Templar - 20.09.1918, Blaðsíða 2

Templar - 20.09.1918, Blaðsíða 2
30 TEMPLAR. „Templar“ kemur út 12 sinnum á þessu ári. Verö árgangsius er 2 kr.t í Ameríku 75 cents. Útsölumenn fá 25°/o i sölu- laun. Afgreiðslu og innheimtu annast: Sveinn Jónsson, kaupmaður, Kirkjustræti 8, Reykjavík. Útgefandi: Stórstúka íslands I.O.G.T. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Árnason, prentari. Box 221, Revkjavik. örðugleika, þar til rér höftun borid sigur úr býtnm um allan lieim. Hér er ekki um eina þjóð að ræða, lieldur allan heiminn. Starfi Good- Templara er ekki lokið fyr en áfenginu er skolað burt af jarðarhnettinum og þótt bannlög haíi komist á i einhverju landi, eins og hér á íslandi, þá er starf- inu ekki lokið fyr en þau eru komin á alstaðar og í öllum löndum. Styrkur og framför málefnisins i einu landi lief- ur mikil áhrif á framför þess og að- slöðu í hinu, og afturför þess og hnign- un í öðru landi hefur lamandi áhrit i hinu. Þetta er viðurkend reynsla og þess vegna verða menn að starfa, starfa óaflátanlega þangað til sigurinn er unn- iun í öllum löndum á gjörvallri jörð- unni. Að eins helmingur stefnuskrár Templ- ara er kominn í framkvæmd hér á landi, en síðari helmingurinn er eftir og er hann engan veginn minni né léttvægari en sá fyrri, og því er verkefnið nægilegt sem fyrir Reglunni liggur um ókomin árabil. Barmmálið 1 Ameríku. Ameríka verðar þnrkuð 1. marz 1920. Æðsti embættismaður G.-T.-reglunnar Edvard Wavrinsky, ríkisþingsmaður í Stokksundi í Svíþjóð fékk fyrir skömmu skýrslu frá meðstarfsmanni sínum í al- þjóðastjórn Reglunnar, yfirumsjónar- manni vegamála í Washington-ríki í Bandaríkjunum, George F. Cotterill, sein gefur greinilegt yfirlit yíir afstöðu bann- málsins í Bandaríkjunum: Alþjóðarbannið í Bandaríkjunum nálg- ast nú óðum. Sambandsþingið sam- þykli bannviðbótina við stjórnlögin árið 1917 með meira en */3 * * atkvæða meiri hluta. Til þess að lagabreytinginnái fulln- aðarsamþykki og verði að lögum, þarf hún ennfremur að sainþykkjast af 8/* hlutum ríkjanna, sem eru 48 (þ. e. a. s. 36 þurfa að samþykkja). í flestum ríkj- unum koma löggjafarþingin saman í janúarmánuði annað hvert ár og næst koma þau saman í janúar 1919 (árin með oddatölu). Nokkur ríkjanna hafa þó árlega þing, og sum hafa háð auka- þing á þessu ári. Tólf ríki hafa þegar samþykt bannlögin og enn fremur á þingið í Georgia að koma saman í ár (27. júni) og mun það einnig samþykkja breytingu *na.1 Þar af leiðandi munu 13 1 Frá þessum 13 ríkjum hefur þegar verið skýrt i »Tpl.«. Pau hafa öll samþykt stjórn- lagabreytinguna. Rilstj. ríki sainþykkja lögin á þessu ári — ein- mitt jafnmörg ríki og undirskrifuðu full- veldis-yfirlýsinguna 1776 — en að eins 6 þeirra ríkja eru í þeim 13, sem hér eru talin. Af þeim 13 ríkjum, sem sam- þykt hafa, eru 9 »þurr«, en 4 »vot«. Að eins Qögur þeirra ríkja, sem haldið hafa löggjafarþing á þessu ári, hafa neitað að samþykkja lögbreytinguna, en þau eru: New York, New Jersey, Rhode Island og Luisiana — öll »vot« og var alls ekki búist við að þau mundu sam- þykkja bannið. En með tilliti til New York og Luisiana1 þá má geta þess, að lögin voru tekin fyrir inönnuin alveg að óvörum. Löggjafarþing 30 ríkja koma saman í janúar næsta ár og þar að auki í New York, New Jersey og Rhode Island. í Florida kemur þingið saman í apríl 1919 og þau verða þá alls 34 ríkin, sem fá tækifæri til að lála uppi álit sitt um bannið og það þarf að eins 23 í viðbót við þau 13, sem þegar hafa samþykt lögin. í þeim 30 ríkjum, sem eiga að hafa þing í janúar næsla ár, eiga kosn- ingar að fara fram í nóvember þ. á. Nítján af þessum 34 ríkjum eru þegar »þurkuð« og þeirra samþykki er fyrir- fram ákveðið í einu hljóði. Sainkvæmt ofantöldu vantar þá fjögur ríki til þess að fá fullnaðarsamþykki fyrir lögunum. Sum þeirra fimtán ríkja, sem hafa þing næsta ár, og enn hafa eigi verið talin, eru þurkuð frá fjórðu og alt að níutíundu hlutum með héraðasamþykt- um og það má telja áreiðanlegt, að 8 af þeim muni samþykkja bannið. Skoð- un mín er sú, að svo greitt muni það ganga að fá samþykki ríkjanna, að áð- ur en janúar og febrúar-mánuðir séu liðnir af næsta ári, þá verði 36 ríki búin að samþykkja bannlögin. Margt bendir í þá áttina, að rikin muni jafn- vel keppa um það hvert þeirra eigi að verða með í þessum 36. Eg býst við því að íyigið verði svo augljóst, að öll ríkin — 48 alls — hafi gefið banninu samþykki sitt áður en febrúarmánuður sé útrunninn. Samkvæmt ákvæðum frumvarpsins eiga lögin að ganga í gildi þegar eitt ár er liðið frá því að síðasta ríkið af 36 hefur lagt samþykki sitt á frumvarpið. Samkvæmt því ætti tilbúningur, sala, innflutningur og útflutningur alls áfeng- is að verða bannað í Bandarfkjunum eftir 1. marz 1920. Engu einstöku ríki verður leyft að gera undanþágur frá þessum ákvæðum, og skal sambands- stjórnin hafa ótakmarkað vald til að taka fram fyrir hendur hvers þess ríkis, sem vildi gera tilraun til að draga úr framkværad laganna. Þetta er stefnuskrá amerískra bann- manna bæði á styrjaldar og friðartím- um. Með óbifanlega sannfæringu um réttmæti málefnis vors munum vér enga 1 Efri málsloían í Luisiana feldi frum- varpið með 20 atkv. gegn 20, en neðri mál- stofan saraþykli pað með 70 atkv. gegn 44. Bannmenn telja sér sigurinn vísan í pessu ríki við næstu kosniugar. Ritstj. erfiðleika láta skelfa oss og munum ó- hikað halda áfram baráttunni í þeim 34 ríkjum, sem orustuvöllur vor nú nær yfir. Þér megið vera sannfærður um það, að þegar Alþjóða-Hástúkan kemur sam- an í Minneapolis 1920, þá verði heims- friður kominn á, þá verði algert áfeng- isbann komið á í öllum Bandaríkjun- um og þá verði Kanada »þurkuð« frá hafi til hafs. Bannmálið á Islandi í erlendum blöðum. Þegar Ólafur Friðriksson ritstj. »Dags- brúnar« fór utan í vetur er leið, átti hann tal við sum Kaupmannahafnar- blöðin um bannmálið hér á landi og gaf þeim ýmsar upplýsingar um fram- kvæmd þess. »Tpl.« leyfir sér hér með að flytja stutt ágrip af skýrslum þeim, sem blöð- in hafa flutt um þetta efni. »Hovedstaden«, 9. júní 1918, eftir »Afholdsdagbladet«. Ólafur Friðriksson byrjar með þvi að taka það fram, að hann sé enginn bindindismaður og hafi aldrei verið það og þess vegna sé ekki hægt að nefna hann ofstækismann í þessu máli: »Bannið kom í gildi, eins og kunnugt er, á nýársdag 1915. Áður var mikið um drykkjuskap á íslandi, en þó að enn þá sjáist endrum og eins ölvaður maður í Reykjavík, þá er það þó ekk- ert á móti því sem áður var. Einkum má benda á að vikan frá 11.—18. maí var slæm áður fyr, þá voru lokiu og þá rann áfengið í stríðum straumum og það var ekki hættulaust fyrir konurnar að ganga um götuna, Nú er breyting komin á. Þektur maður, Borgþór Jós- efsson, bæjargjaldkeri, fór um bæinn á lokadaginn í íyrra, fann, þrátt fyrir ná- kvæma eftirgrenslan, að eins einn mann ölvaðan. í Reykjavíkur-bæ, sem hefur 15 þús. íbúa, er nú engin fjölskglda sem þiggur af sveit vegna drgkkjuskapar hús- bóndans og er það mikil bregting frá þvi sem áður var. Auðvitað er áfengi smyglað inn i landið, en það hefur i rauninni mjög litla og enga þýðingu fyrir sveitirnar. Hin góðu áhrif, sem bannið hefur baft heima á íslandi hafa gert mig að bannmanni. Maður verður að vega ná- kvæmlega kosti og galla bannlaganna eins og annara laga. Bannlögin hafa gert mikla breytingu. Margir þeirra, sem voru gereyðilagðir menn, eru nú aftur orðnir góðir borgarar. Margir þeirra voru i mörgum greinum duglegir og mikils verðir menn fyrir þjóðfélagið og eru trygðir því með banninu, en tapaðir án þess. Ó. F. minnist enn frernur á flugrit eftir A. C. Meyer og Weis prófessor, þar sem sá siðarnefndi vitni í ritgerð eftir séra Tryggva Þórhallsson, er mjög hafi verið um þráttað i Danmörku. Ó.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.