Templar - 28.04.1923, Síða 1

Templar - 28.04.1923, Síða 1
TEMPLAR. XXXVI. Reykjavík, 28. apríl 1923. 4. blað. Davíð Östlund um bannlaga-baráttuna í Svíþjóð. Broshýr eins og fyrri, en frísklegri og sterklegri, er hann i sjón, hinn al- knnni bannlaga-berserkur, sem við templ- arar þekkjum svo vel frá 17 ára dvöl hans hjer á landi. Og vjer bjóðum hann velkominn heim til íslands. DaviO ðstlund. Spnrður um, hvernig sjer liði, svarar hann: wÁgætlega. Það hefir yngt mig upp, að vera í þessu striði. Síðan jeg fór af af íslandi í lok janúar 1915 hefi jeg sama sem ekkert annað gert en að' starfa að bindindi og banni gegn áfeng- um drykkjum«. »Og þú ert uekki orðinn þreyttur af þessu stríði?« »Nei, það er síður en svo. það, að starfið hepnast, að hugsjónin vinnur festu og breiðist út, fjörgar til að halda áfram«. »Lú ætlar sennilega að halda fyrir- lestra um bannlagastríðið i heiminum, irieðan þú dvelur á landi hjer?« »Já, það mun jeg glaður gera. Sjer- staklega mun jeg leitast við að fræða menn um Ameríku, sem nú um 3—4 ár hefir haft alger bannlög um land alt«. — Við biðjum svo bróður Östlund að segja oss eitthvað um bannstríðið í Svíþjóð. »Velkomið! Jeg hefi verið í Svíaríki hin seinustu 3 ár, þangað til jeg fór til alls- herjarfundsins í Torontó í nóv. í fyrra. Pau þrjú ár voru einstaklega skemti- leg«. »En atkvæðagreiðslan fór illa í fyrra?« »Lað er varla hægt að segja það. Við bannmenn unnum ekki, það er satt, en við íöpuðum ekki heldur. Þess Hvitt: Svæöi, þar sem meiri lilutinóðist fyrir banninu. Svört: Svæöi, þar sem andbanningar voru sterkari. ber að gæta, að við fengjum bannlaga- baráttuna yfir okkur, af því að dr. Bratt og hans menn voru orðnir hræddir við okkur. Bannlagahreyfingin hafði tekið svo miklum framförum, að andbann- ingar vissu ekki annað ráð sýnna en að setja á okkur atkvæðagreiðsluna ári fyrr en við báðum um hana. Andbann- ingar hjeldu, að við mundum gefast UPP °g hætta okkar »agitation«, þegar atkvæðagreiðslan væri um garð gengin. I þvi skjátlaðist þeim herfilega. Bann- mennirnir í Svíþjóð vinna framvegis af alefli, og kraftar þeirra hafa aukist og stælst við striðið. Atkvæðagreiðslan skifti sænskum kjósendutn í tvo hjer um bil jafnstóra flokka. Með banni greiddu um 890,000 at- kvæði, en móti því um 925,000. í prócentu-lali verður það: Með banni 49°/o, móti því 51°/o. Kvenþjóðin í Svíþjóð öðlaðist at- kvæðisrjett 1921; mikill fjöldi kvenna fjekkst ekki til að taka þátt í atkvæða- greiðslunni um bannið. Kvenþjóðina verður að vekja á næstu árum. Eins verður að halda áfram hinu kirkjulega bannlagastarfi. Óhætt er að fullyrða, að hjeðan af muni tala þeirra stórum aukast, sem einmitt af kirkju- legum ástæðum eru banninu fylgjandi. Bindindis- og bannmenn i Svíarfki vonast til, að kosningarnar til rfkisdags- ins næsta ár muni koma til að sýna, að bannstefnunni vex fylgi, og að ný atkvæðagreiðsla verði látin fara fram 1925 eða 1926. Allar lfkur eru til þess, að sigurinn falli þá bannvinum i skaut. í þeirri von vinna þeir af kappi«, Bannatkvæðagreiðslur í Þýskalandi. 1 fyrra, í ágústmánuði, fór fram at- kvæðagreiðsla um bann í mörgum borg- um í Þýskalandi. Blöðin á Norðurlönd- um hafa getið um þetta og látið i veðri vaka að atkvæðagreiðslur þessar bentu á stóran meiri hluta með banni. Þess er sem sje getið að í Osnabrúch hafi 91% fylgt banni og í Bielefeldt 90°/o, svo maður freistast til að álykta að Þýskaland, »bjórlandið alkunna«, sje komið á flugslig með áfengisbann.. Það er samt of snemt að álykta svo. f*að stóð sjerstaklega á, þegar atkvæða- greiðsian skeði. Jeg hefi á eimskipinu »ísland«, á leið til sögulandsins gamla, átt viðtal við dr. Guðbrand Jónsson, gamlan kunningja frá veru minni á ís- landi, sem gefur allskíra hugmynd um þýsku atkvæðagreiðsluna. Dr. Guð- brandur hefir um nokkurt árabil und- anfarið unnið í þjónustu Pýska ríkis- ins, meðal annars sem aðstoðarkonsúll í Svíþjóð og Noregi, og eitt til tveggja ára skeið á utanrikisskrifstofunni í Ber- lín, og hefir því allgóð kynni af þýsk- um málefnum. — Það er ekki alveg víst að þýsku atkvæðagreiðslurnar sjeu bannatkvæða- greiðslur í venjulegum skilningi, því til þess var ekki stofnað. Þær voru nán- ast aíleiðingar af ástandinu eftir ófrið- inn. Eins og menn vita, hafa lengi ver- ið og eru enn mjög eiflðir tímar í Þýskalandi. Verð á lífsnauðsynjum er svo afskaplega hátt, að sjeu ekki gerðar sjerstakar ráðstafanir, er alveg óhugs- andi að fólk geti dregið fram lífið. Ein slík ráðstöfun eru hinir svonefndu

x

Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.