Templar - 22.03.1918, Blaðsíða 2

Templar - 22.03.1918, Blaðsíða 2
10 „Templar“ keniu út 12 sinnum a þessu ári. Verö árgangsins er kr.f i Ameriku 75 cents. Útsölumenn fá 25°/« i sölu- laun. Afgreiðsla og innheimta er á Laugaveg 2, Box 164, Rcykjavík. Útgefandi: SötórHtúka íslands I.O.G.T. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: •Jön Arnason, prentari. Box 221, Revkjavik. Þess eru og nokkur dæmi, að menn haia yfirstigið áfengisfýsnina og orðið algerðir bindindismenn alla æfi; en þeir eru tiltölulega fáir, sem hafa svo mikið vilja- og siðferðisþrek, að þeir geta bælt niður áfengisílöngunina þegar hún er jafnvel í algleymingi sínum. Slíka menn má ekki leggja til grundvallar fyrir stefnu sinni í þessu máli, því þeir eru svo fá- ir, að þeir tilheyra miklu fremur und- antekningunum en reglunni, þegar um drykkjumenn alment hefur verið að ræða. A þessari reynslu bindindismanna, sem fengin er með nálega heillar aldar starfsemi, er bygð krafan um algert bann. Áfengisfýsninni verður ekki útrýmt nema með bannlögum. Með þvi einu móti verður unt að eyðileggja hana og uppræta. Pað verður að taka frá henni nœring- una. Morgunblaðið gat þess um daginn i frásögn um bar- smiðarnar, að sagt væri, að einn af of- beldismönnunum væri skipstjóri, og hnýtti við þeirri athugasemd, að hann myndi vera dálaglegur yfirmaður, pilt- urinn sá. Þótt hvorugt sé nýung, að Morgunblaðið hlaupi með óhugsað blað- ur eða skipstjórar séu harðleiknir drukknir, þá er þó rétt að benda á, að maður sá, sem þar er átt við, er ó- drukkinn hið mesta stillingarljós og hinn bezti yfirmaður að þeirra manna dómi, er um það geta borið. En hitt er lika jafnrétt að benda á, Morgunblaðs- ritstjóranum og öðrum álíka mentuðum og gáfuðum andbanningum til þekking- arauka, að í barsrníðunum um daginn komu kenningar andbanninga fram í öllum þeim hlýleika, sem þær eru gædd- ar, er þær eru gengnar aftur í veruleik- anum, og hefir fyrir andbanningum því farið hér líkt og stundum fór fyrir van- kunnandi galdramönnum í fyrndinni, er þessir brautryðjendur kenninga þeirra hafa unnið öll önnur verk en þeir skyldu og barið saklaust fólk en eigi orðið vit- und andríkari né betri en þeir áð- ur voru, heldur þvert á móti. En ann- ars liggur við, að leiðinlegt sé, að and- banningar skuli hafa farið á mis við þau gæði, sem áfengisnautnin hafði í för með sér i þessi skifti, sem fólkið var barið, svo að þeir gætu vitnað af reynslu í næsta skifti, er þeir prédika evangelium Bacchi. Og eitt er enn: Víst hefði mátt vænta þess, að þeir menn, sem lagt hafa til hina andlegu undirrót ofbeldisverkanna með kenningum sín- um, hefðu hliðrað sér hjá þvi að gera T E M P L A R. skömm þeirra vesalla manna, er glæpst hafa á því að fallast á þær, meiri en þeir áttu skilið og níðast á þeim og rægja þá fallna. h. Um bannmálið ritar Jóhannes Þorkelsson frá Fjalli svargrein til Ólafs Þorsteinssonar, eins og bent er á á öðrum stað hér í blað- inu. Eftir að hafa athugað grein Ólafs segir hann meðal annars: »Þvi hefur verið haldið fram af and- bannsmönnum, að bannlögin væri nær- göngulli athafnafrelsi manna en önnur lög, þar sem þau léti mönnum ekki frjálst hvað þeir léti í magann á sér. En sennilega mun fleira finnast i lög- um vorum, sem ekki láta þá athöfn með öllu afskiftalausa. Þannig mun oss ekki vera vel heimilt að hafa æðarfugla- kjöt á borðum hjá oss að öllum jafn- aði. Svo skyldi þess einnig gætt, að þótt því verði ekki neitað, að maginn sé þýðingarmikið líffæri, þá er fulllangt gengið í tignun hans, að setja hann of- ar öllum lögum. Þess konar er í raun- inni sama sem að taka hann i guðatölu. En, ef eg man rétt, erum vér einhvers- staðar varaðir við því, að hafa magann fyrir vorn guð og þykja sómi að skömm- unum. Er þetta athugavert fyrir hina heiðruðu áskorendur andbannsmanna«. Þvi næst athugar hann leiðir þær, er andbanningar hafa lagt til að farnar yrði í áfengismálinu. Fyrst hrekur^hann tillöguna um verzlunareinokun lands- sjóðs og í öðru lagi tillögu Péturs á Gautlöndum og Jóns á Hvanná frá síð- asta þingi og heldur áfram á þessa leið: »Þriðji vegurinn, sem andbanningar vilja fara, og efalaust allra helzt fara, er sá að afnema bannlögin. Verður því ekki neitað, að með því móti verður á tryggilegan hátt girt fyrir það að lögin sé brotin. En ætlun mín er það, að litill fengur og skamm- góður vermir mundi andbannsmönnum reynast afnám bannlaganna, vegna þess að það er sannleikur, sem hr. Ó. Þ. hefir sagt, að árangur og afleiðing frjáls- rar notkunar áfengisins er einmitt að- flutningsbannið. Þetta verður á þann hátt, að þá er áfengisnautnin er orðin frjáls, þá kemst hún fljótlega á það stig, að öllum má auðsætt vera að hún er fullkomin meinsemd í þjóðfélaginu. Þá er þrifið til þeirra ráða, að halda henni í skefjum með takmörkun á réttindum til að verzla með áfengi og með stofn- un bindindisfélaga. En þeirra augnamið og efsta takmark verður ætið afnám á- fengisnautnarinnar, sem af þeim er álit- ið, og það með réttu, að á gagngerðast- an hátt náist með útilokun áfengisins úr landinu: banni gegn framleiðslu þess og aðflutningi. Fyrir andbannsmönnum eru því að minu áliti öll sund lokuð. Vildi ég því leyfa mér að vekja athygli þeirra á því hvort þeim sýndist ekki rétt að fara að lina á starfsemi sinni. Því enginn er sá hlutur milli himins og jarðar er til viss- ari svívirðingar horfir, heldur en þegar saman fer þrásækið fylgi við ilt málefni og algert máttleysi til og vonleysi um að geta vegið því málefni sigur. Af því, sem að framan er ritað, má sjá að niðurstaða mín í þessu máli er sú, að vér verðum að halda fast við þá stefnu í áfengismálinu, sem tekin er með bannlögunum. Á öllu öðru er meira mein. Torfærurnar, sem á þvi eru að framfylgja þeim, verðum vér, háir sem sem lágir, að hjálpast að að yfirstíga. Það á að vera oss metnaðarmál. Upp- gjöf í þeim efnum er lömun og tortím- ing á þvi sjálfstrausti og þeirri trú á sjálfan sig, sem er skilyrðislaus nauð- syn þjóðfélags, er heimtar umráð allra sinna málefna í sínar hendur, ætlar sér að verða fullvalda þjóð«. Andbanningaþjóð. Þegar bannmálið hefur borið á górna meðal bannvina og andbanninga, þá hafa hinir æstari andbanningar stund- um haldið því fram, að bannmenn væri ekki hafandi í siðuðu þjóðfélagi; þeim ætti að ákveða einhvern hluta af land- inu þar sem þeir gætu búið út af fyrir sig. Vel skiljanlegt er það, að andbann- ingar segi þetta og vildu mjög óska þess að slík skipun kæmist á, því þeim er ljóst að bannlögin verði aldrei af- numin, en á þennan hátt gætu þeir losnað við þau. Peir vilja sem sé mgnda nijtt þjóðfélag: andbanningaþjóðfélag. Og tilgangurinn er auðvitað sá, að geta drukkið í næði og óáreittir af með- borgurum sínum. Því meðborgurunum kemur það auðvitað ekki við, hvað menn segja, gera, aðhafast, éta og drekka. Þar skulu menn hafa frjálsræði í öllu tilliti, hið fullkomna frelsi, eins og þeir mundu nefna það. Þar mega allir vera ölvaðir dag eftir dag og nótt eftir nótt. Verzlunarhúsin eru lokuð allan dag- inn þegar verzlunarþjónarnir eru ölvað- ir og verzlunarstjórinn liggur í rúminu eftir veizlunótt. Ekkert gerir það til, þótt botnvörpungarnir liggi á höfninni í daga og vikur, ef skipstjórinn og hásetarnir þurfa að fá sér neðan í því. Og ekkert tiltökumál er það þó að ölvaðir skipstjór- ar sigli þrisvar sinnum á er þeir leita út af höfn, sigli skipi ljóslausu á land, skafi sker og rif og tylli skipum sínum í dúnmjúkan sandinn. Bátarnir mega standa uppi í nausti, ef sjómennirnir eru drukknir þótt gott sé veður og hiaðafli. Kýrnar mega vera heylausar, ef fjósa- maðurinn er á »túr« og féð getur átt sig sjálft, ef fjármaðurinn liggur veikur eftir »yndislegan« drykkjudag. Presturinn kemur fullur til að messa, skíra, þjónusta og gifta. Hann þarf nú líklega ekki að fást við prestsverkin, því það er óþarft ófrelsi að ónáða hann til þess, og jarða dauðan mann er miklum annmörkum bundið, því líkmennirnir

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.