Templar - 03.12.1912, Blaðsíða 2

Templar - 03.12.1912, Blaðsíða 2
70 TEMPLA'R. „Teraplar4* kcmur út & hrsrjum 20 dagis fresti, míust !8 blöfi. Verð argangsins 2 kr., er borgÍBt 1, júll. Útsölumenn fi 26*/• Í sölulaun. Ritstjórn, afgreiðslu og innheimtu annast Jotl Arnason, Box A 21, Reykjayik. Afgr. & Smiðjustig 6, kL 7—8 dðd. Þakkar- og kveðjuljóð til B j ö r n s .1 ó n s s o n a r fyrv. ráðherra frá Stórstúku íslands I.O.G.T. Lag: Pér ástvinir eyðið nú hörmum. Við klukknahljóm síðsta sinni, í samhygð að gröfinni þinni vér fylgjum þér, frumherji og bróðir, í fylkingu daprir og hljóðir, Vér kveðjum með fánanum fríða, sem fyrir þér ljúft var að stríða, er vígðir þú áhugans eldi að æfinnar síðasta kveldi. Með viljans- og framsóknarvigri þú varðir hann, hrósaðir sigri, — nú heitir þú, horfinn, á alla að hefja ’ann og láta ’ann ei falla. Með sál þina sókndjarfa og unga, með sæmd þína og alvöruþunga, sem fyrirmynd fram skulum sækja og frjálsir vor skylduverk rækja. Þú helgaðir íslandi alla og óskifta forgöngu snjalla, — því drúpir hver dísin þess grátin um drengskapar-aðalsmann látinn. Við stefjahreim slrengjanna blíðast þig Stórstúkan kveður nú síðast, með þökk fyrir stríðið þitt stranga og starfið þitt göfuga og langa. G. G. Jólaósk. Jólin hafa, því er miður, af of mörg- um verið hroðalega misbrúkuð. í stað þess að gleðja sig og sína um jólin og eíla frið og ánægju á heimilunuin, þá lifa menn jólin í alls konar svalli, drabbi og drykkjuskap, eyðileggja alla umönn- un húsmóðurinnar, móður, eiginkonu sinnar, græta börnin og svifta þau jóla- gleði þeirra. Jólagleði barnanna er í- mynd hinnar guðlegu, himnesku jóla- gleði og hana eyðileggur drykkjumaður- inn með framferði sínu á jólunum; hann gerir því sitt til þess að svifta heiminn því fegursta, unaðsríkasta og guðdóm- legasta, sem birtist í helgihaldi jólahá- tíðarinnar. »Templar« óskar þess, að allir sannir unnendur jólahelginnar geri alt sem í þeirra valdi stendur til þess að hin sanna og barnslega jólagleði megi njóta sín og bezta ráðið til þess er algert bindindi. »TpI.« óskar öllum gleðilegra jóla. Hvað Good-Templarar hafa gerl á íslandi. Um það ritaði br. Tom Wing grein i október-hefti „Intern. Good Templars" þ.á. ísland er, segir hann, mikilvægt dæmi þess afls, sem eitt félag hefir, þegar félag- ar þess eru einlægir. Það getur haft áhrif á yfirvöldin, hrært löggjafarþingið og breytt lifnaðarháttum þjóðarinnar. Þess má allstaðar sjá merki á íslandi. Það er alveg sama við hvern þér talið, biskup, prest eða trúboða, kaupmann, þing- mann eða sýslumann, sjómann eða bónda, þeir viðurkenna allii afl og áhrif Good- Templara. Ég átti tal við marga þeirra, : sem nú eru brautryðjendur í islenzku þjóð- lífi og talaði við þá á veitingastofum, í verzlunarskrifstofum, stórbýlum og hreys- um um þau mál, er hæst væru á baugi meðal þjóðarinnar og varð undrandi yflr hinni miklu ábyrgðartilfinningu, sem nú væri vöknuð hjá almennigi, sem gerir ís- land alt öðruvísi en því var lýst af göml- um ferðamönnum, svo sem Henderson, Dufferin lávarði, Howell, Locke o. fl. ís- lenzk, innlend stjórn hefir tekið við af stjórn, sem áður sat í Danmörku, og hefir hún vakið ný áhrif, er hefja nýtt líf frá nýrri fæðingu og árangurinn er: fjölgun fólksins og mikil menning, sem finnur ó- tal leiðir, betri húsakynni, nýbygðar borg- ir á rústum hinna eldri, minkandi drykkju- skapur og aukin verzlun. Meðan frjáls verzlun og sjálfstjórn hefir hrundið á stað afli því, sem knúð hefir þjóðina til fram- kvæmda, þá hefir hið mikla siðferðisafl verið í Good-Templara-hreyfingunni. Templ- ararnir hafa verið hinn siðferðilegi andi í íslenzlcum þjóðmálum, án þess þó að til- heyra nokkrum stjórnmálaflokki. Kjörorð þeirra var: Bindindissemin er grundvöllur velmegunar. Þeir hafa ekki einungis ver- ið hljómurinn einn; þeir þutu áfram með hina heilögu bók í hendinni. þrungnir af eldmóði vonar og möguleika út í hina miklu atkvæða-baráttu og árangurinn varð sá, að meira en helmingur þingmanna að- hyltist stefnu vora og bannlögin um sölu og innflutning áfengis voru samþykt og koma þau í fult gildi 1. jan. 1915. Hann segir, enn fremur, að Good-Templ- ararnir séu jafn-hyggnir eins og þeir eru hugsjónamenn. Þeir byggja stórhýsi í bæj- unum og verða því miðstöð bæjarlifsins. Það líkar mér, stærsta húsið í bænum er Good-Templara-húsið (t. d. á ísafirði og Akureyri). Að lokum segir hann: „Ef þér farið yfir snæfi þöktu fjöllin, ferðist um nærri því endalausu dalina eða með sjáfarströndu, þar sem litl.ir bæir liggja í skugga tind- óttra fjalla eða bak við lausa sævarhamra og talað við óðalsbóndann í heimkynni sínu eða við einyrkjann í kofa hans um afstöðu þjóðarinnar til drykkjusiðanna, þá munu þeir svara einum rómi: Good-Templar- arnir breyttu því ollu saman“. Það eru undraverðir hlutir. Keglan hefir haft áhrif á kirkju, þjóðfélag og stjórnmál og unnið mikið á almennt. Þar eru 3272 fullorðnir Templarar og um 2000 ungling- ar og, að ég bezt veit, um 1000 meðlimir í öðrum bindindisfélögum. Þessi samein- aði her, þótt fámennur sé, hefir umsteypt þjóðarviljanum á Islandi og steypt áfeng- inu úr hásæt.inu. Baráttunni er elclci lohið, segir hann og getur um, að áfengismenn geri alt sem þeim er unt til þess að fá frestun á lög- unum. Fjártap landssjóðsins sé aðalmálið á dagskránni nú og vonandi verði því ráð- ið til farsælla lykta. ísland er önnur skír mynd þeirrar al- þjóða-baráttu, sem við höfum lofað að taka þátt í. Éað er oss skýrt dæmi þess fram- kvæmdaþreks og siðferðilega afls, sem Regla vor ber í skauti sínu, og ætti að gefa séi- hverjum meðlim okkar alþjóða-bræðralags nýjan kraft til þess að frelsa menn frá ánauð áfengisverzlunarinnar,verndaæskulýð þjóðanna og gera það, sem okkur er unt, til þess að styrkja okkar einstaklingsbind- indi með atkvæði okkar við kjörborðið með algerðu banni gegn þeirri starfsemi, sem fæðir af sér volæði og dauða. (Greinin var sérprentuð í feikna-stóru upplagi og stráð út um hinn enskumæl- andi heim). Umdæmisstúkan nr. 1 hélt aðalfund sinn í Good-Templarahúsinu i Keykjavík, laugardaginn 30. f. m. kl. 8 síðdegis. Allir framkvæmdarnefndarmenn voru við- staddir að undanteknum F.U.ÆT. 28 fulltrúar voru mættir frá stúkunum í Reykjavík og Hafnarfirði auk fjölda fé- laga, eldri og yngri. 16 félögum var veitt 3ja stig. Gamla framkvæmdanefndin skýrði frá störfum sínum og framkvæmdum síðast,- liðið ár. Þessir embættismenn voru kosnir og sett- ir í embætti: U.Æ.T. Sigurbj. Á. Gíslason, cand.theol. U.Kanzl. Aðalbj. Stefánsson, prentari U.V.T. Jónína Jónatansdóttir, húsfrú U.G.U.T. Sigurjón Jónsson, málari U.G.Kosn.Pétur Zóphóníasson, realstúd. U.Rit. Þorkell Þ. Klemenz, vélfræð. U.G. Flosi Sigurðsson, trésmiður U.Kap. Þorv. Guðmundsson, verzlm. F.U.Æ.T. Ottó N. Éorláksson, stýrim. Ressir mynda framkvæmdanefndina. U.Dr. Karólína Zimsen, húsfrú U.V. Þorsteinn Sigurðsson, skósmiður U.Ú.V. Bened. Sigfússon, söðlasm. U.A.R. Guðm. Gamalíelsson, bókbindari U.A.Dr. Guðný Jónsdóttir. Var þá fundinum írestað til 1. þ. m. kl. 8 síðd. Voru á þeim fundi rædd ýms mál viðvikjandi framtíðarstarfi Umdæmis- stúkunnar. „Klúbbarnir". Um kl. 12 síðd. 30. f.m. heimsótti bæjarfógetafulltrúinn hór í bæn- um „klúbbana", skipaði öllum, sem þar sátu, að fjarlægja sig og lagði bann fyrir að „klúbbarnir* starfi framvegis, samkv. „klúbba“-lögunum, sem þá voru komin í gildi. Hímdu gestirnir þar fyrir utan á eftir eins og skepnur á gaddi og hugsuðu ráð sitt.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.