Templar - 12.06.1923, Blaðsíða 1
TEMPLAR.
XXXVI.
Reykjavík, 12. júni 1923
6. blað.
1908
1923.
Fimtán ár — það er ekki langur tími
i sögu þjóðarinnar, en margt breytist á
fáum árum.
Þegar litið er á sögu vora hjer á landi,
hefir margt breytst, en stærsta og veiga-
mesta breytingin er sú, að víð erum
orðin sjálfstæð þjóð, sjálfstætt riki. Við
erum komin í rikjatölu, og boðin þátt-
taka i fjölmörgum alheims-fundarhöld-
um, þar sem stærstu ríki veraldarinnar
senda fulltrúa. Við getum skipað sendi-
herra, og höfum —loflegar minningar —
haft erindreka suður á ílalín og Spáni.
Það er því von að »Iitla, fátæka þjóð-
in« sje ánægð yíir hlutskifti sínu, og
liti með ánægju til hinna útvöldu, hátt-
virtu þingmanna, er hafa höndlað hnoss-
ið handa henni.
En hvernig er það, erum við þá frjáls-
ir menn í frjálsu landi?
Árið 1908 hagaði svo til hjer á landi,
að engin vinsala var rekin alla leið frá
Seyðisfirði til Reykjavíkur. En nú 1923
eru tvær vínverslanir á þessu svæði og
svo lyfsalinn á Eyrarbakka. Hafa kjós-
endur óskað eftir þessari breytingu?,
O nei — nei. Stjórnin setur vinsölu á
fót, ýmist á móti vilja hjeraðsbúa, eða
án þess að spyrja þá að þvi.
Árið 1908 mátti ekki setja á fót vín-
sölu í kaupstað, nema bæjarstjórn mælti
með því, en nú — nú setur stjómin
"vínsölu á fót, hvort sem bæjarstjórnin
mælir með því eða móti, meira að segja
þótt allir sjeu á móti því i hlutaðeig-
andi kaupstað.
Árið 1908 mátti hvergi reka veitinga-
krá, nema kosningabærir íbúar kaup-
staðanna samþyktu það, en nú — nú
setur stjórnin upp vínveitingastað og
spyr engann að. Hún veit ofur vel, að
stór 'meiri hluti íbúanna er eindreginn
á móti því.
1908 þurftu vínsalarnir að greiða ár-
gjald til landssjóðs, en nú — nú þarf
þess ekki, það verður að gera alt sem
greiðast, svo landsmenn geti náð í
spánska dropann.
Arið 1908 rjeðu kjósendur þvi, hvort
vínsala eða vinveitingar væru í bæjar-
fjelagi þeirra, þá höfðu þeir einhver
völd og voru um þetta »frjálsir menn í
frjálsu Iandi«. En það er breytt, nú ráöa
þeir engu, þó þingmennirnir skvaldri og
dekri fyrir þeim — það er stjórnin sem
á að ráða því.
1922 sögðu Spánverjar að þeir vjldu
ráða þessum málum. Þeir sögðust raun-
ar láta sjer nægja, ef menn mættu flytja
inn vínin þeirra, þeim væri engin þága
f því að selja þau. — Rjett eins og fisk-
sölunum væri nóg ef þeir mættu flytja
liskinn til Spánar, þótt enginn keypti
hann. Trúleg saga, — en samt var því
trúað og Aiþingi beygði sig, en tók þó
fram, að svo litið ætti að gera úr þessu
sem unt væri. Aðeins ein verslun i
Reykjavik. En rjeði þingið því? Nei —
og aftur nei.
Við þurfum að selja áfengið, sögðu
Spánveriar. Þið verðið að hafa útölu-
staði i öllum kaupstöðum landsins.
Rikisstjórnin mundi raunar, að Alþingi
ætlaðist ekki til þess, og hún vildi það
ekki, segir hún, en — Spánverjar rjeðu.
Og þið hafið Hotel þarna norður frá.
Það verður líka að veita áfengi. þar,
sögðu herrarnir. Eitt er í Reykjavík
»Hótel Island« kvað það heita. Það
verður að selja áfengið. Og ríkisstjórn-
in beygði höfuð sitt enn á ný, og Hó-
telið selur ólyfjanina. Það, að bæjarbú*
ar, bæjarstjórn og landslýður var mót-
fallin þvi, hafði engin áhrif.
Hver og einn, sem ekki hefir setið á
þingmannabekkjum í Alþingi íslendinga,
hlýtur að viðurkenna að sjálfstæðið er
lítilsvirði, þegar Iandsbúar mega ekki
sjálfir ráða um þessi efni. Það skilur
hvert smábarn.
Við eigum að hafa fullan rjett á því,
hvernig við högum áfengislöggjöf vorri.
Vissulega eigum við að ráða þvi sjálfir,
eins og öllu öðru um siðferðismál vor.
Og meðan við ekki megum ráða því,
þá er lítið gefandi fyrir titilinn: Sjálf-
stæö þjóö. Það er ekkert variö í það
að heita »sjálfstætt ríki« og vera »und-
ir spönskum yíirráðum«.
Hverja skoðun sem menn hafa á
banni og bindindi, þá er það siðferðis-
leg skylda hvers íslendings að gera alt
hvað hann má, til að slíta þessa fjötra,
sem lagðir hafa verið á þjóðina. Það
er skylda hans gagnvart sjálfum sjer,
niðjum sinum og þjóðfjelaginu í heild
sinni. Hver sem annað gerir er ódreng-
ur. Verum samtaka um að brjóta fjöt-
urinn og verða »frjálsir menn í frjálsu
landi«.
P. Z.
Bannið í Bandaríkjunum.
Eftir opinberum skýrslum.
John T. Davis, eftirlitsmaður bann-
laganna í Pennsylvaniu heíir gefið Mr.
Haynes, sem er aðal umsjónarmaður
bannlaganna í Bandarikjunum, eftirfar-
andi skýrslu um áhrif bannsins þar.
Skýrsla þessi sýnir fangelsanir fyrir
drykkjuskap og ósæmilegt athæfi af
völdum áfengis, i nokkrum stærstu borg-
um Pennsylvaniuríkisins. J. T. Davis
tekur það fram, að tölur þær sem skýsl-
an sýnir, nái aðeins yfir fá ár, sökum
þess að stjórnir sumra borganna hafi
ekki byrjað slíka skýrslugerð fyr en nú
á siðustu árum. En skýrslurnar fyrir
árið 1922 segir hann vera mjög nákvæm-
ar og óbrygðular.
Skýrslan er þannig:
Fangelsanir 1917 1922
Easton ...... 600 246
Pittsburg.....28935 16554
Erie....... 4862 979
New Kastle..... 2130 628
Mc Keesport .... 1111 820
Johnstown . . . . . 3541 940
Williamsport ..... 973 214
Haselton..... 193 127
Harrisburg ..... 1396 504
Fyrri talan í tveimur siðustu borgunr
um er miðuð við árið 1918.
Tala þeirra, sem vegna áfengisnautn-
ar voru á lækningastofnunum rikisins
fyrir geðbilaða, var árið 1917, 130 en
árið 1922, 56. Albrjálaðir af áfengis-
nautn voru 29 árið 1917, en 1922 voru
þeir 8.
Þrátt fyrir það, þó íbúatala ríkisins
hafi aukist mjög mikið, og þótt meira
en ein miljón ungra manna væri á vig-
völlum Evrópu 1917, þá hefir þó dauðs-
föllum fækkað mjög mikið i rikinu.
Árið 1917 voru dauðsföll í Pensyl-
vaniu 128163, en árið 1921 voru þau .
109894. í skýrslunni fyrir árið 1917 eru
ekki taldir þeir, er l'jellu i ófriðnum
mikla í Evrópu.
Árið 1921 voru liftryggingafjárupp-
hæðir 844234644 dollurum hærri held-
ur en 1917. Brunatryggingafjárupphæðir
voru- 1921 5109994780 dollurum hærri
heldur en árið 1917. Nákvæmar skýrsl-
ur fyrir árið 1922 eru enn ekki full-
gerðar.
Skýrslur bankanna í Pensylvaniu sýna
hve stórkostlega bankaviðskiftin hafa
aukist. Innieignir í sparisjóðum bank-
annavorull.des. 1917, 1,205,345,512.63
doll., en 18. okt. 1922, 1762,673,207.12
doll. Aukning þessi nemur 558,323,694.49
doll. Tala Innleggjanda jóksl á sama
tíma um 308793.
Tala gjalþrota, sem hið opinbera fjekk
til meðferðar, var árið 1919 4106, en
árið 1922 voru þau aðeins 1873.
Hver vill nú veita framförum Pen-
sylvaníurikisins bæði siðferðilega og
efnalega, siðan bannlögin öðluðust þar
gildi?