Templar - 08.07.1918, Blaðsíða 1

Templar - 08.07.1918, Blaðsíða 1
JL J-/l\f\« XXXI Reykjavík, 8. júli 1918 6. blað. Stefnuakrá Good-Templartt I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til aö selja áfengisvökva tildrykkjar. III. Skýlaust forboö gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboö samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í réttu lagaformi, að viðlögðum þeim reísing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér höfum borið »igur ór být- nm nm allan heim. Andbanninga- ósannindin. Þeir hafa, andbanningarnir, statt og stöðugt, í ræðu og riti, reynt að telja mönnum trú um, að áfengisbannlög hafi hvergi komið að gagni þar sem þau hafa verið reynd og þeir hafa jafnvel haldið því fram, að hannlög hafí ekki gilt þar sem þeim hefur verið komið á, og þeir hafa jafnvel endurtekið þær staðhæfingar sínar, enda þótt þær hafi jafnharðan verið kveðnar niður af bann- vinum. Vér viljum leyfa oss i þessu sambandi að benda á nokkur dæmi af mörgum: Þegar bannatkvæðagreiðslan fór fram i rikinu Main í Bandaríkjunum hérna um árið, þá fiutti »Templar« þá fregn, að bannið hefði verið endursamþykt með 600 atkvæða meiri hluta. Andbann- ingar hér héldu því stöðugt fram og gera ef til vill enn, að það hafi verið ósatt. Reyndar hefur engum sæmilega sannleikselskandi manni dottið í hug að vefengja fregn »TempIars« í því máli, enda er það fyrir Iöngu lýðum Ijóst, að hún var sannleikanum samkvæm. Þeir héldu því einnig fram, að bann- lögin á Færeyjum hefðu aldrei komið að gagni og hefðu jafnvel verið afnum- in, en reynslan hefur nú sýnt það svo berlega, hve gersamlega röng sú stað- hæfing þeirra var. Lögin í Færeyjum hafa staðið um 10 ára skeið og gert ó- metanlegt gagn. Mun »Templar« innan skamms fá tækifæri til að sanna það með ábyggilegum tölum, sem ekki stoð- ar móti að mæla. Þá bafa andbanningarnir oft og títt látið það klingja, að bannið í Banda- ríkjunum hafi ekki komið að gagni og eins mikið, eða jafnvel meira hafi verið drukkið í bannríkjunum en í vínsölu- ríkjunum. Það nær auðvitað ekki nokk- urri átt, að eins mikið hafi verið drukk- ið í bannríkjunum og þar sem áfengið var selt, enda bera skýrslur bruggaranna Bannlög* Bandaríkjanna. Arizona samþykti stjórnlagabreytinguna 23. maí síðastl. Efri málstofa þingsins samþykti hana með öllum atkv. og neðri málstofan með 29 atkv. gegn 3. Suður Dakota samþykti lögin (sbr. síðasta blað) í neðri mál- stofunni með 86 atkv. gegn engu og í efri málstofunni með 43 atkv. gegn engu. í Massachusetts voru lögin samþykt með 145 atkvæðum gegn 91 í neðri málstofunni og í efri málstofunni með 27 atkvæðum gegn 12. Fregnin er eftir »The American Issue« frá 1. f. mán. í Bandarikjunum þess ljóst vitni, hve lítið er drukkið í bannríkjunum. Eftirtektaverð er atkvæðagreiðslan í löggjafarþingum þeirra ríkja, sem nú þegar hafa samþykt stjórnlagabreytingu þá, sem er á ferðinni i Bandaríkjunum og »Templar« hefur flutt fregnir af í síðustu blöðum. Hún sýnir, hver geysi- legur munur er á atkvæðum með og móti i bannríkjunum og vínsöluríkjun- um. I vinsölurikjunum eru hér um bil */8 hlutar þingmanna, sem greiða atkv., en í sumum bannríkjunum eru lögin samþykt nærfelt í einu hljóði, eins og t. d. í Montana; þar samþykti neðri málstofan lögin með 86 atkv. gegn 7, og í efri málstofunni með 37 atkv. gegn 2. Þetta sýnir ljóslega, hvert álit bannið hafi hlotið meðal almennings í þessum ríkjum og er bein mótinæli gegn stað- hæfingum þeim, sem andbanningar bera á borð fyrir menn hér viðvíkjandi bann- inu í Bandaríkjunum og framkvæmd þess. Stórstúkuþingið, Eins og áður hefur verið getið um bér i blaðinu, þá kom stórstúkuþingið saman laugardaginn 8. f. m. og hófst kl. 12 á hád. með guðsþjónustu í dóm- kirkjunni. Fulltrúar og embættismenn Stórstúkunnar og aðrir viðstaddir félag- ar hennar mættu í Good-Templarahús- inu, sem var fagurlega skreytt við þetta tækifæri og gengu þaðan í kirkjuna. Síra Magnús Jónsson dósent prédikaði. Var það einhver hin snjallasta ræða, sem flutt hefur verið af prédikunarstóli um þetta efni. Hún birtist í »Lögréttu« 19. f. m. Að guðsþjónustunni lokinni gengu menn aftur í Good-Templarahúsið og var þá stórstúkuþingið — hið 18. í röð- inni — sett af Stór-Templar Pétri Hall- dórssyni. Á þinginu mæltu nálega allir embætt- ismenn Stórstúkunnar og 23 fulltrúar: Frá st. »Bára« nr. 2 í Vestmannaeyjum: Jes A. Gíslason. — — »Akurblóm« nr. 3 á Akranesi: Gísli Hinriksson. — — »Danielsher« nr. 4 í Hafnarfirði: Sveinn Auðunsson. — — »Verðandi« nr. 9 í Reykjavik: Sveinn Jónsson, Pétur Halldórsson og Pórður Bjarnason. — — »Morgunstjarnan« nr. 11 í Hf.: Jensína Árnadóttir. — — »Einingin« nr. 14 í Reykjavík: Borgþór Jósefsson og Jóhann Kristjánsson. — — »Nanna« nr. 52 á fsafirði: Helgi Sveinsson. — — »Dagsbrún« nr. 67 á Isafirði: Ólína Þorsteinsdóftir. — — »Víkingur« nr. 104 í Reykjavík: Ottó N. Þorláksson. — — »ísfirðingur« nr. 116 á ísafirði: síra Guðm. Guðmundsson. — — »Skjaldbreið« nr. 117 í Rvík: Felix Guðmundsson og Guðgeir Jónsson. — — »Gyða« nr. 120 á Núpi í Dýraf.: Torfi. Hermannsson. — — »Ársól« nr. 136 í Rvik: Sigríður Porsteinsdóttir. — — »Mínerva« nr. 172 í Rvík: Árni Sigurðsson. — — »Framtíðin« nr. 173 i Rvík: Guðm. Gamalíelsson og Sigurjón Jónsson. — Umdæmisstúkunni nr. 1: Pétur Zóphóníasson, Páll Jónsson og Flosi Sigurðsson. 26 félógum Reglunnar var veitt stór- stúkustig. Eins og venja er til, lögðu embætt-

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.