Templar - 03.12.1912, Blaðsíða 1
TEMPLAR.
XXV
Reyjavík, 3. des. 1912
18. blað.
I
-j- J3r. Björn Jónsson,
Pyrv. fc5t.-Iianzl.,
andaðist að heimili sínu hér í bænum, sunnudaginn 24. f. m„ kl. 4 árd.
Banamein hans var heilablóðfall. Fæddur 8. okt. 1846 í Djúpadal í Barða-
str.sýslu, sonur Jóns hreppstj. Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur. Stúdent
1869meðl.eink. Stofnaði blaðið »ísafold« 1874 og var ritstj. þess til 1909.
Þingm. 1879 og 1908; ráðherra íslands 1909—1911.
Br. Björn Jónsson gerðist meðlimur stúk. »Verðandi« nr. 9 13. desbr.
1885 og fékk þá með sér vin sinn Björn Jensson skólak., Hallgr. Melsteð
landsbókavörð og Þórh. Bjarnason biskup, og dró hann með því mjög
úr þeirri heimskulegu skoðun heldri manna hér, að það væri mannorðs-
skerðing að gerast félagi í Beglunni. Hann vann mikið í stúkunni fyrstu
árin og kom þar mörgu þörfu til leiðar. Hann tók hin æðri stig nokkr-
um árum síðar og var fulltrúi stúkunnar á stórstúkuþingi 1897 og tók þá
stórstúkustig. Þá var hann kosinn Stór-Kanzlari og gegndi því starfi til
stórstúkuþings 1901.
Hann var ritstjóri málgagns Stórslúkunnar: »ísl. Good-Templars« frá
1891—1893, en næstu tvö árin gaf hann sjálfur út bindindisblað: Heimil-
isblaðið. Má það óefað fullyrða, að aldrei hafi málgagni Beglunnar verið
jafn-vel og ötullegar stýrt en þá; eru þar margar hinar allra beztu greín-
ar um bindindismálið, er sézt hafa á íslenzkri tungu. Harðorður var
hann og vó ótt og títt á báðar hendur og var ekki trútt um að sumir
heldri menn hér kveinkuðu sér undan lögum hans. í blaði sínu »ísa-
fold«, flutti hann iðulega greinar um bindindismálið og studdi það með
ráðum og dáð og mun það hafa átt mjög mikinn þátt í því að breyta
skoðun þeirra manna um land alt, er stóðu fyrir utan bindindishreyfinguna.
Þegar svo langt var komið að viðlit þótti að hefja aðflutningsbannið
á verkefnaskrá þings og þjóðar, þá gerðist hann aðalflutningsmaður þess
á alþingi 1909 og er það honum að þakka, fremur öllum öðrum, að það
náði samþykki þingsins. Hann gerðist þá ráðherra og flutti málið fyrir
konungi. Beis þá upp ógurlegur her áfengisverzlara og veitingamanna í
Danmörku með sendiherra Frakka og Spánverja í broddi fylkingar er hugð-
ust að koma í veg fyrir þá óhæfu, að það yrði að lögum. Þá sýndi br.
Björn Jónsson bezt dugnað sinn. Hann fékk öllum mótbárum hnekt og
kom með lögin heim til íslands staðfest af konungi. Það er áreiðanlegt,
að hefði hans ekki notið við þá, þá væri þetta mikla þjóðþrifamál ekki
komið það áleiðis, sem nú er raun á orðin. Það taldi br. Björn Jónsson
sitt bezta verk og það hefir Good-Templara-Reglan þakksamlega viðurkent.
Beglan á hér á bak að sjá einhverjum mikilhæfasla stuðningsmanni
og félagsbróður, manni, sem komandi kynslóðir muni, ekki siður en hún,
þakka hið mikla liknarverk, að hafa stutt að útrýmingu hinnar ógurleg-
ustu eyðileggingar, sem nú þjáir mannkynið. Minning hans lifi.
1
I
JESr*. Jens IPáls^ou,
Fyrv. Sítór-Kjtp.,
prestur að Görðum á Álftanesi, andaðist
í Hatnarfirði, fimtudaginn 28. f. m., kl. 4
árd. Hann dall af hestbaki fyrir fáum
dögum, brotnuðu í honum þrjú rif og
viðbein og dró það hann til bana.
Hann var fæddur 1. apríl 1851 í Dag-
verðarnesi á Skarðsslrönd.
5. tbl. »Templars« þ. á. Ilutli nokkur
minningarorð um br. síra Jens og gat
þá foreldra hans, starfs hans i þarfir
kirkju og þjóðar og nægir að visa til
þess. Þess var og þar getið, að hann
væri giftur Guðrúnu Péturdóttur organ-
leikara Guðjohnsens, er nú syrgir hann
ásamt fósturbörnum þeirra.
Br. síra Jens var áhugamaður mikill
um opinber mál og tók mikinn þátt í
þeim. Hann gerðist því meðlimur Begl-
unnar undir eins og hann fékk tækifaui
til þess. Hann varð stofnandi stúkunn-
ar »Framför« nr. 6 í Garði og Umbm.
hennar. Þegar hann fékk Garða gekk
hann í stúkuna »Morgunstjarnan« nr. 11
í Hafnarfirði og aukameðl. í »Siðhvöt«
nr. 71 og Umboðsm. hennar til dauða-
dags. Yann hann mikið fyrir þessar
stúkur. Hann sat á stórstúkuþingi 1901
og 1903 og var í framkvæmdanefnd,
Stór-Kapilán, 1901—1903.
Þegar aðflutningsbannið komst á dag-
skrá þings og þjóðar, þá gerðist hann
öflugur stuðningsmaðurjþess, bæði utan
þings og innan. Var það óefað eitl al'
aðal-áhugamálum hans.
Alþýðlegur var hann í allri framkonm
og kom það ekkí sízt fram í stúkunni,
er hann sat mitt í hóp unglinga og starf-
aði með þeim og leiðbeindi.
Beglan á hér óðrum vini á bak að sjá.
Minning hans lifi.
i