Templar - 22.02.1923, Blaðsíða 5

Templar - 22.02.1923, Blaðsíða 5
TEMPLAR. 3 »Kærleiksbandið« og er nr. 66. Stofn- fjelagar 127 — 118 ungl. og, 14 full- orðnir. Gæslum. str. Guðrún Einardóttir og br. Sveinn Auðunsson. f*að er ekki litið, sem þarna hefir bæst við í hóp unglingareglunnar og vonandi er að margir eigi eftir að bæt- ast enn við. Unglstúk. Unnur nr. 28 hjelt hátiðlegan aukafund 11. des.; hafði stúk. Framtiðin leyft henni fund- arkvöld sitt. Fundurinn var haldinn til að afhjúpa mynd, sem stúkan hafði látið gera af Sig. Júl. Jóhannessyni, voru þá liðin 25 ár frá því að hann stofnaði barnablaðið Æskan. Á fundinn var boð- ið framkvæmdarnefndum Stórstúkunnar og Umdæmisstúkunnar og fjölda em- bættismanna undirstúkna og öllum em- bættismönnum barnastúknanna. Fund- urinn byrjaði kl. 8 og stóð þar til kl. rúmlega 11 um kveldið og yfir 300 manns sátu fundinu. Strax eftir fundar- setningu lýsti gæslumaðurinn, Magnús V. Jóhannesson, tilgangi fundarins, og mintist rækilega S. J. J., sem fund- urinn var helgaður. í lok ræðu hans afhjúpaði ljósklædd smámey myndina, sem var fest yfir leiksviðið og sat flokkur ljósklæddra smámeyja fyrir neð- an hana. Mannfjöldinn stóð upp og klappaði ákaft. f*á flutti Einar Finnsson verkstjóri itarlegt erindi um Sigurð og starfsemi hans i þarfir bindindismálsins. Að þvi loknu var hrópað terfalt húrra fyrir S. Júl. J. Pá las Magnús V. Jó- hannesson upp kvæði eftir S. J. J. (Vín- salinn hlær) og var leikið undir á píanó, siðan las Guðrún Ámadóttir upp smá- sögu eftir S. J. J. (Ólukku pípan). Unnur gefur út blað, sem lesið er upp á fundum. Það heitir Geisli. Var það nú helgað S. J. J. og mynd af houum í því, ásamt tveimur ritgerðum, önnur eftir Jóhann Ögm. Oddsson, stórritara, hin eftir Sigurð Þórólfsson skólastjóra. Þá sagði ísleifur Jónsson sögur er S. J. J. hafði samið og var sýnilegt að börn- in kunnu mjög vel að meta sögurnar og meðferðina á þeim. Magnús V. Jó- hannesson talaði síðan um framtíðar- starfið og afhenli húsinu myndina að gjöf frá barnastúkunni. Tóku þá við fijáls ræðuhöld, töluðu Indriði Einars- son, Borgþór Jósefsson, Helgi Sveinsson Flosi Sigurðsson, Pjetur Zóphóníasson, Pjetur Eyvindsson, Þuríður Sigurðar- dóttir, Ágúst Jónsson og Sigurður Gríms- son. Var margsinnis þakkað gæslumönn- um hin ágæta stjórn þeirra á stúkunni, og frábæri dugnaður. Var það að verð- leikum. Loks var samþykt að senda Sig. Júl. Jóh. skrautritað ávarp og skrifuðu allir undir það, en fleiri vilja efalaust vera með í því. Stúkan Unnur hefir starfað mjög mikið, og unnið afbragös vel. Engri barnastúku rnun vera betur stjórnað. Hún gekkst fyrir útbreiðslufundi um barnastúkustarfsemi suður í Hafnarfirði og má hiklaust þakka henni fyrst og fremst barnastúkustofnun þar. Hún fjekk sjer fagra teikningu af fjelagsskírteini, og er það nú gefið út af Stórstúkunni, og munu barnastúkur um alt land kunna henni þakkir fyrir, og loks fór hún 16. júlí skemtiför til Þingvalla. Tóku 76 fje- lagar þátt í förinni og hjeldu stúkufund þar eystra. Er það fyrsti stúkufundur, sem haldinn hefir verið þar. í sambandi við það má geta þess, að undirstúkur hjer, og enda Stórstúkan, hafa oft verið að hugsa um skemtiferð þangað, en al- drei treyst sjer til að ráðast í það. Þetta sýnir því betur en margt annaö dugnað stúkunnar. Fundarmaður. Frjettabálkur. Aukastórstúknþing. Á fundi st. Verð- andi nr. 9 var nýlega samþykt að fara þess á leit við framkvæmdanefnd Stór- stúkunnar, að hún héldi aukastórstúku- þing hjer í Reykjavík meðan Alþing stæði yfir. Mál þetta var rætt nýlega í fram- kvæmdanefndinni og vár felt þar með 4 : 4 atkv. (Já sögðu Flosi, sr. Árni, Þórður og P. Z., en nei Porvarður, J. Ö. O., Otto og P. H.) Daníelslier nr. 4 í Hafnarfirði starfar af miklu fjöri, hefir hún haft flokka- fyrirkomulag og gefist vel. Fjelagar stúkunnnr eru rúmt 100, og hafa fjölg- að síðustu tvo mánuðina um 25. Ný- lega heimsótti stúkan stúkuna Skjald- breið nr. 117 í Reykjavík og tóku 51 fjelagi þátt í förinni, er það myndarleg- asta heimsókn sem hefir sjest hjer og stúkunni til stórsóma. Æðstitemplar þar er Guðbjörn Jónsson en Sveinn Auð- unsson umboðsmaður. Víkingur nr. 104hjelt afmælisfagnað sinn í Góðtemplarahúsinu þann 9. des. Æðsti templar stúkunnar Guðmundur Jónsson setti samkomuna, en síðar tal- aði hann fyrir minni stúkunnar. Aðrir er bjeldu ræðu voru jþeir Einar kaup- maður Þorsteinsson og Magnús V. Jó- hannesson afgreiðslumaður Templars (og g. u. t. í Unnur). Helgi Sveinsson las upp, en Jakob Guðmundsson söng einsöng. Þótti öllum viðstödd^im fagn- aðurinn hinn besti, og voru mjög ánægðir yfir veru sinni þar. Að lokum var stig- inn dans. Æðstitemplar slúkunnar er Guðmundur Jónsson Túngötu 2, en um- boðsmaður Einar kaupmaður Þorsteins- son. Verðandl nr. 9 telur nú rúma 600 fjelaga. Hún hefir ákveðið að starfa í vetur með flokkafyrirkomulagi eins og siðari ár. Eru flokkarnir fjórir og flokks- foringjar Stefán H. Slefánsson verslun- armaður, Ólafur G. Eyjólfsson kaup- maður, frú Solía Jónsdóttur og frú Vil- helmína Sveinsdótlir, Æðstu templara hefir stúkan tvo, annar þeirra, Þórður Bjarnason, stjórnar fundum, en hinn Pétur Haldórsson, er formaður dóm- nefndarinnar. í haust kom stúkan sjer upp mynd af 35 gömlum fjelögum stúkunnar og var myndin fest upp í salnum. Flestir þeirra eru dánir t. d. Björn ráðherra Jónsson, Halldór bankaféh. Jónsson Jón kaupm. Þórðarson, Björn aðjunkt Jensson, Jón verslunarm. Ásmundsson, Bened. prentari Pálsson, Erlendur gull- smiður Magnússon, Sigríður Pálsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Þorbjöfg Sveinsdótt- ir, Árni Jónsson Tóptum, Pétur Biering Árni Gíslason leturgrafari, Helgi Jónson, bankaritari, en margir þeirra lifa eru svo sem stofnendur stúkunnar Ólafur Rósinkranz, Stefán Runólfsson. Sveinn Jónsson, Sigvaldi Bjarnason og enn- fremur Indr. Einarsson og frú hans, sr. Friðrik Friðriksson, sr. Sigurður Gunnarsson, Haraldur prófessor Níels- son, Guðm. Guðmundsson verslunarm. Halldóra Hinriksdóttir, Ólafia Jóhanns- dóttir, Árni Gíslason póstur. I St. Skjaldbreið itr. 117 hélt opin fund og bauð þangað kennaraskóla- nemendum og ýmsum fl. ræðum. voru þar br. Helgi Sveinsson Pétur Halldórs- son, Hallgr. Jónsson, Sigurður Jónsson, Felix Guðmundsson og sagðist ræðum. yfirleitt vel. Ennfremur töluðu 2. af Kennaraskólagestum og lýstu eindregnu fylgi skólafólksins við bindindi og bann og mæltist vel. Þá talaði br. Magnús V. Jóbannesson um unglingareglu mál af vanalegu fjöri. Fundurinn var hinn ánægjulegasti og stóð tiljkl. II1/*. Skjald- breið hefir starfað með fjöri og áhuga í vetur, telur tæp. 200 fjelaga Æt. henn- ar nú er br. Felix Guðmundssson. Einingin nr. 14 hjelt afmælisfagnað sinn 10. des. i Góðtemplarahúsinu f Reykjavík. Borgþór Jósefsson bæjar- gjaldkeri setti samkomuna, og síðar mælti hann fyrir minni stúkunnar. Guð- mundur Frimann mæiti fyrir minni íslands og flutti kvæði. Þuriður Sigurðar- dóttir söng gamanvísur, Jakob Guð- mundsson innheimtumaður söng ein- söng, Helgi Sveinson las upp kvæði og Óskar Borg ljek gamaleikinn Já. Á eftir var dans stiginn. Afmælisfagnaðurinn hófst kl. 8 um kvöldið, en fyr um dag- inn kl. 6, hjelt stúkan fund og tók inn nýa fjelaga. Þar mætti framkvæmdanefnd Umdæmisstúkunnar og sendinefnd frá st. Verðandi nr. 9 og færðu stúkunni árnaðaróskir. Stúkan telur nú um 225 fjelaga og æ.t. er Þorvarður Þorvarðarson prent- smiðjustjóri. Endarvaktar atúknr. Sveinn Auðuns- son umboðsmaður st. Daníelsher nr. 4, endurvakti nýverið st. Siðhvöt á Álfta- nesi. Þá hafa og verið endurvaktar stúk- urnar á Bíldudal og í Hrísey.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.