Templar - 31.05.1918, Page 1

Templar - 31.05.1918, Page 1
TEMPLAR. XXXI. Reykjavík, 31. maí 1918. 5. blað. Stefnuskrá Good-Templaru. 1. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. 3II. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboö samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum ( réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. 3V. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér höfum borið sigur úr být- nm nm allan heim. Stórstúkuþingið. Eins og áður hefur verið auglýst hér í blaðinu, þá á stórstúkuþingið að koma saman hér í Reykjavík og hefst það laugardaginn 8. næsla mánaðar. Líklegt er, að þar mæti álíka margir fulltrúar og á síðasta þingi eða milli 20 og 30 auk embættismanna, fyrver- andi fulltrúa og heimsækjenda. Fyrir liverju stórstúkuþingi liggja á- kveðin störf, svo sem samþykt reikn- inga hins liðna tímabils, endurskoðun dóma (ef nokkrir eru), samþyktar skýrsl- ur embættismanna, kosning embættis- manna (framkvæmdarnefndar) og ýms störf, sem eru bein afleiðing af skipu- lagi Reglunnar og stjórnarfyrirkomulagi hennar. Fjárhagsáætlanir skulu og gerð- ar fyrir næsta fjárhagstímabil og ákvarð- anir teknar um útbreiðslumálin, ungl- ingastarfsemina o. fl. Á það hefur oft verið minst hve bráða nauðsyn beri til þess að eíla og útbreiða unglingastarfsemina og mun það mál nánar athugað liér í blaðinu síðar. En auk þessa er þó eitt mál, sem er bráð nauðsyn á að veitt verði meiri at- hygli í framtiðinni heldur en áður hef- ur átt sér stað, en það eru hin innri störf Reglunnar og siðaathafnir. Frá því fyrsta, að Reglan hóf göngu sína hér á landi, hefur verið meiri á- herzla lögð á vinnuna út á við, sem sé, að vinna að úlbreiðslu bindindis- og bannhugsjónarinnar meðal þjóðarinnar, sem auðvitað var og er bráðnauðsyn- legt starf, en af þeim ástæðum, hefur öllu verið beitt í þá átt og þess vegna hefur hið innra starf orðið að lúta í lægra haldi. í*vi hefur ekki verið sýnd- ur sá sómi, sem það í insta eðli sinu á skilið. Nú virðist vera kominn timi til að feggja stund á hið innra starf, einkum siðastarfið og sýna því alla þá alúð og nákvæmni, sem menn geta i té látið. Bannlög’ Bandaríkjanna. Stjórnlagabreyting Bandaríkjanna, sem sambandsþingið sam- þykti í vetur er leið, hljóðar svo: 1) Einu ári eflir ríkjasamþykt þessara laga skal tilbúningur, sala og ílutningur áfengisvökva til drykkjar í Bandaríkjunum, innflutningur þeirra þangað eða útflutningur þeirra þaðan eins og í öllum landssvæðum í lögsagnarumdæmi þeirra vera bannaður. 2) Allsherjarþingið og hin sérstöku ríki skulu hafa sameigin- legt vald til þess að framfylgja þessum lögum með viðeigandi lagaákvæðum. 3) Pessi lög ganga ekki i gildi nema þau innan sjö ára frá samþykt þeirra í allsherjarþinginu (17. desember 1917) hafi öðlast samþykki hinna ýmsu ríkja sem hluta af grundvallarlögunum á þann hátt sem þau lög gera ráð fyrir. Sex ríki samþykkja stjórnlagabreytinguna. Auk þeirra ríkja, sem áður eru talin, hafa eftirnefnd ríki samþykt allsherjarbannið: Maryland 13. febr. þ. á. efri málslofan með 20 atkvæðum gegn 7 og neðri málstofan með 58 gegn 36; Montana 19. febrú- ar, efri málstofan með 37 atkvæðum gegn 2 og neðri málstofan með 86 gegn 7; Texas 18. marz, efri málstofan með 16 atkvæðum gegn 8 og í neðri málstofunni með 68 atkvæðum gegn 29; Suð- ur-Dakota 20. marz og Massachusetts 2. apríl. Atkvæðatalan í tveim síðustu ríkjunum er ekki kunn. — Maryland, Texas og Massachusetts eru vinsöluríki. — Ekkert ríki hefur enn þá felt stjórnlagabreytinguna. — Nú telja bannmenn sér sigurinn vísan í Bandaríkjunum, því 5 vinriki af 11 hafa þegar lýst samþykki sinu, Bráðabyrg’ðarbann í Kanada. Sir Robert Borden, forsætisráðherra í Ivanada, lýsti því yfir, 23. desember 1917, að stjórnin hefði úrskurðað: að allir vökvar, sem i væri meira en 2^/a^/o áfengi, skyldi teljast áfengur drykkur, að innflutningsbann skuli vera á áfengum drykkjum frá og með 24. desember 1917, að allur umflutningur innanlands sé bannaður eftir 1. apríl 1918, að áfengistilbúningur verði síðar bannaður með sérstökum úrskurði, að úrskurður þessi skuli vera í gildi meðan á ófriðinum stendur og eitt ár eftir að friður er saminn. Ofanskráðar fregnir eru að mestu leyti teknar eftir »The International Re- cord«, sem gefið er út á Englandi af Mr. Guy Hayler, Alþj.-Gæzlum.-Kosninga.

x

Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.