Templar - 15.03.1923, Blaðsíða 2

Templar - 15.03.1923, Blaðsíða 2
4 T E M P L A R. Ritstióri: Gísli Jónasson, Vesturgötu 16. Ritnefnd: Porvarður Porvarðsson, Flosi Sigurðs- son, Pétur Zóphóniasson, Borgþór Jó- sefsson, Pétur Halldórsson. Afgreiðslumaður: Magnús V. Jóhannesspn, Vesturgötu 29, Reykjavík. gerir nú. Hundrað þúsundir manna hafa gengist undir sama loforð. Þegar milj- ónir manna segja það sama: »Látið Spánverjann eiga súru Appelsinurnar sínar sjálfan, látum þær rotna þar á jörðunni«. Undir eins og miljónir manna segja það, þá mun Spánverjinn upp- götva að hann hefir klofinn staf á nef- inu, og framferðinu gagnvart smáþjóð- unum verður hætt. Spánverjinn gerir órjett af þvi hann hugsar að það borgi sig. Sýndu honum að hann hafi þar á röngu að standa, og hann mun snúa við. ísland og Noregur hafa fengið mörg merki um samúð frá yður öllum, og frá öllum heiminum. Vjer erum þakk- látir fyrir það. En nóg er það ekki. Sá sem illa hefir verið farið með, sá sem fallið hefir á meðal ræningja, þarf meira en samúðina. Orð, orð, orð geta ekki læknað hann, en framkvæmdir geta það, Þess vegna óska jeg þess ekki að þjer segið: »Veslings íslandlcc og far- ið svo heim með tárvot augu, án þess að hugsa frekar um málið. Petta sam- band og öll þau fjelög, sem eiga full- trúa hjer, verða að skilja það, að þetta er alvarlegasta vandræðamálið, sem vjer verðum að leysa úr hjer, og vjer verð- um að sýna það í verkinu. Farið og gerið slíkt hið sama, sem Samarítinn i fornöld. Heyrið enn gömlu söguna: »Maður nokkur ferðaðist frá Jerúsalem niður til Jeríkó, og hann fjell í hendur ræningj- um, sem fiett hann klæðurn og börðu hann og fóru siðan burt, og ljetu hann eftir hálfdauðan. Sumir gengu fram hjá, og skiftu sjer ekki af honum, og aðrir komu, sem kendu í brjóst um hanncc. Smáþjóðirnar í Evrópu eru fallnar í hendur ræningjum. Sumir segja: »Hvað kemur mjer þáð við?cc Ekki er óiiklegt að æðri stjettirnar hugsi svo. En jeg skora á almenning um allan heim, svo viða sem orð mín berast, og eru heyrð: »Troðið ekki uppí eyrun, til þess að heyra ekki neyðarópin frá hinum minni bræðrum yðar, sem eru í neyð og nauðu- lega staddir. Komið og hjálpið þeimcc. Og það veit jeg, að óbrotni maðurinn muni koma. Hann mun ekki láta bróð- ur sinn þjást. Hann mun hjálpa honum til frelsis og sjálfstæðis. — — — Og nýr dagur mun renna upp í austri. (I. li.). Frá Alþingi. Eins og þegar er kunnugt orðið, hefir stjórnin lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um undanþágu frá lögum nr. 91, 14. nóv. 1917, um aðflutningsbann á áfengi. Ætlast stjórnin til, að lög þessi gildi um óákveðinn tíma. Pá flytja þeir Magnús Jónsson og Pjetur Ottesen eftirfarandi: Frumvarp til laga um stofnun sjóðs til eflingar bindindisstarfsemi í landinu. 1. gr. Ágóði sá, sem verður af áfengisversl- un rikisins, svo og leyfisbrjefagjöld til vínsölu eða vínveitinga, ef um þau er að ræða, rennur í sjerstakan sjóð, sem er í vörslum ríkisstjórnarinnar og ávaxt- ast í Landsbankanum á þann hátt, að fje hans sje jafnan handbært. ✓ 2. gr. Sjóði þessum skal verja til eflingar bindindisstarfsemi i landinu og verndar áfengislöggjöf landsins. 3. gr. Stjórnarráðið setur reglugerð fyrir sjóðinn, að fengnum tillögum Stórstúku íslands, enda hafi Stórstúkan jafnan til- lögurjett um það, hvernig fje sjóðsins er varið. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. Greinargerð. Þegar þingið í fyrra gekk inn á þá braut að slaka til fyrir kröfum Spán- verja um undanþágu frá bannlöggjöf- inni, var það gert í þeim tilgangi ein- um, að vernda fjárhagslega afkomu annars aðalatvinnuvegar landsmanna, því að öðrum kosti var fjárhagslegt hrun þjóðarinnar yfir vofandi. En hitt mun ekki hafa vakað fyrir neinum, að afla með þessu ríkissjóði tekna til venjulegra útgjalda hans. Með þessu var óneitan- lega bannlöggjöfin, sem lengi hatði ver- ið unnið að og mörgum var hjartfólgin, skert alltilfinnanlega, og það sýnist því ekki annað vera sanngjarnara en að verja tekjum áfengisverslunarinnar til þess að bæta þessu málefni eftir föng- I um upp þetta skakkafall. Þetta er það, sem farið er fram á í frumvarpinu. | Svo sem kunnugt er, hafa skoðanir , verið skiftar hjer á landi um bannlög- í in, en á það hafa andstæðingar bann- laganna jafnan lagt áherslu, að bind- indisstarfsegi væri þörf og nauðsynleg, og sýnist þvi með stöfnun þessa sjóðs vera farin sú leið, sem allir ættu að geta fallist á að ganga eins og nú er l komið. Ennfremur flytja sömu þingmenn frumvarp lil laga um sölu og veitingar vína. i Þá flytur Jónas Jónsson frumvarp til ' laga um meðferð á þyí fje, sem lands- sjóði áskotnast fyrir áfengi. Vill flutnm., að af fje þessu verði stofnaður sjóður til menningarstarf- semi. Eins og sjá má af nefndum frum- vörpum, verður frumvarp stjórnarinnar að líkindurn samþykt. Er þá að fullu riðinn bölvunarhnúturinn. Ekki getur maður varist þeirri hugsun, við lestur þessara frumvarpa, að ilt sje og hryggi- legt að verða að selja sæmd og rjett fyrir fje, til þess að berjast á móti van- sæmd og siðferðilegri eyðileggingu. Er vonandi, að íslenska þjóðin fái innan skams þrek og tækifæri til að hrinda af höndum sjer þessum óheilla-álögum. Enn sem fyr, verður það skýlaus krafa af hendi þjóðarinnar, að löggjafar og aðrir foringjar hennar, geri alt sem auð- ið er til þess. Frjettabálkur. Umdæmis8túkan nr. I hjelt framhalds- aðalfúnd sinn í Reykjavík, sunnudaginn 4. þ. m. Á fundinn var sjerstaklega boð- ið alþingismönnum, landsstjórn og borg- arstjóra, en af landsstjórnarinnar hálfu mættu eDgir á fundinum. Var þar rætt um áfengislöggjöfina og höfðu þeir Pjet- ur Zóphóníasson og Sigurður Jónsson kennari, orð fyrir templurum, en af hálfu gestanna töluðu, Jón Magnússon fyrv. forsætisráðherra, Einar Þorgilsson, Sig. H. Kvaran, Magnús Jónsson dócent og Jakob Mölier. Margir fleiri tóku til máls. Síðar á fundinum var samþykt að senda nefnd á fund stjórnarinnar með kröfurnar. Fulltrúar til næsta stórstúkuþings voru kosnir, Pjetur Zópóníasson, Sigurgeir Gíslason, Flosi Sigurðsson, Pjetur Snæland, Þórður Bjarnason, Sigurður Jónsson og Hansína Bjarnason. Rætt var um að reyna að koma á fót bannmannaþingi í sumar, og voru þeir, Pjetur Zóphóníasson, Sigurður Jónsson og Guðmundur Sigurjónsson kosnir til að annast það að öllu leyti. Mörg fleiri mál voru til umræðu, en þau snertu starfið inn á við. « A fundi bæjarstj. Rvikur 1. þ. m. var samþykt svohljóðandi áskorun til Al- þingis: »Bæjarstjórn Reykjavíkur skorar á Alþingi, að hlutast til um að reglugerð um sölu og veitingar vína frá 18. júlf 1922, verði breytt þannig, að ákvæði 10. greinar um atkvæðagreiðslu alþing- iskjósenda, sem skilyrði fyrir því, að vínveitingaleyfi sjeu heimiluð, nái til kaupstaðanna Reykjavíkur, ísafjarðar, Akureyrar og Seyðisfjarðar eins og til annara kaupstaða landsinscc. I

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.