Templar - 05.05.1918, Síða 1

Templar - 05.05.1918, Síða 1
TEMPLAR. XXXI. Reykjavík, 5. maí 1918 4. blað. Stefnuskrá Sood-Templara. I. Algerö afneitun allra áfengisvökva til drykkjar, II. Ekkert leyfi I neinni mynd, hversu sem á stendur, til aö selja áfengisvökva tildrykkjar. III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum ( réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að írelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér höfum borið sigur úr být- um um allan heim. §ákon jforegskoRungar veitti ekkert vin. »Morgenbladet« í Kristjaníu skýrir frá því, að meðan á konungafundinum (Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur) stóð, haíi Hákon konungur ekki haft áfeng vín á borðum, þó að honum hafi í bannlögunum verið veitt sérstök undanþága. Er því hald- ið fram, að hann hafi með því viljað sýna mönnum þá hollustu, sem öllum bæri að sýna löggjöf og þjóðarvilja. Rétt er að bendu þeim hér á landi á, sem eru fulltrúar þess opinbera, livernig þeir menn í öðrum löndum líta á aðstöðu sina í bannmálinu, sem hafa á hendi æðsta framkvæmdar- og fulltrúavald ríkisins. Þeir láta heiður og virð- ingu ríkisins sitja í fyrirrúmi fyrir geðþótta einstakra manna. fitmn riki j$aui)arikjanna haja samþykt stjórnlagabreytingnna. Ríkin Virginía, Mississippi, Suður-Karólína, Norður-Dakota og Kentucky hafa samþykt bannlagaákvæði sambandsþingsins. — Síðastnefnda ríkið var áfengisríki og eru því bannríkin 28. Þessi fregn er eftir blöðunum »Reformatorn« og »The American Issue«. »Templar« mun flytja skýrslur um afstöðu ríkjanna í málinu jafnóðum og þær berast honum í hendur. Br. Friðbjörn Steinsson bóksali á Akureyri andaðist að heimili sínu 10. f. m. eftir margra ára vanheilsu. Br. Friðbjörn var stofnandi fyrstu stúkunnar á landinu, stúk. »ísafold« nr. 1 10. jan. 1884 og var því elzti Good- Templar á íslandi. Hann vann mikið fyrir stúkuna á fyrstu árum hennar, einmitt þann tímann, sem hún þurfti þess helzt við og alt af síðan tók hann þátt í störfum Reglunnar meðan hann hafði heilsu. Hann mætli á stórstúkuþingi hér i Rvik 1903 sem fulltrúi stúkunnar »ísa- fnld« og á stórslúkuþinginu á Akureyri 1907. Hann var kjörinn heiðursfélagi Stórstúkunnar á þingi hennar 1913 á ísafirði og lýsir það bezt því þakklæti og þeirri virðingu, sem reglufélagarnir hafa borið til hans. Friðbjörn heit. lærði bókband og rak bókbandsiðn og bókaverzlun um mörg ár. Hann lét ýms framfaramál Akur- eyrarbæjar sig miklu skifta og átti sæti í bæjarstjórn um mörg ár. Hann lét sér mjög umhugað um ýmsar framfarir í jarðrækt og mun hafa verið brautryðj- andi í þeirri grein á Akureyri og átti þar stórt og fallegt tún. Hann var dugnaðarinaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, fastur og fylginn sér og tryggur málum og stefn- um er hann unni. Kona Friðbjarnar var Guðný Jóns- dóttir frá Pálmholti í Hörgárdal. Þau eignuðust 4 börn ; Guðný, gift Páli Magn- ússyni húsasmið í Leslie í Am., Aðal- steinn, giftur Önnu Guðmundsdóttur frá Firði í Seyðisfirði, liann dó 1895, Helga gift Carl Schiölh heildsala á Akureyri, dáin fyrir nokkrum árum og Ti-yggvi er dó ungur. Við jarðarförina lét Stórstúkan leggja blómsveig á kistu hins látna bróður. Sunnudagaskólarnir og Unglingareglan. Nokkrum sinnum hefur verið minst á það, er unglingareglumál hafa borið á góma í undirstúkunum, hvort ekki mundi heppilegt að breijta Unglingaregl- unni i snnnndagaskóla. Menn hafa ekki orðið á eitt mál sáttir um það, hvort réltara sé, að hafa það fyrirkomulag á Unglingareglunni sem nú er eða að fá aðra skipun á barnastarf- seminni, t. d. sunnudagaskólafyrirkomu- lagið. Ég vildi leyfa mér að fara um þetta atriði nokkrum orðum og láta í ljósi álit mitt á þessu máli. Til þess að geta dæmt um þetta, verða menn að athuga nákvæmlega hvort fyrir- komulagið um sig og athuga þá reynslu, sem fengin er, bæði hér og annars- staðar. Unglingareglan hefur nú starfað hér á landi um röskt 30 ára skeið og ætti því að vera fengin full reynsla fyrir nothæfi þess fyrirkomulags. Að mínum dómi hefur það starfs- fyrirkomulag mjög marga kosti, en fáa ókosti; ég hef ekki séð ókostina, en þeir kunna ef til vill að vera til, og sé svo, þá eru þeir smávægilegir. Kostirnir eru margir og vil ég nefna þá helztu þeirra. Allir þeir, sem hafa kynst stúku- eða reglufyrirkomulaginu, munu brátt hafa veitt eftirtekt því fasta skipulagi, sem er á fundunum. Þar hafa hinir ýmsu starfsmenn — og þeir eru margir — hver sitt ákveðna sæti og ákveðin störf. Af þessu leiðir aftur það, að stjórnin verður léttari þeim, sem eiga að hafa yfirumsjóniua á hendi. í unglingastúk- unum eru mörg störfin þannig vaxin, að börnin sjálf gela gegnt þeim með yfirumsjón Gæzlumanna. Þetta er mik- ill kostur, að láta félagana sjálfa taka sein mestan þátt í stjórn stúkunnar og störfunum yfir höfuð. Þessu fyrirkomu- lagi fylgja ákveðnar reglur fyrir allri fundarstjórn og hegðun félagsmanna á fundunum. Því fylgja einnig ákveðnar siðaathafnir, ávörp og söngur, sem alt eru alvarlegar leiðbeiningar í siðferði- lega og trúarlega átt, þótt ekki beinist það að sértrúarskoðunum innan kristn- innar. En það sýnir, að unglingastarf- semi Good-Templara er bygð á kristi- legum grundvelli. Auk þessa er undir

x

Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.