Templar - 03.12.1912, Blaðsíða 4

Templar - 03.12.1912, Blaðsíða 4
72 TEMPLAR. ustu ítölsku aðalsættar, og var hún alþekt íyrir auðaefi sín. Ég skotraði augunum til Gemmu um leið og ég lagði bréfið frá mér á borðið; en ég gat enga breytingu séð á ásjónu hennar. »Réttu mér pappírsblað sagði hún við kerl- inguna. Hún nöldraði og talaði í hálfum hljóðum við sjálfa sig um leið og hún sótti lítið bréfahylki, sem líklega hafði aldrei áður verið notað. Gemma tók úr því blað og ritblý, sem lá á borðinu, og ritaði á það tvö orð þar sem hún stóð við borðið og gerði þetta alt saman svo undarlega rólega. Svo rétti hún mér blaðið. A því var ekki annað að sjá en þessi tvö orð: No! mai!* 1 2 3 4 og undir því var stórt G. Hún brosti þegar ég fékk henni aftur bréfið án þess að segja nokkurt orð. »Ég get skrif- að falleg bréf; finst yður ekki?« sagði hún. Svo lét hún það í umslag, ritaði á það með fastri en óæfðri hendi alla utanáskrift greifans og fór svo sjálf með það til sendimanns. Kerlingin fór fram á eftir henni. Undir eins heyrði ég harðneskjulegu röddina hennar; vonska hennar braust út með flóði að fúkyrð- um, sem hún hafði haldið niðri fyrir meðan þær voru í minni nálægð. Ég gat ekki skilið eitt orð, því eitt herbergi var í milli okkar. Gamla konan lét altaf dæluna ganga. Dóttir hennar gat endrum og eins skotið inn 1 einstaka orði. Það hefði verið alveg tilgangs- laust að koma með nokkrar skynsamlegar á- stæður, þvf þær urðu ekki teknar til greina af þessu æðisgengna kerlingarskassi. Að lokum virtist óveðrið lægja. Seinustu stunurnar og gegnsmjúgandi hljóðið dó út. Frú Gemma kom aftur inn jafn-róleg að sjá og áður; en kinnar hennar voru dreyrrauðar. »Yður hefir verið skapraunað?« vogaði ég mér að segja. »Stutta bréfið yðar var ekki í samræmi við skoðun móður yðar?« »Aumingja kerlingin!« sagði hún í hálfgerð- um meðaumkunartón. »Skoðanir okkar eru svo skiftar«. Barnið hafði vaknað og hljóp til móður sinnar, sem tók það í fang sér og kysti það margsinnis. Svo lét hún það aftur á gólfið, gekk að glugganum og opnaði hann. »Það er heitt«, sagði hún og strauk um leið hárið frá enninu. »Það kemur óveður«. »Viljið þér ekki blævænginn þarna?« spurði ég. »Hvaða blævæng?« Ég veitti þegar fyrsta daginn eftirtekt lítilli, undurfallegri öskju, sem lá á múrbrúninni yf- ir eldstónni og hélt ég að í henni væri blæ- vængurinn. Ég gekk þangað og sótti öskjuna. En þegar ég sneri mér við hló hún hátt. Nú voru öll merki hinna æstu geðsmuna hennar horfin sem mjöll fyrir vindi. Hún var full- orðið barn, og þótti gaman að smá-glettni. »Já, auðvitað!« hrópaði hún. »Þessi blævæng- ur mundi lfklega kæla helzt til mikið. Ljúk- ið upp öskjunni, herra Arrigo, og þá munuð þér sannfærast um að ég hefi rétt að mæla«. Ég opnaði öskjuna og sá mér til mikillar undrunar, mjóblaðaðan hníf, í staðinn fyrir það sem ég bjóst við að sjá þar. Blaðið var hér um bil ein fingurslengd, með stuttu, digru skafti. Blaðið var ekki breiðara en litlifingur og á því voru tveir riðblettir. »Þekkið þér hann ekki ?« hrópaði hún og hló án afláts, svo að glampaði á snjóhvítar tenn- urnar á milli hraustlegu, rauðu varanna. »Ég held að þér þekkið of vel þennan blævæng, og ég veit, að hann er hættulegt leikfang. Nei, látið hann aftur á sama stað. Mér renn- ur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég hugsa um það, að blóðið bunaði úr yður eins 1 Nei! aldrei! Þi/ð. og vatn úr gosbrunni, er Spirina læknir dró hnífinn út úr öxlinni á yður. Burt með hann! Ég lét hann þarna á múrbrúnina, þvf þar verður hann engum að meini. Heyrið þér það; farið með hann burt frá augum mfnum«. »Gemma«, sagði ég ; »ég er yður þakklátur, því án hans hefði ég aldrei komist í kynni við yður. Og ef hann hefði að eins betur gert skyldu sfna, farið einum þumlungi dýpra, þá hefði ég losnað við allan þann sársauka, sem nú — « Mér til mikillar hamingju fékk ég ekki ráð- rúm til þess að segja setninguna til enda, því þá hefði ég — já, guð veit, hve heimskulega ég hefði talað. Læknirinn kom inn, tók á slagæðinni 1 mér, endurnýjaði umbúðirnar sem ég varð enn þá að hafa, lét ánægju sína í Ijósi og gat þess, að ég mætti næsta dag fara út í fyrsta sinni, ef ekkert yrði að mér þá næstu nótt. Ég gat ekki sært hjarta mitt með þvf að láta hann sjá gleðisvip á andliti mlnu, sem hann þó áreiðanleg bjóst við. Og Gemma varð einnig hugsandi. Þegar læknirinn var farinn, settí hún á sig hattinn, færði Bicettu í fötin og hélt til San Carlo, þvf þar átti að vera guðsþjónusta með hátíðasöng. Hún fór nærri þvf daglega til kirkju og hafði æfinlega barnið með sér. Þó hafði guð- hræðsla hennar á sér engan hræsnisblæ. Það var sumpart af vana, og sumpart barnsleg sælu- tilfinning gagnvart því andlega, óskiljanlega. Hún játaði að henni geðjaðist betur að því að fara í leikhúsið. Þangað hefði hún ekki farið í fullar fjórar vikur. Með hverjum á ég að fara? Ég þorði ekki að spyrja hana með hverjum hún hefði farið fyrir þann tfð, Mað- ur hennar hlaut að hafa dáið löngu áður, þvl hún bar ekki nein sorgarmerki. Mig langaði til að spyrja læknirinn, en ég gat aldrei náð honum á eintal. Taf Iþraut. Nr. 3«. Eftir II. Leprellel í Marseille. Hvítt byrjar og mátar í 2. leik. Kádning á taflþraut nr. 35 í 17. bl. þ. á. Hvítt. Svart. 1. Drotn. h5—g6 1. Kongur d4—c5 2. Drotn. g6—b6 mát. 1. . . . 1. Bisk. f5-J—g6 eða —e6 2. Riddari f8—e6 eða -j-e6 mát. 1. . . . 1. Bisk. f5 fer eittlivað 2. Drotn. g6—b6 eða Riddari f8—e6 mát. K v i 11 u n. Þessar stúkur liafa greitt skall 1. ágústs.l.: Nr. 3, 4, 9, 11, 14,23, 24, 33, 43, 59, 67, 69, 99, 102, 104, 117, 128, 136, 140, 151,159,165 og 167. Stúkan nr. 140 liefir greitt skatt l.maí s. 1. Stúkurnar nr. 56 og 140 liafa greilt skatt 1. febr. s.l. Stúkan nr. 6 hefir greitt þess'ar vangreiösl- ur: Frá '/b ’ll 0,90, ’/» ’ll 1,35, t/u ’ll 1,30, V2 ’12 3,45, */« ’12 2,65. Skrifstofu Stór-Ritara, 10. nóv. 1912. Jón Arnason. Nú hætti hann frásögninni og sat nokkur augnablik alveg hreyfingarlaus og horfði í gaupnir sér. Það var orðið svo dimt, að ég gat ekki séð drættina í andliti hans, þó við værum svona nálægt hver öðrum. Veitinga- maðurinn kom til okkar og spurði hvort við óskuðum einhvers og hvort hann ætti að koma með Ijós. Ég varð fyrir svörum og sagði að við þyrftum einkis við. En þetta millispil dugði ekki til þess að hrffa hann frá draum- sjónum sínum. í því bili barst klukknahljóm- ur að eyrum okkar — það var jarðfararhring- ing; það skyldi ég undir eins — þá komst hann aftur til sjálfs síns. Hann hafði einnig skilið hvað þessi hljómur þýddi. »Fyrirgefið«, sagði hann ; »ég hlýt að vera mjög undarlegur maður í augum yðar, fyrst ég segi yður svo nákvæmlega frá þessari rauna- sögu. En ef þér getið haft dálitla biðlund, þá líður það fljótt. Og til þess að þér getið skilið það sem sfðar gerðist, verð ég að segja yður nákværnlega frá hinum minni háttar atr- iðum, sem eru þó ekki einkis virði gagnvart mínu auma sálarástandi. Þér bragðið ekki á víninu. Hellið aftur í bikarana — ég — sjáið þér; það er hlægilegt — hönd mín skelfur, al- veg eins og ég heíði í gær orðið fyrir öllum þessum ósköpum. Ég ætla að hressa mig svo ég geti sagt yður sögulokin. (Framh.). Beikningur Stór-Ritara vfir tekjur Stórstúkusjóös frá 1. ágúst til 31. okt. 1912. 1. Skattar greiddir, tekjul. l.a.. . kr. 270,50 2. Greiddir skattar éldri ársfj.,tl.1.a. — 68,05 3. Seldar bækur og eyðubl, tl.2.a. — 9,00 4. Seld minningarrit, tekjuliður 5. — 57,00 Kr. 404,55 Athent S.-G., sbr. kvittun kr. 404,55. Skrifstofu Stór-Ritara, 18. nóv. 1912. Jón Arnason. Fnndartími Reykjavíkurstúknaiinn. Sunnudagur: Skjaldbreið nr. 117, kl. 6 síðd., G.-T.hús (uppi). Æskan nr. 1, unglst., kl. 4 síðd., G.-T.hús. Svava nr. 23, unglst., kl. i*/a siðd., G.-T.hús. Unnur nr. 38, unglst., kl. 11 árd., G.-T.hús. Diana nr. 54, unglst., kl. 10 árd., G.-T.hús (uppi). Svanhvít nr. 55, unglst., kl. 12V4 síðd., G.-T.-hús Mánudagur: Hlín nr. 33, kl. 8Vz síðd., G.-T.-hús (uppi). Þriðjudagur: Verðandi nr. 9, kl. 8r/z sfðd., G.-T.hús. Melablóm nr. 151, kl. 8 síðd., K.F.U.M. Miðvikudagur: Einingin nr. 14, kl. 81/* síðd., G.-T.hús. Arsól nr. 136, kvenst., kl. 8V« sfðd., G.-T.hús (uppi). Fimtudagur: Nýárssól nr. 147, kl. 8'/= síðd., G.-T.-hús (uppi). Föstudagur: Bifröst nr. 43, kl. 8V2 síðd., G.-T.-hús. Vikingur nr. 104, kl. 8V» síðd., G.-T.hús (uppi). Framkvæmdarnefnd Stórstúkunnar heldur fund fyrsta mánudag hvers mánaðar á skrifstofu Stór-Rit. Winnipeg, Canada. Allar upplýsingar viðvíkjandi stúkuni gcfur br. A. G. Gilmour, Dist. Sec., P. 0. Box 908, Winnipeg. Templar lýknr nú 25. árg. sínnm og verður þess minnst í næsta blaði. kl. 8V2 síðd. Unglingaráð Suðurumdæmisins heldur fund annan mánud. í hverjum mánuði kl. 8r/z síðd.íK.F.U.M. Ritstjóri og ábyrgðarni.'iður: •Jórx Árnason, prentari. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.