Templar - 26.05.1923, Blaðsíða 2

Templar - 26.05.1923, Blaðsíða 2
18 TEMPLAR. Ritstjóri: Gísli Jónasson, Vesturgötu 16. Ritnefnd: Porvaröur Porvarðsson, Flosi Sigurös- son, Pétur Zóphóníasson, Borgþór Jó- sefsson, Pétur Halldórsson. Afgreiðslumaður: Magnús V. Jóhannesson, Vesturgötu 29, Reykjavík. Pað, hversu drykkjuskapurinn hefir aukist ákaflega síðan sala spánarvin- anna hófst hjer fyrst í júli 1922 sýnir best, hvort bannlögin hafa ekki ge'rt gagn. Því miður eru ekki fyrir hendi skýrsl- ur um drykkjuskaparbrot, bannárin og síðan farið var að selja spönsku vínin, nema hjeðan úr Reykjavik fyrir árin 1921 og 1922 og svo yfir 4 fyrstu mán- uði af yfirstandandi ári. En tölur þess- ar sýna það, að drykkjuskapurinn hefir aukist ákaflega mikið og er nú í hröð- nm vexti. Árið 1921 eru hjer'í Reykjavík sekt- aðir fyrir drykkjuskap 103 menn, árið 1922 (þá hófst sala spánarvínanna 1. júlí) eru þeir 244, og frá 1. jan. til 30. apr. 1923 samtals 135 (eftir því mætti áætla 405 alt árið). Sektir hafa verið frá kr. 50,00—100,00, fyrir hvert brot. Af þessu sjest hversu mjög drykkju- skapurinn er að aukast, en þó eru margir sem »drukknir eru á almanna- færi« en fá ekki sektir. Þá er alkunna, að hjer í Reykjavík eru margir, sem selja vin óleyfilega. Stöku sinnum tekst að hafa hendur í hári þeirra og sekta þá, en sektirnar eru svo lágar að þeir hafa ágætan hagnað af þvi að fótum- troða og svívirða lög þjóðarinnar, þótt þeir einstöku sinnum verði að borga nokkur hundruð krónur í sektir. Það eru býsn mikil, hversu mönnum líðst hjer að brjóta lög án þess að fá nokkra verulega hegningu. Því er kent-um að eftir þeim lögum, sem þar um gilda, sje ekki hægt að framkvæma hegningu á annan hátt en gert sje. En háttvirt Alþingi virðist oft hafa haft til með- ferðar þýðingarminni mál en það, að þeir sem lifa á því að brjóta lög og með því fjefletta aðra, fái makleg mála- gjöld. . „Ný stefna í áfengís- lög'gjöfinmt Morgunblaðið flutti nýlega grein með þessari fyrirsögn.. Er hún efalaust af sama bergi brotin sem hinar mjög leið- inlegu ölgreinar er það ílutti í vetur. Grein þessi er í raun og veru ekki svaraverð. Að eins viljum vjer gera höf- undi þann greiða að benda honum á hve hrapallega fáfróður hann er um skoðanir Bandarikjamanna á banninu og »ölspursmálinu«, setjum vjer hjer ummæli nokkurra manna, sem engin mun efast um að sjeu meiri »Autoritet« i þessu máli heldur en litla a-ið i Morg- unblaðinu. Sömu skoðunar og Bandaríkjamenn eru aðrar bannþjóðir. Látum vjer Banda- ríkjamenn hafa orðið: í norður Dakota samþykti efrideild þingsins nýlega ályklun til rikisþings Bandarikjanna, þess efnis að breyta i engu Bannlögunum (Valstead-lögunum) frá því sem þau voru í fyrstu, og gera engar þær breytingar sem orðið gætu til þess að veikja þau. í efri deild var þetta samþykt í einu hljóði, og í neðri deild með 102 atkv. gegn 7. Gifford Pinchet, landstjóri í Pensylvaníu, sagði meðal annars i þingsetningarræðu, eftir nýafstaðnar kosningar: »Starfsmenn rikisins eru og verða þurrir. Allir í stjórnarráðinu, hver sem er i þjónustu minni, og fjölskylda mín, fylgir fast fram bannlögunum í sam- ræmi við anda þeirra og orðabljóðan«. Parciual Baxter, Iandstjóri í Marne, sagði í ársbyrjun 1923: »Fólkið i rík- inu Maine hefir trú á gildi bannlaganna. Ef einhver starfsmaður ríkisins mælti móti bannlögunum í ræðu' eða riti, yrði hann að leggja niður starf sitt. Jeg lít svo á að bannlög þjóðar minnar sjeu lang- samlega hin bestu og æskilegustu lög, sem nokkru sinni hafa verið sett. Ríkið Maine mun aldrei vikja frá þessum lög- um, sem gilt hafa hjer yfir 30 ár«. Thomas A. Edison, hinn heimsfrægi hugvitsmaður sagði meðal annars við nefnd bindindismanna úr austurfylkj- unum, er þeir sóttu hann heim 12. febr. s. í. á 76 ára afmæli hans: »Jeg er gersamlega sannfærður um ágæti bannlaganna. Ameríka án áfengis mun í framtíðinni verða mjög hættu- legur keppinautur allra annara þjóða. . í framtíðinni munu hinar aðrar þjóðir annað hvort útrýma áfenginu, eða fara halloka i viðskiftunum«. Forseti Bandarikjanna, Warren G. Harding, er eins og alheimi er kunnugt ákveöinn fylgismaður bannlaganna. Hann sagði meðal annars á sameinuðum þingfundi beggja málstofa »Kongressins«: »Það er efalaust, að sá dagur mun aldrei koma, að 18. viðbótargrein grund- vallarlaganna (bannlögin) verði úr gildi numin«. Harding forseti neitaði aö veita við viðtal Molly Pitcher klúbbnum, en hann er fjelagsskapur, sem vill láta leyfa öl og Ijett vin. Greinargerð hans fyrir neituninni var svohljóðandi: »Það er svo algerlega útilokað að bannlögin verði nokkurntima numin úr gildi, að jeg álit ekki það sje rjett að veita viðtal, sem að eins getur valdið deilum, og orðið til þess að mönnum detti í hug að stjórnin framfylgi ekki bannlögumim i fullri alvöru«. Fyrirlestrar um bannmálið. Br. D. Östlund fulltrúi á Norðurlönd- um, fyrir »World League against Alco- holism« dvaldi hjer lrá 14. apr. til 11. þ. m. Hefir hann á þessum tíma flutt marga fyrirlestra bjer í Rvík. og ná- grenni. Er nokkuð nánar, i frjettum frá Umdæmisst. nr. 1, sagt frá þeim er hann flutti utan Rvíkur. Aö tilhlutun framkæmdarnefndar Stór- stúku íslands, flutti hann 4 fyrirlestra hjer í Rvík. Fyrsta fyrirlesturinn flutti hann í Good- templarahúsinu mánudaginn 23. f. m. Efni fyrirlestursins var: Bannmálið. Árangur áfengisbannsius í öðrum lönd- um. — Er útlit fyrir alheimsbann? Framkvæmdanefndin bauð ríkisstjórn, alþingismönnum, bæjarstjórn, öllum kennurum við æðri og lægri skóla í Rvík, lögreglustóra, læknum, biskupi og prestum, hagstofustjóra, skrifstofustjórum í stjórnarráðinu, ritstjórum, bankastjór- um, umboðsmönnum og æ. t. stúkn- anna hjer í bænum o. fl. Fyrirspurnir og umræður á eftir fyrir- lestrinum voru helmilaðar. Var sorglegt að sjá áhugaleysi þing- manna á þessu máli,- sem nú er eitt af stórmálum heimsins. Aðeins örfáir þeirra mættu. En þarna höfðu þeir tækifæri til þess að heyra verulega kunnugan mann, sem getið hefir sjer heimsfrægð fyrir starf sitt í þágu þessa málefnis, skýra frá árangri bannsins í öðrum löndum, með eldlegum áhuga og óhrekj- andi sönnunum. Þórður Sveinsson læknir var sá eini*. af gestunum, sem kvaddi sjer hljóðs að loknum fyrirlestri. Talaði hann vel og viturlega um aflleiðingar áfeuðisnautn- arinnar, og nauðsyn þess að útrýma henni. Þrjá síðari fyrirlestrana flutti br. D. Östlund i Nýja Bío. Var öllum heimill aögangur ókeypis, enda voru þeir ágæt- lega sóttir, einkum sá siðasti. En svo var með þessa fyrirlestra, sem hinn fyrsta, að fátt þingmanna mætti þar. Efni fyrirlestranna var: 1. Heimland hinnar nýja siðbótar. Anti-Saloon. League og bannlaga- sagan í Bandarikjunum. 2. Hvernig regnast bannlögin i U. S. A.? Smyglun og önnur bannlagabrot. — Bann og siðgæði. — Bann og fjár- mál. — Mun bannið haldast í U. S. A.? 3. Amerika og önnur lönd. Mun áfengisbann komast á um all- an heim? — Norðurlöndin. — ís- land og Spánarvínin. Allir þeir er hlýddu, hafa mjög að á-

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.