Templar - 31.10.1918, Blaðsíða 2

Templar - 31.10.1918, Blaðsíða 2
38 T E M P L A R. „Templar“ kemur út 12 sinnum á þessu ári. Verð árgangsins er 2 kr., i Araeriku 75 cents. Útsölumenn fá 25°/o i sölu- laun. Afgreiðslu og innheimtu annast: Sveinn Jónwwon, kaupmaður, Kirkjustræti 8, Keykjavik. Útgefandi: Stórstúka íslandH I.O.G.T. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Árnason, prentari. Box 221, Revkjavik. um — þá séu drykkjuræflarnir korfnir líka. Hr. Ó. fjargviðrast út af tekjumissi landssjóðs vegna bannlaganna og vill láta landssjóð fá einkasölu á áfengi og »þó (geti hann: landssjóður) haft hönd í bagga með drykkjuskap«. Einlcasöluhugmyndinni hefur svo oft verið svarað hér í blaðinu og hún hef- ur verið svo marghrakin af bannvinum, að óþarfi virðist að tala um hana að þessu sinni, en þó má geta þess, að annarsstaðar hefur reynslan orðið alt annað en æskileg og trúum vér tæplega að það sé sannfæring fyrir málinu, sem hér liggur til grundvallar, heldur sé það ómenguð andbanninga-sjálfselska, sem hér á hlut að máli. Að landssjóður hafi á annan hátt hönd i bagga með drykkjuskap, ef hann gerðist einkasali áfengis, en þann, að selja sem allra mest, án tillits til þess hverjar afleiðingarnar yrðu, finst oss svo ljóst, að um það þurfi ekki að þrátta. Enda mundi þá sumum ekki þykja tekjurnar um of, því nóg yrði við peningana að gera. Og að drykkjuskap- ur manna yrði undir nákvæmara eftir- liti þá en nú, er óhætt að staðhæfa, að ekki nái nokkurri átt — svo vel þekkir maður þá, sem laganna eiga að gæta. Og Ó. segir enn fremur: »Og þeir menn, sem hafa barist fyrir bannlögunum, urðu til þess að »forsyna« drykkjuræflana með »koges«, hver er þá alvaran og hver er þá velvildin, sem hefði átt að vera hvötin til að bjarga þessum aumingjum með því að koma bannlögunum í framkvæmd?« Að þeir, sem komu bannlögunum í framkvæmd hafi útvegað drykkjuræflum suðuvökva er tilhæfulaust þvaður. Hitt er vitanlegt, að bannmenn hafa gert ýmsar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir suðuvökvadrykkju. Um vel- vildina til drykkjuræflanna situr sízt á andbanningum að tala, því engum er enn þá kunnugt um, að þeir hafi nokk- uð gert i þá átt að bjarga þeim. En hitt er kunnugt, að hófsemdarmennirnir svo nefndu eru orsök þess að drykkju- ræflarnir hafa orðið til og eiga aum- ingjaskap þeirra á samvizkunni. Hitt er einnig alkunnugt, að andbanningarn- ir telja sig hófsemdarmenn, sem ekki vilja láta minstu vitund af ímynduðu frelsi sínn fyrir aðra. Ó. segir að lokum, að »að eins frjáls bindindisstarfsemi geti bjargað drykkju- mönnum«. Okkur bindindismönnum er vel kunn- ugt um það, hvernig gengur að bjarga ofdrykkjumönnum og höfum reynslu í því efni, sem Ó. hefur bersýnilega litla hugmynd um. Hún er sú, að drykkju- maðurinn er att af vonarpeningur fyrir þjóð/élagið og undantekningar eru það ef hann getur snúið af braut sinni til fullnustu. En hvað vilja andbanningar ? Þeir heimta frelsi til að drekka. Af því leiðir: að drykkjuskapnum er haldið við — og nóg verður framleitt af drykkjuræflum. Hvað á svo að gera? Þá er gott að hafa nokkra bindindis- menn og Templara, til þess að tína úr ruslinu, sem andbanningarnir hafa skil- ið eftir á sorphaugi þjóðfélagsins og at- huga, hvort nokkuð nýtilegt verði úr því unnið. Andbanningar fara að eins og sjó- maður, sem rendi öfuga endanuin á færi sinu til botns og hélt í öngulinn er hann ætlaði að draga fisk. Andbanningum sárnar. Peir hafa ofl spáð þvi, vinir vorir, andbanningarnir, að eftir stríðið og þeg- ar siglingar væru komnar í samt lag, mundi áfengissmyglun verða hér i svo stórum stíl, að engu tauti yrði við kom- ið. Enda þótt nú megi segja, að sigl- ing sé litlu minni en í meðalári á und- an stríðinu, þá er það alls ekki ósenni- legt, að eitthvað væri hæft í þessum ummælum þeirra, ef litið væri á þau frá almennu sjónarmiði. Af mörgu mátti ráða að andbanning- ar biði með óþreyju þeirrar stundar, er stríðinu létti af, einkum fýrir þá sök, að þá myndi spádómurinn rætast og heitustu óskum þeirra yrði fullnægt. Þeir sváfu svefni hinna andvaralausu og inóktu með sæluvon í brjósti um gleðiríka daga er biðu þeirra og gnægð dýrra veiga. »En Adam var ekki lengi í Paradís«; Matthías Jochumsson skáld sagði að hann hefði verið þar í »knappan klukku- tíma«. En mánudaginn 21. þ. m. vöknuðu þeir við vondan draum. »Morgunblað- ið«, hljóðpípa andbanninga, flutti þeim eftirfarandi sorgarfregn(II!): »Bannraenn f'ærast í aukana. í norsku blaði lesum vér frásögn um það, að bannmenn hér á íslandi séu að makka við samskonar menn og Good- Templarafélög í Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Englandi og biðja þá að fá því framgengt við stjórnir og þing þessara landa, að lagt verði í hverju landi bann við því að flytja þaðan áfengi til ís- lands. Blaðinu, sem segir frá þessu, finst það ekki nema sjálfsagt, að stjórnir Norðurlanda verði við þessari bón og jafnvel stjórn Englands líka. Mikils þykir nú við þurfa, þegar það j á ekki að nægja, að bannað sé með ís- ! Jenzkum lögum að flytja áfengi til lands- ins, lieldur eiga nú einnig Good-Templ- arafélög í öðrum löndum að bera um- byggju fyrir þessum veslings ræflum, sem byggja hið fullvalda konungsríki ísland, og sjá um það með erlendri löggjöf, að þeir fari sér ekki að voða með því sem þeir láta ofan i sig!« Andbanningar hafa sennilega haldið að bannmenn mundu ekki nola sér al- þjóðasamband sitt á ueinn hátt, en nú hafa þeir illilega rekið sig á það, að því var ekki að heilsa. Ef þeir liefðu at- hugað hlutina með ró og stillingu, þá máttu þeir alt af búast við slíku. Peir geta sagt sér það sjálfir, að bannmenn fara ekki að leita ráða hjá þeim um það, hvað þeir ætli sér að-gera og munu eðlilega ekki gera það i framtíðinni, svo það verður gott fyrir andbanninga að læra að venja sig við vonbrigðin. Bann- menn eiga skoðanabræður meðal allra, stétta hér í nágrannalöndunum og einnig meðal ráðherranna, ekki einungis í Nor- egi, Danmörku og Sviþjóð, heldur einnig í Englandi og Bandaríkjunum og eru þeir, sumir hverjir, langmestu áhrifa- mennirnir í stjórnmálum yfir höfuð. En það, sem hér hefur verið sagt, er þó ekki aðaltilefnið til þess að »Templ- ar« tekur ofanskráða »Morgunblaðs«- grein til athugunar. Lesendurnir munu ekki lengi verða þess duldir, er þeir hafa lesið ofan- nefnda »Morgunblaðs«-klausu, að á bak við hana er sár gremja út af því að nú sé hœttan á að erfilt verði að smygla á- fengi til íslands. Bersýnilegt er því, að alt hjal and- banninga um lögbrot og spillingu, sern bannlögin leiði af sér hér á landi, er yfirdrepsskapurinn bláber. Þeir hafa haldið að með því væri hægt að slá ryki í augu almennings og telja honum trú um að lögin séu óframkvæmanleg. En almenningurinn er miklu skynsam- ari en andbanningarnir. Hann veit hvað á bak við liggur hjá þeim og leggur því engan trúnað á orðagjálfur þeirra og hræsnishjal um bannlagabrot og sið- spillingu. Menn vita ofur vel, að and- banningarnir eru þeir mennirnir, sem standa beinlínis og óbeinlinis í sam- bandi við brotin á bannlögunum. Oss er sem sé vel kunnugt um að aliir aðal- forkólfar þeirra eru að meira eða minna leyti riðnir við bannlagabrot. En nú sprakk blaðran; »Morgunblaðið« gat ekki á sér setið. Það varð að láta ó- ánægju sína í ljósi um það, að tilraun- ir væri verið að gera til þess að koma í veg fyrir að þeir, andbanningarnir, gætu brotið bannlögin framvegis. Andbanningar, með hljóðpípu sína i broddi fylkingar, geta eftirleiðis, eins og bingað til, barið sér á brjóst og hamast út af bannlagabrotum og siðspillingu, en héðan í frá mega þeir vita það, að enginn alvarlega hugsandi maður tekur mark á því sem þeir segja um þessi efni. Svo greinilega hafa þeir komið upp um sig.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.