Templar - 23.02.1918, Blaðsíða 3

Templar - 23.02.1918, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 7 »Dagur« heitir þriðja blaðið og kem- ur út á Akureyri. Ritstjóri er Ingimar Eydal kennari. Sagt er, að blaðið fylgi Vinstrimönnum að málum. Ritstjórinn er eindreginn bannvinur. * * * Jaltob Möller, ritstjóri »Visis«, hefur keypt blaðið af meðeigendum sínum og gefur það framvegis út á eigin ábyrgð. Hann er eindreginn bannvinur. »Tpl.« óskar honum góðs gengis í framtíðinni. * ♦ * Eins og sést á auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu, þá hefur fram- kvæmdarnefnd Slórslúkunnar ákveðið, að stórstúkuþingið skuli koma saman laugardaginn 8. júní þ. á. Þessi dagur var meðfram ákveðinn með tilliti til þess að »Sterling« á að koma til Rvík- ur daginn áður úr strandferð. Samkv. gamalli venju verður fyrst gengið í kirkju. Um það verður nánar auglýst daginn áður en þingið verður sett. Aðkomandi fulltrúar geta og fengið upplýsingar um það hjáframkvæmdarnefndarmönnunum. * ♦ * Morgunblaðs-siðfræði átti að byrja í þessu blaði, en verður ýmsra orsaka vegna að bíða næsta blaðs. Sameining „Hlinar" og „Bifrastar11. Með því að afarerfitt er fyrir stúkur, sem ekki eru því fjölinennari, að stand- ast allan þann kostnað, sem leiðir af tilveru þeirra, þá hafði nokkrum félög- um úr stúkunum »Hlin« og »Bifröst« komið til hugar að gerlegt mundi að sameina stúkurnar og líklegt mundi að samkomulag fengist um framkvæmd þess máls. Málið var siðan borið upp i báðuin stúkunum og var því vel tekið og ná- lega einróma álit manna, að sameining væri æskileg. Voru þá bornar upp til- lögur í hvorri stúkunni um sig, að þær skyldu sameinast í nýrri stúku og voru þær samþyktar eftir löglegan undirbún- ing. Afgreiddu stúkurnar það mál nú í byrjun febrúarmánaðar og var svo á- kveðið að sameiningin skyldi fara fram mánudaginn 11. þ. m. Var Stór-Templ- ar beðinn að stjórna sameiningunni. Fyrst var fundur settur að venjuleg- um sið og siðan var hinni sameinuðu stúku gefið nafn og var nefnd: „Framtíðinu og er nr. 173. — Þá voru teknir inn 8 nýjir félagar. — Embættismenn voru kosnir fyrir næsta ársljórðung þannig: Æ.T. Vigfús Guðbrandsson, skraddaram. V.T. Elín Magnúsdóttir, ungfrú Rit. Karl H. Bjarnason, prentari G. Sveinn Jónsson, kaupm. Kap. Puríður Sigurðardóttir, ungfrú Dr. Ólína Ólafsdóttir, ungfrú V. Óskar Bjarnason, ti.V. Ragnar Erlingsson, A.R. Guðjón Jónsson, ökumaður A.Dr. Marta Ólafsdóttir, ungfrú' F.Æ.T. Jón Helgason, prentari. Sem umboðsmanni Stór-Templars var mælt með Sigurbirni Á. Gislasyni. Sameiningarfundurinn var mjög vel sóttur og má gera sér von um góðan árangur af starfi stúkunnar og að hún veiti nýjum áhrifum út frá sér, því hún er skipuð mjög starfshæfum mönnum og konum. »Templar« óskar stúkunni allra heilla. Áfengi til iðnþarfa. í aðflutningsbannslögunum er iðnaðar- mönnum veitt heimild til þess að afla sér áfengis til iðnþarfa. Hefur sú heimild verið notuð sumpart á þann hátt að stærstu iðnrekendur fá ómengaðan vínanda beint frá umsjónarmanni áfengiskaupa, sumpart hefur hann og sýslumenn gefið út áfengis- bækur sem heimila iðnaðarmönnum að fá í lyfjabúðum vissa pottatölu af ómenguð- um spiritus. Um fyrri liðinn eru engar skýrslur til, þótt svo eigi að vera; en um notkun áfengisbóka hafa fengist ábyggileg- ar upplýaiugar og þær bera það ótvírætt með sér, að megnasta misnotkun hefur átt sér stað. Austurinn og eftirsóknin eftir ó- menguðum vínanda „til iðnþarfa" hefur verið svo mikil, að lyfsalinn í Reykjavík hefur tvisvar á síðastliðnu ári orðið að taka fyrir afhending áfengis stil iðnþarfa", vegna fyrirsjáanlegs skorts á vínanda í nauðsynlegar lyfjablöndur. Nú hefur farið fram rannsókn bæði á því sem notað hefur verið af ýmsum iðn- rekendum og eins á hinu, hvað mikið nota þurfl í hverri iðnaðargrein. Kemur þá í Ijós að misnotkunin er þrennskonar: Fyrst og fremst hefur ómengaður vínandi verið látinn af hendi til notkunar í þeim iðnað- argreinum, sem alls ekki þurfa á honum að halda. í annan stað hefur sumum, sem þurfa nokkuð, verið veitt alveg óhæfi- lega mikið. í þriðja lagi hafa þeir menn fengið vinanda „til iðnþarfa" sem hættir eru iðninni, eða hafa það einungis að yfir- varpi að stunda hana. Tveir af merkustu bókbindurum bæjar- ins lýsa því t. d. yfir, að þeir noti hvor- ugur ómengaðan vínanda við bókband. Annar telur slíkt algeran óþarfa. Hinn sið- arnefndi hefur „aldrei vitað til þess að hreinsaður spiritus sé notaður til nokkurs hlutar við bókband“. Eu hann mun vera lærðastur og víðförulastur allra bókbindara. Engu að síður hafa sumar bókbands- stofurnar fengið milli 10 og 20 potta af ómenguðum vinanda „til iðnþarfa* á hálfu öðru misseri. Mjög hið sama er um málarana að segja. Þrir helztu málarar i Reykjavík lýsa því yflr að þeir noti ekki hreinsaðan spíritus við iðn sína og áliti það algerlega óþarft. Sumir málarar hafa þó fengið það og einn hefur tekið út 61 pott af ómenguðum vín- anda á hálfu öðru misseri. Ýmsar fleiri iðnaðargreinar mætti nefna sem vottað er um að ekki þurfi ómengað- an vínanda, en einstaklingar hafa þó feng- ið hann. Þá er um aðra iðnaðarmenn t. d. gull- smiði, úrsmiði og ljósmyndara. Hefur það verið sannað með vottorðum hversu mikið þeir þurfi að nota, en aðrir sem sama stunda hafa notað mörgum sinnum meira jafnvel hundruðum sinnum meira. Það þarf engum getum að leiða að því til hvers muni notaður allur þessi hreins- aði spíritus, sem út hefur verið látinn fram yfir þarfirnar til iðnaðarins. Og það er ó- hætt að fullyrða að mikið af hinni ólög- legu víndrykkju stafar af bessu. „Iðnaðar- mannabrennivínið" svo nefnda hefur verið ein versta torfæran um að framkvæma að- flutningsbannslögin. — Stjórnarráðið hefur nú tekið rækilega og drengilega í taumana til þess að hindra þessa óhæfu framvegis. Hefur það nýlega ritað öllum lögreglustjórum um málið og eru þessi aðalatriði bréfsins: að lögreglustjórar skuli þegar í stað skrifa öllum þeim í umdæminu, sem af- henda vínanda eftir áfengisbókum og leggja bann gegn því að þeir afhendi ómengaðan eða hálfmengaðan vínanda eftir áður út- gefuum áfengisbókum, fyr en bækurnar eru sýndar þeim með nýrri áritun lögreglu- stjóra eða umsjónarmanns áfengiskaupa um það hve mikið megi láta af hendi eftir bókunum, að lögreglustjórar geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að iðnaðarmenn fái ekki meira en þeir þurfa til iðnreksturs- ins og muni stjórnarráðið veita upplýsing- ar, leiki vafi á hve mikið eigi að láta, að ýmsir iðnaðarmenn t. d. bókbindar- ar, málarar o. fl. þurfi alls ekki vínanda til iðnreksturs samkvæmt vottorðum helztu manna stéttarinnar, að ýmsir aðrir iðnaðarmenn eins og t. d. gullsmiðir, úrsmiðir og Ijósmyndarar þurfi ekki nema mjög lítið samkvæmt fengnum upplýsingum og loks, að stjórnarráðið vænti þess að lögreglu- stjórar komi ábyrgð á hendur þeim, sem uppvísir verða að því að hafa misbrúkað áfengisbækur, auk þess sem þeir geri sitt ítrasta til þess að áfengisbækur verði ekki misbrúkaðar framvegis til þess að afla á- fengis tii neyzlu. — öilum bannmönnum er það mikið gleði- efni að stjórnin hefur á þennan hátt tekið í taumana. Almenningur getur nú mikið að því stutt að létta framkvæmdirnar og eftirlitið. Stig af stigi á þjóðin að þioskast til þess að geta hlýtt þeim lögum, sem hún hefur sett sér. Þetta bréf stjórnarráðs- ins er eitt af stóru sporunum í áttina til þess. („Timlnn“ Frá stúkunum. Uradæmisstúban nr. 1 hélt aðalfund sinn sunnudaginn 17. þ. m. í Good-Templ- arahúsinu í Reykjayík. 24 fullti úar mættu og 9 félögum Reglunnar var veitt um- dæmisstúkustigið. Reikningar lagðir fram fyrir síðasta ár og voru þeir samþyktir. Framkvæmdarnefndin gaf skýrslu um gerðir

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.