Templar - 25.01.1918, Blaðsíða 3

Templar - 25.01.1918, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 3 að banninu hefur við það aukist drjúg- um fylgi. Eftirtektavert er það, að fyrsta og siðasta verkefnið, sem slofnfundur andbanningafélagsins í Kaupmannahöfn hafði með höndum, var að mótmœla þvi að bannmálið vœri borið undir þjóðar- atkvœði. — í þessu er innifalin fullkom- in viðurkenning þess, að bannið eigi tryggan mikinn meiri hluta kjósendanna. Þess vegna ætla þeir að reyna að koma i veg fyrir að meiri hlutinn fái vilja sínum framgengt; en það liggur í aug- urn uppi, að slíkt er hinn mesti barna- skapur og verður þessi krafa þeirra alls ekki tekin til greina, því stjórnarvöldin vita hvað í húfi er ef ekki verður farið að vilja mikils meiri hluta þjóðarinnar. Dönsku andbanningarnir verða sennilega fyrir sömu vonbrigðunum og samherjar þeirra hér á íslandi, ef mótþrói þeirra verður þá annað en vindbóla, sem hjaðn- ar jafnskjótl aftur. ★ -v- * Nú kvarta áfengisneytendur i Dan- mörku mjög yfir því, hve brennivínið sé dýrt, því flaskan, kostar 10 kr. Stjórnin hefur sem sé lagt 6 kr. og 50 aura toll á hverja flösku. Þá er sagt, að »snaps- inn« kosti 1 kr. og verða Danir að hætta að kalla hann »den fattige Mands Snaps«. ★ * ¥ Eftirlitið með skipum, sem hingað komu í desembermánuði f. á. hefur verið ágætt og sögðu sjómennirnir að lögreglan sé miklu strangari hér, en t. d. í Halifax. — Einnig hefur verið gerð húsrannsókn á tveim stöðum i bænum: í Bergstaðastræti 19 hjá dönskum manni Nielsen að nafni og í Báruhúsinu hjá Gunnari nokkrum Sigurðssyni, sem einu sinni ralt veitingaatvinnu á Sauðárkróki. Hjá báðum fanst áfengi. * * ¥ Þess var getið i síðasta »TempIar« að Gunnar Egilsson hefði skrifað svargrein til Gunnars Ólafssonar konsúls í Vest- mannaeyjum. Gunnar Ólafsson svaraði honum í »Landinu«. Er það rökföst og stillilega skrifuð grein. Verður Gunnari Egilssyni sýnilegt ofurefli að fást við hana; til þess brestur hann tvent: varn- artæki og nægilegt vit. * ¥ ¥ Lítið hefur borið á drykkjuskap hér í Rvík um hátíðirnar. Það hefur verið svo lílið, að tæplega er orð á gerandi. Margt ber til þess, einkum gott eftirlit. Menn, sem áður hafa átt áfengi til jól- anna, hafa sagt, að nú verði þeir að lifa »þur jól«. Er þá mjög farið að minka uin birgðir hjá mönnum. * ¥ ¥ Fyrstu dagana eftir að Ameríkuskipin komu í desember, varð ofurlítið vart við ölvaða menn, en þeir voru fáir og eru það sömu mennirnir, sem alt af eru tilbúnir til að ná í áfengi ef það er að fá með einhverju móti. Er það ljóst, að það sem þeir hafa náð í, hefur verið samstundis drukkið, þvi undir eins sló í dúnalogn. Þeir eiga sýnilega erfitt með að geyma dropann. ★ ¥ ¥ 14. desbr. f. á. sektaði bæjarfógetinn Vigfús Einarsson 5 menn fyrir bann- lagabrot. Gunnar Sigurðsson veitinga- mann í Báruhúsinu um 500 kr. Niels Petersen í Bergstaðastræti 19 um 300 kr., tvo menn af e.s. »Villemoes« um 200 kr. hvorn og einn af e.s. »ísland« um 200 kr. t Sveinn Guðnason, liarnakcnnari, andaðist að heimili sínu hér í bænum 12. des. f. á. eftir langvinna margra ára vanheilsu. Sveinn heitinn var einn af eldri fé- lögum stúk. »Verðandi« nr. 9. Hann tók 3. stig og gegndi störfum í stúk- unni um eitt skeið. Hann var mjög á- liugasamur um reglumál og öflugur stuðningsmaður bannmálsins. Hann hafði um mörg ár barnakenslu á hendi og fór það starf ágætlega úr liendi; tók hann ofl við tornæmum börnum og kom þeim mjög vel áleiðis. Hann var mjög góður við nemendur sina og ávann sér ást þeirra og virð- ingu. Sæti hans er því vandskipað. Blessuð sé minning hans. Jarðarförin fór fram 18. des. f. á. að viðstöddu fjölmenni. r Osóminn í þinginu. í 11. blaði »Templars« f. á. var of- urlítið vikið að framferði nokkurra þing- manna með tilliti til Stórstúkustyrksins og bannlagabreytinganna. Kjósendum, sem búa utan Reykjavík- ur, og ekki hafa haft tækifæri til að fylgjast persónulega með starfi þing- manna og háttum þeirra í þingsalnum, mun þykja það, sem þá var sagt, helzt til hart að orði kveðið. Hér skal gerð litilfjörleg tilraun til að bregða upp fyrir mönnum ofurlitilli mynd af framferði sumra þingmanna, eins og það var oft og tíðum i sumar er leið, meðan á þingfundum stóð, til þess að menn fái nokkru gleggri hug- mynd en áður um það, hvernig þjóð- fulltrúarnir komi mönnum fyrir sjónir, mennirnir, sem mynda hina hágöfugu slofnun, sem við nefnum alþingi. í fljótu bragði mætti ætla að þeir, sem sæti eiga á alþingi, gæti þess sér- staklega að hegða sér svo, að ólastan- legt megi virðast frá almennu sjónar- miði; maður hefur rétt til að krefjast þess af þjóðfulltrúunum, að þeir sýni það í allri framkomu sinni á þingi, að þeir hafi á sér meiri háttprýði en alment gerist. Gamlir menn segja, að fyrrum hafi mikil virðing verið borin fyrir þinginu, og hlýtur það að hafa staðið að meiru eða minna Ieyti í sambandi við hegðun og háltprýði þingmannanna sjálfra. Nú kveður við alt annan tón; nú líta menn sorgbitnum augum á þingið og margir ágætismenn vilja ekki koma nálægt því sakir þess virðingarleysis, sem þar er ríkjandi o. fl. í sumar er leið, meðan alþingi var hér samankomið, bárust þaðan 5rnisar miður álitlegar sögur af framferði þing- manna meðan á þingfundum stóð og bárust allar sögurnar frá neðri deild þingsins. í efri deild þingsins var alt með kyrrum kjörum og alt gott um hana að segja, enda eiga þar sæti fleiri hinna rosknari þingmanna og menn, sem eru vandir að virðingu sinni. Ritstjóra »Templars« leist tröllasög- urnar frá neðri deild fremur ósennileg- ar og trúði því ekki, að þar færi fram það sem sögurnar tilgreindu; honum gat ekki til hugar komið, að þingmenn leyfðu sér að viðhafa slíkt hátterni. Hann fékk samt fulla vissu sína í þessu efni áður en þinginu lauk. Sá kvittur barst út um bæinn, að oft hefði það komið fyrir að einn þingmað- ur hefði mætt ölvaður á þingfundum. Þetta háttalag hnej'kslaði menn mjög, en andbanningar brostu og voru auð- sæilega hróðugir yfir því, hve vel þeim tókst að sýna »ávexti bannsins í þing- salnum«, eins og þeir mundu hafa nefnt það. Til þess að koma í veg fyrir allar getgátur, þá skal það tekið fram, að þingmaðurinn, sem hér er um að ræða, er Einar Jónsson á Geldingalæk. Við eina umræðu fjárlaganna i Néðri deild, skömmu fyrir þinglok, var ritstj. »Templars« viðstaddur og varð þá vitni þess, er nú skal greina: Einar á Geldingalæk brá þá ekki uppteknum hætti — hann var ölvaður; menn gengu úr skugga um það undir eins og hann tók til máls. Ræða þessi var mestmegnis hnútur til þingmanns eins, sem Einar átti oft í orðahnipping- um við, og vék lítið að efni því sem um var að ræða, enda var hún, sem von var, lokleysa ein og sundurlaus þvættingur. Fáir deildarmenn sátu í sætum sinum. Sá ósiður, að þingmenn spígspora um allan salinn meðan á þing- fundum stendur ágerðist mjög á þessu þingi. Þeir stóðu í hópum hingað og þangað í salnum og einn stærsti liópur- inn stóð fyrir framan Einar meðan hann flutti ræðuna og allir voru hlæjandi og sá, sem hnúturnar fékk, sendi hon- um við og við innskotsglósur, til þess að æsa hann enn þá meir, enda höfðu þær hinn tilætlaða árangur, því nálega allur þingheiinur og áhorfendur hlóu að öllu saman og sköllin endur- ómuðu i lofti og salarveggjunum og var þetta engu líkara, en þegar götustráka- hópur er einhversstaðar samankominn til þess að »gera grín«, eins og haft er að orðtæki hér í Rvík. Forseti deildarinnar virtist horfinn allri sk5rnjun, því hann hreyfði hvorki legg né lið; það var lik- ast þvi, sem mörg þúsund ára gömlum

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.