Templar - 24.08.1918, Blaðsíða 1

Templar - 24.08.1918, Blaðsíða 1
XXXI Reykjavik, 24. ágúst 1918 7. blað. Stefnuskrá Good-Tomplaru. I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi I neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; foiboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannátt eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manna til að framfylgja lögunum. VI. Staöfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- íeika, þar til vér höfum boriö sigur ár být- nm nm allan heim. Fimmtíu ára afmæli G.-T.-Reglunnar á Englandi verður 8. september næstkomandi. Árið 1868, 8. sept. stofnaði Joseph Malins fyrstu Good-Templarastúkuna í Evrópu »Columbia« nr. 1 í Birmingham og er hún nú 50 ára gömul. Frá þessari stúku hefur Reglan breiðst út um öll lönd hins gamla heims, til Ástralíu og Afríku. Mikil hátíðahöld verða þennan dag víðsvegar um England, en þó verða aðalhátíðahöldin í Birmingham. »Tpl.« vonar að gela frætt lesendur sína um hið helzta sem gerist í sam- bandi við afmælið. Siðferði andbanninga. Tvö eru þau atriðin, sem vinir vorir, andbanningar hafa ósport notað í and- ófstilraunum sínum gegn bannlögunum; þau eru hið margumtalaða »persónu- frelsi« og »bannlagabrotin«. Persónufrelsið verður ekki athugað að þessu sinni, heldur hitt atriðið, sem sé lögbrotin og afstaða andbanninganna til þeirra. Þegar maður lítur á liðinn tíma og alhugar sögu áfengismálsins hér á landi, þá verður ekki hjá því komist að bera liðna tíð saman við nútímann og þá verður fyrir manni alt annað en glæsi- leg mynd af löghlýðni og ráðvendni andbanninga. I sama mund og bindindismenn hófu baráttu sína, þá létu hófsemdarmennirn- ir svo nefndu ekki lengi á sér standa. Þeir gerðu óspart gys að þeim mönn- um, sem prédikuðu bindindi og töldu mönnum, einkum ungum mönnum, trú um, að allir gætu drukkið eins qg hófs- mennirnir, menn gætu fengið sér að eins eitt glas með mat eða í góðra vina hóp. Þá var gleðin aðal-stuðningsatriðið i Bannlög* Bandaríkjanna. Ríkið Georgia samþykti stjórnlagabreytinguna 26. júní þ. á. í efri málstofu þingsins með 34 atkvæðum gegn 2 og í neðri málstofunni með 129 atkvæðum gegn 24. Georgia er þrettánda ríkið sem samþykt hefur bannlögin; ekkert ríkjanna hefur enn þá felt þau. Bráðabirgðarbannið er búist við að verði tekið til umræðu í efri málstofu sambandsþingsins, i sambandi við landbúnaðar- málin, þegar þingið kemur saman aftur 26. þ. mán. gaimlög á ^awaii-eyjum. Sambandsþing Bandaríkjanna samþykti 10. júni þ. á. algert bann fyrir Hawaii. Voru lögin samþykt í neðri málstofunni með 337 atkvæðum gegn 30 og einnig voru þau samþykt í efri málstofunni, en atkvæðatalan ekki tilgreind. Lögin eiga að gilda meðan á ófriðnum stendur, en geta gilt eftir þann tíma, ef íbúar eyjanna samþykkja það. Fregnin er eftir »The American Issue« og »The International Record«. kenningum þeirra. Þá nefndu þeir sig ekki andbanninga, heldu skreytlu þeir sig með hinu gullvæga(H!) »hófs«-nafni. Og margir voru svo fáfróðir, einfaldir og athugalausir, að þeir fóru að dæmi þessara gleðipostula og urðu að drykkju- mönnum, eyðilögðum ræflum, sem þeir háu herrar, hófsmennirnir, vildu svo hvorki sjá né heyra; þeir fyrirlitu verk- in sinna handa. Þá viidu þeir ekki við- urkenna lærisveina sína og skoðana- bræður, sem farið höfðu hófsleiðina á enda samkvæmt leiðsógu þeirra. Þegar bindindishreyfingunni fór að vaxa íiskur um hrygg, þá tók hún að beita áhrifum sínum á löggjarvaldið og árangurinn af þvi varð sá, að lógin frá 1888 voru sett og samþykt, hin svo nefndu 3ja pela lög. Hófsmenn höfðu auðvitað horn í síðu þessara laga; þeir álitu þau ófrelsi og allsendis óþörf og jafnvel rangt að leyfa mönnum ekki að kaupa minna en 3 pela af áfengi í einu eða 10 bjórílöskur og sögðu að menn drykkju meira fyrir bragðið. Og þeir létu margir hverjir ekki segja sér hvað gera skyldi, því þeir fóru óspart á bak við lögin og brutu þau eins og ekkert væri um að vera. Þá komu lögin frá 1899, þau lögin, sem voru hvorttveggja i senn, héraða- samþyktalög og vínsölubannlög; þau urðu það i framkvæmdinni. Þau höfðu I þau áhrif, að áfengisnautnin stóð í stað, að engin lög jafn-herfilega og einmitt á- því með fyr- að minsta kosti um tíma. Verzlunar- leyfin fækkuðu smátt og smátt og heil- ar sveitir landsins losnuðu við opinbera áfengissölu. En menn komu á fót leynisölu áfeng- is viða um landið, þó að mest kvæði að henni með vegunum héðan frá Reykja- vik austur um sveitir og allar götur austur í Vik í Mýrdal. Öllum er það vitanlegt, hafa nokkru sinni verið brotin í þessu landi, eins fengissölulögin frá 1899, greindum vegum austur yfir Suðurlands- undirlendið var óleyfilega vínsala rekin á nálega hverjum bæ. Öllum góðum og löghlýðnum borgur- um blöskraði mjög hinn gen^darlausi áfengisaustur, sem átti sér stað á skip- unum kringum landið og þess vegna voru gefin út lög um bann gegn sólu áfengis á fólksflutningaskipum á höfn- um inni og voru þau lög gefin út 1907. En á sama hátt fór um þau og hin lóg- in, að þau voru brotin í stórum stíl og að vettugi virt ekki sízt af þeim, er nokkuð þóttust eiga undir sér. Og hverjir eru svo þeir, sem tekið hafa þátt í lógbrotunum? Bindindis- og bannmenn hafa ekki gert það, því hafi einhverjir þeirra gert slikt, sem það nafn hafa borið, þá skal það skirt tekið fram, að þeir eiga alls engan réit til þess að teljast i ftokki bindindis- og bannvina.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.