Templar - 31.05.1918, Blaðsíða 2

Templar - 31.05.1918, Blaðsíða 2
18 T E M P L A R. „Templar11 kemu út 12 sinnum á þessu ári. Verö árgangsins er kr., 1 Ameriku 75 cents. Útsölumenn fá 25°/o i sölu- laun. Afgreiösla og innheimta er á Laugaveg 2, Box 164, Reykjavík. Dtgefandi: Stórstúka íslands I.O.G.T. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: •Jón Arnason, prentari. Box 221, Revkjavik. Á því byggist framtíðarvelferð Reglunn- ar að hlúð verði að þessari hlið starfsins á allan hátt. Hún hefur, þrátt fyrir all, verið aðal- samheldisaílið í Reglunni, en hún á að verða sá kraftur, sem ekkert fær um þokað. En hún verður það því að eins, að siðaathafnirnar og þýðing þeirra komist inn að hjartarótum félaganna og verði í meðvitund þeirra annað og meira en þurt, andlaust form. — Á því er eng- inn eíi, að siðaathafnirnar eru annað og meira og þess vegna er svo afar- nauðsynlegt að leggja ríka áherzlu á þá hlið reglustarfanna í framtiðinni. Stórstúkan getur haft mikil og góð á- hrif á þetta mál, ef einlægur áhugi og vilji er fyrir hendi til að hrinda því af stað. Hver yíII fórna? Oft kveður sú mótbáran við hjá and- stæðingum bannmálsins, að hófsemdar- menn eigi þó ekki að gjalda hinna, sem ekki geti fetað hófsemdarbrautina. Það væri ekki úr vegi, einmitt nú, að athuga þessa staðhæfingu þeirra nokkru nánar. Þeir, sem hafa veitt lífinu nokkru nánari athygli en alment gerist, munu hafa komist að raun um, að þessi stað- hæfing sé ekki allskostar rétt. Hófsemdarmaðurinn vill ekki fórna imynduðum gæðum og þægindum fyrir veikan meðbróður, sem langt er leiddur á vegi ofnautnarinnar; honum finst hann hafa rétt til að njóta »lífsins gæða« — eins og hann mundi orða það — hvað sem veikum samborgurum hans líður. í þessu sambandi væri rétt að athuga, hvort þetta: að fórna lífsþœgindum sín- um fgrir aðra, muni ekki eiga fullan rétt á sér og sé jafnvel sjálfsagt. Þá kemur sú spurning: Er fórnin náttúrulögmál? Mörgum mun virðast spurningin ein- kennileg, en rétt mun samt sem áður að athuga hana nánar. Ef við athugum hin lægri svið nátt- úrunnar, t. d. jurta- og djrraríkin, þar sem náttúruöllin hafa nærfelt ótakmark- aða stjórn á öllu, þar sem einstaklings- vitundin er ekki orðin ráðandi, þá sér maður, að fórnin birtist í blindum hæfi- leika, ef svo mætti að orði komast. Hjá dýrinu birtist fórnin í umhyggjunni fyrir afkvæminu, sem gerir alt því til hjálpar og verndar og það fórnar jafnvel lífi sínu fyrir afkvæmið, ef þess gerist þörf. Fórnareðlið birtist í móðurást dýrsins sem náttúruhvöt. í lífi jurtanna kemur hið sama lög- mál fram að því leyti, að þær eru far- vegur fyrir næringu fræsins, sem þær bera, hlúa að því og varðveita það unz það fellur fullþroskað niður í jörðina svo upp úr því geti vaxið ný jurt. Móðurástinni hefur verið lýst svo vel og réttilega af skáldasnillingum allra þjóða, að óþarfi er að fara um liana frekari orðum í þessu sambandi, en hitt er víst, að væri fórnin ekki náttúrulög- mál, þá hefði hin nákvæma umhyggju- semi og sterka fórnarhvöt móðurinnar ekki komið í ljós. Hún gengur jafnvel út í opinn dauðann vegna barnsins síns, sem hún elskar. En hér hefur að eins verið minst á þessa hvöt eins og hún hefur birzt í hinum lægri myndum sínum. Áreiðanlegt og víst er það, að það sem birtist sem lögmál á hinum lægri sviðum náttúrunnar, er einnig og ekki síður vinnandi á hinum æðri sviðum tilverunnar sem fullkominn allsherjar- hæfileiki (Universal Energi). Fórnarhæfileikinn vex smátt og smátt frá því að snúast um afkvæmin og fjöl- skyldurnar upp í hina æðri tegund ætt- jarðarástar, sem alt vill gera fyrir land sitt og þjóð og er búin til að fórna öllu fyrir framfarir hennar, og svo vex hún upp úr því og verður að hæfileika, sem leggur alt í sölurnar fyrir alt og alla. Þetta er sú æðsta tegund fórnar, sem mannkynið hefur enn orðið vitni að. En eins og þessi allsherjarhæfileiki hefur verið með einstökum mönnum í jafn ríkum mæli, sem sagan svo ljós- lega sannar, eins á hann að verða allra eign þegar fram líða stundir. Á undanförnum áratugum og jafnvel árhundruðum hafa hinar vestrænu þjóð- ir unnið kappsamlega í þá átt að rífa skóinn hver niður af annari; það hefur svo greinilega komið í ljós í viðskifta- lífi þeirra og stjórnmálum. Pólitískir flokkadrættir og deilur hafa risið fjöll- unum hærra og sundrað mönnum, og með því hlóð eigingirnin sér öfluga varn- argarða gegn öllum sönnum frelsis- og fram/arahreyfingum meðal manna. En eigingirnin er brot gegn fórnar- lögmálinu og einhverntíma hlaut að koma að skuldadögunum og — nú eru þeir komnir. Nú segir fórnarlögmálið: »hingað og ekki lengra«, nú skuluð þið endurgreiða alt sem þið hafið rangt gert, og nú skuluð þið fórna — nú skuluð þið læra það í gegnum erfiðleika slríðs og styrjalda, sem þið vilduð ekki læra af frjálsum vilja. Afleiðingarnar af eig- ingirni ykkar og sjálfselsku kennir ykk- ur að þekkja hið órjúfanlega lögmál fórnarinnar. Vitanlegt er það, að nokkur hluti þeirra manna, sem unnið hafa að fram- förum bindindis- og bannmálsins, bæði hér á landi og annarsstaðar, hafa ein- milt verið bindindismenn og alls ekki þurft að inna það verk af hendi í eigin þágu og hefðu því að réttu lagi, ef þeir hefðu viljað lifa að öllu leyti samkvæmt kröfuin eigingirninnar, átt að láta alla bindindis- og bannstarfsemi afskifta- lausa; en þeir gátu það ekki, því þeim rann svo til rifja hin mikla eymd og: eyðilegging, sem samborgurum þeirra var búin með áfengisnautninni; þeir urðu að fórna kröftum sínum i þarfir þeirra, og mestur eða nálega allur árangur þeirrar starfsemi kernur ekki í ljós fyr en með framtíðarkynslóðunum; enda erum við í raun réttri að búa í haginn fyrir þær, eins og okkur ber bein skylda til að gera. Því framtíðarmenningin er háð þeim skilyrðum, sem nútíðarkyn- slóðirnar skapa. Þess vegna hljómar úr öllum áttum spurningin þessi : »Hver vill fórna?« Þeir, sem daufheyrast við þessari þýðingarmiklu spurningu hafa mist eitt- hvert hið dýrðlegasta tækifæri til þess að vinna mannkyninu gagn og hver veit„ hve nær þeim býðst annað eins læki- færi aftur. Þess vegna eiga allir að fórna, fórna hæfileikum sínum, þægindum og fjár- munum, til þess að meðbræðrunum geti liðið betur í framtíðinni en þeim hefur gert hingað til, svo að þeim gefist tækifæri til að feta hin stóru skreíin á framfara- og menningarbrautum þeim, sem framundan liggja. Engin þjóð hefur náð vexti og viðgangi meðan hún lá í svalli og sællífi og þess vegna er krafan nú komin til allra, um að áfeng- isútrýmingin skuli fara fram. Það skal burt numið úr heimsverzluninni, því það er þröskuldur í vegi framtíðarmenn- ingarinnar og þess vegna á hófsmaður- inn að fórna þeim ímynduðu þægind- um, sem áfengið hefur honm að bjóða- Kjörorð nútímans er: alt fyrir heildina.. „LæknabrennÍYínið“. Krafa um rannsókn. »Tíminn« gerir 11. þ. m. framferði sumra læknanna gagnvart bannlögunum að umtalsefni. Hann bendir á, hve í- skyggilega mikil brögð sé að áfengis- austrinum úr Iyfjabúðinni hér og vitnar i umsögn Guðm. próf. Hannessonar í »Læknablaðinu« í vetur um það mál. Hann bendir og á athuganir Hagstof- unnar í þess átt og heldur »Tíminn« þvi fram, að nauðsynlegt sé að skipuð verði nefnd manna til þess að rannsaka þetta mál. »Templar« er »Tímanum« alveg sam- mála um það, að nauðsynlegt sé að rannsaka þelta mál, þvi sýnilegt er, að hér er eiltlivað ekki með feldu. Ýmsar sögur ganga um það, hve mik- il brögð sé að áfengisaustri sumra lækna úr lyfjabúðum, bæði hér í Reykjavík og annarsstaðar. Sumar sögurnar eiga við full rök að styðjast, því uppvíst hefur orðið um nokkra lækna og rannsókn farið fram og þeir hafa fengið sektir fyrir. En þó virðist það ekki enn hafa haft tilætlaðan árangur, að læknar hafi hætt hinni ólöglegu áfengislyfseðla-at- vinnu sinni. Því er nauðsynlegt, að mál þetta sé rannsakað, svo augljós

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.