Templar - 29.11.1918, Blaðsíða 4

Templar - 29.11.1918, Blaðsíða 4
44 TEMPLAR. Hún birtist í góðura ráðleggingum, hjálpserai og allskonar aðstoð þeim til handa, er við erfiðleika eiga að stríða og við bág kjör að búa. Hún birtist í hugsun stjórnmálamannsins, sern alt vill gera þjóð sinni til gagns og góða; hún birtist í erfiðismunum þess manns, sem vinnur að endurbótum á j'msum háttum og siðum þjóðfélagsins; hún birtist í starfi þess manns, sem ýmsar umbætur gerir á atvinnuvegum manna og ryður nýjar brautir í verklegum efnum. Hún birtist í erfiðismunum allra þeirra, sem hafa gefið heiminum nýjar uppgötvanir, sem miða að því að létta mönnunuin byrðar lifsins, einkum í veikindum og slysum. Pað, sem hér hefur verið lýst, eru hin ytri tákn bræðralagshugsjónarinnar, eins og hún birtist í mannlífinu — í sínum ytri búningi. Hið ytra er að eins ófullkomin spegil- mynd hins innra og æðra. Hvað vekur hjá mönnum bræðralags- hugsjónina, samúðina, tilfinninguna fyrir öðrum, alisherjarkærleikann? Brœðralagið er grundnallað i náttúr- unni og það er hvorki á voru valdi að upphefja það né slojnsetja. Svo kveður að orði einn hinn merk- asti dulspekingur vorra tíma. Bræðralagið er náttúrulögmál. Það birlist sem allsherjar-kraftur á liinum æðri sviðum tilverunnar. Dulspekingar halda því fram, að til- verunni (sólkerfi voru) sé skift í sjö mismunandi svið eða heima, og fari skifting þeirra eftir þéttleika efnisins og séu þeir liver innan í öðrum og gegn- umstreymi hver annan. Á hinu jarð- neska tilverustigi séu þeir allir til stað- ar í senn. — Þess verður að gæta, að á hinuin æðri sviðum er efnið svo fínt, að rannsóknartæki vísindamannanna geta ekki náð því. — Lægst þessara sviða eða heima er efnisheimurinn, sá hluti tilverunnar, sem vér öll þekkjum, sjáum og þreyfum á. Þar næst er tal- inn tilfinninga eða sálarheimur, þar sem tilfinningar manna gera vart við sig; þá eru hugheimar, þar sem hugsana- öldurnar bærast, þar sem hver hugsun mótast og tekur á sig mynd eða lögun; þar er himnaríki eða Paradis. Þá koma hugsæisheimar (Búddiskt plan) og hinn andlegi heimur (Nirvana). Þessir tveir síðasttöldu heimar eru taldir að vera sameiginlegir öllu sólkerfinu, þ. e. nái yfir það alt. Siðastir eru tveir heimar, eindaheimurinn eða upprunaheimur, og hinn guðdómlegi heimur eða heimur Orðsins. Þessir tveir heimar eru langt fyrir utan alla skynjun þeirra manna, sem lengst eru komnir í andlegum þroska og koma því ekki til greina hér. Hinn andlegi heimur getur frá voru sjónarmiði talist hjarta tilverunnar, frá honum streyma öll hin miklu öfl, sem vinna í náttúrunni og viðhalda heims- rásiuni — þau eigi þar sinn uppruna. Alt hið æðsta og göfugasta, sem birst hefur með mönnunum, á rót sína á þeim tveim sviðum tilverunnar, er vér nefnum hinn andlega heim og hugsæis- heiminn. Á þessum sviðum tilverunn- ar er bvæðralagið sístarfandi afl, sem leitar niður á við og út. Út frá mið- púnkti sólkerfisins streyma hin guðdóm- legu öfl og leita svo til uppsprettunnar aftur, á sama hátt og blóðið i líkama mannsins, er streymir út frá hjartanu sem orkulind þess og að lokum kemur þangað aftur. Sama hringferðin á sér stað í hinum mikla líkama, alverunni. Hér er því að ræða um eina hlið hins guðdómlega starfs í tilverunni (Logos’ Virksomhed i Kosmos). Bræðralagið er sem sé einn tónninn í hinum mikla guðdómlega samhljómi alverunnar, sem allir eru að reyna — vitandi eða óaf- vitandi — að gera sig hæfa til að heyra og skilja. (Niðurl.). Frá útlöndum. »Reformatorn«, blað Stórstúkunnar í Sviþjóð, skifti um ritstjórn 1. okt. þ. á. Fráfarandi ritstjórinn var L. G. Broomé maður hálfsjötugur að aldri og hafði hann stjórnað blaðinu í níu ár. Hann var mjög hæfur ritsljóri og hafði áður gefið út blað á Skáni, sem hann nefndi »Skáningen«. Hann var um mörg ár Umd. Æ. T. í Umdæmisstúkunni á Skáni, er þá hafði 10 þús. félaga. Hann hef- ur um mörg ár verið umboðsm. Há- stúkunnar í Stórstúkunni. Hann gekk í Regluna 1893. — Nýi ritstjórinn heit- ir Mauritz Enander og er ungur maður — um þrítugt. Hann gekk í Regluna 1911 og er sagt, að hann sé mjög vel að sér í öllum reglumálum. Hann hef- ur áður fengist við blaðamensku og rit- störf og er því ekki alls óundirbúinn að takast á hendur stjórn blaðsins. Stórstúka Noregs hélt þing sitt í suinar er leið í Arendal. Félögunum hafði fjölgað um 2795 og eru nú 67,205 í undirstúkunum, en 35,731 í unglinga- stúkunum, alls 102,936. Stór-Templar var kosinn Johs. Hvidsten, umsjónarm. í Kristjaníu. Arne Halgjem, sem um nokkur ár hefur verið S.-T., bað sig losaðan við endurkosningu. Hvidsten var kosinn með 348 atkv. (en Knut Markhus lýðháskólastjóri fekk 275 atkv.). Peder Svendsen, fyrv. stórþingismaður, var kosinn S.-Kanzl., S.V.T. var kosinn Rygh blaðamaður í Stavangri, S.-Ritari Louis Jordfald í Þrándheimi og S.G.U.T. Knut Markhns. Ýms mál lágu fyrir þinginu, svo sem ölmálið eða nautn daufra öltegunda og er Stórstúkan mjög kröfuhörð i því efni. — 10 þús. krónur voru veittar tii útbreiðslu Reglunnar og 2000 kr. til fræðsluflokkanna. Einnig var ákveðið að auka hlutafé Bókaút- gáfufélags Stórstúkunnar — það hafði 7000 kr. i ágóða síðasta ár. Áætlað er að eignir Reglunnar i Noregi nemi um 21/2 milj. króna. Næsta blað kemur út um 15. des. Templarar í Kristjaníu hafa mynd- að hlutafélag, til þess að koma sér upp góðu Templarahúsi og safnaðist i hluta- fé um 150 þús. kr. Félagið hefur keypt hús á góðum stað í bænum fyrir um 450 þús. og á að breyta því að ein- hverju leyti til stúkunotkunar, stúkusal- ir útbúnir, skrifstofa, veitingasalir o. fl. Sá hluti byggingarinnar, sem félagið notar ekki, verður leigt. Pessi húskaup þeirra kváðu vera mjög hagstæð og á- litleg til frambúðar. Stórstúkan í Svíþjóð hélt þing sitt 12. ágúst þ. á. Hún hefur nú 2185 stúkur með 144,413 félögum og 1169 unglst. með 63,093 íélögum, alls 207,506 félögum. Eitt markverðasta fundarefnið var friðarmálið og nefnd sú, er skipuð var til að tala við ráðaneytið um það mál, sem áður hefur verið getið um hér í blaðinu. Stór-Templar, Ernst Strand- man, var endurkosinn ásamt flestum framkvæmdarnefndarmönnunum. Stórstúkan í Þýzkalandi hélt þing sitt í Berlín í sumar er leið. Er félaga- talan um 40 þús. Þeir hafa mist um 20 þús. félaga í stríðinu. Samt sem áð- ur eru fjárhagsástæðurnar góðar, því fórnfýsi félaganna er mikil. Mikið fé hefur safnast í stúkunum til bindindis- útbreiðslu og lil styrktar afkomendum þeirra Templara, sem fallið hafa á vig- völlunum. — Stór-Teinplar, H. Blume, yfirtollstjóri í Hamborg, var endurkos- ásamt flestum öðrum framkvæmdar- mönnum. — Stórstúkan samþykti að breyta nafni sínu og nefnir sig nú »Deut- scher Guttemplerorden (I.O.G.T.). Stór- stúkan ákvað að heimta hjá Hástúk- unni ótakmarkað vald í öllum sérmál- um sínum. er elzta, bezta og útbreiddasta barna- blað á landinu. Afgreiðsla á Laugav. 19. Verð árg. kr. 1,75. Stærð á annað hundrað bls. í stóru broti. Myndir í hverju blaði. Nýir kaupendur fá veggmyndir og blöð í kaupbæti og útsölumenn bækur sem verðlaun fyrir kaupendaQölgun. — Öll íslenzk börn ættu að kaupa Æskuna. Fandartími Reykjayiknrstúknanna. Sunnudagur: Æskan nr. i, unglst., kl. 4 síðd., G.-T.hús. Svava nr. 23, unglst., kl. ixA siðd., G.-T.hús. Unnur nr. 38, unglst., kl. 11 árd., G.-T.hús. Díana nr. 54, unglst., kl. 10 árd., G.-T.hús (uppi). Mánudagur: Framtiðin nr. 173, kl. 872 síðd., G.-T.-hús. Priðjudagur. Verðandi nr. 9, kl. 87“ síðd., G.-T.hús. Miðvikudagur: Einingin nr. 14, kl. 87“ s(ðd., G.-T.hús. Fimludagur: Ársól nr. 136, kvenst., kl. 87* s(ðd., G.-T.hús (uppi) Föstudagur: Víkingur nr. 104, kl. 87® síðd., G.-T.hús (uppi). Skjaldbreið nr. 117, kl. 87“ síðd., G.-T.hús. Laugardagur: Mincrva nr. 172, kl. 87“ slðd., G.-T.-hús (uppi). Unglingaráð Suðurumdæmisins heldur fund fyrsta laugard. í hverjum mánuði kl. 87“ síðd.íG.T.húsi. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.