Templar - 12.10.1918, Blaðsíða 1

Templar - 12.10.1918, Blaðsíða 1
XXXI. Reykjavik, 12. okt. 1918 9. blað. Stefnuskrá Good-Templara. I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyíi f neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, meö ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannáct eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að framfylgja lðgunum. VI. Staðfastar tilraunir til að írelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér böfum boríð sigur úr být- oib nm allan h«im. Yetrarstarfið, Nú em sumarannirnar um garð gengn- ar; alíflestir eru komnir til heimkynna sinna og seztir að. Erfiðleikarnir á lífs- framfærzlunni eru auðvitað margir og miklir á þessum tímum og fyrst og fremst verður að ráða bót á þeim, sem vonlegt er, ög er það ekkert tiltökumál. Meðan sumarannirnar eru, verða menn að láta alt annað sitja á hakanum og því er það eðlilegt, að öll andleg starf- semi taki sér hvíld einmitt um sumar- timann. En þegar haustar að og menn eru komnir heim og hafa tekið á sig vetrarró, þá byrjar tími hinnar andlegu iðju, þá fara menn að gefa sig við hin- um ýmsu áhugamálum sínum; þá taka þeir aftur til við námið, sem það stunda bæði bóklegt og jafnvel verklegt Iíka. En þá byrjar árstíð félaganna. t»á vakn- ar félagslífiö eftir sumardvalann; þá hefja stúkurnar aftur starí sitt með full- um krafti. Svo hefur það verið öll þau 34 árin, sem Reglan hefur starfað hér á landi og svo verður það einnig að þessu sinni. Aðalforgöngumenn stúknanna verða að blása í lúðra sína og kveðja herinn saman — þeir verða að láta félagana vita, að nú sé kominn tími til starfa og nú verði stúkan að starfa vel og með áhuga í vetur að málum sínum. Mikið er ógert enn. í því efni má vitna í þau atriði, sem vikið var að í síðasta tbl. þessa blaðs um »Stefnuskrá Templara«. Er þar sýnt fram á, að margt og mikið sé enn eftir ógert í bindindis og bannmálinu hér á landi, svo ekki dugir að láta við það eitl sitja sem nú er komið. Drykkjuöldin, sem við rélt höfum skroppið fram úr, er alveg á hælunum á okkur og hún hefur skilið eftir í okk- ar fámenna þjóðfélagi alt of marga eyði- lagða menn, drykkfelda menn, menn, sem alt láta sitja á hakanum, nema það Bannlög' Bandaríkjanna. Ríkið Luisianá samþvkti stjórnlagabreytinguna 6. ágúst þ. á. í efri málstofu löggjafarþingsins með 21 atkv. gegn 20 og í neðri málstofunni 8. s. mán. með 69 atkv. gegn 41. Eru þá fjór- tán riki búin að samþykkja aðflutningsbannslögin og eru fimm þeirra vínsöluríki. Pá eru þau ríkin að eins þrjú, sem neitað hafa að samþykkja lögin: New York, Rhode Island og New Jersey. Veruí ganíaríkjahermanna. Skömmu eftir að Bandarikjaherinn var kominn til vígvall- ar, heimtaði stjórn Bandarikjanna fulla tryggingu fyrir því af bandamönnum sínum, að hermönnunum yrði ekkert áfengi veitt. Algert sölu- og veitingabann áfengis, bæði til hers og flota, hefur um mörg ár verið í gildi í Bandaríkjunum. SráBabirgffarbann í jjaníaríkjannm. »Berlingske Tidende« frá í f. rrián. flytja þá fregn, að frá 1. des. þ. á. sé öll áfengissala og tilbúningur b.annað í öllum Bandaríkjunum og sé bruggurum að eins leyft að selja dauft öl úr kornbirgðum þeim, er þeir þá kunni að eiga óeyddar. {annatkvaiagreilsla í Jretlanði. í ýmsum bæjum og héruðum i Englandi, Skotlandi og Wa- les hefur farið fram atkvæðagreiðsla um algert tilbúnings-, sölu- og innflutningsbann á áfengi. Skýrslur um atkvæðasöfnunina hafa sýnt að með banninu voru greidd . 166,693 atkvæði á móti voru......78,066 — Meiri hluti með bannlögura 88,627 — í Hull fór atkvæðagreiðslan fram og voru þar greidd 50,084 atkv. með, en 38,572 á móti eða 11,512 atkv. meiri hluti. Krafan var um það, að bannið gilti meðan á stríðinu stæoi. Fregnirnar að mestu úr »The American Issue«. eitt að ná sér í áfengi eða eitthvað þess ígildi. Þessum mönnum þarf að hjálpa ef auðið er. Nauðsynlegt er að reyna að hafa áhrif á þá og leiða þá til bind- indis, að lokka þá burt frá þeim, sem þeir hefðu aldrei ált að leggja lag sitt við og koma þeim undir ný áhrif, sem gætu gert þá styrkari í lífsbaráttunni og gefið þjóðfélaginu þá aftur sem nýt- ari og betri borgara. Hér er enn nægilegt verkefni fyrir stúkur að inna af hendi, svo félagarnir geta ekki sagt, að ekkert sé verkefnið. En stúkan er meira en stofnun til þess að bjarga drykkjumönnum persónulega. Það starf hefur verið og er aukatriði í Good-Templaramenskunni. Menn hafa hafl þá hugmynd, bæði utan Reglunnar og innan, að hún sé eins konar drykkju- mannahæli, en slíkt er bláber misskiln-

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.