Templar - 30.12.1918, Blaðsíða 1

Templar - 30.12.1918, Blaðsíða 1
XXXI. Reykjavík, 30. des. 1918 12. blað. Stefnuskrá Good-Templartt 1. Algerö afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi f neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. JII, Skýlaust forboð gegn tiibúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt viija þjóðarinnar fratnkomnum i réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. €V. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli otbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannait eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra maoua til að framfylgja lögunum. ¦VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygöarfe'Iög í'ríi þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér höfum borífi íigur ér být- om am allan heim. ísland Yióurkent fullvalda ríki. Síðan siðasta blað kom út, hefur sá roikli viðburður gerst, að ísland er við- urkent fullvalda ríki — það gerðist 1. f>. mán. Enda þótt »Templar« sé óvilhallur í stjórnmálum og hafi því ekki látið þau til sín taka, þá er þó ástæða til að minnast þessa merka viðburðar í sögu islenzku þjóðarinnar. í meira en heila öld hafa íslendingar barist fyrir frelsi sínu og unnið að því að fá viðurkenningu sem fullvalda þjóð er ráði öllum málum sínum. Hún misti fullveldið 1262, en fékk það aftur 1918. En engin réttindi eru svo góð eða hagfeld að ekki megi eyðileggja hinn góða árangur, sem þau geta haft í fram- tiðinni. Skilyrðin fyrir því að hagfeld réttindi komi að gagni, eru þau, að þeir, sem hafa stjórn ríkisins á hendi séu góðir menn og vitrir, menn, sem láta hag og heiður þjóðarinnar sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru, og umfrain alt verða þeir að hafa óbifaðan viljakraft og siðferðis- þroska, sem enginn getur borið brigður á. En þetta eitt út af fyrir sig er ekki nóg. — Góðir, löghlýðnir og hollustu- samir borgarar er annað skilyrðið fyrir framtíðartilveru eins ríkis og ber ekki siður að leggja áherzlu á það, er um fáment og ungt þjóðerni er að ræða, eins og hér á sér stað. Mörg eru verkefnin, sem Hggja fyrir íslendingum að ráða fram úr í fram- tíðinni, en allra þýðingarmesta málið er án efa uppeldið og uppeldismálin, sem mjög hafa verið vanrækt hér frá upp- hafi. Mun »Templar« ef til vill fá síðar tækifæri tll að tala um þau nánar. »TempIar« óskar íslandi allra heilla og vonar, að hið niikilvæga spor, sem þjóðin hefur stigið, flytji hana nær því Bannlö^ í Hambor<>. »Reformatorn« frá 20. f. m. skýrir frá því, að fyrsta verk verkmanna- og hermannaráðsins í Hamborg, er það tók við völdun- um, hafi verið að úrskurða algert áfengisbann þar í bænum. Bmicla.rllsiii í J>foröirr-.áLiiieríJk:ij. hafa bannað allan útflutning á áfengi til þeirra landa, sem hafa lögleitt algert áfengisbann, og þess vegna hefur verið haft strang- ara eftirlit með íslenzku skipunum í New-York upp á síðkastið en áður hefur átt sér stað. „Templar" blað Good-Templarreglunnar á íslandi, geíinn út af Stórstúku íslands af I. 0. G. T. Einarður málsvari stærsta og merkasta málsins, sem nú er uppi með þjóðununa. Flytur sannar og glöggar fréttir af bind- indis- og bannmálinu heima og erlendis. Allir, sem vilja fylgjast með i framgangi þessa máls í heiminum verða að kaupa Templar, sín vegna og málefnisins. Ritstjóri Jón Árnason, Lindargötu 3, Rvík. Afgreiðslu- og innheimtum. Sveinn Jónsson, Kirkjustr. 8B, Rvík. marki, sem henni hefur verið sett og geri hana færari um að inna það ætl- unarverk af hendi, er henni ber sem einstakling meðal þjóðanna. t Liátnir Templarar úr infliíeuzunni. í siðasta blaði var getið nokkurra Templara, sem látist höfðu úr inflúenz- unni eða »pestinni« svo nefndu. Vér leyfum oss að geta hér nokkurra, sem þá voru ekki komnar upplýsingar um: Eiríknr Helgi Eiríksson vélstjóri, andaðist 15. nóv. þ. á. Hann var um mörg ár félagi stúk. »Einingin« nr. 14, og tók þátt í störfum hennar þegar hann var heima, sem oftast nær var frá því í nóvembermánuði og fram i febrúar ár hvert. Hann var áhuga- samur félagi og lét gott af sér leiða. líjartan Magnússon verzlunarm., Mjóstræti 2, var félagi í stúk. »Verðandi« nr. 9. Hann andaðist 16. nóv. þ. á. Hann var lengi félagi í stúkunni og var áhugasamur um mál- efni hennar. Hann var í unglingastúku áður en hann gekk i undirstúkuna. Pórður G. Jónsson beykir, var félagi stúk. »Skjaldbreið« nr. 117. Hann dó 10. nóv. þ. á. Hann tók um nokkurt skeið þátt i störfum stúkunnar og lét málefni hennar til sin taka. Jón Erlendsson hringjari, andaðist 7. nóv. þ. á. Hann var félagi í stúk. »Skjaldbreið« nr. 117 í mörg ár, og lét sér mjög ant um hag stúkunnar og störf. Hann gengdi um langt skeið embætti i stúkunni og tók bæði umdæmisstúku- og stórstúkn-stig. Hann var mjög hrifinn af Reglunni og störfum hennar, og undi þar vel hag sínum meðan hann hafði heilsu til þess að taka þátt i störfunum. Hin síðustu árin var hann svo lasburða, að honum var nær ókleyft að mæta á fundum, og gat því ekki notið þeirrar gleði sem hann hafði af því að vera í Reglunni.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.