Templar - 26.05.1923, Blaðsíða 3

Templar - 26.05.1923, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 19 gætum þann brennandi áhuga, feikna fróðleik og viðsýni, er fyrirlesarinn hafði til brunns að bera. Templar vill gleðja lesendur sína með því, að Stórstúkan mnn gefa út þessa fyrirlestra. Munu þeir verða öllum bannvinum góður gestur og margt gott hægt af þeim að læra. Alþjóðaþing gegn áfenginu. Danska stjórnin hefir opinberlega sent boð, til þátttöku í alþjóðaþingi móti áfenginu (Den internationelle Anti-Alko- feol kongress) sem haldið verður í Kaup- xnannahöfn 20.—24. ágúst þ. á., eins og kunnugt er. Stjórnum 56 ríkja og páf- anum hefir verið boðið. Alþjóðanefnd sú, sem vinnur að und- irbúningi þessa þings, hjelt fundi í Kaupmannahöfn dagana 10. og 11. febr. s.l. til þess að ákveða hvaða mál skyldu rædd á þingi þessu, og alla aðra til- högun þess. í nefndinni eru: Dr. R. Hercod, for- stjóri alþjóðafrjettaskrifstofunnar í Lau- sanne, prófessor I. Gonser í Berlín, aðalritari »Des Deutschen Vereins gegen den Alkoholismustf, C. C. Heilesen, yfir- dómslögmaður og þjóðþingsmaður. Umræðuefni fyrir þingið voru ákveðin: 1. Alþjóða-hagskýrslur um framleiðslu og neytslu áfengis. 2. Arfgengi. 3. Á hvern hátt er hagkvæmast að vinna að bindindi meðal æsku- lýðsins? a. Með fræðslu og kenslu. b. Með hjálp æskulýðsins sjálfs. 4. Bannið í Ameríku, Finnlandi og íslandi. 5. Ólöglegur innflutningur áfengis. 6. Bannlög og alþjóða-verslunarmál. 7. Áhrif tollanna á áfengisneytsluna. 8. Hömlur á sölu og veitingum. 9. Kosningarrjettur kvenna og áhrif hans fyrir bindindis- og bannstefn- una. 10. Þýðing atkvæðagreiðsiu í sveitum og landshlutum fyrir bann og bind- indi. 11. Nýjustu framfarir í framleiðslu áfengislausra drykkja, og ráðin til aö gera þá kunnari. 12. Áfengið, samgöngur og viðskifti. 13. Áfengisverslunin i nýlendunum á síðustu tímum. Bandaríkjastjbrnin hefir opinberlega tilkynt þátttöku sína í þingi þessu. íslensku stjórninni hefir verið boðið að taka þátt í þinginu. Áður hafa verið háð 16 þing sem þetta. Hið siðasta í Lausanne 1921. Það var hið fyrsta í Evrópu eftir heims- styrjöldina. Almennur templara- fundur var haldinn fimtudaginn 10. þ. m. í Good-tempíarahúsinu, samkvæmt aug- lýsingu frá framkvæmdarnefnd Stórstúk- unnar. Fundurinn hófst kl. 2 e. m. Br. D. Östlund flutti þar fyrirlestur um: Horfur bannmálsins í öðrum lönd- um og á íslandi. Fyrirlestur hans var fróðlegur og ágæt- lega fluttur, og skýrði hann rækilega frá starfsemi annara þjóða í bannbaráttunni, einkum Finna, þar sem hann í fyrri fyrirlestrum sínum hafði sagt frá Banda- rikjamönnum. Að því loknu sneri hann máli sínu einkum að íslandi og banninu hjer. Var aðalefnið af þeim hluta fyrirlestrar- ins samhljóða grein hans: »Hvað á að gera?«, sem birtist hjer á pðrum stað í blaðinu. í lok fyrirlestrar flutti hann tillögur þær, til umræðu og samþyktar, er bjer fara á eftir: 1. »Fundurinn telur rjett, að gera eftirfarandi kröfur til allra þingmanna við næstu kosningar: Að þingmenn beiti sjer fyrir, að öll- um neitótekjum Áfengisverslunar rikisins sje varið til að losa landið undan áhrif- um Spánverja, meðal annars með því að útvega fiskmarkaði, svo fullkomin bannlög komi sem fyrst í gildi aftur«. 2. »Stórstúkan skal af alefli vinna að þvi, að alstaðar verði í kjöri ákveðnir bannmenn. Loforð um fylgi við kröfur bannvina sjeu gefin skrifleg með rjetti til birtingar«. 3. »Til þess að efla málstað bannvina við næstu kosnmgar gengst Stórstúkan fyrir því, að ríflegur sjóður sje mynd- aður sem allra fyrst, og mælir fundur- inn með þvi, að hver templar og bann- vinur leggi af mörkum að minsta kosti eins dags tekjur sínar til þessa sjóös«. Um tillögurnar urðu miklar umræð- ur, einkum fyrsta liðinn, bæði með og móti. Að umræðunum loknum voru til- lögurnar bornar undir atkvæði og sam- þyktar, fyrsta till. með öllum atkvæðum gegn 4, önnur og þriðja með öllum greiddum atkv. Síðast á fundinum var samþykt till. til Stórstúkuþingsins frá H. Ottóssyni viðvíkjandi banngæslu. Fundurinn stóð yfir fullar 5 kl.st., og voru fundarmenn um 200 alls, bæði frá Hafnarfirði og hjeðan úr Rvík. Brostnir hlekkir, Br. Bjarni Pjetursson, umdæmisorgan- isti og söngkennari hjer við Barnaskól- ann, ljest að heimili sinu 8. þ. m. úr lungnabólgu. Hann var fæddur 14. sept. 1873 að Hábæ í Vogum, bjuggn þar foreldrar hans Pjetur Bjarnason og kona hans Kristin Jóhannsdóttir Briem, alsyst- ir sr. Steindórs í Hruna og Ólafar, sonu Valdemars Briems vigslubiskups. Ungur að aldri gekk hann i Fensborg- arskóla og lauk þar prófi með góðum vitnisburði, og síðan leysti hann af hendi kennarapróf við skólann. Tók hann strax að kenna organslátt og söng og starfaði síðan að því til dauðadags, en auk þess fekst hann við barnakenslu og verslunarstörf. Unf mörg ár var hann kennari á Þingeyri, en flutti þaðan hingað til bæjarins og var lengi verk- stjóri hjá Hf. Haukur. Síðustu tvö árin var hann söngkennari við Barnaskóla Reykjavíkur, en annaðist verkstjórn að sumrinu. Var hann formaður Verkstjóra- félagsins, og sýnir það traust þeirra á honum. Br. Bjarni var hjálpfús maður og vildi bæta úr neyð annara, var því eðli- legt að hann strax við fyrstu kynni (1886) gengi í Regluna og starfaði að málum hennar. Hann var henni Iíka trúr og tryggur og vildi gera hvað hann gat til að efla viðgang hennar. Og þegar bannmálið kom til sögunnar tók hann það farst upp, og fylgdi því með stakri festu, eins og öllu öðru er hann tók að sjer. Um nokkur ár var hann einn af aðalmönnum Umdæmisstúkunnar til að vinna að því að bannlögin væru höfð í heiðri, og má óhætt fullyrða, að hann hafi ekki unni að neinu máli er honum hafi kærara verið. í það eyddi hann miklum tíma og fyrirhöfn, en hann hugsaði ekki um það, heldur árangur- inn, enda var hann ósjerhlífinn til allra verka. Stúka hans — Verðandi nr. 9 —• hefir mist góðan fjelaga þar sem hann var og öll reglusystkin hans sakna hans sem góðs og trús samverkamanns. Br. Bjarni var einn af af stofnendum Dýraverndunarfjelags íslands og átti sæti í stjórn þess. Hann kvæntist 2(k.Okt. 1900 Margrjeti Egilsdóttir í Arabæ, Gunnlaugssonar, og eiga þau 6 börn á lifi. Jörunn Bertelsen ekkja ljest hjer í bæ 29 f. m. Hún var fædd 22 sept. 1850 og geaðist fjelagi stúkunnar Verðandi nr. 9. á fyrst árum Reglunnar hjer á landi. Hún var tryggur fjelagi og sótti vel fundi meðan heilsa hennar levfði. Frjettabálkur. Miðvikudaginn 25. f. m. hjeldu templ- arar br. D. Östlund samsæti í Nýja Bíó. Br. Pjetur Zóphóniasson talaði fyrir minni hans, br. Einar Kvaran fyrir mynni Alheimssambandsins móti áfenginu og br. Pjetur Halldórsson fyrir minni Norð- urlanda. Br. D. Östlund þakkaði og mælti fyrir minni íslands. Auk þess töluðu margir aðrir. Á eftir ræðu P. Z. var sungið kvæði eftir br. Kristmann Guðmundsson, sem birt verður í næsta blaði. Kvedjasamsæti var br. D. Östlund haldið í Templarahúsinu 10 þ. m. Br. Pórður Bjarnason niælti fyrir minni br.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.