Templar - 08.07.1918, Blaðsíða 4

Templar - 08.07.1918, Blaðsíða 4
24 TEMPLAR. Til athugunar. »Vísir« skýrði frá því 1. f. m. »að vörugeymsluhúsi í Hafnarstræti 31. maí | s.l. Hafi þar verið »glatt á hjalla« svo að lögreglunni komu fregnir af því og j fóru í heimsókn til þeirra. Fann hún þar að sögn 6 menn og jafnmarga potta af hreinum spíritus — og er nú spurt hvaðan »sprúttið« haíi komið«. * ¥ ¥ Með »Botníu« siðast voru G. Eiríkss. stórkaupmanni sendar 50 tunnur af vin- anda. Lögreglan lagði löghald á áfengi þetta. »Fréttir« fluttu stutta og mein- lausa frétt um þelta. En G. E. þoldi það ekki og birti í »Vísi« 25. þ. m. langa skýrslu um áfengisviðskifti sin og er hún mjög eftirtektaverð og lærdómsrík. Næsta dag gerðu »Fréltir« nokkrar at- hugasemdir við grein þessa og voru þær mjög kurteisar; en viti menn: G. E. reit í »Vísi« persónulega og ruddafengna árás á ritstjóra »Frétta«, en kom ekki með neinar nýjar skýringar í málinu, sem ekki var við að búast. ★ ¥ ¥ Um og eflir 17. júní bar meira á ölv- uðura mönnum en áður hafði átt sér stað, og hefur lögreglan unnið kappsam- lega að því að rannsaka þessi mál og komast fyrir rætur þeirra. ★ ¥ ¥ »Morgunblaðið« gerði þá athugasemd við síðasta tbl. »Templars«, að nú fyrst hefði »Templar« viðurkent það að suðu- vökvadrykkja ætti sér stað hér. »Morg- unblaðið« les auðsæilega ekki »Templ- ar« nema einstöku sinnum, því oft hef- ur verið minst á suðuvökvadrykkju hér í blaðinu og sýnt fram á hana sem dæmi þess, hve áfengisspillingin hafi verið orðin rótgróin hér á landi, er menn eru orðnir svo langt leiddir að þeir leggja slíka ólyfjan sér til munns. »Tpl.« minnir, að andbanningar hafi haldið því fram um eitt skeið, að engin áfengis- spilling hafi átt sér stað hér á landi og þvi væru bannlögin óþörf. Einnig má og segja þaðjjí þessu sambandi, að »Tpl.« mintist á suðuvökvadrylskjuna áður en »Morgunblaðið« sá fyrst dagsins ljós. * ¥ ¥ Einar H. Kvaran, rithöfundur hélt noi r í land í fyrra mán. og bjóst við að elja nokkra daga á Blönduósi, en í bBrjun þessa mánaðar leggur hann af staolí leiðangur um Norður- og Austur- land aðallega i erindagjörðum fyrir Stórstúku íslands og kemur ekki heim fyrr en í september-mánuði í haust. Frá stúkunum. Skemtiferð ungtemplarastúknanna. Reykjavíkur-slúkurnar fóru i samciningu hina árlegu skemtiför sína sunnudaginn 16. júní. Var hún með sama sniði og undanfarin ár og skemtistaðurinn hinn sami. Var farið í ýmsa leiki, en mest kvað þó að kapphlaupunum, enda voru verðlaun fyrir þau með flesta móti og skal hér skýrt frá hverjir þau hlutu. Drengir 7—10 ára I. verðl.: Ólafur Sigurðsson (Æskan). II.----Pétur G. J. Jónasson (Æskan) III.-----Marel Halldórsson (Svava) 10—lá ára. I. verðl.: Viggó Einarsson (Æskan) II.---Jón Sigurðsson (Æskan) III.-----Ingólfur Einarsson (Unnur) Stúlkur 7 —10 ára. I. verðl.: Eyvör Þorsteinsd. (Æskan) II.----Guðbj. Benediktsd. (Svava) III.-----Ásta Björnsdóttir (Æskan) 10—Í4 ára. I. verðl.: Lára Guðmundsd. (Unnur) II.----Soííía Sigurðardóttir (Svava) III.-----Guðrún S. Þórarinsd. (Díana) Verðlaunin voru ýmsar góðar barna- og unglingabækur, þar á meðal Bók æskunnar eftir C. Skovgaard-Petersen. (»Æskan«). Æskan nr. 1 (unglst.) hélt fimtán hundraðasta fund sinn sunnudaginn 30. júní s.l. Noklcur undirbúningur hafði verið til þess að hafa ofurlitla tilbreyt- ingu á fundinum frá þeim venjulegu fundarstörfum. Fyrst voru nokkrir nýir meðlimir teknir inn í stúkuna. Þá töl- uðu Umdæmis-Gæzlum. Ung-Templara og Stór-Gæzlumaður Ung-Templara og Jón E. Jónsson sagði sögu og bætti við nokkrum hvatningarorðum til barnanna. Frá útlöndum. Hástúknþingið næsta. Á hástúku- þinginu síðasta, sem haldið var 1914 i Kristjaníu, var ákveðið að næsta þing skyldi haldið 1917 i Minneapolis i Minn. í Bandaríkjum N.-A. — En svo kom Norðurálfuótriðurinn og þá varð að fresta þinghaldinu um óákveðinn tíma. — Nú hefur framkvæmdarnefnd Hástúkunnar ákveðið að þingið skuli haldið á áður ákveðnum stað árið 1920. Það kom til tals í fyrra, að þingið skyldi haldið í einhverju hlutlausu landi, t. d. i Dan- mörku (Kaupmannahöfn eða Árósum), en úr því varð ekkert. Menn búast við að ófriðnum verði lokið árið 1920 og því sé óhætt að ákveða þingið það ár. Stórstúka Noregs mun nú vera þriðja fjölmennasta stórstúkan í I.O.G.T. — hún hefur nú rétt við 100 þúsund fé- laga. Stórstúka Svía hefur um 220,000 og Stórstúka Englands rösk 100 þúsund félaga. Verðandi nr. 9 mintist 33 ára afmælis síns á fundi 2. þ. m. (hún var stofnuð 3. júli 1885). Tvær ræður voru haldn- ar í minningu um það tækifæri, upp- lestur o. fl. var til skemtunar. Bandaríkin í N.-A. Miklar »agitation- ir« eru nú háðar í sumum ríkjunum í Ameríku. Alt ber vott um, að nú sé háð úrslitaglíman milli bannmanna og bruggara þar i landi og er nú lítill efi á þvi, hvor gangi með sigurinn af hólm- inum. í Missouri hafa bruggarar gert æðisgengin áhlaup, en þó telja bann- menn sér sigurinn vísan; þeir hafi meiri hluta þingmanna í neðri málstofunni, en í efri málstofunni sé atkvæði jöfn. Nokkur þingsæti séu auð sem stendur, en þau verði skipuð bannmönnum og þá hafi þeir meiri hlutann í báðum deildum þingsins. — Bruggararnir hafa jafnvel gert alvarlegar tilraunir til þess að vekja upp þýzk áhrif sér í hag, en alt það brask þeirra hefur snúist þeim í óhag, eins og vænta mátti. Ýmsar útbreiðslu-aðferðir eru notað- ar í Bandaríkjunum til þess að minna menn á málefnið, sem unnið er fyrir. Hér skal getið einnar af mörgum. Bannmenn hafa gefið út »agitations«- merki, sem menn líma á sendibréf. Eru merki þessi 1372 □ cm., rauð að lit með hvítum stöfum. Á einu þeirra stendur til dæinis eftirfarandi ávarp: »Spurðu fyrstu tíu mæðurnar, sem þú hittir, hvort þær vilji greiða atkvæði með áfengisveitingakránni og halda þér í sifeldri ánauð«. í sambandsþingi Bandaríkjanna hef- ur verið borið fram frumvarp um bann gegn tilbúningi og sölu allra áfengra drykkja, er gildi meðan ófriðurinn stend- ur. Sú ástæða er meðal annars færð fyrir nauðsyn laga um þetta efni, að Bandaríkin megi ekkert korn missa til áfengisgerðar, því þau verði, auk þess, sem notað er heima fyrir, að sjá banda- mönnum sínum fyrir nægum kornvör- um. »Tpl.« mun síðar birta úrslit þessa máls. er elzta, bezta og útbreiddasta barna- blað á landinu. Afgreiðsla á Laugav. 19. Verð árg. kr. 1,75. Stærð á annað hundrað bls. í stóru broti. Myndir í hverju blaði. Nýir kaupendur fá veggmyndir og blöð i kaupbæti og útsölumenn bækur sem verðlaun fyrir kaupendafjölgun. — Öll íslenzk börn ættu að kaupa Æskuna. Fnndartfini Itoylsjavfkiirstúknaiiiia. Sunnudagur: Æskan nr.’ i, unglst., kl. 4 síðd., G.-T.hús. Svava nr. 23, unglst., kl. i1/* siðd., G.-T.hús. Unnur nr. 38, unglst., kl. 11 árd., G. T.hús. Diana nr. 54, unglst., kl. 10 árd., G.-T.hús (uppi). Mánudagur: Framtiðin nr. 173, kl. 8zja síðd., G.-T.-hús (uppi). Priðjudagur. Verðandi nr. 9, kl. 8V2 síðd., G.-T.hús. Miðvikudagur: Einingin nr. 14, kl. 8'/» síðd., G.-T.hús. Fimtudagur: Ársól nr. 136, kvenst., kl. 8’A síðd., G.-T.hús (uppi Fösludagur: Víkingur nr. 104, kl. 8'/= síðd., G.-T.hús (uppi). Skjaldbreið nr. 117, kl. 8T/= síðd,, G.-T.hús(uppi) Laugardagur: Mínerva nr. 172, kl. 87* s(ðd., G.-T.-hús (uppi). Unglingaráð Suðurumdæmisins heldur fund fyrsta laugard. í hverjuni mánuði kl. síðd. fG.T.húsi. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.