Templar - 20.09.1918, Blaðsíða 3

Templar - 20.09.1918, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 31 F. kvað hin tilvitnuðu orð ekki rétt notuð. Tryggvi Þórhallsson tali um á- standið í Reykjavík, en Weis tali um alt ísland, og Tr. Þ., sem sjálfur er á- hugasamur bannmaður, hefur aldrei haldið því fram, að drykkjuskapurinn væri meiri nú en á undan banninu, en af tilvitnuninni, eins og hún var rifin út úr sambandinu, mætti ráða hið gagn- stæða. Enginn íslendingur er svo frá- vita að hann vilji halda sliku fram. Aftur á móti hafa margir andstæðingar bannmálsins breytt afstöðu sinni til þess, er þeir sáu hin heillariku áhrif þess. Þegar bannandstæðingarnir halda því fram, að íslenzka áfengisbannið hafi ekki náð tilgangi sínum, þá er það sama sem að segja, að svart sé hvítt. Nú er mjög lítið af áfengum drykkjum á íslandi. Nokkrir menn hafa átt birgð- ir frá því áður en bannið gekk í gildi, en þær eyðast og það er áreiðanlegt, að bannið hefur ekki að eins yfirgnæfandi fylgi hjá almenniugi, heldur einnig á alþingi«. Svo bætir blaðið við: »Hvar ætla þeir próf. Weis, séra Mad- sen og skoðanabræður þeirra að leita að stuðningi þeirrar staðhæfingar, að bannið hafi voðalegar afleiðingar í för með sér, er þeir prédika mönnutn hið dásamlega frelsi til þess að drekka á- fengi? Þeir hafa aftur og aftur bent á hið ógurlega ástand á íslandi og þeir hafa gert alt sem þeir gátu til þess að gera það sem ægilegast í augum manna. Oss virðist að ef félagið »Den person- lige Friheds Værn« ekki vill láta nefna sig »Foreningen til Kændsgerningernes Forvanskning«, þá verði það að hnekkja upplýsingum þeim, sem hr. Ólafur Frið- riksson hefur gefið eða að biðja op- inberlega velvirðingar á þeirn villandi skýrslum, sem það hefur gefið í þessu máli«. Friðarumleitanir. »Vísir« flutti 8. þ. m. eftirfarandi frétt: Sendinefnd sænskra Good-Templara fór á fund stjórnarformanns Svia, um miðjan íyrra mánuð, lil að spyrjast fyrir um, hvort eitt eða fleiri hlutlaus ríki gæti áll upptök að friðarumleitun- um. Forsælisráðherra svaraði svo, að stjórnin vildi alvarlega reyna alt, sem hún gæti, til þess að Ieita um frið, sam- kvæmt hlutleysisstefnu sinni, en sagði, að friðarumleitanir hlutlausra ríkja væri vonlausar, nema ófriðarþjóðirnar vildi hlýða á málamiðlun. Hann sagðist halda, að vonlaust væri um, að ó- friðarþjóðirnar inyndi siuna friðar- umleitunum að svo komnu, og þess vegna gæti sænska stjórnin ekki hafist handa í þessu efni. Hann sagði að stjórnin gæfi nákvæmar gætur að öllu, sem fram færi og væri reiðubúin til þess að reka erindi hverrar ófriðarþjóð- ar, sem vildi láta leita um frið og sættir. Til athugunar. »Vestri« flulti nýlega grein um megna suðuvökvadrykkju, sem átt hefði sér stað á ísafirði. Hefði verzlun ein þar í bænum fengið allvæna sendingu af suðu- vökva og hefði hún komið frá umsjón- armanni áfengiskaupa. Hafði sprittið haft svo lítið i sér af efni því, sem not- að er til að gera það óhæft til drykkj- ar, að lítið bar á því að hér væri um annað en hreint spritt að ræða. Ber þetta vott um frámunalegt hirðuleysi frá hendi umsjónarmannsins, sem á að gæta þess að nægilega mikið sé látið í spritt- ið af efnum þeim sem gera það óhæft til drykkjar. I3að kom fyrir i fyrra að #in verzlun hér í bænum seldi suðu- vökva, sem var álika lítið blandaður og sá, sem hér er um að ræða — enda seldist hann á svipstundu! »Vestri« fór hörðum orðum um þetta háltalag og láum vér honum það ekki. Úr slíku er hægt að bæta með því að selja suðuvökva eftir seðlum og gæta þess stranglega, að hann sé blandaður eins og fyrirskipað er. * * ¥ Altalað er hér í Reykjavík, að mikið kveði að hármeðalasölu hér í bæ,og drekki ntenn þau að nokkruin mun. Einnig kvað apótekið selja kynstrin öll al þeim vökva. Petla gefur manni þá hugsun, að inönnum sé alveg sama um það, hvað þeir selji náunganum, ef það er að eins ekki bannað með lögum. Petta ber vott um siðferðistilfinningu á mjög lágu sligi, því maður, sem hefur grun um að hann geri meðbróður sínum skaða með því að verzla með einhvern hlut, hættir því, ef hann er samvizkusamur og réttsýnn. En að nota sér ástríður ná- ungans til að græða fé, er tæplega hægt að kalla æruverða framkomu. Þetta hefur átt sér stað á liðnum timum, en nú er skoðun inanna mjög að breytast í þessu tilliti og þá ættu þeir, sem verzla að hegða sér eftir því. * ¥ ¥ Mjög er um það rætt, live sumir lækn- ar misbrúki heimild þá, sem þeim var veilt með bannlagabreytingunni 1915 eða læknabrennivíninu svo nefnda. Eru það Ijótar sögur, sem fara um landið af þvi atferli og hvernig þeir hafa farið að ráði sínu, sem jafnvel hæst göluðu um siðferðisþrek læknastéttarinnar í því að nota þessa heimild. Enn þá er það mönnum í fersku minni, hve Stranda- læknirinn stökk upp á nef sér i efri deild, er mál það var til uraræðu, þeg- ar séra Björn Þorláksson benti á það, að heimild þessi gæti orðið tvíeggjað sverð i hendi læknanna, sem jafnvel gæti beinst að þeirn sjálfum. En nú er það komið á daginn, að séra Björn hafði rétt að mæla. Reynslan hefur þegar sýnt það og sannað, að of margir lækn- ar eru alls óhæfir til að njóta þessarar heimildar. * * * í fyrstu grein þessa tbl. um »Stefnu- skrá Templara« er minst á kröfur þær, sem gera beri til embættismanna þjóð- innar með tillili til bannlaganna. Eru kröfur þessar í nákvæmu samræmi við skoðun þá, sem haldið var fram í blað- inu »Fréttir« fyrir nokkru. Allsherjarbræðralagið. Frarnh. í því, sem að framan er sagt, er sýnt í fáum dráttum hver áhrif samkepnin hefur haft á líf þjóðanna og hver endir varð þar á. Öllum þeim, sem athuga það mál grandgæfilega, hlýtur að verða það ljóst, að sú stefna hefur verið í eðli sínu og afleiðingum gersamlega andstæð bræðralagshugsjóninni. Hún hefur alið af sér allskonar illar hvatir og tilhneigingar, sviksemi ýmiskonar og óorðheldni. Hún hefur sundurtætt það, sem saman átti að vera. Hún hefur komið í veg fyrir alla sanna samvinnu þjóðanna, sem á að byggjast á hrein- skilni og drengskap, en þess í stað tengt þá, er tryggja vildu afstöðu sina og hagsmuni með óheiðarlegum meðul- um, launráðum og illkvitnislegum und- irróðri. Sá, sem hæst galaði um frið, samvinnu og samkomulag, hafði jafn- vel mestu og ófyrirleitnustu launráðin með höndum og svo var öll friðar- hræsnin verðlaunuð og lofuð hátt, svo ómaði um víða veröld. Það er þá sýnt, að þetta er ekki leið- in að takmarkinu: Allsherjarbrœðralag mannkynsins. Útbreiðsla bræðralagsins. Þá kemur til athugunar: Hefur nokk- uð verið gert í þá átt að efla bræðra- lagshugsjónina og rótfesta hana rneðal manna? Sennilega mun allerfitt að finna frum- drættina til kenningar þessarar, því hún hefur áreiðanlega verið flutt mannkyn- inu frá alda öðli. Öll aðaltrúarbrögðin hafa kent hana og lagt ríka áherzlu á að menn kappkostuðu að lifa og breyta samkvæmt henni. Síðasti trúarbragða- höfundurinn, sem uppi hefur verið, lagði eins og kunnugt er, ríkt á við menn að lifa samkvæmt bræðralagshugsjóninni og kemur sú kenning hans einna ber- legast í Ijós i þessum orðum hans: »Elskið hver annan, bræður míuir«. Enda þótt þessi orð hafi verið töluð til fárra manna í Gyðingalandi fyrir nálega 2000 árum, þá er þó enginn efi á því, að þau orð ná til allra og hefur verið beint til allra manna, sem á jörðu mundu búa eftir þann tíma. Launhelgar fornaldarinnar (mysteria) voru fegurstu ávextirnir á viði trúar- bragðanna. Menn fengu ekki inngöngu í þær fyr en eftir mikinn og langan undirbúning og oft mun það hafa borið við, að siðferðisþrek manna, andlegur þroski og viljakraftur hafði ekki náð þeirri fullkomnun að þeir fengi staðist undirbúningsreynslu þá, sem heimtuð

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.