Templar - 31.10.1918, Qupperneq 1

Templar - 31.10.1918, Qupperneq 1
XXXI. TEMPLAR Reykjavík, 31. okt. 1918. 10. blað. Stefnuskrá Good-Temiilant. 1. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert ley6 I neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva tildrykkjar. aiI.Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum t Téttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. ;I V. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sein mentun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráövandra niaaua til aö framfylgja lögunum. ■VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér höfum boriö fligur úr být- tun um allan heim. Hæstaróttardómur fallinn i skaðabótakröfumáli hr. Ben. S. Þórarinssonar og frú Margrétar Zoéga á hendur landssjóði út af bannlögunum. Nýlega hefur hæstaréttardómur fallið í málum þeim, er Ben. S. Pórarinsson kaupm. og frú Margrét Zoega höfðuðu út af bannlögunum. Fóru þau fram á skaðabætur fyrir að missa á- fengissölurétt og veitinga, en hæstiréttur sýknaði landssjóð af kröfunum og dæmdi þau til að greiða 500 kr. i málskostnað hvort um sig. Pess má geta að landssjóður var sýknaður bæði fyrir undir- og yíirrétti. Áfengisbann á Virgin Island. »The International Record« skýrir frá því, að löggjafar- þing Virgin-eyjunnar í Vestur-Indíum hafi samþykt áfengishann- lög eftir uppástungu frá Bandaríkjunum. Með þessu er nýjasta landið, sem lagt hefur verið undir yfirráð Bandaríkjanna, komið i samræmi við önnur héruð, sem lúta þeim, í þessu máli, á- fengisbannmálinu. Þekkingarskortur andbanninga. í hvert skifti sem lesin er grein eflir andbanninga um bannlög eða bind- indi, þá sér bver maður undir eins að mennirnir bafa alls eigi kynt sér málið sem þeir rila um. Hið megn- asta þekkingarleysi skín nálega út úr bverri setningu hjá þeim, og alveg er sama máli að gegna hvort maðurinn, sem ritar, er lærður eða leikmaður, það stendur nálega alveg á sama, nema ef vera skyldi það, að hjá leikmanninum verður alls ekki vart við þann mikla sjálfsþótta og drainb, sem skín í gegn- um skrif sumra þeirra andbanninga, sem lærdómnum þykjast hlaðnir og ein- ir viti alt. Einna mest ber þó á misskilningi þeirra á stefnu og starfi bannvina — það gægist æfinlega út úr bverju orði þeirra. Sunnudaginn 20. þ. m. flutti »Morg- unblaðið« greinarkorn eftir einhvern Ó. Nefnir hann hana: Frá Palreks/irði. Aðalinntak greinarinnar er að skýra frá »koges«-tunnu, sem flutt hafi verið til Patreksfjarðar og »hafl síðan verið löluvert »fyllirí« þar«. í sjálfu sér virðist óþarfi að svara greinarkorni þessu hér í blaðinu; en með því að í greininni kennir svo megns misskilnings á bannstefnunni og starfi Good-Templara og bannvina yfir höfuð, þá getum vér ekki látið bjá líða að gera nokkrar almennar atbugasemdir við þetta skrif hr. Ó. Hann segir: wÞað er annars stórmerkilegt að al- drei skuli opnast augun á Ling- og Good-Templaramönnum fyrir svívirðu þeirri, sem bannlögin leiða af sér. Ræfl- arnir, sem átti að bjarga með bannlög- unum, druku eftir sem áður; eini mun- urinn, að áður drukku þeir vín, en nú drekka þeir eitur — þessi nýkomni »koges« er sem sé blandaður með ani- líni«. þeim liggur það í augum uppi, sem nokkuð verulega hafa athugað áfengis- málið, drykkjuskapinn og drykkjusiðina yíir höfuð, að lílt mögulegt mundi að bjarga þeim mönnum, sem langt eru leiddir á drj'kkjubrautinni. Letta hafa Good-Templarar og bindindismenn vitað og vissu löngu áður en bannið kom á. Þeim var það ljóst, að sumir drykkju- menn mundu gera alt sein þeim væri unt til þess að ná sér í áfengi og grípa til ýinsra eiturefna, sem áfengi er í, lil þess að svala áfengisþorsla sínum. Eng- um heilvita manni hefur getað komið til bugar að setja bannlög fyrir slíka menn. Bannlögin eru sett til þess að útrýma áfengisnautninni og öllum afleiðingum bennar í framtíðinni og það gera þau bezt með þvi að varðveita hina upp- vaxandi kynslóð frá því að drekka, því nú eru það undantekningar, ef ungling- ar byrja á þvi að drekka suðuvökva. Petta ætti lir. Ó. og fleslir andbann- ingar að geta skilið, ef þeir kæra sig um það. En vér búuinst samt við að þeir berji böfðinu við steininn, eins og áður, og láti málið aldrei á sig ganga. Starfsemi bindindis- og bannvina hef- ur aldrei verið bundin við einstaka menn, heldur hejur hún verid rekin sem þjóðleg lireyfing, er litur aðallega á þjóð- ina sem heild, þar sem einstaklingurinn er og verður aukaatriði. Væri það ekki svo, þá væri krafan um bannlög tæp- lega réttmæt. Letta er líka fremur Ijóst mál og andbanningum engin ofætlun að skilja ef þeir vilja. Vonandi ætti Ó. og samherjar bans að skilja það, að bannvinum hefur al- drei komið til hugar að löghelga suðu- vökvadrykkju eða mæla henni bót. Þeir bafa gert ýmislegt til þess að sporna við lienni. Hún er skírasti votturinn um spillingu þá, sem drykkjuöldin og hófsemdarmennirnir hafa af sér fætt. Hr. Ó. spyr uin það, hverjum liafi átt að bjarga með bannlögunum þegar það sé »sýnt og sannað, að drykkjuræflun- um varð ekki bjargað«. Hann svarar sér sjálfur og segir: »Það munu hófs- mennirnir, sem átt hefur að bjarga, mönnum, sem aldrei verða sér til skannnar«. Hann má balda bvað sem hann vill um afstöðu bannlaganna til hófsmanna, en eitt er víst, að befðu hófsmennirnir aldrei verið til, þá hefði enginn drykkju- rœfill verið til. En sennilega er til of mikils mælst, að Ó. og skoðanabræður bans skilji þetta, að minsta kosti hafa þeir ekki viljað skilja það. Framtiðin mun samt leiða þann sannleika í Ijós, að þegar hófsmennirnir eru horfnir úr sögunni — sem árangur af bannlögun-

x

Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.