Templar - 23.02.1918, Qupperneq 1

Templar - 23.02.1918, Qupperneq 1
TEMPLAR. XXXI. Reykjavík, 23. febr. 1918. 2. blað. Stefnuskrá Good-Templartu 1. Algerö afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í réttu lagaformi, að viölögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannátt eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, Erátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- :ika, þar til vér höfum borið aigur úr být- nm um allan heim. Pólitiskar krossrellur. Lesendur »Templars« eru sennilega ekki búnir að gleyma áskorun andbann- inga, þeirri, sem þeir gáfu út í fyrra með um hundrað nöfnum ijndir og var þar ekki valið af verri endanum. Lesendur »Templars« munu ef til vill ekki heldur hafa gleymt því, að siðasta klausan í áskoruninni var lillaga um að bannlögin skyldu afnumin og lands- sjóði fengin í hendur einkasala á öllu áfengi. Nú er það kunnugt af síðustu við- burðum hér i Reykjavík, að félag eitt hefur verið stofnað til þess að vinna gegn allri einokun og vernda liagsmuni manna gegn hinu hræðilega ofurvaldi verkalýðsins og þeirri stefnu, sem hann hefur haldið fram, að hið opinbera eigi að hafa á hendi einkasölu, að minsta kosti á nokkrum stærstu vörutegundun- um. Engin ástæða er til að finna að þvi, þó menn myndi með sér félag til þess að vernda hagsmuni stéttar sinnar; slikt er eðlilegt. Það er og eðlilegt, að við- skiftarekendur séu andstæðir allri ein- okun. En hitt er næsta einkennilegt að sjá í hóp þeirra manna, sem wSjálfstjórn*1 komu á laggirnar og einna mest hafa látið þar til sín taka, suma þeirra, sem skrifuðu undir andbanningaáskorunina, sem áður var nefnd. Vér getum eigi bundist þess, í þessu sambandi og að þessu sinni, að nefna þrjú eða fjögur nöfn þeirra, sem bæði eru í »Sjálfstjórn« og rituðu undir á- skorun andbanninga og skal þá fyrstan telja sjálfan formann »Sjálfstjórnar«, andbanninga-höfuðsmanninn, Magnús Einarsson dýralækni, og næstan hon- um formann »sjötíumanna-ráðsins« Egg- ert Claessen, yfirdómslögmann. Lá má 1 Nnfnið á þessu nýjn pólitiska bæjarmáinfélagi, sem pó má hnfa flciri mál með iiöndum. og nefna þá Jón prófessor Ivristjánsson og Pál H. Gíslason, kaupmann i Kaup- angi. Þegar maður lítur á þetta tvent: ein- okunar-tillögu andbanninga og einokun- ar-andstæðu »Sjálfstjórnar«, þá kemur það óneitanlega dálítið skringilega fyrir, að hópur manna skuli hafa ritað undir hvorttveggja, því frá almennu sjónar- miði og samkvæmt venjulegum hugsan- reglum virðist erfitl að sameina þetta tvent: einokun — ekki einokun. Eu þetta hafa nú hinir áðurnefndu þjóðmála-meistarar(!!!) verið að basla við. Mörgum mundi virðast það ráðgáta, sem ómögulegt væri að leysa, hvernig á þessu merkilega fyrirbrigði stendur, en ráðningin er auðsæ. Þeir vilja ekki láta alþýðu manna ná tökum á stjórn hinna opinberu mála, því þeir halda að hún muni þröngva kosti þeirra og reka þá frá kjötkötlun- um og þeir vilja fyrir alla muni að á- fengið sé selt í landinu, svo þeir geti safnast að lindinni og svalað þorsta sinum. Hitt er þeim alveg sama um, hvort nokkura samkvæmni er að finna í afskiftum þeirra af inálunum eða ekki. Þeir krefjast þess eins að fýsnum þeirra sé fullnægt. En hitt er ráðgála, að nokkur borg- ari með meðal greind skuli styðja slík- ar og þvílíkar pólitískar krossrellur og hampa þeim sem leiðtogum. Bannlögin í Ameríku. (Kafli úr grein i »Bjarroa« eftir l). Östliind). Algjör bannlög. . . . Síðan 1851, þangað til í ársbyrj- un 1917 var Bandafylkjum, sem sam- þyktu bannlög, ekki legjt af allsherjar- stjórn Bandaríkja að koma á algjörðu áfengisbanni eða banna allan innflutn- ing áfengra drykkja. Það var Ieyft, að hin einstöku riki bönnuðu tilbúning, sölu og veiting áfengra drykkja innan ríkjatakmarka sinna, en rétlur borgara Bandaríkjanna var þá svo skilinn, að einstaklingarnir, hvar sem litið væri, í »þurrum« rikjum jafnt og »votum«, hefðu rétt til þess að panta áfengi til persónulegrar notkunar, enda gátu menn, til þess að vernda þennan rétt sinn, keypt »Federal government License (alls- herjar stjórnarleyfi) til þess að útvega sér áfengi á þennan hátt. Þetta leiddi til þess, að mikið áfengi á alveg löglegan hátt var flutt inn í »þur« riki, og auðvitað var mjög erfitt að vita, hvort einstaklingarnir nulu þess alt af sjálfir, ende munu víða leynileg lögbrot hafa átt sér stað. Þessi persónulegi áfengisflutningur í »þur« ríki óx mjög síðari árin, með því að ílutningsgjald á bögglum lækkaði af- armikið i Bandaríkjunum. Bannmönnum gramdist þetta athæfi og unnu síðustu árin af öllum kröftum á móti því. Alkunnust eru hin svo nefndu Webb- Kenyon-lög, sem löggjafarþing Banda- ríkja samþykti árið 1913. Markmið þeirra laga var að veita hinum einstöku ríkj- um, er svo vildu, rétt til þess að verða sannarlega »þur«, er þau vildu verða það. En þótt þessi lög væru samþykt af löggjafarþingi Bandarikjanna, gjörðu þau lítið eða ekkert gagn, þar sem því var einatt haldið fram fyrir dómstólum, að þau væru í eðli sínu andstæð grund- vallarlögum Bandaríkjanna. Þrætan um grundvallarlagagildi Webb- Kenyon-laganna endaði hinn 8. jan. 1917, þegar hæsti réttur Bandaríkja (Supreme Court of U. S.) úrskurðaði, að Webb- Kenyon-lögin væru í samræmi við grund- vallarlögin. Þann dag og síðan hetur verið gleði í herbúðum bannmanna í Ameríku, en hjá andbanningum er »grátur og gnistr- an tanna«, því að dómur þeirra er feld- ur: Ríkin geta nú orðið eins »þur« og þau vilja. Mikið valn á mylnu bannmanna. Urskurður hæstaréttar Bandarikjanna í Webb-Kenyon-laga-þrætunni var óneit- anlega mesti sigurvinningurinn, sem amerískir bannmenn höfðu nokkurn tima unnið, enda kom »volum« og »þurrum« saman um það. En samt sem áður flutti árið 1917 enn meiri bannlagasigra. Webb-Kenyon-lögin gáfu rikjunum »þurru« vald til að verða eins »þur« og þau sjálf vildu, vald til að hefta inn- flutning áfengis í ríki, þar sem tilbún- ingur og sala var bannað. En allsherjarþing Bandarikja samþykti fám dögum eftir að úrskurður á Webb- Kenyon-lögunum var feldur, enn þá miklu strangari bannlög en þessi, hin svo nefndu »l\eed-lög«. »Reed-lögin« banna innflutning áfeng- is í svo kölluð »þur« ríki (þ. e. ríki, sem hafa tilbúnings- og sölubann). Það er nú ekki lengur lagt í hendur ríkj- anna sjálfra, hvort þau vilja ver »þur« eða eigi. Samkvæmt þessum síðustu lög- um verða þau að vera al-»þur«. Inn- flutningur alls konar áfengis er skýlaust bannaður í öll bannríkin 26 og enda

x

Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.