Templar - 10.04.1923, Blaðsíða 2

Templar - 10.04.1923, Blaðsíða 2
10 TEMPLAR. Ritsti'óri: Gisli Jónasson, Vesturgötu 16. Ritnefnd: Þorvaröur Porvarðsson, Flosi Sigurðs- son, Pétur Zóphóníasson, Borgþór Jó- sefsson, Pétur Halldórsson. Afgreiðslumaður: Magnús V. Jóhannesson, Vesturgötu 29, Reykjavík. lögð í rústir. Og mörg hugsjónamál þjóðanna lúta sömu lögum í þessum hildarleik glötunarafla lífsins, meðan hann er í algleymingi að minsta kosti. En hjá flestum þjóðum eru til menn, sem aldrei missa sjónar á andlegum verðmætum og eru jafnan reiðubúnir að vinna þeim. Þeir menn eru ljósgjaf- ar þjóðanna í svartnætti hörmunga og haturs, Eftir þessa 4 ára blóðugu styrjöld, voru flestar ófriðarþjóðirnar svo ör- magna orðnar, að hægt var að semja vopnahlje, fyrir milligöngu góðra og gætinna manna. En ófriðurinn hafði kostað þær of fjár, auk alls blóðs og landauðna. Og nú hófst barátta fyrir fjáraQa til greiðslu þeirra hernaðarskulda, sem annars verða með þeim hætti greidd- ar. Margar þeirra þjóða, sem ekki tóku beinan þátt i styrjöldinni, höfðu auðg- ast mjög þessi árin, en samfara því hafði komið andlegt los og ýmiskonar spilling, ekki siður en hjá ófriðarþjóð- r.num sjálfum. Eftir að friður hafði verið saminn, hófst viðskiftastyrjöldin mikiu ákafari en áður hafði verið. IV. Einn þáttur viðskiftastyrjaldarinnar er okkur mikið kunnur orðinn. Hrásið- uð þjóð, Spánverjar, gera þá kröfu á hendur okkur, að við breytum löggjöf vorri samkvæmt þeirra vilja, til þess að þeir hafi hjer markað fyrir vínfram- leiðslu sina, að öðrum kosti skuli salt- fiskur okkar sæta hæsta tolli á mark- aði þeirra. Sömu kröfur gera þeir á hendur Norðmönnum. Par að auki skuli skip þeirra greiða afarháa hafnartolla, er þau koma í spánska höfn. Löggjafarvald þessara ríkja þykist hafa verið neytt til þess að lúta kúgar- anum og því tekið þann kostinn. Um þetta hefir verið deilt, því ekki er þess nein von að ánægja sje með þau úrslit málsins. Hann virðist ekki að ástæðu- lausu sá grunur, að andbanningar þess- ara þjóða hafi jafnvel lagt sinn skerf til þess að svona er komið. Enda er það i samræmi við hina drengskapar- lausu baráttu þeirra gegn þessu málefnií Nú hefir áfengi fengið hjer lögvernd- un og vilja sumir að sem minst höft sjeu lögð á um sölu og veitingar, svo blygðunarlausa ódrengi elur þjóð vor. Er sorglegt að sjá og heyra hve blindir margir virðast vefa fyrir þeirri svívirðu, sem þjóð vorri er ger með þessari kröfu af hálfu kúgaranna. Alþingi virðist mjög ósamdóma um, hvernig verja skuli blóðpeningunum. En um það þarf ekki að deila, að fátt sýnir betur siðferðilegan stjórnmálaþroska þingmanna en framkoma þeirra i þessu máli. Pað ættu kjósendur að muna við næstu alþingiskosningar. Pess verður þjóðin að krefjast, að öllu því fje, er ríkissjóður fær fyrir áfengi, sem keypt er eftir kröfu Spán- verja og sem upptækt er gert, sje varið til þess að vinna á allan hátt á móti eyðileggingu þeirri, sem samfara er áfengisnautninni. Pað verður að losa þjóðina úr þeim viðskiftafjötrum, sem olla henni þess böls, er hjer um ræðir. það verður að leyta samvinnu við þær þjóðir, sem þegar hafa ákveðið að bind- ast samtökum til sigurs þessu máli. Sje þjóðin svo heillum horfin, að velja sjer þá eina til forystu, sem ekki sjá, hver hætta er á ferðum, getur farið svo, að dagar hennar verði taldir fyr en nokkurn varii. Framsöguræða Magnúsar Jónssonar um frum- varp til laga um stofnun sjóðs til eflingar bindindisstarfsemi í landinu Þegar þingið í fyrra gekk undir þá nauðungarkosti, að samþykkja 'undan- þágu frá lögum um aðflutningsbann á áfengi, þá mun það hafa verið ástæðan hjá flestum, og mig langar til að segja öllum þeim háttv. þingmönnum, sem þá breytingu samþyktu, að það væri gert vegna svo brýnnar þarfar landsins og þjóðarinnar, að engis annars væri kostur. Að öðrum kosti hefði slíku til- ræði við bannhugsjónina verið vísað frá þinginu með þegjandi fyrirlitningu af miklum meiri hluta þingmanna. Jafnframt mun það og hafa verið ríkt í huga margra, að í þessu máli yrði það að koma sem skýrast fram, að. þetta væri gert sakir lífsnauðsynja atvinnuveganna, en ekki fyrir þær sakir, að bannmenn væri nú farið að muna í þær krónur, sem ná mætli inn í ríkis- sjóðinn með því að hleypa vínum inn í landið. Bannmenn hafa verið og eru bannmenn af þeirri ástæðu, að þeir hafa sjeð og skilið, að það er illa og heimskulega fengið fje, sem með þeim hætti er tekið í ríkissjóð, ef það er gert af þeim ástæðum einum. Bannmönnum hefir ekki skilist og skilst aldrei, að þeir, sem borga toll í ríkissjóð fyrir að fá vín, gætu ekki borgað þær krónur eins vel án þess að kosta upp á vínið og án þess að verða miður starfhæfir vegna áhrifa þess. — En á þinginu í fyrra var litið ráðrúm til þess að gera nokkrar frekari ráðstafanir í þessu skyni, því að áliðið var þingtímans, þegar þessu máli var lokið, enda máske hjá sumum einhver vonarskíma um, að úr þessu kynni að rætast eitthvað á þeim árstíma, sem fram undan var og frestur var gefinn um fullnaðarúrslit. Einhver gat gert sjer vonir um, að vinir vorir og samherjar i hinum voldugari lönd- um mundu geta greitt eitthvað snöruna, sem okkur var búin, eða að annaö skipaðist svo á árinu að vjer þyrftum ekki undir ókjörin að ganga, og þá ekki heldur að gera neinar ráðstafanir þessu viðvikjandi. En nú er útlitið því miður ekki bjart í þessu efni. Annað mun og hafa verið allríkt £ huga þeirra, sem bannstefnunni voru hlyntir, þó að þeir yrðu að leika hana svona hart, og það er, að eflir því sem unt væri, skyldu þeir reyna að bæta henni það upp, sem nú væri frá henni tekið. Að vísu hljóta bannmenn aö halda því fram, að bannið verði ekki bætt upp með öðru en banni. Annars hefðu þeir ekki slefnt að því svo fast sem þeir gerðu. En svo fast mega menm aldrei blina á einn og sama blettinn, að þeir stari sig blinda á alt annað. Og það er Ijelegur háseti, sem leggur árar með öllu í bát, ef hann hrekur frá þeim staðnum, sem hanq helst vildi ná, og lætur reka aðgerðalaust beint í brim- garð og boðaföll án þess að hafast að. Nei, ef ekki það besta, þá það næst besta, svo verður hver þrautseigur bar- dagamaður að hugsa. Og svo mun og vera með flesta bann- og bindindisvini í landinu. Enda þótt það kunni að fljúga í huga einhvers, að úr því sem komið er, sje best að henda öllu frá sjer, þá má ekki fallast á slíkt fljótræði og óvit, og sannir vinir þessarar hug- sjónar geta það ekki. Þeir gela ekki hent hugsjóninni sjálfri frá sjer fyrir það, að eitt vopnið til varnar henni, hefir verið slegið úr höndum þeim. Nei, nú er að gera við því sem er„ Nú er að hefjast handa á því stigi, sem málið er. Það er málinu vissulega gagn- legra en standa auðum höndum og æpa: hefði, hefði, sem »hjeðan af stoð- ar ekki baun«. En hvernig getum við nú sameinað þetta tvent? Annarsvegar sýna að viö höfum ekki afnumið bannlögin til þess að taka fje fyrir sæmd okkar og hins vegar styðja þann málstað,( sem hjer hefir orðið svo harkalega fyrir rás við- burðanna ? Það er þetta tvent, sem við, háttv., þingmaður Borgfirðinga og jeg, höfum viljað sameina með þessu frumvarpi, sem nú liggur fyrir. Með því að verja ágóðanum af áfengisverslun ríkisips og sömuleiðis því, sem aðrir greiða fyr- ir að fá að versla með vín, til þessa málefnis, er því lýst skýrt og skorinort yfir, að ef ríkissjóður þarf á fje að halda til almennra þarfa, þá viljum við miklu heldur fara aðrar leiðir til þess að afla tekna þeirra, sem hann þarf. Og því megi af þeim ástæðum hvenær sem er setja bannlögin í samt lag aftur. Og á hinn bóginn fæst með þessu allmikið fje til þess að starfa að því málefni, sem nú stendur höllum fæti vegna þess- arra tilneyddu ráðstafana.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.