Templar - 30.12.1918, Blaðsíða 4

Templar - 30.12.1918, Blaðsíða 4
48 TEMPLAR. hins nýja heims, þá hefur þó hið inis- jafna þróast með þeim, og það svo, að nú hefur heimurinn orðið að súpa seyðið af afleiðingunum, og þessar af- leiðingar eru hin ógurlega stj’rjöld, sem nú hefur geisað um rúmlega fjögurra ára skeið. Margir eru þeir, sem viðurkenna þá skoðun, að alt sé í eilífri framför og að alt stefni að eilífri fullkomnun. f*eir viðurkenna þróunarlögmálið. Framþró- uninni hefur verið Iíkt við úthafsöldur, er falla að sjáfarströnd. Á meðan ein aldan fellur, og flæðir yfir kletta og sker, grjót og grynningar, þá kemur önnur stærri og inikilfenglegri að baki hennar hægt og rólega, en rís svo miklu hærra og er miklu hrikalegri en fyrirrennari hennar. Nú erum við á eiuum hinum merk- ustu timamótum, sem sögur fara af — nú erum við uppi á hrygg einnar hinn- ar stórfenglegustu öldu framþróunarinn- ar, sem yfir heiminn líður. Á slíkutn tímamótum er alt rekið áfram með heljarafli. Þá taka þjóðirnar skjólari framförum jafnvel á einum mánuði, heldur en á tugum og ár- hundruðum áður. Pá er alt knúð fram, sem i myrkrunum er hulið. Pá kemur alt — bæði gott og ilt — upp í dags- birtuna. Hið góða heldur velli, því það hefur eilífðareldinn í sér innifalinn, en hið illa brennur upp og liverfur úr sög- unni, með því að því eru takmörk sett. Eigingirnin, sem hefur verið driffjöð- ur allra framkvæmda meðal þjóðanna, hefur, eins og bent er á í fyrsta kafla þessarar greinar, rekið heiminn út í þær ógöngur, sem nú er raun á orðin. En »fátt er svo með öllu ilt, að ekki boði nokkuð gott«, segir alþekt máltæki, og sú verður raunin á nú, því upp af hörm- ungunum ris ný öld og nýr hugsuuar- háttur. Á þeim síðustu fjórum árum, sem liðin eru, hafa menn lært að þekkja hinn vopnaða frið, lært að þekkja sam- kepnina í verzlun og viðskiftum, í stjórnmálum og nálega á öllum sviðum þjóðlífsins, og séð hve skaðleg hún var i raun og veru. Þá liafa menn lært að meta samvinnuna, bræðralagið. Nú er menn farið að renna grun í, að gamla lagið sé óhafandi, og að nú verði að breyta til. — Aldrei hefur bræðralags- hugsjónin fengið jafn-sterkan byr undir báða vængi eins og einmitt nú. Og nú er lciðin henni opin að gersigra allan heiminn. Nú er hann undir það búinn að veita henni viðtöku, og gera hana að aðal-þættinum í framtíðarlifi sínu og starfsemi. _____ Hér hefur í fáum ófullkomnum orð- um verið bent á eitt hið mikilsverðasta mál, sem nú er að verða aðal-áhugaefni allra sannra framsóknarmanna um ná- lega allan hinn mentaða heim. Framtíð mannkynsins — hvort sem hún verður góð og glæsileg eða erfið og raunum stráð — er meðal annars undir því komin, á hvern hátt það snýst við þeim verkefnum, sem nú liggja fyrir því til úrlausnar. Pað má þó með nokkrum rökum segja, að það muni geta fetað klaklaust yfir torfærurnar inn á fyrir- heitna landið. Jón Arnason. Efnisyfirlit 31. árg. „Teniplars^ 1918. (Tölurnar merkja blaðsiðutal). Að sumbli 16. Áfengistilbúningur Ara Þórðarsonar og og Morgunblaðið 14. Áfengi til iðnþarfa 7, Allsherjarbræðralagið 15, 28, 31, 36, 40, 43, 47. Andbanninga-ósannindin 21. Andbanningum sárnar 38. Andbanningaþjóð (Hörður) 10. Árið 1917 1. ý Árni Eiriksson kaupmaður (með mynd) 1. Á víð og dreif um tóbakið (J. Kristjáns- dóttir, Fjalldal) 20. Á þingi (Hörður) 19. Bannið kemur (eftir Guy Haylar) 43. Bannlögin í Aineríku (eftir D. Östlund) 5. Bannmálið í Ameríku. — Ameríka verð- ur þurkuð 1. marz 1920 30. Bannmálið á íslandi i erlendum blöðum 30, 34. Bannstefnan dæmd af próf. dr. med. Carl Lorentzen og Jóni Laxdal 6. Blessun áfengisins (eftir Leo Tolstoy) 46. Br. Edv. Wavrinsky Alþj. Æ. T. 19. f Br. Friðbjörn Steinsson bóksali á Akureyri 13. »Fegurð« (Jón Árnason) 39. Fimmtiu ára afmæli G.-T.-Reglunnar á Englandi 25. Frá stúkunum 7, 12, 16, 20, 24, 36, 39, 47. Erá útlöndum, nálega i hverju blaði. Friðar-umleitanir 31. ý Friðbjörn Steinsson (Minningarljóð eflir H. F.) 23. Fulltrúakosningar 20. Fyrsti desember (kvæði eftir M. G.) 46. Fýsnirnar 9. ý Húsfrú Svanhildur Sigurðardóttir 2. Hverjir mega ekki drekka? (»Skeggi«) 26. Hver vill fórna? 18. ísland viðurkent fullvalda riki 45. Jarðarför br. Friðbjarnar Steinssonar (Templar) 23. ý Jón Hafliðason, steinsmiður 23. Kveinstafir Jóns Laxdals í ísafold (Jón Árnason) 11. ý Látnir Templarar úr inflúenzunni 41, 45. Læknabrennivínið. — Krafa um rann- sókn 18. Löggæzlan á Siglufirði (Guðbj. Björns- son) 36. Merkustu nýungar frá útlöndum á fyrstu síðu nálega í hverju blaði. Morgunblaðið (h.) 10. »Morgunblaðið« og lögreglan 14. Ný verkefni 42. Óðara farið 4. Ósóminn í þinginu 3. Poul Niclasen 20. Pólitiskar krðssrellur 5. Prófessor August Forel sjötugur 34. Sameining »Hlinar« og »Bifrastar« 7. Siðferði andbanninga 25. ý Sigurður Sigurðsson búfræðingur 34. Siðasta stjórnarafrekið 1. Stefnuskrá Templara 29. Stórstúkan skuldlaus 14. Stórstúkusamsætið 23. Stórstúkuþingið 17. Stórstúkuþingið (skýrsla) 21. Sunnudagaskólarnir og Unglingareglan (Jón Árnason) 13. ý Sveinn Guðnason barnakennari 3. Til athugunar, smágreinar 1 hverju blaði. Vetrarstarfið 33. Pegar »bræðurnir« komu á vettvang (Hörður) 15. Þekkingarskortur andbanninga 37. Prir samherjar 32. Frá útg-áfu „Templars" árið 1919 verður skýrt 1 næsta blaði. Yerður þá sagt frá breytincrum ef nokkrar verða. er elzta, bezta og útbreiddasta barna- blað á landinu. Afgreiðsla á Laugav. 19. Verð árg. kr. 1,75. Stærð á annað hundrað bls. i stóru broti. Myndir í hverju blaði. Nýir kaupendur fá veggmyndir og blöð í kaupbæti og útsölumenn bækur sem verðlaun fyrir kaupendafjölgun. — Öll íslenzk börn ættu að kaupa Æskuna. Fnndnrtíini Keyltj.'iTÍknrstnknnnna. Sunnudagur: Æskan nr. i, unglst., kl. 4 síðd., G.-T.hús. Svava nr. 23, unglst., kl. iz/a siðd., G.-T.hús. Unnur nr. 38, unglst., kl. 11 árd., G.-T.hús. Díana nr. 54, unglst., ld. 10 árd., G.-T.hús (uppi) Mánudagur: Framtiðin nr. 173, kl. 8T/3 s(ðd., G.-T.-hús. Priðjudagur. Verðandi nr. 9, kl. 8V= síðd., G.-T.hús. Miðvikudagur: Einingin nr. 14, kl. 81/* síðd., G.-T.hús. Fimtudagur: Ár8ÓI nr. 136, kvenst., kl. 8x/x síðd., G.-T.hús (uppi) Föstudagur: Vikingur nr. 104, kl. 8V2 s(ðd„ G.-T.hús (uppi). Skjaldbreið nr. 117, kl. 8'/= síðd., G.-T.hús. Laugardagur: Mínerva nr. 172, kl. 81/* s(ðd., G.-T.-hús (uppi). Unglingaráð Suðurumdæmisins heldur fund fyrsta laugard. í hverjum mánuði kl. 8Va s(ðd. (G.T.húsi Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.