Templar - 10.04.1923, Page 1

Templar - 10.04.1923, Page 1
TEM PLAR. XXXVI. Reykjavík, 10. apríl 1923. 3. blað. Stórstúka Islands 1.0. G. T. Það bnmigerist hér með, að tnttngasta og þriðja þing Stórstúku íslands af I. O. G. T. verður háð i Reykjavík og byrjar laugardaginn 23. júní þ. á. kl. 1 síðdegis. Hver undirstúka og umdæmisstúka, sem skuldlaus er við Stórstúkuna, hefir rétt til að senda fulltrúa til þingsins. Hver undirstúka má kjósa 1 fulltrúa fyrir hverja 100 félaga og fyrir brot úr 100, sem hún hafði við síðustu ársfjórðungamót á undan kosningu, þannig: 1 fyrir 10—100 félaga, 2 fyrir 101—200 o. s. frv. og jafnmarga varafulltrúa. Röð fulltrúa og varafulllrúa fer eftir atkvæðafjölda þeim, sem þeir hafa fengið; séu atkvæði jöfn eða fulltrúinn kosinn í einu hljóði, er sá fyrstur, sem fyrst er til- nefndur o. s. frv. Hver stúka ákveður sjálf hve nær kjósa skuli, en þó skal boða kosningu með viku fyrirvara. Hver stúka, sem er eins árs gömul eða eldri, má engan þann kjósa full- trúa til Stórstúkunnar, sem ekki hefir verið fulla 6 mánuði í Reglunni. Engan má kjósa fulltrúa til Stórstúkunnar yngri en 18 ára. Að eins reglulega félaga má kjósa, en ekki aukafélaga. Hver fulltrúi slcal hafa fengið umdæmisstúkustigið áður en hann kemur á stórstúkuþingið. Hver umdæmisstúka má kjósa 1 fulltrúa fyrir hverja 300 félaga og brot úr 300 og jafnmarga varafulltrúa. ' Sérhver unglingastúka, sem skuldlaus er við Stórstúkuna um öll áfallin gjöld, hefir rétt til að kjósa 1 fulltrúa og 1 varafulltrúa til stórstúkuþingsins. Skulu fulltrúar þessir kosnir af þeim meðlimum unglingastúkunnar, sem eru 14 ára eða eldri. Lá eina má kjósa sem fulltrúa eða varafulltrúa fyrir unglingastúkur, sem eru meðlimir undirstúku undir lögsögu Stórstúkunnar og hafa rélt til stórstúkustigs. Til þess að fulltrúi og varafulltrúi sé löglega kosinn, þarf hann að hafa fengið meiri hluta þeirra atkvæða, sem greidd eru á fundinum. Stórstúkustigið geta einstakir félágar fengið, ef þeir hafa skírteini, sem sannar, að þéir hafi rétt til þess að lögum; sbr. aukal. St.st. Isl., 1. kap., 4 gr. Meðmæli með umboðsmanni skal hver stúka hafa sent Stór-Ritara svo snemma, að þau séu komin til hans fyrlr þlngið. Umboðsmenn þeir, sem nú eru, gegna starfi sínn þangað til hinn nýskipaði hefir fengið umboð. Umboðsmenn Stór-Templars tilkynni þetta hver í sinni stúku. Skrifstofu Stór-Ritara, 20. marz 1923. • • e7oÆ (§gm. (Bóósson. Hokkrir þættir. i. Hinn heimskunni stjórnspekingur og mannvinur Gladstone gat þess margoft, að áfengisnautnin hefði unnið mann- kyninu meiri bölvun heldur en allar drepsóttir, hallæri og styrjaldir saman- talið. Slík hefir og verið skoðun margra hinna ágætustu manna á öllum timum, er um þetta mál hafa hugsað. Pað var því von að hinn mentaði heimur gæfi þvi gaum, er það frjettist, að smáþjóð norður við heimskaut hefði verið svo glöggskygn á þetta, að hún hefði samþykt, fyrst allra þjóða »á jörðu hjer« að útrýma áfenginu. Þá var og ekki að undrast, þó konungur vor, sá er gæfu bar til að undirskrifa og staðfesta bannlögin, ljeti svo um mælt, að aldrei hefði hann undirritað nein lög með meiri ánægju, en bannlög íslands. Samhugur mikils meiri hluta þjóðarinn- ar í þessu máli hafði hafði unnið sigur, þrátt fyrir marga og mikla erfiðleika, mótslöðu nautnasjúkra einfeldninga, fjegjarnra lítilmenna og annara þeirra, er með þeim ósköpum eru, að »ljá limi sína syndinni fyrir ranglætisvopn«. Ljóð- áu hafði stigið stórt spor áfram á fram- fara og þroskabrautinni. Nokkrir menn þessarar þjóðar voru þó svo hryggilega skammsýnir, að þeim var ekki auðið að sjá þá alhliða þjóðheill, sem lög þessi miðuðu að. Þeir mátu meir girndir múnns og maga og full- nægingu þeirra, heldur en heill þjóðar sinnar. í nafni frelsisins, í nafni einstaklings- rjettarins voru heróp þeirra, er þeir hófu atlögu sina gegn banni og bind- indi. Flokkur þeirra óx að nokkru, enda engin ráð látin ónotuð honum til efling- ar. Gjörðir þeirra allar í þessu máli eru þannig, að arftakar þeirra munu síst af öllu lofa. Þær eru svo svartur bleltur í sögu vorri að hann verður aldrei hvítur þveginn. Mistilteinninn var óspart lagður i hendi Heði hinum blinda í hópi þeirra — eg vil helst mega álíta að þar hafi verið margir, sem ekki vissu hvað þeir voru að gjöra — og honum bent að skjóla á markið, sem var samtök hinna bestu manna þjóðarinnar gegn ofur- bölvun áfengisins. Með þrotlausri bar- áttu lókst þessum mönnum að veikja skjólgarð þann, er þjóðin sjálf hafði reist einu af sínum göfugustu slðferðis- málum. II. Áhrif þau sem útrýming vínsins hafði á efnalegt sjálfstæði landsmanna, fá ekki dulist neinum þeim, er augp hafa og ekki eru rangsýnir á þá hluti. Sparisjóðs innlög jukust að miklum mun og margt var unnið er mikið fje þurfti til að framkvæma. Dauðsföllum og slysum af völdum áfengis fækkaði stórkostlega, en því miður vantar um það glöggar skýrslur, en slíkt er öllum svo kunnugt að ekki verður urn deilt, og hefði unnist tími til að hreinrækta hjer bannið, mundu áhrif þess á andlega framför þjóðarinn- ar ekki síður orðið glæsileg en þau, sem áður eru nefnd. Vormerkin í lífi þjóðarinnar voru augljós og má óhikað telja að útrýming áfengisins hafi átt sinn stóra þátt í þeim. III. í ágústmánuði 1914 hófsf heimsstyrj- öldin. Margra alda kenningar og starf- semi um bróðurlegt samstarf meðal þjóðanna, á öllum sviðum, er fyrir borð borið af þeirn þjóðum, er allir höfðu talið fremstar að menningu. Drottnunar- girni, auðfýkn og hefndarhugur, skipa öndvegi, og aðalstarfið snýst um að framleiða sem öflugastar vígvjelar í þágu eyðileggingarinnar. Kjarna þjóð- anna, hraustustu sonum þeirra,’er fórn- að á altari hennar. Konur, börn og gamalmenni eru myrt í hefndarskyni. Háreistar borgir og blómleg hjeruð eru

x

Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.