Templar - 15.03.1923, Síða 1

Templar - 15.03.1923, Síða 1
XXXVI. Reykjavik, 15. mars 1923. 2. blað. Hróp um hjálp frá smáþjóðunum í Evrópu. Ræða haldin af ritstjóra Larsen-Leden, Alþj. Gæslum. Kosn. í I. O. G. T. á fundi Heims- Sambandsins gegn áfengi, sem haldinn var í Toronto í nóvember 1922. Einu sinni fór maður nokkur frá -Jerúsalem til Jerikó. Á leiðinni fjell hann f hendur ræningjum, sem rændu hann og skildu við hann dauðvona. Saga þessi er 2000 ára gömu), en á vorum dögum er hún endurtekin dag- 3ega og á ýmsa vegu. Jeg sá tvo menn fara leiðar sinnar. Þeir hjetu Island og Noregur. Jeg sá ræningjana einnig. Nöfn þeirra voru Spánn og Frakkland. Sagan í »móðins« skilningi er þannig. Eigendur vínframleiðslufyrirtækjanna í heiminum hjeldu íund og báru saman ráð sin í Sviss siðastliðið ár. Áfengis- barónarnir sáu það, að eitthvað yrði að gera til að stöðva bannölduna, sem flæðir yfir Ameríku og ætlar sýnilega að fljóta yfir hluta af Evrópu jafnframt. Áfengisbarónarnir skildu enn fremur, að það mundi ekki vera til neins fyrir þá að tala á móti bannmönnunum á ræðu- pöllunum. Þeir sáu fram á það, að þeg- ar ástæða kemur á móti ástæðu, og þegar atburður er veginn á móti at- burði, þá hafa hinir »þurru« betur og hinir »votu« verr. Þeir sáu, að hjer þurfti að beita hinum óvanalegustu vopnum ef þeir ættu að geta unnið sig- ur, og þeir völdu sjer ákaílega óvana- iegt vopn. Þeir báðu suðrænu víniöndin að neyða vilja sínum og vínunum sin- um inn á þjóðir, sem eru »þurrar« eða sem vilja innleiða bannlöggjöf hjá sjer. Spanska sljórnin var blátt áfram meira en fús lil þess að hlaupa i erind- um alþjóða áfengisframleiðenda. Og, franska stjórnin skoraðist ekki undan því að ganga i þetta bandalag. þau hjálpuðu svo hvert öðru þessi lönd tii að neyða Noreg tii að kaupa 900,000 lítra af sterkum drykkjum og konjakki ár- lega. Noregur hafði bannað þessa drykki en er — þrátt fyrir það — neyddur til að kaupa þessa lítratölu, og jafnvel að nema bannið úr lögum, af því að Spánn og Frakkland hóta því, að úliloka norska fiskmarkaðinn, ef Noregur geri ekki eins og þau vilja að hann geri. Árásin á ísland, minsta landið í Ev- rópu er enn þá grimmilegri. ísland hef- ur samþykt bann gegn innflutningi og tilbúningi áfengis, sem hefur verið í lög- um frá því 1912. Stjórnin, þingið allir, þingflokkar, blöðin, kirkjan og öll ís- lenska þjóðin standa að lögum þessum og styðja þau, því allir skilja að bann- ið gegn áfengissölunni hefur verið fje- lagsleg, siðferðileg og efnaleg framför fyrir alt landið. Til þessa bindindisfólks — sem lík- lega drekkur minst allra þjóða — kem- ur nú Spánverjinn. Hann ber knífinn að hálsi landsmanna og segir: »Nú skaltu drekka vín. Ef þú mælir á móti því, þá slátra jeg þjer með ánægju«. Efnahagur íslands er kominn undir útflutningi á saltfiski, sem er tveir þriðju hlutar allrar útfluttrar vöru — saltfisk- ur fyrir 5 miljónir doliara, er seldur til Spánar. Neiti Spánn að kaupa íslensk- an fisk, þá þýðir það hvorki meira nje minna, en gjaldþrot fyrir ísland — þess vegna hefur ísland neyðst til að upp- hefja bannlögin gagnvart vínum, og að þvi búnu hefur ræninginn verið svo náðugur, að hætta við að gera út af við fórnardýrið. Þetta ofbeldi gagnvart tveimur þjóð- um, sem ekkert annað hafa unnið til saka, en að vilja vernda sig gagnvart á- fenginu. Fessu ofbeldi verða allar menn- ingarþjóðir að setja sig á rnóti, hvar sem þær eru í heiminum. Hjer er ekki lengur deilan um áfengi, eða áfengi ekki. Málið snýst um sjálfsákvörðunarrjett eða þrældóm að öðrum kosti, og er tafl um líf eða dauða smáþjóðanna. Sje þessi undirokun hinna minni máttar liðin, þá er enginn rjettur framar til fyrir smáþjóðirnar. Ruddalegustu og grimm- ustu stórþjóðirnar munu stinga þeim öllum í vasa sinn. Sjerhver tilraun til að bæta þjóðarhaginn verður ónýtt af því að ruddarnir vilja engar umbætur. Vjer verðum að hætta starfi voru í bann- málinu. Nýlega kom í Ijós, að svenska þjóðin þorði ekki að aðhyllast bannið meðal annars af því. að spansk-franska sverðið hjekk yfir höfði Svíþjóðar. Og engin önnnr þjóð mun voga sjer að halda í áttina til bannsins, á meðan þetta sverð er ekki tekið burtu. Heims-Sambandinu hafa verið sendar bænarskrár frá allskonar fjelögum — bindindis-, lýðveldis-, kvenna- og kirkju- fjelögum — um að þetta samband ætti að koma á friði og rjettlæti. Málaleitan- ir þeirra hafa verið yfirvegaðar, og eng- inn efi er á því, að leiðtogar Sambauds- ins hafa einlægasta vilja. En Samband- ið er enn þá veikt verkfæri. Innan skamms verður það sterkara, svo sterkt — vona jeg — að það getur tekið alla slæmu strákana, og dregið þá á eyrun- um inn í bekkinn, og sagt: «Viltu gera svo vel og hætta því að fara illa með hann litla bróður þinn«. I dag getur samband vort ekki gert það. Það er vanmegna, fyrst og fremst fyrir þá sök, að Bandarikin hafa ekki gengið í það. Sambandið mun þvo hendur sínar, sjálf- stæði smáþjóðanna mun verða i hel komið; sambandið mun tala fagurlega um bróðerni og þess háttar, og heim- urinn mun halda leiðar sinnar með öllu sama ranglætinu, sem áður hefir átt sjer stað. Aðrar stofnanir og margir áhrifamikl- ir menn og konur hafa ávarpað stjórn- ina í Madrid, og beðið hana — í nafni alls siðferðis — að fara vel með ísland. Þetta var tilraun, sem gera varð, en eðlilega varð hún árangurslaus. Það fór eins og spánskur maður skrifaði mjer fyrir nokkrum mánuðum: »Áskoranir af siðferðis-ástæðum, hafa nákvæmlega jafnmikinn árangur, hvort sem þjer send- ið þær til helvítis, eða til stjórnarinnar í Madrid«. Djöfullinn og stjórnin hafa það sameiginlegt, að hvorugur ber nokkra virðingu fyrir nokkru siðferði. Rað eru völd, velmegun og þingafl, sem þeir hugsa um i Madrid. Fyrir þvi: íslandi og öðrum fámenn- um þjóðum verður ekki hjálpað með bænum, hvorki tii Genfar nje Spánar. En það má hjálpa þeim. Ef Ameríka og England vilja taka upp málið fyrir þeirra hönd. Ressar tvær þjóðir þurfa ekki annað en að segja fá alvarleg orðj og Spánverjinn mundi taka hattinn sinn undir handlegginn með kurteysi, og hneigja sig og beygja sig djúpt, og krafsa með fótunum. Jeg segi: England og Ameríka. Mest af ábyrgðinni hvílir á Ameríku. Ameríka heldur örlögum Evrópu f sterku örm- unum sínum. Aðrir nota vald sitt til þess að gera rangt. Vjer sem erum frá smáu löndunum, væntum þess að Ame- ríka muni nota vald sitt til að gera gott, og byrja þannig nýtt timabil í véraldarsögunni. Stóru þjóðirnar gætu hjálpað íslandi og Noregi, með því að kaupa saltfisk- inn þeirra. Haun er ekki svo margra miljóna virði, en það mundi gefa þess- um löndum aftur sjálfstæði þeirra, og gera bannlögin þeirra aftur að lifandi og vakandi lögum. Enn fremur getur hver okkar, sem er, hjálpað fámennu þjóðunum með að nota sömu bardaga aðferðina við Spán- verja, sem þeir hafa sjálfir bent á: ein- angrun. Sjálfur hef jeg gengið undir hátíðlegt loforð um að kaupa ekki og neyta ekki nokkurrar spánskrar vöru- tegundar. meðan Spánverjinn fer þannig með hann litla bróður minn, sem hann

x

Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.