Templar - 26.05.1923, Qupperneq 1

Templar - 26.05.1923, Qupperneq 1
TEMPLAR. XXXVI. Reykjavík, 26. maí 1923. 5. biað. Hvað á að gera? Margir hafa spurt mig að því, hvað mjer hafi hugsast um »prógram« eða stefnuskrá Reglunnar á íslandi nú á næstu tímum. Mjer finst svarið við þeirri spurningu sjálfgefið. Reglan verður að rísa upp með nýj- um krafti og taka forustu í því að leysa ísland úr þvi hörmulega ástandi og öngþveiti, sem nú er komið í með upp- gjöfinni gagnvart Spáni. Að halda áfram að ræða um, hvort það hafi verið óhjákvæmilegt að gera það, sem gert er, leiðir ekki til neins sigurs, heldur tefur fyrir framkvæmdum, og tímatap er ef til vill það sama sem að tapa málinu og sjálfum sjer lika. Mjer hefir þótt sundrungin í Reglunni ósegjanlega sorgleg, og ætti jeg að taka dæmi til að lýsa henni, yrði það þetta: Maður fjell í djupan brunn, og var að þvi kominn að drukna. Tveir menn komu að hrunninum, sáu manninn þarna í lífsháska, en í stað þess að flýta sjer að draga manninn upp úr, fara þeir að rökræða um, hvort það sje slysi eða athugaleysi hans að kenna, að hann sje fallinn í brunninn. — Öllum ætti að vera ljóst, að það riður á að bjarga manninum. Og úr þvi að svona illa er komið, að ísland er fallið i vinbrunn Spánverja, sem til hefir verið búinn hjer á landi, þá er það bara ein spurning, sem þýðir nokkuð nú, og það er: Hvernig á Island að komast út úr þessu böli9 Hvernig á að komast út úr klóm Spánverja? Hvernig á að kotna bann- lögunum aftur í rjett horf? Liðirnir geta að eins verið tveir: 1. Aðstoð annara bannlanda í stríð- inu við Spán. 2. Útvegun nýs markaðs á fiskinum, svo ástæðan fyrir Spánarvínunum falli burtu. Fyrri leiðin verður farin, en í besta falli tekur það töluverðan tíma, að fara hana, og í öðru lagi er hún því að eins örugg, að bannmálið ekki deyi hjer á meðan verið er að gera það sem hægt er ytra. Að leggja árar í bát heima á ísiandi, er að láta áfengið ná valdi hjer aftur, svo að ekki verði síðan ráðin bót á því. Nú er verið að hlýða Spánverjum í öllu, sem áfengisverslun viðvíkur. Alt, sem Spáni þóknast að bjóða, verður gert, svo Spánarvinin njóti bestu kjara hjer. Byrjunin var gerð í fyrra. Fyrsta hálfa árið seldust nál. 50,000 heilflöskur, að því er mjer er skýrt frá, og 1923 er ætlast til að selja 100,000 heilflöskur af spánsku vini hjer á landi! Pað er tiltölulega fult eins mikið, sem Spánn hjer neyðir upp á íslendinga, eins og Spánn, Frakklaud og Portúgal voru að heimta í sameiningu að fá að selja Norðmönnum, og sem varð til þess að alt vínbann var upphafið fyrir fáum vikum. En meðan Norðmenn hafa upphafið vínbannið, þá hafa þeir þó lög, sem þeir ætla sjer að framfylgja í þessu máli, og það er að hjeruðin, eða »kommunarnir«, geta bannað vínsölu hjá sjer. En hjer þóknast hinu háa spánska vínvaldi að skipa svo fyrir, að það áskilur sjer ótakmarkaða vinsölu og lika vinveit- ingar! í fyrra var það látið heyrast, að það væri alls ekki til ætlast að hjer seldist nokkuð verulegt af vinum, það væri bara »principsins vegna«, að vín ætti að vera fáanlegt. Pá hugsuðu menn sjer, að það væri nægilegt að hafa eina verslun í Reykja- vík, sem hægt væri að panta frá utan af landi. Nú eru sjö spánsk-íslenskar verslanir settar á stofn, og mjer skýrt frá, að þær geti orðið fleiri! Vínveitingar allareiðu sama sem lög- boðnar f 4 stærstu kaupstöðum lands- ins. Hjer í Reykjavík geta þessir vín- veitingastaðir orðið fleiri en einn, ef bæjarstjórn verði með því, en þó bœjar- stjórn sje á móti þvi að hafa einn veit- ingaslað, þá skal þó Regkjavik hafa það? Er þessi kúgun á Reykjavík innlend eða útlend? Jeg hefi spurt, og svarið er: Spánnl Stjórnin íslenska verður að fara sam- kvæmt skipunum Spánverja! Reglugerðin íslenska, frá 18. júlí 1922, sem setur ýmsar skorður fyrir spánska valdsviðið, er sennilega breytanleg, og það hefir mjer orðið fullljóst þessa dag- ana í Reykjavík, að enginn bindindis- og bannmaður hjer á landi hefir hina minstu tryggingu fyrir því, að spánska vínveitingin verði nú ekki lögð fyrir hverja manneskju hjer á landi eftir þetta, og áfengissala og áfengisveiting hjer á landi fari ekki hjer eftir fram. Tekjur landsins af áfengisversluninni eru áætlaðar: Tollur .... 350,000 á ári Ágóði .... 450,000 - — 800,000 krónur. Þetta eru óhappapeningar! íslenska þjóðin á ekki að byggja fjárhagsáætlun I sína með þetta sem framtíðartekjur! Hin eina rjetta notkun þessa fjár finst mjer vera sú, að það ætti að notast til þess að komast út úr ógöngunum, og þ.ar með til viðreisnar bannlögunum. Stórstúkuþingið ætti að gangast fyrir því, að unnið yrði að þessu af alhuga. Til þings verður að kjósa aðeins vel, »þurra« menn og konur, fulltrúa, sem vilja fylgja þessu frara, að stjórninni veitist heimild til, eða öllu heldur ger- ist að skjddu, að styðja markaðsútvegun í öðrum löndum en Spáni, svo vín- kúgunin hverfi með öllu. í þessu augnamiði verður að vanda alþingiskosningarnar sem mest má verða. Til slíkrar starfsemi þarf Stórstúkan fjár! Vinir bannsins verða að leggja það fram. Jeg hefi hugsað mjer þessar fram- kvæmdir á þá leið, sem segir í tillögum, sem jeg hefi gert í samráði við menn úr báðum flokkum, og sem jeg skýra frá á almennum templarafundi áður en jeg fer hjeðan. David Östlund. Drykkjuskaparbrot í Reykjavík. Alla tíð síðan bannlögin öðluðust gildi, hafa ýmsir menn haft það að at- vinnu, að lítilsvirða þau og fótumtroða. Ein af kenningum þeirra hefir verið sú, að sá væri maður meiri, sem bryti þau. Og þeir hafa hiklaust haldið því fram að drýkkjuskapur hafi ekkert rninkað þótt hjer væru bannlög. Hafa margir þessara manna stöðugt unnið að þvi, að flytja ólöglega áfengi til landsins og selja síðan með okurverði þeim, sem orðnir eru þrælar áfengisnautnarinnar. Pessir menn áttu að vera sönnunar- gagn þeirra gegn bannlögunum. Pví verður ekki neitað, að nokkuð var drukkið hjer á landi meðan bann- lögin voru í fullu gildi, en lögunum er ekki hægt um að kenna, þó — vitan- lega væru á þeim stórir gallar, svo sem heimildin um lækna- og konsúla-vínin. Sá drykkjuskapur er að kenna »smigl- urunum« og svo ónógu eftirliti þeirra sem laganna áttu að gæta, að ógleymd- um »reseptalæknunum«. Að halda því fram, að drykkjuskapur hafi ekki minkað síðan bannlögin gengu í gildi og þar til undanþágan margum- talaða kom til framkvæmda, eru helber ósannindi. Hið gagnstæða er alþjóð svo kunnugt að ekki tjair að mæla .á móti.

x

Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.