Templar - 31.05.1918, Blaðsíða 3

Templar - 31.05.1918, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 19 verði sannleikurinn i málinu og til þess að þeir seku fái makleg málagjöld og síðast en ekki sízt, til þess, að þeir, sem saklausir eru, verði lausir við ómakleg- an og ósæmilegan rógburð. Það ætti að vera þeim læknum, sem saklausir eru, mesta áhugaefnið, að nú verði alvarleg gangskör gerð að því að rannsaka þetta mál, því að öðrum kosti er álit læknastéttarinnar bersýnilega í veði. í raun og veru er áliti læknanna nú svo komið, að bregða verður við iljótt og greiðlega ef vel á að fara. Br. Edv. Wavrinsky, Alþj. Æ.-T., ríkisþingmaður í Stokkhólmi varð sjö- tugur 12. apríl s.l. Hann er fæddur í Lindköping í Sví- þjóð, en ætt sína rekur hann, eins og nafn- ið bendir á til Mið-Evrópu, því hann er af czechnesku bergi brotinn; 1806 flutt- ist langaíi hans frá Prag til Gautaborg- ar. — Wavrinsky lærði herfræði og var um tíma yfirforingi við Gauta stórskota- liðssveitina. En hann stundaði ekki lengi hermenskuna og er það ekki til- tökumál jafnmikill friðarvinur og hann er. Og af hermenskunni varð að lok- um ekki annað eftir en hermannlegar hreyfingar og riddaralegar, sem enn þá bera augljóst vitni um yfirforingjatign hans. Þegar hann hætti hermenskunni stundiði hann viðskiftaatvinnu.fór tvisvar til Ameríku og að lokum settist hann um kyrt árið 1890 í Stokkhólmi sem forstöðumaður fyrir lífsábyrgðarfélagi. Hann ber ætíð í brjósti næma tilfinn- ingu fyrir ýmsum samfélagsmálum, svo sem friðarhreyfingunni og bindindis- málinu. Hann gerðist Good-Templar 10. nóv. 1884 og 1886 var hann kosinn Stór- Templar í Malínsku Stórstúkunni í Sví- þjóð. Við sameiningu Malínsku og Hick- mönsku Reglunnar 1887 var Wavrinsky kosinn Stór-Templar hinnar sameinuðu stórstúku og gegndi hann því staríi til 1889, en þá voru liin daglegu störf hans orðin svo umfangsmikil, að liann varð að helga þeim óskiíta krafta, og lét því af stór-templarsstarfmu. 1891 var Wavrinsky kosinn á þing sem fulltrúi jafnaðarmanna og álti sæti í neðri málstofunni og hefur síðan setið á þingi nærfelt óslitið. Ilann á nú sæti í efri málstofu þingsins. Hann var kosinn æðsti yfirmaður Good-Templarreglunnar (International Chief Templar) á alþjóðaþingi hennar í JJelfast 1905 og var endurkosinn á þing- inu í Washinglon 1908, í Hamborg 1911 og i Kristjaníu 1914. Áreiðanlega á Wavrinsky mestan og jafnvel eina þáttinn í því góða sam- komulagi sem ríkt hefur í Reglunni síð- an stj^rjöldin liófst, einkum er að- dáanlegt hið mikla þakklætis- og bróð- urþel sem ríkt hefur milli þýzkra og enskra Templara út af hjálpsemi þeirri, er þeir hafa veilt þeim bræðrum, sem eru herfangar. Pað var heppni Good- Templarreglunnar að hafa Wavrinsky sem æðsta yfirmann sinn á þessum róstutímum. Viðbúnaður var mikill hjá Templur- um í Sviþjóð íyrir afmælisdaginn. Fjár- upphæð allálitlegri var safnað í minn- ingarsjóð, sem átti að afhendast br. Wavrinsky og á hann að ákveða hvernig honum skuli verja. Ógrynni af heilla- óskaskeytum hafa lionum borist úr ýms- um löndum og öllum álfum heims, því þar sem hvíti fáninn með rauða möltu- krossinum og jarðarhnettinum blaktir, þar þekkist nafnið Edvard Wavrinsky. Wavrinsky ætlaði að heimsækja ís- lenzku Stórstúkuna 1915, en varð að hætta við það vegna veikinda. Þá reit hann Stórstúkunni bréf, sem les- ið var upp á þingi hennar hér í Rvik og birt var i þingtíðindum hennar það ár. Vill »Templar« benda öllum Templ- urum á að lesa aftur það bréf og at- huga þær hugsjónir, sem þar eru fram- setlar um framtíðarverkefni Reglunnar. »Templar« óskar br. Wavrinsky til hamingju og vonar að Reglan fái að njóta starfskrafta hans og hæfileika sem lengst. Á þingi. Eg ætlaði niður á þing þriðjudaginn 14. þ. m., til þess að sjá útgerðarmenn þjóðarinnar og hlusta á andagiftina sem frá þeim fossar. Eg fæ nú hvorki að koma inn í hlið- arherbergi þingsalanna né í blaðamanna- salinn, því þangað mega engir koma nema þeir útvöldu og Elendinus. Eg er nefnilega einn af smærri spámönnunum, eins og þið sjáið. Eg komsl niður í þinghús og að innganginum að þing- sölunum. Eg veit þá ekki fyrri til en að maður kemur út þaðan með fasi miklu. Þetla var þá minn ástkæri vinur Elend- ínus. Eg hnippi í hann og spyr: »Hvaða dæmalaust ofboð er á þér, maður?« »Eg þarf að fiýta mér á skrifstofuna með þingfréttir og andagift frá sjálfum mér í viðbót. Þú þekkir hana«. »Já, ég held nú það«, sagði ég. »En — áttu nokkuð?« spurði ég. Fyrst kom bjart bros á andlitið á honum og raunasvipur á eftir. En hann náði sér brátt. Hann brá hendinni nið- i vinstri buxnavasann og dró til hálfs upp úr honum flatan pela, sem var liér um bil milli hálfs og fulls með fagur- fjólulitum legi og gretti sig um leið svo hrukkur komu á liálft andlitið. »Uss!« segir hann, »hafðu ekki hátt. Hann Einar er hérna rétt á hælunum á mér«. Hann hljóp út og ég náði honum ekki fyrri en við vorum komnir út á götu. Mig fýsti að frétta meira lijá vini minum Elendínusi og tók hann tali. »Hvernig lýst þér nú annars á þing- mennina?« spurði ég; »þú, sem ert svo ákaflega greindur og veizt alt, sem ger- ist — líka á bak við tjöldin«. »Hvað áttu við maður?« spurði hann forviða; »hvort þeir sé laglegir menn«. »Ó-nei; ekki var það nú beinlínis. Eg vildi vita hvaða álit þú hefðir á þeim sem þingmönnum«. »Ó, blessaður minstu ekki á það«, svaraði hann önugt. »Ekki eru þeir allir jafn-aumir. Því trúi ég ekki. Einhverjir þeirra hljóta að skara fram úr«. »Jú! ég er t. d. mjög hrifinn af hon- um Einari. Hann lætur ekki höfðingjana »múkka« sig. Hann er maður eftir inínu höfði«, sagði Elendínus og óvenjulega miklum fyrirmannssvip brá fyrir á á- sjónu hans. »Hvaða Einar?« »Nú — þekkirðu ekki hann Einar?« »Og eru þeir Ileiri, sem þú ert svona hrifinn af, Elendínus minn?« spurði ég. »Já, svo er hann Björn austræni. Reglulega myndarlegur maður«. »Hvaða Björn?« »Nú, hvað er þetta? Þekkirðu ekki hann Björn?« »Og hefurðu fieiri?« »Einn til — hann Jón. Ja, sá er nú fallegur og mælskur og vill hafa nóg af fínum vínum«. »Hvaða Jón?« »Hann Jón!« hrópaði Elendínus og stappaði fætinum niður í götuna, mjög argur út af skilningsleysi mínu. Nú vorum við komnir að skrifstofu- dyrunum og ég tók í hönd mins ást- kæra vinar og sagði: »Sæll, Elendínus!« En hann brá sér i hring og ég sá á eftir honum upp tröppurnar og heyrði gutlhljóð um leið. Ég sneri við niður á þing, en þá voru allir farnir — alt tómt og tappalaust. Hörður. Á við og dreif um tóbakið. Sorglegt er til þess að vita, að lóbaks- nautnin skuli vera búin að ná þeim heljartökum á þjóðinni, að jafnvel í sjálfu þinginu hafa komið frain þau ummæli »að tóbakið væri nauðsynja- vara«. (Sjá Þingtíðindi 1917.) Þegar maður les annað eins og þetta, jafnframt þvi, sem tóbaksnautnin virð- ist lieldur aukast, þá finst mér nauð- synlegt að eitthvað meira sé gert i þá átt en gert hefur verið, til að slennna stigu fyrir þessari leiðu nautn. Nú er mikið talað um sparnað og dýrtíðarráðstafanir eru gerðar, en sam- tímis því er gífurlegum peningaupphæð- um fleygt út, fyrir þennan skaðlega og auðvirðilega munað. Hagtíðindin skýra frá því að 1916 hafi verið flutt inn í landið 106 þús. kg. af lóbaki og 21 þús. kg. af vindlum og vindlingum. Allir sem vilja líta á þetta mál með sanngirni, hljóta að sjá, að peningum þeim er illa varið, sem fleygt er fyrir þetta. En það sem enn þá verra er,

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.