Templar - 20.09.1918, Blaðsíða 4

Templar - 20.09.1918, Blaðsíða 4
52 T E M P L A R. var. Þetta ber vott um það, að þeir menn, sem náðu inngöngu í launhelg- arnar voru komnir lengra áleiðis á sið- ferðis- og þroskabrautinni en alment gerist. Án alls efa mun það vera, að í launhelgunum muni rík áherzla hafa verið lögð á bróðerniskenninguna, að hinir innvigðu yrðu að fylgja henni stranglega. Petta mun hafa átt sér stað jafnvel í hinum svo nefndu minni laun- helgum, hvað þá heldur í hinurn meiri. Mörg leynifélög voru uppi á kross- ferðatímunum og eftir þá með ýmsum nöfnum og ýmiskonar fyrirlcomulagi, er öll voru að meira eða minna leyli skyld launhelgunum. í sumum þessara félaga voru dulræn vísindi iðkuð og er það kunnugt, að dulspekingar hafa haldið ákveðið fram bræðralagshugsjóninni, enda bera nöfn þeirra félaga, sem hér er um að ræða þess ljósan vott, að þau hafa verið grundvölluð á bræðralaginu. Fóstbræðralag víkingatímanna má og benda á í þessu sambandi, þótt venju- lega hafi ekki nema tveir eða þrir menn myndað bræðralagið. Sama hugsjónin liggur til grundvallar hjá þeim. Þá niá nefna »gildin« svo nefndu. Félagar þeirra voru í daglegu tali nefnd- ir »gildisbræður« og ber það vott um, að bræðralagshugsjónin haíi átt sér nokkrar rætur í þeim félögum. Á átjándu og nítjándu öld risu upp ýms félög sem hafa gert mikið í þá átt að efla bræðralagsliugsjónina með vest- rænum þjóðum. Hinar ýmsu Regiur nútímans, sem starfa víðsvegar um heim, en þó einna mest í enskumælandi löndum, eru allar að meira eða minna leyti bjrgðar á við- urkenningu bræðralagsins. Hafa þær ýmiskonar verkefni með höndum, svo sem tryggingar ýmsar og slyrktarstarf- semi fyrir félaga sína og fjölskyldur þeirra. Eru þessi félög venjulega, eink- um í Ameríku, nefnd einu nafni: Fra- ternal Societies (bræðrafélögin). Hafa þau mikið gert í þá ált að innræta fé- Jögum sínum bræðralagshugsjónina. — Sama rnáli er að gegna um hinar ýmsu Reglur, sem hafa bindindi að aðalverk- efni. Þá ber og að minnast á það félagið sem mest og róttækast hefur unnið að útrýmingu áfengisdrykkjunnar með bind- indi og banni, en það er Good-Templ- arareglan (I.O.G.T.). Hún viðurkennir allsherjarbræðralag mannkynsins og kemur það berlega fram í grundvallar- atriðum þeim, sem liún er bygð á, en þau eru þessi: 1. að viðurkenna guð sem föður, 2. mennina sem brœður, 3. bindindi fyrir einslaklinginn og bann fyrir ríkisheildina. Þess má geta hér, að stefnuskrá I.O. G.T. er bygð á siðasta grundvallaratr- iðinu og bein afleiðing af þvi. Stefna hennar og slarf liefur því eðli- lega verið að vinna að því að fá mann- kynið til þess að viðúrkenna nauðsyn- ina á útrýmingu áfengisins, því þegar það sé gert, verði menn færari um að greiða bræðralagshugsjóninni braut, þvi áfengið hafi ómótmælanlega verið og sé enn versti þröskuldurinn á vegi hinna andlegu og verklegu framfara. Good- Templarreglan er stofnuð í þeim til- gangi að ráða bót á einu hinna verstu meina, sein þjá mannkynið. Rik með- aumkunartilfinning með þeim, sem lengst hafa verið komnir á drykkjubrautinni og til þess að koma í veg fyrir að ung- lingarnir falli fyrir áfengisfreistingunni, hefur hún haíið og rekið starf sitt og hún hættir eigi fyr en hún hefur borið sigur úr býtum um allan heim. Hér á bak við liggur bróðurkærleikskendin i einni af sínum víðtækuslu myndum. Framh. Frír samherjar. Fátækt, slæin húsakynni og áfengisnautn. Á fundi, sein berklaveikislæknar héldu nýlega í Englandi, lét læknirinn Sir Williams sér eflirfarandi orð um munn fara : Lungnalæringu iná skifta í þrjá flokka. Við, sem hér erum samankomnir get- um talist í fyrsta ílolcki. Ef ég hefði haganlegt verkfæri til þess að geta séð með inn í maga ykkar og lungu, þá mundi ég sennilega finna hjá hverjum 90 af hundraði einhvern blett, þar sem berklagerillinn hefði tekið sér bólfestu. Berklagerillinn er svo útbreiddur, að nálega hver einasti maður, sem kominu er á fullorðins ár hefur smitast. En hvers vegna deyjum við ekki? Vegna þess að við höfum þroskað í blóðinu nægilegt mótstöðuafl. En smitnæmið er þar, þólt það sé hulið og geti ekki gert okkur mein. En allaf getur það borið við að við flyljumst yíir í hina flokkana. í öðruni flokknum eru þeir, sem sjúk- dóinurinn hefur kornist í á það stig, er sjúkdómseinkennin koma í Ijós, en þeim getur batnað og þeir ná fullkomnu vinnuþreki. En í þriðja ílokknum eru þeir dæmdu. í þeim inagnast sjúkdómurinn án afláts viku eflir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, og á tímanum frá I—5 árum ber dauðann að garði. Þegar lifsviðurværi verkmannsins verð- ur belra, þegar húsin verða vistleg, þeg- ar þjóðin notar féð fyrir fæðu, sem liún eyddi áður í áfengi, þá nemur tala þeirra sem eru í fyrsta flokki miljónum, í slað hundruða þúsunda nú, sem eru ómót- tækilegir fyrir berklaveikina. Þá höfum við króað óvininn í vígi síuu ásamt hinum þrem samherjum sínuin: Fátækt- inni, slæmum húsakynnum og áfengis- nautn. Kaupið, letsiö og iit- KreiOiÖ „TemplaríS. Frá útlöndum. Fjörutíu og sjö bannvinir eiga nú þó að undarlegt megi virðast, sæli í neðri málstofu frakkneska þingsins. Eigi alls fyrir löngu bar þingmaður einn, Siegefried frá Alsace fram frumvarp um algert bann meðan á ófriðnum slæði, en frumvarpið var felt með 411 atkv. gegn 47. Meðal þessara 47 eru mjög þektir menn eins og Millerand, Marcel Sembat, Violette og Godard, segir »Af- holdsdagbladet«. Eftirtektavert er það, segir »Reforma- torn«, að jafnmörg alkvæði skyldu vera fylgjandi algerðu áfengisbanni í neðri inálstofunni. Þetta er því markverðara er maður gætir þess hve mikið vald á- fengismennirnir — einkum veitingamenn- irnir — hafa i Frakklandi. Víðast hvar verður þingmannsefnið að vera góðvin- ur veitingamannsins og einlægur stuðn- ingsmaður hans ef liann á að ná kosn- ingu. Áskorun um loknn áfengisveitinga- húsa hafa ávaxtaverzlarar í Kalitorníu njdega sent ríkistjórnum þar og fer á- skorunin fram á að lokun veitingahús- anna gildi þangað til að stríðinu loknu. Undravert þykir það mjög að áskorun- in skuli koma úr þessari átt, því sömu mennirnir feldu bannið við atkvæða- greiðslu sem fram fór í ríkinu fyrir tveim árum. Tii útbeiðslu bindindis og til að út- rýma áfengisdrykkjunni hefur þýzka ríkisþingið veitt 4 miljónir ríkismarka. Skal upphæð þessari skift inilli hinna ýmsu ríkja i sambandinu, er verji henni í ofangreindu augnamiði. „ÆisK:A.i>rí6 er elzla, bezta og útbreiddasla barna- blað á landinu. Afgreiðsla á Laugav. 19. Verð árg. kr. 1,75. Stærð á annað liundrað bls. i stóru broti. Myndir í hverju blaði. Nýir kaupendur fá veggmyndir og blöð i kaupbæti og útsölumenn bækur sem verðlaun fyrir kaupendafjölgun. — Öll íslenzk börn ætlu að kaupa Æskuna. Fundartími Reykjavíkiirstúkiianna. Sunnudagur: Æskan nr. i, unglst., kl. 4 síðd., G.-T.hús. Svava nr. 23, unglst., kl. i1 2 3/, siðd., G.-T.hús. Unnur nr. 38, unglst., kl. 11 árd., G. T.hús. Díana nr. 54, unglst., kl. 10 árd., G.-T.hús (uppi). Mánudagur: Framtíðin nr. 173, kl. 8V2 síðd., G.-T.-hús (uppi). Priðjudagur. Verðandi nr. 9, kl. 8V2 síðd., G.-T.hús. Miðvikudagur: Einingin nr. 14, kl. 81/* síðd., G.-T.hús. Fimludagur: Ársól nr. 136, kvenst., kl. 8V2 síðd., G.-T.hús (uppi. Fösludagur: vikingur nr. 104, kl. 8V2 stðd., G.-T.hús (uppi). Skjaldbreið nr. 117, kl. 8'/» síðd,, G.-T.hús (uppi) Laugardagur: Mínerva nr. 172, kl. SV^ sfðd., G.-T.-hús (uppi). Unglingaráð Suðurumdæmisins heldur fund fyrsta laugard. í hverjum mánuði kl. 8'/2 síðd. f G.T.hú si Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.