Templar - 29.11.1918, Blaðsíða 3

Templar - 29.11.1918, Blaðsíða 3
T E M P L A R. 43 Bannið kemur. i Eftir Giuj Hayler. [Eftirfarandi greinarkorn er inngangsgrein hr. Guy Hayler’s í blaði hans »The Inter- national Record«, sem kom út í október p. á. — Hann er formaður Alþjóða-bannfélagsins og Alþj.-Gæzlumaöur Kosninga i I.O.G.T. — Hann er sá maðurinn, sem nú hefur bezta þekkingu á afstöðu bannmálsins um allan heim]. Níu ár eru nú að eins liðin síðan Alþjóða-bannfélagið var stofnað — það var stofnað í sainbandi við 12. alþjóða- bindindisþingið, sem þá var haldið í Imperial Inslitut í Lundúnum. í þá daga var þann veg litið á þjóðarbann af allflestum, að það væri sama sem að »hrópa á tunglið«, og saina máli var að gegna með alþjódabann — það væri langt fyrir utan allan veruleika. Á næsta fundi, sem baldinn var í Al- þjóða-bannfélaginu í Haage í Hollandi árið 1911, og mættu þar fulltrúar frá nálega helmingi allra landa veraídar- innar, var samþykt áskorun og send öllum ríkjastjórnendum og æðstu ráð- endum í öllum löndum. Svör þeirra báru þess Ijósan vott, að bannlög gegn áfengi væri það eina, sem gera yrði, er þýðingu hefði í áfengismálinu, og hefði sú skoðun þá þegar aflað sér fylgis. Þriðji fundur félagsins var haldinn í Milano á Ítalíu árið 1913 og mættu þar margir opinberir fulltrúar, sendir af stjórnum ýmsra rikja, ásamt ýmsum öðrum, ervoru fulltrúar þjóðlegra bind- indisfélaga. Á þessu þingi var ákveðið að bera bannmálið á ný upp fyrir stjórnum allra landa og að senda þeim um leið bókina »Framför bannmálsins i öllum löndunui1, svo að áreiðanlegustu upplýsingar um bannið væri eftirleiðis i þeirra höndum. Mjög ánægjuleg svör hal'a félaginu borist og því hefur það haldið uppleknum hætti, að senda stjórnum allra landa skýrslur uin þessi efni og ber margt vott um þann mikla sannleika, að bannfylgið sé óðum að aukast og að heimurinn sé óðlluga að færast að algerðu alþjóða-banni. Þessi skrif hafa án alls efa mjög breytt skoðun hins opinbera og hvatt það til þess að styrkja þessa þörfu al- þjóða-viðleitni, sem rekin er af Alþjóða- bannfélaginu. Til þess að styðja oss í staríinu.hefur bindindisstjórnarnefndÖld- ungakirkjunnar í Bandarikjunum sent oss 40 slerlingspund (720 kr.). Ritari þeirra, dr. Charles Scanlon, sem einnig er gjaldkeri Alþjóða-bannfélagsins, sendi oss ávísun á þessa upphæð ásamt sam- úðaróskum og lét í ljósi ánægju sína ytir starfinu og starfsaðferðum félagsins og hann segir enn fremur: »stjórnar- nefndin álitur það skyldu sína og for- rétt að senda yður þennan vott um á- buga þann, sem ég vona, að einnig muni lýsa sér í likri hjálp, ekki einungis 1 Bók eftir Guy Hayler: »Prohibition Ad- vance in all lands«, sem þá var nýlega kom- in út. Rilstj. frá okkar hendi, heldur einnig frá öðr- um félögum«. Á því er lítill efi, að 1920 verði kom- ið á algert þjóðarbann í öllum Banda- ríkjunum. Líti maður snöggvast yíir heiminn, þá birtast manni margir mark- verðir hlutir: Rússland, Rúmenía og Finnland hafa nú þegar notið blessun- ar bannlaganna. Einuig eru þau í fullri framkvæmd á íslandi, Grænlandi, Fær- eyjum, í allri Kanada og Nýfundnalandi, í 28 ríkjum Bandaríkjanna, í Alaska, Porto Rico og Hawaii, í héraðinu kring- um Panama-skurðinn, á stórum svæð- um í Afriku, í nokkrum hluta Indlands, Nýja Sjálandi o. s. frv. Draumsýnir þeirra, sem lengst þótlust sjá árið 1909, þegar Alþjóða-bannfélagið var stofnað, eru orðnar dálítið meira en draumur — það rofar út við sjóndeildarhringinn og birtir yíir meiri hyggindum í stjórnmál- unum og áður langt liður munum við sjá alþjóða-banuið komið í fulla fram- kvæmd. Tll athugunar. ilt að sjá slík læti, sem þarna voru, í bannlandi, en. eigi sízt þegar svo er á- statt sem nú, er ætla mætti að enginn maður gæti glaður verið. En margt er skrítið í Harmoníu!« ★ * ♦ Ennfremur segir sama blað »Frétta«: »‘Eg vil elska mitt land’. — Þegar mest var neyðin um daginn — þegar bifreiðar þutu um göturnar allan sólar- hringinn með lækna í sjúkravitjun, og menn dóu svo tugum skifti — þá bar svo við eina nóttina, að sjúklingar í húsum á Laugaveginum heyrðu hávaða rnikinn. Voru þar íslenzkir borgarar á ferð og sungu við raust: ‘Eg vil elska mitt land’«. * * * Er það sízt láandi, þó að góðum borguruin þyki hvimleitt að vera sjónar- og heyrnarvottar að slíkum atvikum og þeim, sem lýst er í ofanskráðum frétta- klausum. Hávaði og órói á almanna- færi á alls ekki að eiga sér stað og er hvergi látið viðgangast þar sem sæmi- ieg lögreglustjórn er. Ekki þreylist »Morgunblaðið« gott(IM) að gera. Um daginn flutti það fregn um, að ósköpin öll af áfengis-knæpum hefðu verið opnaðar í Bandaríkjunum, er pestina spönsku bar þar að garði, og allir hefðu mátt drekka eins og þeir vildu. Fyrir nokkrum dögum flutti sama blað þá fregn, að í »Noregi hafi verið gef- in út konungleg fyrirskipun um það, að vegna inflúenzunnar skuli sérhvert heim- ili geta fengið keypt hálfflösku af kon- jakki eða whisky, án tillits til vinsölu- bannsins, sem gildir í landinu«. Vitan- legt er það, að slíkur skamtur hrekkur ekki langt lil að fullnægja frekum drykkjumanni, en blaðinu hefur eigi að síður verið nokkur fróun í að flylja þessa fregn. Svo virðist, sem andbann- ingar telji þessar ráðstafanir sér nokk- urn sluðnirig. Ef við gætum betur að, þá sjáum við, að ráðstafanir þessar eru gerðar r lækninga-skyni, og þar af leið- andi getur engin minsta viðurkenning í því falist á réttmæti áfengis til almennr- ar neyzlu. Ákvarðanir þær, sem gerðar hafa verið bæði í Noregi og Bandaríkj- unum — ef fregnin er rétt — eru sama eðlis og leyli læknanna hér, til að nota áfengi við sérstaka sjúkdóma. * * * »Fréttir« fluttu 25. þ. m. eftirfarandi fréttaklausu: »Drykkjuskapur og drykkjulæti voru svo rnikil á götunum í gærltvöldi, að firn máttu heita. Inni á Nýja-Landi var hávaði og lá við áflogum. Sýndist oss sem eigi væri það hár- eða brenslu- spíritusflaska, er stóð upp úr vasa eins þess náunga, er þar ollu óspektum. Á Austurstræti var mesti troðníngur drukkinna manna og athugulla áhoif- enda. En lögreglan sást hvergi. Þótt hátt léti í piltunr þeim, sem þarna voru, þá heyrði hún ekki frekar en Baal forð- um. Ef til vill er hún sjúk? Altaf er Allsherjarbræðralag’ið. Framh. Hér að franian hefur í fám orðum verið drepið á það helzta, sem gert hef- ur verið i þá átt að ella og rótfesta bræðralagshugsjónina með mönnum og bent á viðleitnina til þess að láta menn lifa eftir lrenni og svo er nú komið málum, að inikil áhrif hefur hún haft á líf rnanna i ýmsum greinum ; bera hin- ar ýmsu góðgerða- og guðsþakkastofn- anir þess ljósan vott, að menn hafa eflt svo með sér bræðralagskendina og hún hefur nrátt sín svo mikils, að þeir hafa af fúsu geði lagt fé af mörkum til þeirra. — Er nrannúðartilfinning hjá mönnum miklu rikari og ákveðnari en áður átti sér stað — hún ber vott um aukið bræðraþel. Þegar þessi atriði hafa verið athuguð: hvað gert hefur verið til þess að út- breiða bræðralagið og rótfesta það mönn- um, þá viljum vér bera upp þá spurn- ingu: Hvað er bræðralagið? Mörgurn mun ef til vill virðast frem- ur kátlegt að bera upp slíka spurningu, sem þessa, því henni virðist fullsvarað af sjálfri sér. En um það geta verið skiftar skoðanir og þess vegna verður reynt að greiða úr þessari markverðu spurningu, einkum þó vegna þess að skýiingar þær, sem fram kunna að koma, hafa mikil áhrif á það atriði, sem sið- ast verður tekið til athugunar í þessari grein. Bræðralagskendin birtist í samúð. Samúð birtist í hverjum þeim manni, sem lifir samkvæmt kröfum bræðralags- ins og lætur bróðernistilfinninguna ráða öllu í framkonru sinni gagnvart öðrum mönnum. Hún birtist sem velvild, um- hyggjusemi, umhugsun um hagi annara.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.