Templar - 08.07.1918, Blaðsíða 2

Templar - 08.07.1918, Blaðsíða 2
22 „Tomplar“ kemu út 1- sinnum á þessu ári. Vcrð árgangsins er kr., i Ameríku 75 cents. Ótsölumenn fá 25'/» i sölu- laun. Afgreiðsla og innheimta er á I.augaveg 2, Box 164, Reykjavik. Útgefandi: Stórsttika íslands I.O.G.T. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Árnason, prentari. Box 221, Revkjavík. ismennirnir fram skýrslur sínar yfir starfið siðastliðið tímabil og má kelzt geta þess, sem einna merkast er, en það eru þau atriðin, sem snerta fjárhaginn. Tekjur Stórstúkusjóðs. Allir skattar námu kr. 1376,25, seld rit kr. 136,20, innheimtar skuldir kr. 205,90, ýmsar tekjur kr. 103,00 og fallið frá ferðakostnaðarsjóði kr. 255,70, aðr- ar tekjur kr. 33,70. Tekjur alls kr. 2110,76. Gjöld Stórstúkusjóðs. Ógreiddar skuldir frá fyrri reiknings- tímabilum kr. 51,14, þinghald 1917 kr. 500,40, laun starfsmanna kr. 525,00, skrifstofukostnaður kr. 365,24, Hástúku- skattur kr. 110,98, innheimtulaun og ýms gjöld kr. 78,19. Gjöld alls kr. 1630,95. í sjóði kr. 479,81. Tekjur Útbreiðslusjóðs. Ýmsir gefendur kr. 2560,20, afborgun af skuldabréfi kr. 400,00, erfðafé kr. 2,52, frá áskrifendum Templars kr. 632,35. Tekjur alls kr. 3595,07. Gjöld Útbreiðslusjóðs. Greitt ferðakostnaðarsjóði kr. 643,76, vextir kr. 50,21, til Regluboðunar kr. 800,00, til Templars kr. 1122,35, inn- heimtulaun kr. 71,79. Gjöld alls kr. 2688,11. í sjóði kr. 906,96. Ferðakoslnaðarsjóður. í sjóði í ársbyrjun kr. 1030,85, ferða- kostnaður greiddur 1917 kr. 220,10, fall- ið til Stórstúkunnar kr. 255,70. í sjóði kr. 555,05. Peningaeign Slórstúkunnar. Stórstúkan átti þvi í peningum alls, er þingið kom saman: í Stórstúkusjóði . . . . kr. 479,81 í Útbreiðslusjóði. ... — 906,96 í Ferðakostnaðarsjóði. . — 555,05 Samtals kr. 1941,82 Landsbankaskuld Stórstúkunnar. Á stórstúkuþinginu i Hafnarfirði var skuld Stórstúkunnar við Landsbanka íslands kr. 6000,00 og með því að sýni- legt var, að skuld þessi hefði lamandi áhrif á störf Stórstúkunnar og einkum vegna þess að Alþingi hafði neitað henni um styrkinn, þá gerðu nokkrir góðir vinir Reglunnar samtök um að greiða skuldina og var hún að fullu greidd er stórstúkuþingið kom saman. Fjárhagsástæður Stórstúkunnar hafa því sennilega aldrei verið jafn-glæsileg- ar og einmitt nú. Efnahagsreilcningur Stórstúkunnar var samtals kr. 9927,60, og eru það skuldlausar eignir hennar. Stór-Templar lauk skýrslu sinni á þessa leið: »Vér höfum átt i orrustum hér á þessu ári sem fyr. Vér höfum alls staðar bor- TEMPLAR. ið sigur úr býtum vegna þess að vér eigum góðan málstað. Bannvinafélög risa nú upp til verndar bannlögunum. Vér höfum notið góðrar samvinnu þeirra og megum vænta góðs af þeirri hreyf- ingu framvegis. Enginn stjórnmálaflokkur í landinu berst gegn bannlögunum, en ungur flokk- ur, sem virðist framgjarn, hefur tekið verndun laganua á stefnuskrá sína. Vér megum gleðjast yfir því að Al- þingi hefur sett á stofn tolleftirlit, þótt i smáum stíl sé enn þá. Mjór er mikils vísir. Og enn er þess að minnast, að stór- þjóðir heimsins stefna nú óðum að því að útiloka alt áfengi. Bandaríkin verða innan fárra ára alþur. Víða um heim er áfengi að verða ófáanleg vara. Mál- efni vort vinnur hvern sigurinn öðrum glæsilegri. Bakkusi er steypt af stóli. Hann er alt af að tapa.« Þingið hefur ætíð ýms fyrirfram á- kveðin mál til meðferðar og er eitt þeirra samþykt reikninganna og að gefa starfsmönnunum kvittun fyrir gjörðum sínum hvers um sig, einkum þeim þeirra, sem hafa ákveðnum störfum að gegna milli þinga. Þetta var einnig gert nú. Regluhagsnefndin kom með nokkrar tillögur um útbreiðslu, um siðbókina o. fl. Um bannlögin og framkvæmd þeirra var nokkuð rætt og tillögur samþyktar þar að lútandi. Fá stúkurnar tækifæri til að kynna sér það nánar, þegar þing- tíðindin koma út. Ýmsar breytingar voru samþyktar á aukalögum Slórstúkunnar og eru þessar helztar: Ársfjórðungsskatturinn til Stórstúk- unnar verður 50 aur. af hverjum karl- manni eldri en 18 ára og 30 aur. af hverjum kvenmanni og unglingi innan 18 ára aldurs. Áður var skatturinn 25 og 20 aur. Stiggjöld: Fyrir umdæmisstúkustig skal greiða 3 kr. og stórstúkustig 5 kr. Áður voru stiggjöldin 1 kr. og 2 kr. Lægstu ársfjórðungsgjöld félaga í und- irstúkum skulu vera 50 aurar kvenna og unglinga innan 18 ára aldurs og 75 aurar karlmanna eldri en 18 ára. Áður voru þessi gjöld ákveðin 30 og 50 aur. Inntökugjöld skulu lægst vera 2 kr. kvenna og unglinga innan 18 ára aldurs og 3 kr. karlmanna yfir 18 ára. Ungl- ingar, sem æskja inngöngu úr barna- stúkum í undirstúkur skulu greiða 50 aura, eins og áður. — Áður var lág- mark inntökugjalda kvenna og unglinga 1 kr. og karlmanna yfir 18 ára 2 kr. Breytingarnar verða birtar stúkunum, þegar þær hafa náð staðfestingu Alþjóða- Æðsta-Templars. Hann á að staðfesta öll aukalög stórstúknanna. Merkasta verkefni hvers þings er kosn- ing framkvæmdarnefndarinnar, en liana skipa 9 menn (hinir kosnu embættis- menn). Voru þeir allir endurkosnir: S.T. Pétur Halldórsson, bóksali S.Kanzl. Þorv. Þorvarðsson, prentsmstj. S.V.T. Ottó N. Þorláksson, stýrim. S.G.U.T. Jón Árnason, prentari S.G.Kosn. Sigurður Eiríksson, regluboði S.Rit. Jóh. Ögm. Oddsson, kaupm. S.G. Þórður Bjarnason, stórkaupm. S.Kap. Einar H. Kvaran, skáld F.S.T. Guðm. Guðmundsson, skáld. Skipaðir embættismenn eru: S.Dr. Ágústa Magnúsdóttir, ungfrú S.V. Sigvaldi Bjarnason, trésm. S.Ú.V. Gisli Hinriksson, kennari S.A.R. Torfi Hermannsson, kennari S.A.Dr. Emilia Indriðadóltir, ungfrú. Sem umboðsmanni Alþjóða-Hástúk- unnar var mælt með Guðm. landlækni Björnssyni. Fulltrúi til Alþjóða-Hástúk- unnar var kjörinn Einar H. Kvaran og varafulltrúi Páll Jónsson. Fjárhagsáætlanir Stórstúkusjóðs og Útbreiðslusjóðs fyrir næsta ár voru sam- þyktar. Samþykt var að gefa »Templar« út næsta ár með sama fyrirkomulagi og þetta ár og var núverandi ritstjóri end- kosinn í einu hljóði. Á fjárhagsáætlun Útbreiðslusjóðs var veitt fé í þessu skyni. Þessi eru helztu atriðin í fjárhagsá- ætlunum, auk þess er nú var nefnt. Til regluboðunar voru veittar 2500 kr. (við Faxafla 400 kr., ausfanfjalls 300 kr., Austur og Norðurland 1200 kr., á Vestfjörðum 300 kr., til Umdæmisst. nr. 1 300 kr.), til Unglingareglunnar kr. 410,00, til flugrita kr. 170, til eftirlits 1000 lcr. Tekjur Úlbreiðslusjóðs: Tekjuliðir eru þessir helztir: Frá Stór- stúkunni 1000, ýmsar gjafir alls 1050 kr. (inn á þann lið eru nú þegar komn- ar 1400 kr.) afborgun af skuldabréfi kr. 400, erfðafé og seldar eignir kr. 1500, tekjur af »Templar« kr. 593,04. Ýmsar tillögur höfðu komið fram frá nefnd unglingareglumála og voru þær samþyktar. Álit manna, að meiri á- herzlu beri að leggja á þá grein starf- seminnar í framtíðinni en hingað til. Fjármálanefndin var kosin þannig: Pétur Zóphóníasson, Páll Jónsson, Flosi Sigurðsson, Sigvaldi Bjarnason, Guðm. Gamalíelsson. Fastar nefndir skipaðar samkvæmt lögum. Öll mál, sem Stórstúkunni ber- ast, ganga fyrst lil einbverrar hinna föstu nefnda, sem gerir tillögur um þau. Á lokafundi stórstúkuþingsins bárust Stórstúkunni gjafir frá stúkum og ein- stökum félögum, er námu um 1400 kr., svo þegar þinginu var slitið, þá átti Reglan á 4. þúsund króna til umráða. Þinginu var slitið þriðjudaginn 11. f. m. kl. 7 síðd. og bafði það því staðið í fjóra daga og voru haldnir sjö fundir. Álit sumra þeirra manna er, sem á þinginu voru, og mætt hafa á mörgum undanförnum þingum, að fá eða jafnvel ekkert þeirra hafi staðið þessu þingi jafnfætis. Það hafi ef til vill einna bezt sýnt það, hve djúp áhrif Reglan og störf hennar hafa á félagana, einkum þá fé-

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.