Templar - 29.11.1918, Page 1

Templar - 29.11.1918, Page 1
XXXI. Stefnuskrá Good-Templara. i. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi I neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva tildrykkjar. í!II. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum 1 réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um. sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar, .IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að framfylgja lögunum. 'VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér höfum borið sigur ár být- tua um allan heim. T Látnir Templarar tír inflúenzanni. Siórt skarð hefur hún liöggvið í hóp góðra karla og kvenna hér í Reykjavik inflúenzan eða »spanska pestino svo nefnda. Hafa Teniplarar ekki farið var- hluta af því freniur en aðrir. Úr hóp þeirra hefur pestin hriíið marga ágæta menn og konur, sem Reglunni og mál- efni voru er mikil eftirsjá í. Skal þeirra getið hér stultlega hvers uni sig: Jóhann Kristjánsson, ættfræðingur, andaðist 12. þ. m. — Hann varð fyrst félagi stúk. »Norðurljósið« nr. 64 í Núpa- sveit, en íluttist til Reykjavíkur utn alda- mótin. Hann mætli á nokkrum stór- stúkuþingum. Svo gerðist hann félagi í stúku hér í bænum og var síðustu árin í stúk. Einingin nr. 14 og var Æ. T. hennar þegar hann dó. Hann gegndi þar að auki ýmsum störfutn bæði i Umdæmisstúkunni og Stórstúkunni. Lip- ur starfsmaður var hann og samvinnu- þýður. — Hann var um nokkur ár skrif- ari í atvinnumáiadeiid stjórnarráðsins. Hann lælur eftir sig ekkju og 2 börn. Guðm. Magnússon, skáld, andaðist 18. þ. m. — Hann var félagi stúk. Einingin nr. 14 frá því hann kotn fyrst til Reykjavíkur (1893). Hann gegndi ýmsutn störfum i stúkunni og var Utnboðsmaður Stór-Templars í ntörg ár. Hann var fulltrúi stúkunnar á stórstúku- þingi 1901. — Hann nam prentiðn hjá Skafta lieitn. Jósefssvmi á Seyðisíirði og vann í ísafoldarprentsmiðju um línta eftir að hann fluttist til Rvíkur; einnig var hann nokkur ár í Prentsm. Guten- berg eflir að hún var stofnuð. Hann fór utan og kynti sér leiklist í Iíhöfn, Reykjavík, 29. nóv. 1918. II. blað. Áfengisbúöum lokað í New York. Samkvæmt fregnum frá New York verður öllum áfengis- sölubúðum þar (10 þúsund að tölu) lokað 1. desember næstkom- andi. Er sú ráðstöfun sennilega gerð í sambandi við bráðabirgð- aráfengissölubannið, er ákveðið hefur verið af sambandsþinginu sem hernaðarráðstöfun. Áfengisbúðum lokað í Chicago. »The American Issue«, blað Félagsins gegn áfengissölustöð- unum í Bandaríkjunum, getur þess, að nú séu áfengisveitinga- menn í Chicago að útvega sér nýja atvinnu, því búðum þeirra verði innan skamms lokað. Hafa sumir þeirra leigt sér smábúðir til þess að verzla meö grænmeti o. þ. h. Eftir þessu er það ljóst, að þeir búast ekki við að áfengis- verzlun verði nokkuru sinni aftur leyfð í Bandaríkjunum, enda dettnr víst engum í hug að halda það, sem nokkuð þekkir til þar í landi nú. Álþj óða-bannþing- er haldið í þessum mánuði í Bandaríkjunum að tilnlutun Félags- ins gegn áfengissölustöðunum og mæta þar fulltrúar frá öllum ófriðarþjóðunum; hlutlausar þjóðir áttu einnig kost á að senda fulltrúa til þingsins. Hafa fundarboðendurnir ýms merk mál á prjónunum viðvíkjandi íramkvæmdum á algerðum bannlögum hjá öllum hernaðarþjóðunum og samvinnu í því efni. en síðari árin fékst hann mest við sagnaskáldskap, en við ljóðagerð mun hann hafa fengist frá unga aldri. Hann kvæntist eftirlifandi ekkju sinni Guðrúnu Sigurðardóttur frá Akureyri, sem syrgir hann ásamt uppkominni uppeldisdóttur þeirra bjóna. Guðrún Sigurðardóttir, húsfrú, kona Jónatans Þorsteinssonar kaupm. andaðist 13. þ. m. Hún var margra ára félagi stúk. Einingin nr. 14 og tók þátt i ýmsum slörfum stúkunnar unt eitt skeið. Var hún valinkunn sæmdar- kona. Margrét Sigurðardóttir, húsfrú, kona Einars Björnssonar verzlunarm. í Verzlunin Rjörn Kristjánsson, andaðist þriðjudaginn 12. þessa mán. Hún var um mörg ár félagi stúk. Einingin nr. 14 og vann í þarfir hennar um langt skeið. En síðari árin var heimili henn- ar orðið svo umfangsmikið að liún gat lítið gefið sig við öðrum störfum. Er viðskilnaður hennar mikill missir heim- ilis með 6 börnnm og því elzta um 16 ára. Porvaldur Slgurðsson, húsgagnasm. andaðist 17. þ. m. — Hann var sonur Sigurðar heitins Jónssonar fangavarðar, sem var einn hinna elztu Templara hér i Reykjavík. Porvaldur heit. var félagi stúk. Einingin nr. 14. Bezti drengur var hann og vandaður í öllu tilliti. Einar ólaissou, gullsmiður, andaðist 18. þ. m. — Hann var einn af elztu félögum stúk. »Skjaldbreið« nr. 117 og starfaði mikið í þarfir liennar. Hann var hið tnesta ljúfmenni og dró að sér hugi allra þeirra er honum kyntust. Yaldimar Ottesen, verzlm., andaðist 10. þ. m. — Hann var fyrir stuttu genginn í stúk. Verðandi nr. 9.

x

Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.