Templar - 22.03.1918, Blaðsíða 1

Templar - 22.03.1918, Blaðsíða 1
TEMPLAR. XXXI. Reykjavík, 22. marz 1918. 3. blað. Stefnuskrá Good-Tomplaru. I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. €11. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innfiutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum i réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. .'• V. Sköpun heilsusatnlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, seni incntun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manna til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessarí voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leilca, þar til vér höfum boríð ligur úr být- nm nm allan heim. Fýsnirnar. Oft hefur sú staðhæfing heyrst frá sumum andbanningum, þegar bannið hefur borist í tal, að fýsnaeðlið sé sam- gróið mönnum og þar af leiðandi sé al- veg þýðingarlaust að tala um aðflutn- ingsbann á áfengi, því aðalundirrót •drykkjunnar sé fýsnin. Það er rétt, að tilhneigingin til sterkra nautna er samgróin mörgum mönnum, og ef bún væri ekki til, þá mundi tæp- lega vera um löngun að ræða bjá mönn- um i þessa átt og þá væri drykkjufýsn- in ekki til. Það virðist svo, sem þeir andbann- ingar, er þessu halda fram, hafi hugsað sér að bannmálið mundi stranda á þessu skeri; en liklegt er, að þeir hinir sömu menn hafi ekki hugsað málið nógu ræki- iega og skal hér reynt að benda á það með nokkrum orðum. Þessi staðhæfing andbanninga virðist benda á það að fýsnaeðlið sé óbreyti- legt og að því sé ómögulegt að útrýma. í>á skoðun hafa þeir ótvírætt látið í Ijós. Þeir, sem bezt hafa athugað náttúr- una og störf hennar, hafa veitt því eftir- tekt, að alt, smátt og stórt, er breyting- um undirorpið og í sífeldri framför. Alt bendir til þess að breytingin sé órjúfan- legt lögmál. Þá kemur til athugunar: Af hverju gerir áfengisfýsnin vart við sig? Af því að áfengið er til og af því að þess er neytt. Hitt liggur í augum uppi, að væri það ekki til, þá yrði fýsn- in ekki vakin og þá væri hún alls ekki til. En andbanningar munu eigi að síður svara því, að áfengisfýsnin sé með manninum, þrátt fyrir það þótt hún sé ekki vakin. En því er til að svara, að hún kæmi ekki í Ijós, ef áfengið væri ekki á boðstólum og mennirnir fengju ekki tækifæri til að neyta þess. En þá Allsherjarbann í Bandaríkjunum. Til viðbótar við þær fréttir, sem birtar voru frá Banda- ríkjunum í síðasta blaði, skal það tekið fram er nú skal greina: Sambandsþingið samþykti 17. des. f. á. breyting á stjórnar- skránni viðvíkjandi alríkisbanni, sem kveður svo á, að jafnskjótt og 36 ríki hafi aðhyllst þessa breytingu, þá skulí Bandaríkin »al- þurkuð« að áfengum drykkjum. Frumvarpið var samþykt í öldungadeildinni með 65 atkv. gegn 20 og í fulltrúadeildinni með 282 atkv. gegn 128. Will. Jennings Bryan kallar þetta merkustu lagasamþyktina á heilli öld. I:5a.i'iiii"iii«lii"sl5:i"if tniiiini í 13aiiiiiörli5:ii lauk svo, að 720 þúsundir skrifuðu undir, en af þeim voru um 100 þúsundir á aldrinum 18 til 25 ára. Hitt voru kjósendur. Undirskriftirnar hafa þegar verið afhentar þingi og stjórn. kemur annað atriði auk þess til athug- unar. Menn munu hafa veitt því eftirtekt, að ýmsir hæfileikar vaxa og þróast með mönnum við stöðugar æfingar. Þannig er það vitanlegt, að hljóðfæraleikarar hafa orðið að eyða mörgum árum og mikilli fyrirhöfn til þess að geta orðið hæfir menn í þessari list og nokkrir hafa jafa jafnvel orðið frægir snillingar. Þetta hefur kostað afarmikla baráttu og erfiðleika, því ekkert fæst án mikillar fyrirhafnar. Náttúrufræðingar halda því fram, að fullkomnustu líffæri manna og dýra hafi þroskast upp úr einföldustu og ófull- komnustu líffærum og líkamsgerfum og það hafi gerst á feiknalöngum tíma með margendurteknum æfingum og tilraun- um. Menn halda að fæturnir hafi mynd- ast á þann hátt, að dýrið hafi reynt að teygja einn hluta líkamans áfram til þess að þoka sér úr stað. Með því að endurtaka þessa hreyfingu stöðugt um ómælanlegar aldaraðir, þá hafi að lok- um myndast angi, sem siðar hafi orðið að fót. Þetta er lögmál. En sama lögmál liggur einnig til grundvallar fyrir því, að ef einhverjum hæfileika er ekki haldið stöðugt við, þá dofnar hann og hverfur að lokum úr sögunni. Með því að hætta hinum stöðugu iðkunum, þá stirðnar líkaminn og afvenst þeim ákveðnu hreyfingum, sem hið ákveðna starf hafði í för með ser. Þetta viðurkennir læknisfræðin. Hún segir, að botnlanginn t. d. sé orðinn óþarft líffæri og oft og tiðum sé hann jafnvel til skaða. Oft safnist í hann ýmislegt sem þar eigi ekki að vera og í honum þróist og dafni eiturgerlar ýmsir, sem valda bólgu. Botnlangabólga er alkunnur sjúkdómur. Á því er eng- inn efi, að smámsaman mun botnlang- inn hverfa sem gersamlega óþarft líffæri i líkama mannsins. Þetta sýnir, að þegar eitthvert líffæri er hætt að starfa af því að þess var ekki lengur þörf, þá hverfur það að Iokum — starfið hættir og viðhaldsiðkunin þverr. Sama á sér stað þegar um fýsnir manna er að ræða. Meðan þeim er hald- ið við og þeim er fullnægt, þá lifa þær góðu lífi og dafna og þróast og verða ætíð sterkari og sterkari, en sé hemill á þeim hafður, sé hætt að fullnægja þeim, þá dofna þær og hverfa að lok- um á burt. Þessa má sjá ljós dæmi. Margir drykkfeldir menn hafa reynt að vera í bindindi og tekist það um skemri eða lengri tíma. í*á dvínaði á- fengisílöngunin að meira eða minna leyti. En svo komu erfið augnablik og ílöngunin gaus upp svo hrottalega, að mennirnir stóðust ekki og fóru aftur að drekka og fýsnin óx og dafnaði á ný, því þeir gátu ekki yfirstigið hana ein- mitt þegar mest á reið. Ef áfengið hefði ekki verið á boðstólum, þá hefði það ekki orðið til þess að ala upp í þeim fýsnina og hún hefði þá gersamlega horfið úr söguuni.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.