Templar - 31.10.1918, Blaðsíða 4

Templar - 31.10.1918, Blaðsíða 4
40 TEM PLAR. Allsherjarbræðralagið. Framh. í nálega öllum löndum Norðurálfunn- ar hafa stéttafélögin innan jafnaðar- mannahreyfingarinnar hafl náið sam- band hvert við annað og trygt félögum sinum að þeir geti fengið sjúkrastyrk og ferðastyrk greiddan í öllum þeim löndum, sem sambandið nær yfir. Þetta miðar í þá átt að knýja menn til að hugsa lengra en innan takmarka hvers einstaks lands, knýr fram allsherjarsam- úðina og samvinnuhugsunina hjá félags- mönnunuin. Hvar sem einhver iðnað- armaður ferðast, getur hann ætíð snúið sér til stéttarbræðra sinna í því landi sem hann er staddur og vænst hjálpar þeirra og aðstoðar í ýinsum greinum, sem æfinlega er látið í té. Þótt þetta sé eingöngu gert í hagsmunaskyni, þá er það þó fyrsti vísirinn til þess að ryðja allsherjarbræðralaginu braut með- al manna alinent. Vitanlegt er það, að jafnaðarmannahreyfingin er einhver hin öflugustu samtök, sem nú þekkjast í heiminum, og er það því engin furða þó að hennar væri getið í sambandi við bræðralagshugsjónina. Hún hefur haft mikil áhrif á útbreiðslu bræðra- lagsins og er i eðli sínu náskyld hug- mynd eða slefnu, sem farin er útbreiðast ast hér á landi, nefnilega samvinnu- stefnunni. Samvinnuhreyfingin er ekki ýkja gömul; hún mun hafa risið upp á Eng- landi nokkru fyrir miðja síðastliðna öld. Hefur hún sennilega í fyrstu verið reist gegn verzlunarstéttinni, til þess að forð- ast óþarfa milliliði í verzlun; hafa menn með samvinnuverzlun reynt að skiíta ágóðaþóknun þeirri, sem kaupmaðurinn fékk á milli samvinnufélagsmannanna. Samvinnumenn hafa komið á fót junis- konar samlökum og félögum i ýmsu augnamiði, sláturfélög, iðnrekstur í stærri og minni stíl; lífsábyrgðarfélög og bank- ar eru jafnvel til, sem bygðir eru á samvinnuhugmyndinni; einnig hafa smá- bændur víða myndað með sér samvinnu- félög. Alt þetta miðar auðvitað í þá átt að efla samheldni með mönnum og samvinnu í stað samkeppni og sundur- lyndis og er það alt leiðir í áttina að allsherjarbræðralagi. Það skal tekið fram, til þess að fyrir- byggja misskilning, að hér hefur verið minst á jafnaðarmenskuna og samvinnu- hreyfinguna frá því sjónarmiði, sem þau snúa að bræðralagshugsjóninni; en hinu má ekki blanda saman, að menn feta fundið ýinislegt við þær að athuga, er þeir líta á þær með tilliti til þeirra manna, sem eru forsprakkar þeirra og braut- ryðjendur, einkuin þó þar sem þær eru i bernsku, eins og hér á landi. Ein hugarstefna getur verið í alla staði rétt, þótt einhverjum áhangendum hennar geti ekki auðnast að lifa sarakvæmt henni í öllum atriðum. Friðarhreyfingin er einhver hin þarf- asta og merkasta hreyfing vorra tíma, þó að hún hafi ekki verið þess megnug að koma í veg fyrir hina miklu styrj- öld, sem nú geysar. Stefna hennar og starf er að fá allar þjóðir til að leggja niður vopnin og láta gerðardóm skera úr öllum ágreiningsmálum, sem upp kunna að koma þjóða í milli. Er það öllum Ijóst, sem nokkuð um það hugsa að mikið djúp er staðfest á milli hern- aðarstefnunnar, sem ríkt hefur í heim- inum jafnlengi og sögur fara af, og frið- arbreyfingarinnar, og komi hugsjón friðarvina til framkvæmda, sem vér telj- um efalaust, þá mun heimurinn kom- ast miklu nær bræðralagshugsjóninni en nokkru sinni fyr. Auk þess er það eðli- legt að friðarvinír láti stjórnast af anda bræðralags og samúðar; þeir gátu ekki annað, því að öðrum kosti hefði þeir ekki verið í samræmi við hinn göfuga tilgang, sem friðarhreyfingin hefur að markmiði sínu. Ein hin yngsta allra þeirra hreyfinga, sem nú hafa verið nefndar og sem allar hafa að meira eða minna leyti unnið að því að efla bræðralagið með mönnum, er Guðspekishregfingin. Hún leggur aðal- áherzluna á bræðralagið, þvi hún gerir viðurkenningu þess að beinu skilyrði fyrir inngöngu í stúkur sínar. Hún hefur áreiðanlega haft mikil áhrif í þá átt að úlbreiða bræðralagshugsjónina og rótfesta hana með mönnum í nálega öllum Iöndum heims og hefur af ýms- um ástæðum getað flutt hina gullvægu kenningu bræðralagsins með þjóðum, sem jafnvel allar hinar hreyfingarnar hafa tæplega náð til. Yms fleiri félög mætti nefna í þessu sambandi, svo sem ýmsa sértrúarflokka, en þeir tilheyra í eðli sínu þeim kafla þessarar greinar, þar sem minst er á trúarbrögðin. Þó má geta þess, að Sálu- lijálparherinn hefur sýnt það með hinu blessunarríka starfi sínu fyrir þá, sem við allra erfiðust kjör eiga að búa með- al þjóðanna, að hann veit hvað bræðra- lagið er í raun og veru. Framh. Frá útlöndum. Hóraðasamþykta-atbvæðagreiðslahef- ur nýlega farið fram í New Jersey. Sex héruð urðu alþurkuð með miklum meiri hluta atkvæða. Nálega 200,000 íbúar losaðir við áfengisverzlunina. Rfkisbannið í Texas gekk í gildi 26. júni þ. á. Öllum áfengissölustöðum og brugghúsum lokað. í ríkinu eru um 4 miljónir íbúa og stærð þess um 265,000 fermílur enskar (16,562.5 fermílur dansk- ar). Er það nú laust við áfengisófögnuð- inn. Fanama. Yfirhershöfðingi Bandaríkj- anna í héraðinu kringum Panamaskurð- inn hefur gefið út þá skipun, að enginn megi hafa áfenga drykki í fórum sínum, ekki gefa þá, nota eða flytja yfir eða um héraðið. Hermönnum Bandaríkj- anna er sömuleiðis bannað að koma til bæjanna Panama og Colon, þangað til er sljórn Panama-ríkisins hefur gert nægilega strangar og viðunandi ráðstaf- anir í þessum tveim bæjum. Ný lióraðasamþyktalög í Tasmaníu. Ný héraðasamþyktalög hafa verið sam- þykt í Tasmaniu og samkvæmt þeim á í sambandi við næstu aðalkosningar í marzmánuði næsta ár og allar síðari kosningar að fara fram atkvæðagreiðsla um það: 1) hvort öll áfengissala skuli bönnuð, 2) hvort fækka skuli áfengis- sölustöðum og 3) hvort áframhald skuli vera á því ástandi sem er. Bannvinir halda fram að einfaldur meiri hluti skuli ráða, en stjórnin stingur upp á að níu-sextándu hlutar skuli samþykkja. Norskn brennivínslyfseðlarnir. Eins og kunnugt er, hefur brennivínsbann verið í gildi í Noregi um nokkurt skeið. Auðvitað voru þeir margir, sem gerðu alt sem unt var til þess að ná sér í brennivín og þá urðu læknarnir hjálp- samir, eins og víðar. Gáfu sumir lækn- ar svo mikið út af brennivínslyfseðlum, að til stórvandræða horfði. Stjórnin varð að skerast í leikinn og gera ýms- ar takmarkanir á rétli þeim, sem lækn- arnir höfðu, til þess að gefa út lyfseðla á áfengi. Hún varð einnig að setja ýmsar reglur viðvíkjandi lyfsölunum. Út af þessu hafa orðið æsingar nokkrar og halda sumir, að hægri menn hafi notað sér þetta meðal annars við þing- kosningarnar síðast. Þeim var líka trú- andi til þess að samþykkja allan ósóm- ann. Kaupið, lesið og út- breiðið „Templar“. er elzta, bezta og útbreiddasta barna- blað á landinu. Afgreiðsla á Laugav. 19. Verð árg. kr. 1,75. Stærð á annað hundrað bls. í stóru broti. Myndir í hverju blaði. Nýir kaupendur fá veggmyndir og blöð í kaupbæti og útsölumenn bækur sem verðlaun fyrir kaupendafjölgun. — ÖIl íslenzk börn ættu að kaupa Æskuna. Fundartími Reykjavíknrstúknanna. Sunnudagur: Æskan nr. i, unglst., kl. 4 sfðd., G.-T.hús. Svava nr. 23, unglst., kl. i'h siðd., G.-T.hús. Unnur nr. 38, unglst., kl. 11 árd., G.-T.hús. Diana nr. 54, unglst., kl. 10 árd., G.-T.hús (uppi). Mánudagur: Framtíðin nr. 173, kl. 8T/a síðd., G.-T.-hús. Priðjudagur. Verðandi nr. 9, kl. 8*/» síðd., G.-T.hús. Miðvikudagur: Einingin nr. 14, kl. 8V2 sfðd., G.-T.hús. Fimludagur: Ársól nr. 136, kvenst., kl. 81/* síðd., G.-T.hús (uppi) Föstudagur: Víkingur nr. 104, kl. 8T/a sfðd., G.-T.hús (uppi). Skjaidbreið nr. 117, kl. 8JA sfðd., G.-T.hús. Laugardagur: Mínerva nr. 172, kl. síðd., G.-T.-hús (uppi). Unglingaráð Suðurumdæmisins heldur fund fyrsta laugard. í hverjum mánuði kl. 81/* síðd. í G.T.húsi. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.