einræningslega hátt, án þess að henni fyndist tfminn langur. Þannig gat hún setið við gluggann tímunum saman, einkum slðla dags, þegar vagnaumferðin var sem rnest niðri á götunni eða hún hnýtti klút. yfir svarta, þægilega upp undna hárið og teygði sig út úr glugganum, til þess að veita viðtöku hyllingum síns trúa rómverska lýðs, án þess að láta það á sér sjá, að henni væri i það áhugamál, að ræðismaður róverskrar al- j þýðu lýsti því yfir að hún væri yndislegasta konan miili hinna sjö hæða. Þegar dimma tók, kveykti hún — auk lampans — á kertun- um í kertastjökunum á arninum og gekk svo j I 1 Leiðindi, óþolinmæði, trufluii, gremja. Þýö. með krosslagðar hendur fram og aftur um bæði herbergin og oft leit hún í spegilinn og var mjög þungbúin og utan við sig, eins og hún leitaði einhvers auk myndarinnar af sjálfri sér. Mfn vegna lét hún búa borðið í stofunni, en ekki í dimma herberginu, eins og vant var. Sjálf borðaði hún lítið og bragðaði aldrei á víninu; hún nærðist ekki á öðru en appelsfn- um og grænmeti. í barnið var troðið sæta- brauði. Gamla konan bragðaði aldrei nokk- urn matarbita þar inni. Af þvf vonskufulla augnaráði, sem hún sendi mér, réð ég, að ég hefði rænt hana allri matarlyst og ég gat alveg eins á hinn bóginn búist við því, að í matinn, sem sérstaklega var búinn til handa mér, væri látnir nokkrir dropar af óðjurtarsafa. Þegar við höfðum lokið máltfðinni, hag- ræddi ég mér í legubekknum. Litla stúlkan hjúfraði sig upp að mér eins vel og henni var unt og þótt vinstri aimleggur minn væri bund- inn, til þess að ýfa ekki sárið á öxlinni, gat ég þó neytt hægri handarinnar eftir vild. Ég bað um pappír og ritblý og dró upp myndir fyrir indæla litla angann af því sem hún óskaði. Fiú Gemma horfði á með gaumgæfni. Ég gat gefið þeim hugmynd um hvernig umhorfs væri heima og hvernig lifnaðarhættirnir væru. Ég varð að gera uppdrátt af húsi foreldra minna og sýndist þeim uppmjóa bustin á þvf jafn-fyrirferðarlftil og kirkjuturninn þar rétt hjá. Þá varð ég að sýna þeim föður minn og móður og sex systkyni mín og nöfn þeirra, sem þær reyndu alveg árangurslaust að muna, og skfrnarnafn mitt afbökuðu þær: F?irfkur ( Arrigo. Stúlkan var óþreytandi í spurningum sínum og voru þær svo smellnar og hártogandi, að undarlegt var frá jafn-ungu barni. I þessu litla höfði lifði áreiðanlega neisti, sem þurfti eldsneyti, svo einhvern tíma gæti orðið úr honum fagur logi. En hin undraverða, litla löngun móður hennar í andlega fæðu, hjálp- aði henni harla lítið í þeim skilningi. Þessi fágæta vera var frá náttúrunnar hendi gædd ótæmandi yndisleik, en þó innan sinna þröngu takmarka. Þér munuð, kæri vinur, brosa að þessu eins og ásta-öfgum, en það er dagsatt: Ég varð aldrei var við leiðindi, þó ég væri með henni einni svo klukkutímum skifti, þótt ég hefði alveg gefist upp við að halda uppi samtalinu. Ég var í líku skapi eins og ég hefði setið niður við Napólí-flóann og horft út á hafið blátt, eða ég hefði verið í einhverj- um lystigarði og horft yfir sveitina á milli cyprustrjánna og indversks fíkju-kaktuss, þar sem maður gæti í margar klukkustundir og dögum saman lifað í hamingju og án þess að óska sér nokkurs. An óska væri ofsagt, þegar litið er á tilfinn- ingar mínar gagnvart fögru konunni. Ég var alveg á valdi hennar nærri þvf sfðan ég sá hana í fyrsta sinni. Vald hennar yfir mér óx dag frá degi. I hvert sinn er mér flaug í hug að ég yrði að vera án hennar, komu svita- droparnir fram á enni mér og hjartað barðist svo hart í brjósti mínu að það ætlaði alveg að springa. Þessi örvita ástrfða varð enn þá ákafari við hina hógværu rósemi hennar. Hvort ég var særður unglingur eða veik hæna, sem hún hafði fengið til hjúkrunar, var ómögulegt að álykta af framkomu hennar. Aldrei sýndi hún mér ástleitnislegt viðurlit, ekkert ögrandi augna- tillit. Hún bar fyrir mér nærri því móðurlega umhyggju og gætti mín með þeirri samvizku- semi og aðgætni, er gæfi til kynna, að ég væri dýrmætt ker, sem dottið hefði, brotnað og sfðan spengt og nú yrði að fara margfalt varlegar með. Þegar hún skar sundur matinn á diskinum mínum, blandaði kælandi drykk- inn, seni læknirinn hafði ráðlagt mér, frétti á mofgnana, hvernig ég hefði sofið, þá gerði hún það á svo elskuverðan hátt og svo góð- látlega, að ég gat freistast til að leggja hjarta mitt eins og skemil fyrir fætur hennar og um leið verða frá mér af kvölum og eyðileggingu. (Framh.). Taf Iþraut. Nr. S5. Eftir V. M-n. Hvitt byrjar og mátar í 2. leik. Itáóning á taflþraut nr. 34 í 1(1. bl. b. á. Hvítt. 1. c3—c4 2. Kongur a8—b8 3. l)rotn. a3—a4 4. Drotn. a4—c4 eða Svart. 1. b6—b5 2. b5-j-c4 eða —b4 3. c4—co oða b4—b3 —bð niát. lSarnabladid d/ESKIIii vill komast iiiii á öll Imrnnlieimili á ísInn<li/: Pnntið hnna í nfgreiðsluiini Lnugaveg 63. Verð árg.’l kr. 20 nur. jjezta tækifærisgjöfin er linningarrit Templara. Fæst lijá Jóni Arnasyni, Stór-Ritara. Sniiðjustíg 5. Winnipeg, Canada. Allar upplýsingav viðvíkjaudi stúkum gefur br. A. G. Gilmour, Dist. Sec., P. 0. Box 908, Winnipeg. Nýjir kaupendur að næsta árg. (26.) Tpl. fá 23., 24. og25. árg. í kaupbætir meðan upplagið end- ist. Af þessa árs árgangi er mjftg lít- ið eftir, svo hann þrýtur bráðlega. Aliar stúkur ættu að vinna að út- breiðslu »Teinplars«. Jón Árnason útvegar stúkum og unglst. ein- kenni og einkennabönd. Borgun fylgi pöntun. Utanáskrim^Hox^A. 31, IVitstjóri og ábyrgðarmaður: t Jén Arnason, prentari. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.